Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 9. árgangur Miövikudagur 20. febrúar 1985 2. tölublað Úr vinnslusal SFD. Hluti af nýju tækjunum fremst á myndinni. Kristján Þorhallsson t.v., Cunnar Kristinsson að vigta t.h. Vinnusparnaður - meiri gæði Á síðasta ári voru keypt ýmis tæki fyrir rækjuvinnslu Söltun- arfélags Dalvíkur afTrausth/fí Reykjavík. Tækin höfðu beðið uppsetn- ingar nokkurn tíma, en voru sett upp um og fyrir síðustu áramót. Norðurslóð leitaði til Kristjáns Þórhallssonar, verkstjóra Sölt- unnarfélagsins og spurði hann frétta um þessi mál. - Hvers konar vélar voru setta upp í verksmiðjunni? Ef við byrjum á móttökunni þá var sett þar upp þvottavél í'yrir rækju. 1 henni þvæst burt leir og óhreinindi sem alltaí' koma með úr sjónum. Úr þvottavélinni fer rækjan í dælu sem flytur hana upp á efri hæðina og beint í pillunarvlina. Áður voru kassarnir hífaðir upp á milli hæða og losað úr þeim beint í pillunarvélina. Þá fóru leir og önnur óhreinindi með, en nú kemur hún semsagt hrein sem er mikill kostur t.d. hvað varðar viðhald á vélinni. - Þú talar um pillunarvél. Er bara ein? Já, ennþá er bara ein, en allur búnaður, bæði á undan og á eftir pilluninni, er miðaður við tvær vélar, og meiningin er að innan skamms verði sett upp önnur vél. Aðal breytingin í vinnslurásinni núna er eftir að rækjan kemur fínhreinsuð af bandinu. Þar hafa orðið algjör umskipti. - Hvernig fór þetta fram áður? Þegar rækjan kom af hreinsi- bandinu fór hún í bakka sem dýft var í pækil. Síðan var henni dreift á pönnur sem settar voru í rekka og inn í frysti.l Þegar rækjan var frosin voru rekkarnir teknir út, rækjan vatnsúðuð og sett í umbúðir. Eins og þetta er núna kernur mannshöndin hvergi nærri lrá því rækjan kentur af hreinsibandinu þar til hún er komin í pokana. - í hverju felst þessi sjálf- virkni? Rækjan fellur af hreinsiband- inu í rennu með pækli sem lleytir henni að færibandi inn í frysti. Hún kemur svo á öðru bandi út úr frystiklefanum oger þá fullfrosin. Þá fer hún í sjálf- virka úðun sem skilar henni beint í poka. - Er mikil hagræðing af þessu, vinnusparnaður t.d.? Það þarf nú færra fólk við vinnsluna en áður, og þegar afköstin verða aukin með annari pillunarvél þarf hvergi að fjölga fólki nenta við hreinsibandið. Ég álít að það láti nærri að þá verði jafnmargt starfsfólk og var áður með einni vél og gamla laginu. Þá er rétt að það komi fram að rækjan er núna mun betur lausfryst en var og því betri söluvara og í sumum tilfell- um fæst betra verð fyrir hana. Það er því ótvíræður hagur af þeim breytingunt sem gerðar hafa verið. Góð reynsla og skemmtileg Viðtal við Daníel Hilmarsson Okkar ágæti skíðamaður, Daníel Hilmarsson, hefur verið einna mest í sviðsljósinu af íslenskum skíðamönnum í vetur, Daníel er, sem kunnugt er, nýkominn heim eftir þátttöku í heimsmeistara- mótinu í alpagreinum. Það er ekki á hverjum degi að við Dalvíkingar eigum fulltrúa á slíkunt vettvangi og þótti því bera vel í veiði, þegar við fréttum að hann væri stadur á Dalvík, að eiga við hann viðtal. Hvað ertu búinn að vera lengi í skíðalandsliðinu? Eg er búinn að vera í liðinu frá því ég var 14 ára. Starfsemi skíðasambandsins hefur breyst talsvert á þessum árum, meðal annars vegna þess að það hafa verið gerðar auknar kröfur til þeirra sem í liðinu eru. Ti! að nefna dæmi um þessar kröfur, þá verða menn nú að æfa allt árið um kring, á sumrin líka. Af augljósum ástæðum hefur þetta útilokað nokkra. I fyrravor leit út fyrir að ég einn gæfi kost á mér í liðið, en sem betur fór rættist þannig úr því að við urðum fjórir. Auk mín, þeir Árni Þór Árnason frá Reykjavík Árni Grétar Árnason frá Húsa- vík og Guðmundur Jóhannsson frá Isafirði. Hvenær æfið þið? Á sumrin erum við í líkams- þjálfun, við æfum sjálfir eftir prógrammi sem þjálfarinn setur upp fyrir okkur. Síðan eru tvær samæfingar hjá okkur á sumrin í Kerlingarfjöllum. Á haustin er farin ein æfingarferð til Evrópu, síðustu tvö haust hefur verið farið til Himtertux í Austurríki. Fyrir áramót förum við í keppnis og æfingarferð til Norðurlanda. Eftir áramót er svo farin keppnisferð til Mið- Evrópu, ég var einmitt að koma úr þannig ferð núna. Á vorin förum við svo keppnisferð,'. til Norðurlandanna. Eftir svona áætlun var unnið í fyrra og svo aftur núna, þannig að gera má ráð fyrir að í þessum dúr þúrfti þeir að vinna sem verða í landsliðinu á næstu árum. Hvernig hefur svo gengið á mótum í vetur? Það hefur jafnan gengið svona upp og ofan, en á heildina litið er ég ánægður. I sjálfu sérer ég ekki beint ánægður með útkomuna úr neinu mótanna, en ég hef tekið töluverðum framförum svo þetta hefur skilað talsverðum árangri. Alþjóða skíðasambandið gefur út töflu yfir punktafjölda hvers keppanda og þannig er skíða- mönnum raðað upp eftir styrk- leika. Menn fá svo rásnúmer á mótum í samræmi við punkta- fjölda. Frá því í haust hef égbætt mig um tæpa 30 punkta. Utreiknis- reglur eru flóknar og svona upplýsingar segja fólki líklega ekki mikið annað en að um framför,,er að ræða. LHver‘erú líeÍstu mótin áépi þú hefur keppt á í vetur? * h ^ ^ramh. á,fbls. 5 • ••! Ferðaáætlun Ferðafélag Svarfdæla hyggst gangast fyrir eftirtöldum skíðaferðum á þessum vetri: Laugardaginn 23. febrúar, ferð frá Koti í Svarfaðardal upp að Skeiðsvatni. Létt ferð fyrir alla. Laugardaginn 9. mars, ferð frá Syðra-Holti fram „heiðar“ með viðkomu á Nykurtjörn og niður hjá Steindyrum. Tveggja til þriggja tíma ganga, hæð ca. 700 metrar. Laugardaginn 23. mars, ferð suður yfir Hamarinn frá þjóðvegi á Hrísamóum á þjóðveg hjá Sökku. Lauflétt ferð fyrir alla. Laugardaginn 5. apríl, föstudaginn langa, yfir Heljardals- heiði frá Atlastöðum að Hólum í Hjaltadal. Ca. 5-6 tíma gangur. Sunnudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta, ferð í Tungna- hryggsskála upp úr Skíðadal með aðstoð vélsleða. Allir eru velkomnir til þátttöku í öllum ferðunum ekki síst félagar í ferðafélögunum á Akureyri og í Hörgárdal. Stjórn F.F.Sv. - Hafið þið haft nægjanlegt hráefni að undanförnu? Við byrjuðum 16. janúar eftir breytinguna og hefur verið svotil samfelld vinna síðan. Stundum höfum við orðið að vinna um helgar. Þ\ í er þó ekki að leyna að ailtaf ríkir nokkur óvissa varðandi hráelnisöflun- ina, ekki síst á þessum árstíma. Að undanförnu höfum við haft tvo stóra báta í viðskiptum, Sólfell frá Hrísey og Blika. Bliki er nú að fara í nokkurra vikna stopp. Hinsvegar er Dalborg í fyrstu rækjuveiðilerðinni en hún hefur verið á fiskitrolli lrá áramótum. - Hversu mikið barst á land á síðasta ári? Vinnsla hófst seinast í mars og við gerðum hlé á vinnslu í nóvember. Þá vorum við búin að vinna úr rúmum 700 tonnum af rækju. Þess má geta að þetta er lang mesti rækjuafii sem unnin hefur verið hjá félaginu. Síðastliðið vor og surnar var unnið á tveimur vöktum alveg fast og stundum var þriðju vaktinni bætt við og unnið allan sólarhringinn. - Ertu bjartsýnn á framtíðina í vinnslunni? Ég hef ekki ástæðu til annars. Norðurslóð þakkar Kristjáni upplýsingarnar og vonar að lesendur séu einhverju nær um þá tækniþróun sem á sér stað í rækjuvinnslunni. Daníel Hilmarsson í svigbrautinni.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.