Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 5
Ingimar Lárusson við vogina. daginn. Eykst aftur þegar vinna er búin seinnipartinn. Við hellum svona 8-12 sinnum á dag. Sumir telja að kaffi- reikningurinn hljóti að vera hár, en á síðasta ári var hann innan við 10 þúsund. Ætli það sé nokkuð meira en á öðrum vinnustöðum. Hér er bara kaffi, ekkert með því. Hér er þá líklega margt skrafað. Eru margar kjafta- sögur ættaðar úr vigtarskúrnum? Ingi: Þær eru nú ekki margar ættaðar héðan. Flestar koma mna þær nú ofan af bakkanum. Það er að minnsta kosti ekki illgirni í skrafinu hér. Ingvi: Hér er nú rætt um allt milli himins og jarðar. Nei, sögur verða ekki til hér, þær koma hingað og eru kannski færðar til betri vegar, ef með þarf. Sérstaklega eru þær krydd- aðar á kostnað þeirra sem hér eru fastagestir og viðstaddir. Allt gert til að hafa létt yfir hlutunum. Sumir segja að kaffifundirnir hér séu í ætt við bjórkráar- menningu Breta? Ingi: Ætli þetta fari ekki að fá svipaðan sess í bæjarlífinu hér og krárnar þar. Hingað koma menn og tala um hvernig veiðin er, segja gamlar veiðisögur og rifja upp ýmislegt frá liðnum tíma. Yfir þessu er hinn skemmtilegasti bragur. Ingvi: Menn eru nú að gantast með að hér eigi að verða bjórkrá, ef bjórinn verður leyfður. Ég er nú annars hræddur um að þá yrði þröng á þingi. Við erum aftur á móti búnir að lofa því að hér verður aldrei bruggað koffeinlaust kaffi. Hér er alvöru kaffi á boðstólum. Mikið gert í sumar Skipum hefur fækkað. Nú eru gerðir út sjö þilfarsbátar má segja. Þeim hefur fækkað mikið. Togararnir eru fjórir. Þeim hefur nú ekki fækkað, sem betur fer. Hvernig er aðstaðan fyrir flotann í höfninni? Hún verður nú að teljast nokkuð góð, þótt mönnum finnist hægt ganga i upp- byggingu þá er nú margt búið að gera. Trillurnar eru orðnar alveg sér. Stærri bátarnir hafa því suðurgarðinn fyrir sig, auk löndunaraðstöðu við norður- garðinn. Það má heita að togararnir landi eingöngu við suðurgarðinn, hvað sem síðar verður. Talsverðar framkvæmdir voru hér á s.l. ári? Þær voru miklar. Stálþil var rekið niður hér við norður- garðinn og hann breikkaður og sett ný grjótvörn og allt fyllt upp. í fyrra var þetta verk áætlað á 11,6 milljónir og fengust 10 milljónir til framkvæmda. Allt sem var áætlað var unnið og miklu meira en það. Það ber kannski ekki mikið á því sem umfram var, en ég sem starfs- maður hafnarinnar fagna því mjög. Hér er um að ræða tvö ljósamöstur með bættri lýsingu á garðinum og vatnshús. Nýtt rafmagnsinntak fyrir höfnina, lagnir í þessi ljósahús, bæði rafmagn og heitt og kalt vatn. Vatnslagnir út á kantinn á sex stöðum, rafmagn á þremur stöðum og heitt vatn fyrir bátalika. Þetta sem ég nú hef talið upp og var utan áætlunar, eru framkvæmdir fyrir á aðra milljón króna, en samt var heildarkostnaðurinn ekki nema 10,5 milljónir. En hvað með framkvæmdir næsta sumar? Hafnarnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að kantur verði steyptur á nýja þilið og öll þekjan 15 metra breið steypt og pollar. Aætlaður kostnaður er 6,8 milljónir. Það lá þó fyrir að fjárveiting frá ríkinu miðaðist Garðar Björnsson er hafnar- vörður á Dalvík. Hann tók við starfinu af Ingimar Lárussyni árið 1982. Garðar var nú ekki alveg ókunnugur lífinu við höfnina þegar hann hófstörfþar. Hann er bókstaflega hluti af landslaginu þarna ekki síður en fyrirrennarar hans Gunni Lingur og Ingi Lár. Hvað er að vera hafnarvörður, Gæi? Það er að vera hafnarvörður (hlátur eins og honum er einum lagið). Starfið felst nú í öllum andskotanum og ekki neinu og allt þar á milli. Ætli maður geti ekki sagt að þetta sé umsjón með eignum hafnarinnar. Sjá um verbúðirnar og umgengni á hafnarsvæðinu. Afgreiða skip t.d. fragtskipin. Ja, svo er innheimta á leigu verbúða og skipagjöldum og þar fram eftir götunum. Hverjir eru helstu tekjuliðir hafnarinnar? Aflagjöld af lönduðum fiski er langstærsti tekjuliðurinn, meira en helmingur tekna. Sá liður hefur alltaf verið heldur vaxandi í hlutfalli við aðra. Auk þess er skipagjöld bæði af skipum sem hér koma við og svo heimabátum. Vörugjöld eru reiknuð af því sem fer hér inn og út um höfnina með fragtskipum. Svo er ýmis þjónusta t.d. vigtar- gjöld og vatnssala. Er mikil ásókn í leigu á verbúðunum? Já, nú eru 5 áíbiðlista eftir plássi. Þetta er nú mest geymslu- Garðar Björnsson hafnarvörður leyfir skipstjóra á fragtskipi að nota síman. pláss, en nýtt fyrir starfandi útgerðir. Útgerðarfélag Dalvík- inga hf hefur stóran hluta af yngri verbúðinni og Fiskbúð KEA er þar líka. Söltunar- félagið er líka með pláss í gömlu verbúðinni, en annað er fyrir smábátaútgerð, má segja. Það eru til milli 50 og 60 trillur hér. Ekki eru allar gerðar út allt árið? Nei, það eru nú ekki nema einn eða tveir menn sem hafa þetta að aðalstarfi. Hins vegar eru átta til tíu sem fara á grásleppuna. Já, það voru fleiri sem höfðu trilluútgerð sem aðal- starf hér áður fyrr. I fyrra voru saltaðar 200 tunnur af grá- sleppuhrognum, hér áður voru þær upp undir 1000. En annar floti, hefur hann minnkað? við kant og 5 metra af þekju meðfram kanti, eða 4,3 miljóna framkvæmd. Hafnarnefnd vill reyna að ljúka við þekjuna og fjármagna mismuninn með lánsfé fram á næsta ár. Hvað er þá framundan, þegar þessum framkvæmdum er lokið? Auðvitað er alltaf hægt að prjóna við, en ég tel stórum áfanga náð að þessu loknu. Það á þó eftir að ganga frá fremst á norðurgarðinum og steypa þekju fremst á syðri garðinn og ganga frá vatni og rafmagni betur á suðurgarðinum. Að- staða við afgreiðslu fragtskipa skánar til muna hér við norður- garðinn. Vörubílstjórarnir fá víðáttu- brjálæði miðað við sem áður var, en sjálfsagt kemur að því að byggð verði skemma t.d. salt- fískgeymsla hér nálægt garð- inum. Þá þarf sjálfsat að skipu- leggja svæðið við norðurgarðinn og leggja í framkvæmdir. Þá liggur fyrir að dýpka höfnina. Svo það má sjá af svona upptalningu að af nógu er að taka, þótt mikið hafi verið gert. En svona að lokum vil ég minnast á eitt sem heyrir ekki undir höfnina, heldur gatna- kerfi bæjarins. Það er vegurinn á milli garðanna. Togararnir landa við suðurgarðinn og fisk- inum er keyrt norðurfyrir í ryki yfir sumarið á holóttum vegi. Það verður að setja bundið slitlag á veginn sem fyrst. Hefði í raun átt að vera búið að því fyrir löngu. Hvað fór mikið magn gegnum höfnina á síðast ári? Það er nú best að láta þig hafa yfirlit yfir það sem hægt er að birta. Það var samdráttur frá árinu áður. Yfir þrjú þúsund tonnum minna fór um höfnina 1984 en árið áður. Skipa- komum hefur fækkað, voru 98 þá en hafa flestar verið 130. Innfluttar vörur fara alltaf minnkandi. Hér áður var tals- vert flutt í gegnum höfnina af sementi, fóðurblöndu og timbri, en nú kemur þetta allt með bílum frá Akureyri. Hins vegar hefur afli skipa vaxið og út- flutningur líka. Dalvíkurhöl Vörumaf afli 1984 h -n og Útfiutt: Saltfiskur Freðfiskur Skreið Síld og hrogn Kg. 2.766.992 1.765.265 72.470 58.480 A lf\f\ Aðrar vörur Aðrar vörur 151.571 151.571 Samtals: 4.819.478 Innflutt: Áburður Olía Salt Kg. 849,800 3.472.244 1.410.520 Tómar tunnur Vélar og verkf. Fiskbein frá Hrísey Aðrar vörur Aðrar vörur 1.200 22,100 823.700 214.868 214.868 Samtals: 6.796.432 Landaður afii 1984: Bolfiskur Grásleppu hrogn Rækja Kg. 8.992.258 38.819 1.074.087 Samtals: 10.105.164 Mesta löndun á sólarhring 278 tonn. Landanaf. 9. Góð veiði Frá áramótum hafa þrír af tcgurunum verið á bolfiskveið- um, Björgvin, Björgúlfur og Dalborg. Baldur var í vélar og spil upptekt, en er núna í sinni fyrstu veiðiferð á árinu. Samkvæmt nýjum kvótareglum geta útgerðir valið um reynslu- kvóta (aflamark) eða sóknar- kvóta. Dalborg verður gerð út eftir sóknarkvóta og hefur hætt þoskveiðum í bili og er nú á rækju. Baldur verður gerður út samkvæmt aflamarkskvóta. Netabátar velja allir aflamark eftir því sem best er vitað. Til að forvitnast um afla og kvótamál hjá Útgerðarfélaginu hittum við Valdimar Bragason og spurðum fyrst hvernig aflinn hafi verið eftir áramótin. „Það er óhætt að segja að veiðin hefur gengið mjög vel“ sagði Valdimar. „Björgvin hefur landað 407 tonnum eftir 4 veiði- ferðir, Björgúlfur 487 tonnum eftir 5 veiðiferðir. Aflinn hefur aðallega verið þorskur, eða yfir 90% af heildinni." - Nú er kvóti á öllum skipum. Hvernig er honum háttað hjá ykkur? „Nýúthlutaður kvóti er held- ur minni en í fyrra. Um miðjan febrúar rann út frestur sem útgerðir höfðu til að velja á milli sóknar eða afiamarkskvóta. Við völdum affamark fyrir báða togarana. Auðvitað er það svo að miðað við reynsluna í fyrra og hvernig árið byrjar núna þá nægir eigin kvóti togaranna þeim ekki. í fyrra veiddu þeir 1.440 tonn umfram úthlutaðan þorskkvóta, enda fengum við þá aukinn kvóta annarstaðar frá fyrir skipin." - Af hverju var afiamarkið valið, frekar en sóknarmarkið? „Með sóknarmarkinu hefði verið hugsanlegt að veiða 250 tn. meira af þorski en aflamark segir til um. Aftur á móti væri ekki heimilt að fiytja kvóta af öðrum skipum yfir á togarana eða veiða fyrir aðra, eins oggert var í fyrra. Afkastageta skip- anna er miklu meiri en heimilað- ur kvóti. Það er alveg ljóst. Afiamarksleiðin er valin ítrausti þess að kvóti fáist hjá öðrum. Ef það tekst, aukum við aflann og vinnslu hér í landi. - Hve mikill hluti þorsk- kvótans er þegar veiddur? „Það er rétt um þriðjungur þorskkvótans búinn, nú þegar sjö vikur eru liðnar af árinu.“ Framh. af forsíðu I desember tók ég þátt í móti í Noregi og varð í 19. sæti. Síðan var ég á móti í Bergen í Þýska- landi eftir áramótin. Þar varð ég í 8. sæti. Mér finnst þessi mót hafa verið árangursrík fyrir mig. Hvaða sæti maður er ánægður með á mótum fer að sjálfsögðu eftir því hvað mótin eru sterk og hvernig baráttan við að bæta sig í punktakerfinu gengur. Þess vegna þykir það ef til vill stundum skrítið hvenær maður er ánægður og hvenær ekki. Þú tókst einn Islendinga þátt í Heimsmeistaramótinu í alpa- greinum. Já, þetta var fyrsta heims- meistaramótið sem ég keppi á. Auðvitað var þeUa góð reynsla og skemmtileg. Ég keppti bæði í svigi og stórsvigi. I sviginu var ég óheppinn, krækti fyrir stöng og var úr keppni. Hins vegar náði ég 32. sæti í stórsviginu og verð nú að vera sæmilega ánægður með það. Rásnúmer mitt í því var 74 en keppendur voru 95. Hvað er svo framundan núna? A næstunni eni nokkur mót í keppninni um Islandsbikarinn. Ég er handhafi hans núna og reyni auðvitað að verja hann, þó svo að ég sé búinn að missa af mótum sem gefa stig í þeirri keppni. Nú landsmótið verður á Siglufirði um páskana. í vor verður svo farið í keppnisferð til Norðurlandanna. Við þökkum Daníel spjallið og þykjumst mæla fyrir munn allra Dalvíkinga þegar við óskum honum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í svigbrautinni. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.