Norðurslóð - 24.04.1985, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær
9. árgangur Miðvikudagur 24. apríl 1985 4. tölublað
Safnahúsið Hvoll
M enningarstaður við Lágina
Safnahús Dalvíkur - Hvoll.
Þann 31. janúar sl. samþykkti
bæjarstjórn Dalvíkur að stofna
nýja nefnd á vegum bæjarins,
„Byggðasafnsnefnd“ og tilnefndi
þrjá fulltrúa í nefndina. A sama
fundi samþykkti bæjarstjórnin
kaup á húseigninni Hvoli á
Dalvík, sem væntanlegu safna-
húsi.
Tildrög þessarar samþykktar
bæjarstjórnar eru, að á undan-
förnum árum hefur Dalvíkurbæ
áskotnast ýmsir safnmunir. Til
fjölda ára hefur það verið á
stefnuskrá bæjaryfirvalda að
koma upp náttúrugripasafni á
Dalvík, og í þvi sambandi hefur
bærinn eignast ýmsa náttúru-
gripi, einkanlega uppstoppuð
dýr og fugla, sem Steingrímur
Þorsteinsson fyrrverandi kenn-
ari og snjall uppstoppari hefur
unnið. Þar sem enginn öruggur
geymslustaður hefur verið fyrir
hendi að varðveita þessa gripi
hefur lítið bæst í safnið síðustu
árin. Fyrir nokkrum árum gáfu
þau Aðalbjörg Jóhannsdóttir
og Magnús Ingimarsson plöntu-
söfn í skólann. Einnig er í eigu
skólans steinasafn, sem þau
hjón Arný og Frímann Sigurðs-
son gáfu er þau fluttu frá
Dalvík. Þessi söfn hafa aldrei
litið dagsins ljós vegna aðstöðu-
leysis á þessum sviðum.
Við lát Brimars Sigurjóns-
sonar málara, gáfu ættingjar
hans Dalvíkurbæ 100 málverk
eftir hann og skyldu þau verða
fyrsti vísir að listasafni hér á
Dalvík.
Við undirskrift samnings: Jón E. Stefánsson ásamt bæjarstjóra og
byggðasafnsnefnd.
Um áraraðir hefur Kristján
Olafsson fyrrverandi útibús-
stjóri á Dalvík, safnað ýmsum
gömlum svarfdælskum munum
og hefur nú undir höndum
allstórt og myndarlegt byggðar-
safn. Safnið er allt skráð og
flokkað og telur nú um 1100
númer. Kristján mun afhenda
safn sitt væntanlegu byggða-
safn. Eins og sjá má er til hér á
Dalvík allgóður grunnur að
veglegu byggða-, náttúrugripa-,
og listasafni.
Ef vilji er fyrir hendi hjá
íbúum byggðarlagsins erekki að
efa það að margir koma til með
að rétta væntanlegu safni
hjálparhönd með að gefa og
afhenda ýmsa muni til varð-
veislu í því.
Það væri einnig áhugavert fyrir
sværfdælskt listafólk að gefa þó
ekki væri nema eitt eintak af
einhverju listaverki eftir sig.
Þannig fóru Þingeyingar að og
eiga nú stórt listaverkasafn,
þingeyskra listamanna.
Safnahús
Hinn 27. mars sl. var svo
undirritaður kaupsamningur
vegna kaupa á húseigninni
Hvoli á Dalvík. Það er steinhús
á þrem hæðum byggt 1934, um
250 m2 að gólffleti, ásamt áfastri
geymslu 36 m2. Allstór lóð
fylgir. Kaupverð hússins var kr.
600.000,- en fasteignamat húss
og lóðar eru kr. 1400.000,-. Þar
sem húsið Hvoll er staðsett er
góð aðstaða, húsið stendur á
syðri bakka Lágarinnar, en við
hana eru tengdar margar minn-
ingar allt aftur til landnáms-
tíðar, því að þar hafa gerst
margir sögulegir atburðir
gegnum tíðina.
Ef sú draumsýn á eftir að
rætast að gera Lágina að fögru
útivistarsvæði, með trjáreitum,
tjörnum og grasivöxnum flötum,
gæti verið gaman að staðsetja
þar ýmsa þá muni sem ætti að
varðveita og rúmast ekki innan
dyra á Hvoli s.s. árabáta, bíla,
dráttarvélar o.fl. o.fl. en gæti
orðið augnayndi þeirra sem
framhjá fara og um leið minning
um liðna tíma.
Hvoll var í eigu Jóns E.
Stefánssonar fyrrum byggingar-
meistara, sem um langan tíma
var einn af höfuðsmiðum okkar
Dalvíkinga. Jón er fyrsti og eini
heiðursborgari bæjarfélagsins og
var gerður það 11. september
1980, en það ár voru liðin 5 ár
frá því að bærinn hlaut bæjar-
réttindi. Jón Emil er nú íbúi á
Dalbæ dvalarheimili fyrir ald-
raða, og var það von hans að
bæjarfélagið fengi húseign sína
til þessara nota og verðlagði
hana samkvæmt því, svo að
segja má að fremur hafi verið
um að ræða gjöf en sölu.
Jón E. Stefánsson smiður á
Hvoli, sem nú er á 83ja aldurs-
ári unir sér vel á Dalbæ í næsta
nágrenni við Hvol og eyðir þar
góðu og kyrrlátu ævikvöldi.
Byggðasafnsnefnd skipa
Kristján Olafsson, sem er for-
maður, Gylfi Björnsson og
Júlíus Kristjánsson.
F.h. Byggðasafnsnefndar,
Júlíus Kristjánsson.
Frá Búnaðarfélagi Svarfdæla
llm miðjan mars hélt Búnaðar-
félag Svarfdæla aðalfund sinn,
eins og lög gera ráð fyrir. Þar
mætti m.a. Guðmundur Stein-
dórsson ráðunautur Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar í naut-
griparækt. Hafði hann með-
ferðis tölur úr afurða- og fóður-
skýrslum af öllu sambands-
svæðinu. Hér í sveit halda lang-
flestir kúabændur slíkar skýrslur
uni nyt kúnna og kraftfóður-
gjöf.
Hér birtum við nokkrar glefs-
ur úr skýrslu Guðmundar:
Hjá 28 skýrsluhöldurum eru
675 árskýr svokallaðar eða ríf-
lega 24 árskýr á bæ. Þessar kýr
mjólkuðu að jafnaði 3996 lítra
af 4,03% feitri mjólk, sem þýðir
161 kg. af mjólkurfitu. Þessar
kýr átu auk heimafóðurs að
meðaltali 646 kg af kraftfóðri á
árinu 1984. Það er athyglisvert
að nythæðin er nánast alveg sú
sama og hún var tvö undanfar-
andi ár þ.e. 1982 og 83, þrátt
fyrir það að kraftfóðurgjöf
hafði dregist saman um ca. 150
kg. á kú.
Lítum aðeins á einstök bú.
Hæstri meðalnyt hafa þau náð
úr kúm sínum Syðra-Holtshjón
Astdís og Sigurður. Meðalnytin
er 5169 kg. úr 16,2 árskúm, sem
er feykigott. Samkvæmt skrá
Jóns Viðars Jónmundssonar í
Frey 6. mars er þetta 10. besti
árangur í landinu 1984. Næst-
hæst meðalnyt er á Sökku, 4676
kg. að meðaltali hjá 36,2
árskúm, þá í Koti 4561 kg. hjá
20,7 kúm. Nokkurt samræmi er
á milli kraftfóðurgjafar og nyt-
hæðar en þó alls ekki fullkomið.
Ef við svo að lokum lítum á
nythæstu kúna í hreppnum þá
reynist það vera Búbót 97 í
Syðra-Holti. Hún mjólkaði 7580
kg. mjólkur, fita 4,64% og
smjörfita alls 352 kg. Nokkur
smjörstykki það. Búbót er 16.
nythæsta kýr í landinu 1984 af
44 kúm, sem náðu að mjólka
7000 lítra eða meira.
Fyrir mörgum árum fengu
þau Syðra-Holtshjón verðlaun
úr Áskelssjóði fyrir frábæran
árangur í nautgriparækt. (sjá
um Áskelssj.)
Þess skal að lokum getið að
meðalnyt eftir árskú á öllu
svæði BSE er 4080 kg., hæst r
Grýtubakkahreppi 4608 kg. og í
Skriðuhreppi 4595, en lægst í
Arnarneshreppi 3830 kg.
Á Dalvík eru 61,5 skýrslu-
færðar kýr, sem mjólka að
meðaltali 4084 kg. Svo mörg eru
þau orð.
Verðlaun úr Áskelssjóði
Á aðalfundinum voru að þessu
sinni veitt verðlaun úr sérstök-
um sjóði, sem stjórn Búnaðarfl.
Svarfdæla ræður yfir. Það er
svokallaður Áskelssjóður stofn-
aður árið 1962 af Áskatli
Jóhannessyni fyrrverandi bónda
á Syðra-Hvarfi til minningar
um foreldra hans Oddnýju
Þorkelsdóttur og Jóhannes Jóns-
son, er þar bjuggu 1907-24.
Áskell gaf stofngjöf til sjóðs-
ins, kr. 35.000, og mælti fyrir
um, hvernig verja skyldi tekjum
hans til að verðlauna svarf-
dælska bændur fyrir sérstaka
lrammistöðu í búljárrækt, jarð-
rækt eða öðrum búskaparlegum
dyggðunt. Verðlaun voru veitt
úr sjóðnum oft á fyrri árum
hans, en hafa legið niðri um
langt skeið.
Nú ákvað hinsvegar stjórnin
að veita viðurkenningu fyrir
góðan árangur í sauðfjárrækt.
Verðlaunin hlaut Gunnar
Rögnvaldsson bóndi í Dæli.
Gunnar hefur verið áhugasamur
og kunnáttusamur fjárræktar-
maður um áratuga skeið. Á
síðastliðnum vetri hafði hann
113 ær á skýrslu í Sauðfjár-
ræktarfélaginu Vestra. Afurðirí
haust voru 31,3 kg. kjöts eftir
ána, sem að sjálfsögðu voru
ílestar tvílembdar og þónokkrar
þrílembdar.
Verðlaunin voru áletraður
silfurbikar, hinn fegursti gripur.
Stoltur verðlaunahafi, Gunnar Rögnvaldsson. - Ljósm. L.Z.
Dimma 70 í Syðra-Holti mjólkaði yflr 6000 lítra árum saman. Ljósm. Á.Ó.