Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 29.10.1984, Blaðsíða 7
Prófastshjónin og klukkan góða. Fjárkaup af fjörrum slóðum Svokallaðar riðunefndir skip- aðar af sveitarstjórnum í byggðarlaginu hafa verið starf- andi undanfarið og hefur blaðið eftirfarandi upplýsingar eftir ritara Dalvíkurnefndarinnar, Baldvini Magnússyni í Hrafns- staðakoti: Á fundi nefndanna með full- trúa Sauðfjárveikivama, Sigurði Sigurðarsyni dýralækni 4. des. í fyrra voru settar fram nokkrar ábendingar um hvaða leiðir helst kæmu til greina í baráttu við riðuveiki í sauðfé hér í sveit- inni. Var bréf þar að lútandi sent öllum sauðfjáreigendum til yfirvegunar. M.a. var minnst á algeran eða takmarkaðan niður- skurð á svæðinu og sauðleysi lengri eða skemmri tíma. Þá var einnig nefndur sá möguleiki að kaupa inn fé frá ósýktu og helst fjarlægu héraði til að viðhalda bústofni á sýktum bæjum hér þar sem vonlaust er talið að ala upp fé af heimastofni. Eftir viðræður við sem flesta sauðíjáreigendur er það mat nefndarmanna að þessi aðgerð sé sú eina, sem unnt sé að setja í gang á þessu stigi. Því var ákveðið með samþykki Sigurðar dýralæknis að fara þessa leið og efna til þriggja ára tilraunar í sambandi við hana. Þegar til kom voru þó einungis 8 fjár- eigendur, sem höfðu áhuga á fjárkaupum, 4 í hreppnum og4 í Dalvíkurumdæmi. Lömb eru keypt úr N-Þingeyjarsýslu og úr Srandasýslu sbr. frétt annars- staðar í blaðinu. Til viðbótar er áformað að gera tilraun með sæðingum frá sauðfjársæðingastöð þannig að á 4 öðrum sýktum bæjum hér verða sæddar 30 ær á hverjum bæ með sæði úr 3 mismunandi hrútum og sem flestar gimbrar, sem út af þeim koma, látnar lifa. Þetta yrði endurtekið í 3 ár. Síðan er ætlunin að fylgjast mjög nákvæmlega með afdrif- um þessara einstaklinga, bæði aðkeypta fjárins og sæðinga- fjárins í samanburði við fé af heimastofni á bæjunum. Eftirlit og skýrsluhald í þessu sambandi verður unnið í samvinnu milli riðunefndanna og Sauðfjár- veikivarna. Á vegum þeirrar stofnunar hefur verið hér á ferð- inni maður, Runólfur Sigur- sveinsson kennari á Hvanneyri, til að safna saman og skrá upplýsingar um feril riðunnar, einkum á þeim bæjum, sem hér um ræðir. Ennþá eygja menn helst von í því að stofnar finnist, sem séu ónæmari en aðrir fyrir veikinni. í því sambandi hefur mönnum orðið starsýnt á feril veikinnar á Bessastöðum á Dalvík. Þar var riðuveiki í fé í algleymingi á 7. og 8. áratugn- um uns svo var komið 1976 að aðeins 6 ær lifðu eftir. Þær ær veiktust aldrei og engin kind, sem út af þeim hefur komið síðan bæði heima á Bessastöð- um og á öðrum stöðum þangað sem fé út af þessum 6 ám hefur borist. Nú er ætlunin að fylgjast grannt með þessu fé líka næstu árin. Prestar í sviðsljósinu Ungu prestshjónin með soninn. Margrét Einarsdóttir, Hilmar, séra Jón Helgi Þórarinsson. yrða, að í þessum orðum felist almennt viðhorf Svardæla til prestsins sr. Stefáns, sem verið hefur sálusorgari þeirra ogjafn- framt góður félagi í 43 ár og til konu hans, svarfdælsku bónda- dótturinnar Jónu Gunnlaugs- dóttur, sem staðið hefur dyggi- lega við hlið hans í hans mikil- væga starfi í blíðu jafnt sem stríðu. Blaðið Norðurslóð vill hér með senda þeim prestshjónun- um hugheilar kveðjur og óskir um gæfu og gengi í nýju heim- kynnunum. Jafnframt þakkar það sr. Stefáni sérstaka vinsemd í sinn garð frá upphafi. Kosning á Dalvík. F. v. Kristján L. Jónsson, Árni Óskarsson, Kristján Ólafsson, Valur Júlíusson greiðir atkvæði. Sóknarnefnd Vallarkirkju að störfum. F. v. Sigurjón Sigurðsson, Olga Steingrímsdóttir, Sigurður Kristjánsson. Svarfdælingar munu trúlega minnast sumarsins 1984 fyrir tvennt öðru fremur: Það var einmuna veðurblíða og það urðu prestaskipti. Um veðrið er rætt lítillega annarstaðar i blað- inu, hér minnumst við svolítið á prestana. Prestkosning fór fram í sóknarkirkjunum 4 sunnudag- inn 12. ágúst í blíðskaparveðri eins og oftast var á þessu blessaða sumri. Umsækjendur voru tveir: Jón Þorsteinsson sóknarprestur í Grundarfirði og Jón Helgi Þórarinsson settur aðstoðarprestur við Fríkirkju- söfnuðinn í Hafnarfirði. Þessir ungu prestar voru hér í nokkrar vikur fyrir kosninguna og mess- uðu hvor fyrir sig á öllum kirkjunum auk þess sem þeir heimsóttu öll heimili í sveitinni og ýmsa vinnustaði á Dalvík. Messugerðir þessar voru nefndar í gamni, bæði af þeim og öðrum, Jónsmessur. Það er mál manna að fram- koma þessara ungu manna og kvenna þeirra, sem stóðu dyggi- lega við hlið þeirra, hafi verið til fyrirmyndar og með sannköll- uðum menningarbrag. Þaðmun líka mála sannast að mikill fjöldi kjósenda hafi átt í tölu- verðu sálarstríði þegar ákveða skyldi, hvar krossinn færi á kjörseðilinn. Úrslitin urðu hinsvegar kunn nokkrum dögum síðar: sr Jón Helgi hafði orðið hlutskarpari og hlotið löglega kosningu með nokkuð verulegum yfirburðum yfir nafna sinn. Tekur hann við embætti hér í byrjun nóvember nú í haust. Séra Stefán Snævarr kveður hvaða sess þakklætis og virðing- ar þau hafa skipað í hugum sóknarbarna sinna. Við þetta tækifæri var þeim afhent gólfklukka gerð af Adam Magnússyni á Akureyri. Á hana er festur skjöldur með áletrun- inni: Til hjónanna Jónu og sr. Stefáns Snævarr, með þökk og virðingu frá sóknarbörnum Vallaprestakalls. Má óhætt full- ^ , Skáldað í rjóma. Sr. Stefán Snævarr, síðasti prestur á Völlum og fyrsti prestur á Dalvík, hefur nú kvatt Svipmynd úr kveðjusamsæti. sóknarbörn sín og haldið suður yfir heiðar. Þau hjónin munu nú setjast að á Seltjarnarnesi, þar sem þau hafa keypt hús í félagi við son þeirra Gunnlaug Valdemar, endæturnarStefanía Rósa og Ingibjörg eru þar einnig á næstu grösum. Síðari hluta ágústmánaðar og í byrjun september hélt sr. Stefán kveðjumessur í kirkjun- um öllum. Voru þær fjölsóttar sem að líkum lætur og hinar hátíðlegustu. Þann 11. september stóðu sóknarnefndirnar síðan fyrir kveðjusamsæti fyrir þau hjónin Jónu ogStefán. Varþað haldið í Víkurröst á Dalvík og var fjöl- mennt mjög bæði af eldri og yngri sóknarbörnum. Kom vel fram í ræðum manna hvílíkra vinsælda þau hjón hafa notið og og oáZ&isn. x. // k/rtei.. JjtnJtoLrri. lýúf cx -ktí-t&fiXAÍunxci., ^yUltyc^isctyri oeJtcit. fcjÁcJ ® L-. J lh I t . t * NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.