Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 4
Það var heitt á könnunni þegar komið var á vettvang. Ymsir kappar voru í kaffi- stofunni og nýttu þeir sér ósvikið kaffið. Ægir Þorvalds'. og Kiddi Rommel voru að rifja upp sögur frá síldarárunum. Kiddi hefur lifað margt og eins og hann segir sjálfur gæti hann rifjað upp mergjaðar sögur svo fylltu heila bók. I hans frásögn er syndin bæði lævís og lipur. Ægir kannaðist við þá atburði sem til umræðu voru og fyllti út í ýmsar myndir, en hann ségir manna skemmtilegast frá. Ægir vildi halda því fram að Dalvík- ingar hafi ekki verið barnanna Hiti og þungi dagsins varðandi útskipun á saltfiski hvfldi á herðum Gunnars Jónssonar í Björk. Gunnar er nú enginn nýgræðingur í þessum efnum, «mboðsmaður Eimskips og SIF í áratugi. í mörgu var að snúast hjá umboðsmanninum. Hann var ýmist fram á bryggjunni eða í símanum upp á vigt. Við króuðum Gunnar af og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Hvað er verið að skipa miklum saltfiski út í dag? í allt fara 146 tonn. Héðan frá Dalvík og Árskógsströnd fara 63 tonn. Hitt er frá Grenivík, Hrísey, Grímsey, Siglufirði og Akureyri. Það er alltaf að verða algeng- ara, að hingað sé safnað afurðum frá Eyjafjarðarsvæðinu til út- flutnings. Sérstaklega hefur þetta aukist með saltfisk eftir að tandurfiskurinn kom til sög- unnar. Tandurfiskur er létt staðinn saltfiskur, kannskiekkinema 10 daga gamall. Afskipanir eru því tíðari en áður og minna frá hverjum og einum. Er aðstaðan þá nógu góð hér fyrir svona þjónustu? Auðvitað væri miklu betra að SÍF hefði hérna kæligeymslu. Þá gætu þeir verið búnir að koma fiskinum hingað. Útskipun væri þá fljótlegri og á allan hátt þægilegri. Sjálfsagt á þetta eftir að koma. Núna er þessu safnað saman með Drangi daginn sem útskipunin fer fram. Það er ábyggilega dýrara en þarf. Er þetta alveg nýtt að skipa út afurðum frá stóru svæði? í skreiðinni var svona fyrir- komulag, en það er nú lítið um útskipanir á henni núna. Út- skipun á saltfiski tekur miklu styttri tíma eftir að öllu er pakkað í kassa eða á bretti. Síðast vorum við rúma þrjá tíma að skipa út 159 tonnum í Sögu. Ingvi Antonsson á kaffistofunni ásamt Valdimar Bragasyni og Árna Arngrímssyni. Ljósmyndari Norðurslóðar gerði margar tilraunir til að ná myndum á morgunfundunum en flestir fastagestirnir flúðu af hólmi áður en náðist að festa þá á filmu. Því getum við ekki verið með mynd af mönnum eins og Kristjáni Ólafssyni og Ríkharði í Bakkagerðum. Hér á dögunum mælti tíðindamaður Norðurslóðar sér mót við starfsmenn Dalvíkurhafnar með það fyrir augum að eiga við þá viðtal. Akveðið var að hittast s.l. laugardag og spjalla i næði. Á tilsettum tíma var okkar maður mættur, en þá kom í ljós að Skeiðsfoss var að lesta saltfisk, svo satt best að segja var næðið takmarkað. Segulband var með í för og var brugðið á það ráð að láta það ganga eftir þörfum og vinna síðan upp efni á síður blaðsins eftir því sem færi gæfist. Það er erfitt að gefa rétta mynd af lífinu í vigtarskúrnum á Dalvík, þó mun það verða reynt með hjálp segulbandsupptöku. Garðar hafnarvörður bindur stærsta skip sem komið hefur til Dalvíkur, PRVIC 4800 tonna. Setið í viktarskúrnum Hér er líf og fjör Þú ert búinn að vera við afgreiðslu hér við höfnina frá því hafskip komu hér fyrst að landi. Já, ég byrjaði í olíunni og var þá með Shellafgreiðslu. Nú svo var ég hafnarvörður í 29 ár. Eg tók við af Steingrími Þorsteins, sem var fyrsti hafnarvörðurinn. Hjá Dalvíkurhöfn starfa þrír menn, hafnarvörður og tveir vigtarverðir. Það var hægt að draga vigtar verðina út úr skarkalanum til að fræðast um þeirra störf. Þessir tveir heiðursmenn eru Ingimar Lárusson eða Ingi Lár, sem var hafnarvörður hér á árum áður og Ingvi Antonsson sem enn er kallaður Ingvi á Hrísum, þótt hann sé löngu fluttur þaðan. Hvað er vigtin opin lengi á hverjum degi? Ingi: A þessum tíma árs er opið frá 8 á morgnana til 19 á kvöldin, en yfir vetrarvertíðina eða frá næstu mánaðamótum er opið til 22 á kvöldin. Um helgar er opið frá 4 á laugardögum til 21 á kvöldin. En það er nú svo að landanir vilja standa lengur á kvöldin en auglýstur tími segir til um. Ingvi: Já, sá okkar sem er á vakt er raunar á bakvakt utan vinnutíma og verður að vera í kallfæri ef eitthvað sérstakt stendur til. Hér er um vaktavinnu að ræða þannig að við skiptum deginum milli okkar. Ekki byrjar löndun úr skipum kl. 8 á morgnana, eitthvað fieira en fískur er vigtað? Ingvi: Á morgnana eru aðal vigtanir bein, slóg og lifur. Síðan ýmislegt eins og salt, kjöt og bílar af ýmsum tilefnum, hey Hann var að vísu ekki nema í eitt ár. Margt er nú öðru vísi núna en var þá. Maður gat nú ekki boðið upp á kaffi á sjcrifstofunni eins og Gæji núna. Ég hafði nú aldrei neina skrif- stofu sem hafnarvörður. já, það var nú kölluð skrifstofa sem ég hafði _ upp á lofti í gömlu verbúðinni. Aldrei voru haldnir morgunfundir yfir kaffi þar. Og þar með var Gunnar rokinn. og fleira. Fiskur er síðan aðal- lega seinnipart dags og á kvöldin. Ingi: Auðvitað er mjög mis- jafnt hve mikið er að gera, stundum lítið, stundum mikið. Þetta er eins með aðra þjónustu t.d. í versluninni og á skrifstofu. Það koma tarnir og svo dauður tími á milli. Hér er talstöð sem bátar geta haft samband við ykkur, er hún mikið notuð? Ingi: Já, hún er talsvert notuð. I gegnum hana láta bátar vita af sér, t.d. hvenær þeir verða í landi, hver aflinn er og svo framvegis. Þessu komum við á framfæri við hverja útgerð og þá um leið skilaboðum um það sem þeir þurfa um borð af netum og ýmsu öðru. Þegar stór skip eru að koma að bryggju í vondum veðrum hafa þau gjarnan sam- band hingað og er þeim þá leiðbeint. Ingvi: Við heyrum í bátunum á daginn og vitum hvernig gengur. Það er býsna mikil- vægt því hingað kemur fólk eða hringir og þá getum við oft sagt því fréttir og gefið upplýsingar. Ef eitthvað er að veðri þá er mikið spurt. Krakkar þeirra sem eru á bátunum hringja mikið og spyrja hvenær þeir verði í landi, já, og auðvitað blessaðar konur- nar. Nú varst þú Ingi á smábátum hér áður fyrr. Finnst þér ekki mikil framför að hafa talstöðvar- þjónustuna. Ingi: Jú, maður, þetta er allt annað en var. Öryggið af því að geta látið vita af sér, ef eitthvað er. Bæði öryggi fyrir þá sem eru á sjónum og aðstandendur í landi. Þetta lífgar líka mikið upp á starfið og allt hér við höfnina. Yfir vetrarmánuðina koma margir og spyrja frétta. I kabarett um jólin var sett upp atriði sem átti að vera úr vigtar- skúrnum. Þið hafið kannast við lífið úr skúrnum þar, eða hvað? Ingvi: Ég kannaðist alla- vega við sjálfan mig þarna. Ég segi nú ekki að í öllu hafi verið fylgt sannleikanum. Ýkt mynd var gefin. Annars hefði verið hægt að gera meira úr þessu, því hér skeður margt og margt er skrafað. Á hverjum morgni mæta hér menn í kaffi, mikið sömu mennirnir. Þeir fyrstu eru komnir hálf átta. Það eru nokkrir menn sem alls ekki komast til starfa og vakna ekki fyrr en þeir eru búnir að fá sér kaffi hér. Ingi: Mesta traffikin er á morgnana. Stundum erum við búnir að hella 3 til 4 sinnum uppá fyrir kl.9. En það er slæðingur af mönnum allan Kaffið vekur menn Saltfiskur víða að bestir í öðrum höfnum hér á árum áður og ekki dró Kiddi úr því. Ýmsir núverandi og fyrr- verandi Dalvíkingar voru nefndir til sögunnar og er á engan hallað þó skýrt sé frá aðdáun sögumanna á tveim. Óli Jakobs. virðist hafa verið með afbrigðum hugkvæmur þegar strákapör og hreystiverk voru annarsvegar. M.a. var rifjuð upp sagan af Raufarhöfn þegar uppselt var á ballið en tvö hundruð manns stóðu úti og fengu ekkert að gert. Þá greip Oli dyravörðinn, rúmlega tveggja metra háan og eftir því breiðan, og hljóp með hann burt og gátu þá þeir sem vildu komist á ball. Almar Jóns. var alveg djöfull skemmtilegur, sagði Kiddi. Hann var svo kattliðugt helvíti að þeir lágu svo djöfull flott hjá honum. Hann var líka lærður, helvítið á’onum, í slagsmálum. Kiddi sagði að í landlegum hefði aldrei verið sofið nema á daginn og menn ekki gefið sér tíma til að borða þegar þeir vöknuðu á kvöldin. Upprifjun á siglingum á Bret- land og Þýskaland var rétt að hefjast þegar Ægir var kallaður í útskipun og Kiddi fór að undir- búa grásleppuna hjá sér. Tíðindamaður Norðurslóðar var á stjákli og tók menn tali, náði á vigtarvöðrum og átti viðtal við þá. Lífið var fjörugt í vigtarskúrnum á meðan, tal- stöðin opin og hélt hún oft athygli manna. Bátar voru annað slagið að kalla í Dalvíkúr- höfn og tilkynna sig í land. Stefán Rögnvaldsson var væntalegur kl. 8 með svipaðan afla og daginn áður. Þeir báðu um 5 net um borð. Svanur frá Hrísey tilkynnti komu sína og bað um að haft yrði samband við Helga Jak. sem tæki 1,5 tn. af ufsa af honum. Helgi var fljótlega mættur og farinn að segja góða veiðisögu en náði ekki að ljúka henni því Svanurinn var kominn. Árni Kristins, skipstjóri á Svaninum, var inntur eftir því af hverju hann landaði hér. Hann kvað það stafa af innanbúðar- vanda þeirra eyjarskeggja. Baunamir vildu ekki taka af þeim ufsann til frystingar, en Helgi tæki af þeim. Oftast hefðu þeir sent yfir með ferjunni, notað sömu ferðirnar og togarafisk- urinn kæmi með héðan frá Dalvík. Skipverjar á Skeiðsfossi komu og fengu að hringja. Við höf] 4 -NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.