Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Skákannáll 1984 Blómlegt starf hjá Taflfélagi Dalvíkur Tímamót Afmæli Þann 9. febrúar sl. átti 60 ára afmæli Jóna Gunnlaugsdóttir fyrrverandi prófastfrú á Dalvík, nú að Melabraut 41 á Seltjarnarnesi. Norðurslóð sendir hjónunum heillakveðjur. Brúðkaup 9. febrúar voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju, Sigurður Gísli Lúðvíksson tannlæknir og Hanna Sigurbjörg Kjartansdóttir hjúkrunarkona. Heimili þeirra er Drafnar- braut 7, Dalvík. Andlát Þann 21. janúar dndaðistAnnaArnfríðurStefánsdóttir. Hún var fædd á Völlum I. desember 1909. Árið 1934 giftist hún Jóni Jónssyni skólastjóra og eignuðust þau 9 börn. Þau bjuggu m.a. í Gröf og á Böggvisstöðum en fluttu til Dalvíkur 1958, og áttu nú síðast heimili á Dalbæ. Anna var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 2. febrúar. J.H.Þ. Mér er spurn? Hvernig getur staðið á því að ekki er hægt að kaupa sér skyr- mysu í kaupfélagsbúðinni á Dalvík. Þessi drykkur er þó framleiddur hjá Mjólkur- samlagi KEA og fæst t.d. í Hagkaupum á Akureyri á fernum? Hvernig stendur ennfremur á því, að ekki er hægt að kaupa aðrar unnar kjötvörur í mat- vöruverslun KEA á Dalvík en vörur frá Kjötiðnaðarstöðinni á Akureyri. Þær eru vissulega góðar, en Ijölbreyttar eru þær ekki. Hvers vegna selur t.d. kaupfélagið ekki Goðavörur frá SÍS eða kjötvörur frá Kaup- félagi Svalbarðseyrar. Þessi fyrirtæki eru þó innan fjölskyld- unnar? Svar óskast. Kjötkrókur. Svar: Kjötkrókur spyr um skyr- mysuna. Hún hefur verið seld í lausu máli í Matvörudeild og Kjörbúð, en einnig hefur hún verið fáanleg á síðarnefnda staðnum í fernum. Einnig er spurt um unnar kjötvörur. ÚKE á Dalvík hefur lagt áherslu á að selja fram- leiðsluvörur Kjötiðnaðarstöðvar KEA, enda hafa þær líkað vel hjá neytendum. Óhætt er að fullyrða að tegundafjöldi er síst minni frá Kjötiðnaðarstöð KEA en sambærilegum stöðvum. Með tilkomu nýrrar verslunar á Dalvík verður lögð áhersla á meira úrval kjötvöru. Stjörnuspeki REGULUS • ^ LJONID ARCTURUS M.oiun / TVIBURARNIR * : < >* * • karlsvagninn \ ** ** LITLI BJORN * POLSTJARNAN • MARIUSTAKKUR * ★ <k * * * \ ^ Ætli einhverjir lesendur Norður- slóðar hafi ekki áhuga á að fygljast með gangi himintungla? Á þessum veðurblíða vetri hafa menn haft óvenjulega góð skil- yrði til að horfa á stjörnur himinsins og virða fyrir sér hreyfingar þeirra. Frá því snemma í vetur hefur ástastjarnan Venus skartað sínu fegursta á kvöldhimninum í suðri. Hún hverfurundir vestur- fjöllin um það leyti sem fulldimmt er. Menn skyldu horfa vel á hana meðan færi gefst, því þegar líður á veturinn Árið 1984 voru skákæfingar yfir vetrarmánuðina á þriðjudags- kvöldum, heima hjá Jóni Stefánssyni, að Hafnarbraut 10. Haldin voru nokkur skákmót á vegum taflfélagsins og einnig tóku félagsmenn þátt í skák- keppni utansveitar. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir starfseminni 1984. Skákmót Ungmennasamb- ands Eyjafjarðar var haldið í Þelamerkurskóla í janúar og febrúarmánuðum og voru 5 keppendur frá Dalvík á því móti. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfi. Rúnar Búa- son varð í 3. sæti með 5 vinninga og Gunnar Bergmann í 5. til 10. sæti með 4 vinninga. 26. febr. Hraðskákmót að Hafnarbraut 10. Þátttakendur 10 tvöföld umferð. Sigurvegari var Rúnar Búason, 17 vinninga, Gunnar Bergmann 15. v. Ottó Gunnarsson 12 v. 26. febr. Hraðskákmót fyrir unglinga 16 ára og yngri. 9 þátt- takendur, tvöföld umfer. Úrslit: 1.-2. Kristján Þorsteinsson, 14 vinninga. 1.-2. Sigurður Antons- son, 14 v. og Friðrik Sigurðsson, 12. vinninga. 4. mars. 15-mínútna-skákmót fyrir unglinga 16. ára og yngri. Tefldar voru 7. umf. eftir Monradkerfi. Úrslit urðu. 1. Gunnar Sigurðsson 4 1/2. v. 2. Krisján Þorsteinsson 3 1/2 v. 3. Sigurður Antonsson, 3 1/2 v. Þrír félagsmenn tóku þátt í minningarmóti um Búa Guðmundsson, sem haldið var að Melum i Hörgárdal í mars og aprílmánuðum s.l. Tefldar oru 7 umferðir eftir Monradkerfi. Aðalsteinn Grímsson hlaut 4 1/2 v. Jón Stefánsson 4. v. og Brvnjólfur Eiríksson 3 1/2 v. 1 tilefni 100 ára byggðar í Ólafsfjarðarhorni hélt Taflfélag Ólafsfjarðar afmælismót þann 1. september 1984. Til þessa skákmóts var boðið eftirtöldum taflfélögum: Taflfélagi Siglu- fjarðar, Taflfélagi Fljótamanna og Taflfélagi Dalvíkur. Þetta var svokallað 15. mínútna skák- mót, tvöföld umferð. 8. kepp- endur voru frá hverju félagi. 6 fullorðnir, 1. unglingur og 1 kvenmaður. Úrslit urðu eftirfarandi. Tafl- félag Dalvíkur 34 vinninga, Taflfélag Siglufjaðar 29. v. Taflfélag Ólafsfjarðar 20 v. og Taflfélag Fljótamanna 13 vinn- inga. Taflfélag Dalvíkur hlaut verðlaunabikar til eignar fyrir sigur á mótinu. Stefnt er að því að halda svipaðri skákkeppni áfram milli þessara félaga og verður næsta mót á Dalvík í ágústmánuði 1985. Skáksveit Taflfélags Dalvíkur skipuðu eftirtaldir: Rúnar Búa- son, Gunnar Bergmann, Ottó Gunnarsson, Aðalsteinn Gríms- son, Brynjólfur Eiríksson Freygarður Þorsteinsson, Kristján Þorsteinsson, og Arnfríður Friðriksdóttir. Farar- stjóri var Jón Stefánsson. 8. sept. var 15 mínútna skákmót fyrir 17 ára og eldri. 9. þátttakendur. Úrslit urðu: 1. Aðalsteinn Grímsson 7 vinninga Rúnar Búason, 6 1/2 vinning. Freygarður Þorsteinsson 6. v. 14. okt. hraðskákmót. 16 þátttakendur. Úrslit. Rúnar Búason 13 v. Brynjólfur Eiríks- son 13. v. og Ottó Gunnarsson, 13. v. 20. okt. hraðskákmót unglinga 16 ára og yngri. Nr.l. Kristján Þorsteinsson, 10 vinninga 2. Sigurður Antonsson 7.v. og 3. Gunnar Ómarsson 6. vinninga. Skákmót Dalvíkur var haldið á tímabilinu 16. okt. til 20. des. 1984. Þátttakendur voru 14. Sigurvegari og þar með Skák- meistari Dalvíkur 1984 var Rúnar Búason með 13. vinninga nr. 2 var Ottó Gunnarsson, 11. v. og 3. Gunnar Bergmann 10 v. og 3. Gunnar Bergmann 10 1/2 v. 26. des. hraðskákmót 16 ára og yngri tvöföld umferð. 6 þátttakendur. Sigurvegari var Kristján Þorsteinsson, nr. 2 Gunnar Ómarsson nr. 3. Hákon Stefánsson. 26. des. Hraðskákmót með þátttöku nokkurra utanfélags- rhanna, var haldið í Dalbæ við ágætis aðstæður og kaffidrykkju að loknu móti. Vil ég nota þetta tækifæri og færa forstöðumanni Dalbæar og starfsfólki innilegar þakkir fyrir veitingar og fyrir- greiðslu. Þátttakendur voru 15. Sigur- vegari varð Jón Björgvinsson, Akureyri, með 12 1/2 vinning. Næstir urðu í 2.-4. sæti með 9. vinninga, Rúnar Búason, Karl Steingrímsson og Ottó Gunnarsson. Rúnar Búason var Hraðskák- meistari Dalvíkur 1984 fyrir flest stig úr þremur hraðskák- mótum á árinu. Þá vil ég að lokum geta þess að Sparisjóður Svarfdæla hefur falið Taflfélagi Dalvíkur að gangast fyrir minningarskák- móti um Svein Jóhannsson, fyrrverandi Sparisjóðsstjóra „Sveinsmót" og hefur spari- sjóðurinn lofað að gefa vegleg verðlaun til þessarar skák- keppni, sem fyrirhugað er að halda árlega næstu 10 ár. Taflfélag Dalvíkur mun auglýsa með nægum fyrirvara þegar ákveðið er að halda þetta mót. Dalvík 17. febr. 1985 fh. Taflfélags Dalvíkur Jón Stefánsson. Skáksveit Taflfélags Dalvíkur i Ólafsfirði þann I. sept. 1984. Freygarður Þorsteinsson, Gunnar Bergmann, Arnfríður Friðriksdóttir (með verðlauna- bikarinn), Rúnar Búason, Aðalsteinn Grímsson og Jón Stefánsson. Hraðskákmót unglinga í Dalbæ þann 26. des. 1984. Gauti Rúnarsson, Kristján Þorsteinsson, Hákon Stefánsson, Gunnar Ómarsson, Rúnar Kristinsson, Svavar Ingimarsson. mun hún hverfa okkur sýn í birtu sólar. Venus er nefnilega reikistarna um sólu eins og jörðin og nær sól en við. Þetta vissu auðvitað allir, en ekkert sakar að minna á það. Lengi vetrar hefur önnur reikistjarna verið að sveima örskammt frá Venus, eða þannig ber það við frá okkur séð. Nú er hún svo sem 5-10 gráðum neðan við hana og aðeins vinstra megin. Þetta er daufleit rauð stjarna núna. Það er stjarna herguðsins rómverska og heitir eftir honum, Mars. Mars er eins og allir vita næsta stjarna utan við jörðina í sólkerfinu og getur því aldrei komið nærri Venus, en það vill bara svo til núna að þær ber svona skemmtilega saman, en eru reyndar að fjarlægast um þessar mundir. Svo eru allar fastastjörnurnar. Hér skal aðeins bent á þá fegurstu þeirra allra. Sirius Hundastjörnuna, sem frá Dalvík séð kemur upp af Rimunum innanverðum milli kl. 9 og 10, hverfur um stund undir Hvarfshnjúkinn, en kemur aftur í ljós von bráðar og siglir lágt yfir Skíðadalinn og flýtur liídega aðeins yfir Stólinn þaðan séð. Þetta er hennar braut, sem hún fer ár og síð og alla tíð, enda þótt uppkomu- tíminn breytist. Hann erfyrr og fyrr frá degi til dags svo munar 4 mínútum hvert sinn. Það skyldu menn vel athuga, og eins er að sjálfsögðu um allar hinar fasta- stjörnurnar. Að lokum skal minnt á sjálfa leiðarstjörnuna, öðru nafni Pól- stjörnuna, Stella Pólaris, sem stendur óhreyfanleg uppundir hvirfilpunkti. Hún er raunar ekki sérlega björt stjarna, því miður. Við getum fundið hana ef við þekkjum Karlsvagninn, öðru nafni Stóra-Björninn. Ef við drögum ímyndaða línu frá bakgafli „vagnsins” lendirlínan á Pólstjörnuninni ca. 23gráðum neðan við hvirfilpunkt. Frá miðbæ Dalvíkur ber hana yfir mitt Karlsárfjallið. Þaðersemsé Þetta mundi vera nóg stjörnu- fræði í bráðina. Kannske við höfum aðra lexíu síðar.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.