Norðurslóð - 24.04.1985, Side 3

Norðurslóð - 24.04.1985, Side 3
Af vettvangi samvinnustarfsins Opnun Svarfdælabúðar - Deildarfundir SKIPTING TEKNA EFTIR STARFSGREINUH Kr. 388.937,199,00 SKIPTING LAUNA EFTIR STARFSGREINUH Kr. 57.380,000,oo Starfslið Svarfdælabúðar. T.v. (íylfi Björnsson verslunarstjóri. í síðasta blaði var frá því skýrt að til stæði að opna nýju verslunar- búð Kaupfélagsins á Dalvík þriðjudaginn 26. mars. Greint var frá væntanlegum hátíðleg- heitum í sambandi við þennan langþráða dag. Skemmst er frá því að segja að allt fór þetta eftir áætlun og var mikil mannaferð í búðinni allan daginn. Um kvöldið var stórum hópi manna, milli 100 og 200, boðið til sérstakrar athafnar í búðinni. Var það starfsfólk við verslun- ina, byggingaverkamenn o.fl. Þar gerði útibússtjóri, Rögnvaldur Skíði Friðbjörns- son, grein fyrir byggingarfram- kvæmdum, sem að mestu hafa verið unnar af dalvískum verk- tökum, Tréverk h.f. Elektro Co h.f. og fleiri. Ennfremur töluðu Valur Arnþórsson, Hjörtur E. Þórarinsson, Jónmundur Zópóníasson. Lítillega var minnst á kostnað við búðina, sem að vísu er ekki fullgerð enn og allur kostnaður því ekki kominn til skila, en tæpt var á 25 milljónum sem lágmarki, þegar upp verður staðið. Svo var að sjá að mönnum litist mæta vel á búðina, enda er það mál manna að varla gefist nýtískulegri sölubúð hér norðanlands. Við þetta tækifæri las Rögnvaldur útibússtjóri ákvæðavísu, sem Haraldur Zópóníasson hafði sent búðinni: Húsið fylli hamingjunnarskrúð, heill og blessun líka samantengd Svífi yfir Svarfdælingabúð samvinnunnar andi í bráð og lengd. Til leigu er húseignin Karlsbraut 20, Dalvík. Umsókn sé skilað til sparisjóðs- stjóra fyrir 12. maí n.k. gg Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvik Veðdeild Landsbanka Islands auglýsir Gjalddagi lána veðdeildar er 1. maí n.k. Eins og áður verður greiðslum veitt móttaka í Sparisjóði Svarfdæla. Athugið að eftir 1. júní koma tvöfaldir dráttar- vextir á lánin. Veðdeildin ATVINNA Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður á barnaheimilinu Krílakoti, Dalvík. 1. Staða forstöðumanneskju. Staðan er laus frá 1. ágúst n.k. 2. Staða við barnagæslu á deild. Fóstru- menntun æskileg. Staðan er laus frá 1. júní n.k. Umsóknarfrestur er til 10. maí n.k. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 96-61372 kl. 10.00 - 12.00. Úr rekstri ÚKEA Dalvik Á aðalfundi Dalvíkurdeildar KEA þann 15. apríl komu fram ýmsar upplýsingar um rekstur Kaupfélagsins á Dalvík, en útibúið hér er langstærst og fjöl- breyttast þeirra, sem félagið rekur hér við fjörðinn og er að umfangi á við meðalstórt kaup- félag annarstaðar á landinu. Útibússtjórinn, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson flutti skýrslu og sýndi nokkrar fróð- legar glærur með tölum úr rekstrinum. Einnig flutti frysti- stjórinn, Gunnar Aðalbjömsson, stutta skýrslu og hafði líka meðferðis glærur, sem sýndu magn og skiptingu fisk- og vinnslutegunda. Við birtum hér til fróðleiks nokkrar af þessum myndum, sem að miklu leyti skýra sig sjálfar. Deildarstjórn og fundarritari: F.v. Kafn Arnbjörnsson, Jónmundur Zóphóníasson formaöur, \ aldemar Bragason, Hafsteinn Pálsson. mo - Skífa I sýnir hlutfallsskipt- ingu 5 helstu rekstrargreina Kaupfélagsins á Dalvík eftir veltu. Umboðssalan er aðallega olíusala, undir þjónustuflokkast fyrst og fremst starfsemi Bíla- verkstæðisins og undir afurða- reikninga fyrst og fremst Slátur- húsið. Skrifuðu tölurnar sýna veltu hinna einstöku greina í krónum talið. Skífa II sýnir hvernig launa- greiðslur skiptast á milli þessara 5 starfsgreina í prósentum og í krónum. Eins og sjá má er skipt- ing launagreiðslna allt önnur en hlutfallsskipting í veltu, og eru launagreiðslur í fiskvinnslunni hátt í 2/3 af heildinni. Súluritið III sýnir skipting aflans í 3 megin vinnslugrein- arnar árin 1980 til 1984 þ.e. frysting (hvítt), söltun (svart) og skreið (strikað). Athyglisvert er að heildarafli hefur lækkað um ca fjórðung frá toppárinu 1980. Skreiðin hefur næstum horfið, en hlutur frystingar hefur vaxið úr rúmum helming af afla í meir en þrjá fjórðu hluta. Launa- greiðslur við frystingu eru hlut- fallslega miklu hærri en við hinar vinnsluaðferðirnar. Að lokum skal þess getið að afurðir Fiskvinnslustöðvar KEA í tonnum talið árið 1984 var sem hér segir: Freðfiskur 1744.5. Saltfiskur 499,0. Skreið 37.5. Hausar 239,2. Dálkar 18,3 og Lýsi 25,7. FRYSTIHUS KEA á Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum á sjó og landi bestu óskir um sumar. Þökkum samstarfið á liðnum vetri. NORDURSLÓÐ 3

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.