Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 3
Dansinn dunar á gömlu Grundinni. Myndin tekin 1982. „Þorrablótin þar á Grund/ það er hugljúf stund“ Tími þorrablótanna hefur verið í algleymingi undanfarið. Mikil blessun er það vetrarþreyttum lýð að geta búið sér til þessar yndisstundir þá ytra herðir frost og kyngir snjór, eins og skáldið segir. Hér í byggð eru haldin ein 5 regluleg, árleg þorrablót og e.t.v. fleiri ef betur væri gáð. Fyrst skal telja þorrablót ungmennafélaganna á Grund- inni. Það var að þessu sinni haldiðföstudaginn l.febrúarog tókst með afbrigðum vel. Gestir voru á öðru hundraðinu og fylltu bókstaflega hið aldna Þinghús. Dagskráin var fjöl- breytt, en henni stýrði hinn landsþekkti og margrómaði Jóhann Daníelsson, einn hinna fjölmörgu Svarfdælinga, sem sveitamenn hafa lánað Dalvík- ingum. Sértaklega ber að nefna söng- konuna Antóníu Oganovsky, sem söng af hjartans list við undirleik sr. Jóns Helga Þórarinssonar. Sjálfir sungu blótsgestir einnig fagurlega, þegar líða tók á borðhakhð t.d. þennan hjartnæma söng Óttars Einarssonar fyrrum skólastjóra á Húsabakka: Þorrablótin þar á Grund það er hugljúf stund. Þorrablótin þar á Grund þar er hugljúf stund. Þangað sækja sveinn og sprund sveinn og fagurt sprund. Þangað sækja sveinn og sprund og sjá ekki málaðan hund. Þetta síðasta með málaða hundinn er svo sérhæfð svarf- dælska að vonlaust má kalla að útskýra það fyrir utansveitar- fólki og verður það ekki reynt hér, en þetta skal syngjast undir ameríska laginu Love me tender love me true. Og þá vita menn það. Þorrablótin á grundinni hafa sérstöðu og sérstakan sjarma, m.a. fyrir það, að gestir koma enn hver með sinn þorramat, margir i trogum og er fjöl- breytnin í fóðrinu stórkostleg. Dans stóð fram eftir nóttu svo undir tók í fjöllunum og hið aldna samkomuhús skalf á grunni sínum, en stóð þó - að þessu sinni. Önnur þorrablót eru haldin á vegum starfsfólks ÚKEA á Dalvík, á vegum frystihússins á Dalvík, á vegum Verkalýðs- félagsins Eining á Dalvík og á vegum starfsliðs þriggja skóla. þ.e. Dalvíkur-, Húsabakka og Arskógsskóla, allt mikil blót og kröftug. Ég er svo aldeilis hissa Það gerðist á Urðum í Svarf- aðardal á sjálfa þorrablóts- nóttina 2. febrúar, kyndil- messu, að ein kýrin í fjósinu lét fóstri nærri tveimur mánuðum fyrir tal. Þetta myndi ekki þykja í frásögu færandi nema af því að það var ekki kálfur, sem fæddist. Hvað þá, fæddist kannske folald. Nei ekki folald og ekki kálfur, heldur kálfar. Nú svoleiðis, kýrin var sem sé tvíkelfd. Nei ónei svo hvers- dagslegt var það nú ekki. Kýrin lét þremur kálfum. Hún var þríkelfd og það köllum við sögu til næsta bæjar. Að sögn Hailgríms Einars- sonar á Urðum voru kálfarnir þrír byrjaðir vel að hárgast og að stærð á við litla hunda, svona eins og tíkin í Lauga- steini, sagði hann, og þá vitum við það. Frá Bæjarsjóði Dalvíkur Athygli gjaldenda er vakin á því að gerð hefur verið breyting varðandi eindaga útsvara, aðstöðu- og fasteignagjalda. Eindagi er nú 35 dögum eftir gjalddaga. Eindagi gjalda er gjaldféllu í febrúar s.l. er því 5. mars n.k. og í lok þess dags verða reiknaðir dráttarvextir á þau gjöld sem þá eru ógreidd. Dráttarvextir verða síðan framvegis reiknaðir í lok dags 5. hvers mánaðar. Gjaldendur eru hvattir til að gera skil á gjöldum sínum fyrir eindaga hverju sinni svo þeir komist hjá óþarfa kostnaði. Bæjarsjóður Dalvíkur Hvað á búðin að heita? Nú líður að því, að hin nýja sölubúð Kaupf. á Dalvík verði tekin í notkun í áföngum. Samkvæmt utíDlýsingum frá Rögnvaldi Skíða Friðbjörns- syni er nú stefnt af því að matvöru- og vefnaðarverslun- in flytji í nýja húsnæðið fyrir marslok næstkomandi. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort gefa ætti nýju búðinni sérstakt nafn til að gæða hana meiri persónuleika ef svo mætti segja eins og algengt er um slíkar stofnanir annars staðar, t.d. Mikligarður Miðvangur, Skagfirðingabúð o.s.frv. Nú hefur forráðamönnum KEA hugkvæmst að gefa al- menningi kost á að leggjafram tillögur um hæfilegt nafn á búðina. Hugmyndaríkir menn eru beðnir að skila tillögum til Rögnvaldar Skíða Friðbjörns- sonar ekki seinna en 5. mars. Að því búnu mun þá ákvörðun verða tekin og vonandi besta nafnið síðan valið. Njóttu lífsins í lifandi sumarleyfi Stærsti og ítarlegasti sumarferðabæklingur sem gefinn hefur verið út á íslandi er kominn. Lægra verð - Léttari greiðslubyrði: SL-ferðaveltan með allt að 175% lánshlutfall! Fleiri áfangastaðir: Rhodos Grikkland Rimini - Riccione Sæluhús í Hollandi Sumarhús í Danmörku Holland og Danmörk í einni ferð Flug og bíll - Kaupmannahöfn - Amsterdam - Saizburg Salzburg Dubrovnik Rútuferðir Sovétríkin Kanada Norðurlönd Orlof aldraðra Einstaklingsferðir til allra átta Ath. Ókeypis innanlandsflug fyrir þá sem staðfesta ferðapöntun fyrir 2. apríl n.k. Samvinnuferðir - Landsýn Umboðsmaður Dalvík - Rögnvaldur Friðbjörnsson Dalbraut 8 - ÚKE Dalvík - Símar 61415 og 61200 NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.