Norðurslóð - 24.04.1985, Side 4
Frh. af bls. 2±
1938. Kemur þar einnigfram að
steinninn er sunnan við túnið.
„Gömul kona, sem var í
Sauðanesi um aldamótin 1900 -
Anna gamla hafði margsinnis
varað alvarlega við því að ónáða
huldufólkið, og fullyrt að slíkt
myndi illa borga sig. Eigi að
síður komust unglingspiltar í
álagablettinn og slógu hann.
Ekki höfðu þeir lokið því, þegar
þeir heyrðu öskur mikil og
hávaða, skipti engum togum, að
kýrnar komu æðandi með bölvi
og ragni, eins ogfjandinn sjálfur
hefði hlaupið í þær.“ Óðust var
nýkeypt mjólkurkýr, nýlega
borin. Varð henn þó komið í
hús, og reynt með ýmsum
ráðum að róa hana, sem þó kom
fyrir ekki. Ætlaðibóndi aðgrípa
til þess örþrifaráðs að skjóta
hana, en þá fór heldur að
sljákka í henni, go náði hún sér
eftir nokkra daga.
Jóhannes Óli (Örnefnaskrá)
getur um svonefndar Peninga-
stein, „suður og niður frá túni í
Sauðanesi“. „Þar töldu margir,
að fólgið væri peningakvartil og
fjársjóður frá búskapartíð
Þorvalds Rögnvaldssonar."
Merkilegast er að Sigurjón
þekkir ekki þetta örnefni, en
hins vegar kannaðist Steingrímur
Þorsteinsson vel við það, þó
ekki þekkti hann Huldufólks-
steininn. Læðist því að manni sá
grunur, að upp á síðkastið hafi
menn farið að kalla Huldu-
fólkssteininn þessu nafni, og
tengja hann við Þorvald skáld,
eins og svo margt annað á þessu
svæði. Er það algengt fyrirbæri,
að þekktar þjóðsagnapersónur
„ræna“, ef svo má segja, öðrum
og etv. upprunalegri sögnum,
þar sem þær eru heimaríkar.
(Um Þorvald, sjá þjóðsögur
Jóns Þorkelssonar, bls. 339-
3Ö3V
Allmargir staðir í Sauðanes-
landi og utar á Ströndinni eru
tengdir sögnum af Þorvaldi
skáldi, svo sem Tréurð (Urðin) í
fjörunni utan og neðan við
bæinn, sem hann átti að hafa
sprengt fram yfir rekatré, er
Hólastóll eignaði sér. Hákarla-
klettur, nefnist sker eitt fram af
Ríplinum yst á Sauðaneslandi,
en þar átti Þorvaldur að hafa
bundið hákarla þá er hann
veiddi, áður en hann kom þeim
heim. Um Rípilsvörðuna og
Múlavoga verður getið hér á
eftir.
Ekki er fyrir það að synja, að
annar álagablettur geti verið í
mýrinni sunnan við Grófar-
ásinn, eins og getið er í Örnefna-
skrám, en heldur er það ósenni-
legt. Væri fróðlegt ef einhver
vildi upplýsa það nánar.
f
Samvinnutryggingar g.t.
Vor í lofti.
senda viðskiptavinum við
EyjaJjörð og landsmönnum
öllum bestu óskir um
farsœlt og slysalaust sumar
til sjós og lands.
[^x] Þökkum viðskiptin
á liðnum vetri.
-------------—---------------'
------- ---------------------<
Nýtt happdrættisár
Miði er möguleiki.
Búið öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
Sala á lausum miðum og
endurnýjun stendur yfir.
Dregið í 1. fl. 3. maí.
Verslunin Sogn
Dalvík
Júdósveit Dalvíkur.
Hraustir júdómenn
Hið árlega aprílmót Judoráðs
Akureyrar var haldið laugard.
13/4., fór mótið fram í íþrótta-
höllinni á Akureyri. Keppendur
á þessu móti voru tæplega 70,
þar af 13 frá Judodeild UMFS
(Dalvík). Aðrir keppendur voru
frá eftirtöldum stöðum, Akur-
eyri, Reykjavík, Grindavík, og
Egilsstöðum, þannig að þetta
var tiltölulega sterkt mót. Þrír
Dalvíkingar komust á verð-
launapall, Örn Sveinsson -70
kg. 1. verðl. Ásgeir Páll
Matthíasson -70 kg. 3. verðl.
Hallgrímur Matthíasson -62 kg.
2. verðl. Örn byrjaði að stunda
æfíngar fyrir um mánuði síðan
og er það ljóst að þarna er
efnilegur judomaður. Allavega
höfðu þeir sem við hann glímdu
ekki mikið í hann að gera og
höfðu sumir stutta viðdvöl hjá
honum á dýnunni. í stuttu máli
sagt, vann hann allar sínar
glímur á ippon (10 stig) fulln-
aðar sigur. Ásgeir Páll sem
keppti í sama þyngdarflokki og
Örn gerði það gott að komast í
þriðja sæti. Það má segja að
Hallgrímur hafi verið óheppinn
að ná ekki 1. verðl. í sínum
þyngdarflokk. Varð hann til
dæmis að glíma 5 glímur á
undan sjálfri' úrslitaglímunni,
og var þess vegna mjög þreyttur
þegar að henni loks kom. Hann
tapaði þeirri glímú síðan mjög
naumlega á móti íslands-
meistaranum. Aðrir keppendur
frá Dalvík stóðu sig yfirleitt vel.
Judodeild U.M.F.Sv.
Landhelgiskort
Landhelgiskortið, sem gefið var út af sjávar-
útvegsráðuneytinu og afhent Slysavarna-
félagi íslands til styrktar starfsemi þess.er til
sölu hjá slysavarnadeildunum á DALVÍK.
Hér aðsskj alasafnið
- ársskýrsla -
Blaðinu hefur borist ársskýrsla
Héraðsskjalasafns Svarfdæla
1984, 5. árgangur. Efni ritsinser
í fyrsta lagi skýrsla stjórnar, þá
aðfangaskrá og í þriðja lagi
frásögn Gests Vilhjálmssonar
„Krapaflóðin í Svarfaðardal 21.
apríl 1919“.
Aðfangaskráin er meginefni
heftisins. Kemur þar fram að
enn berst safninu ótrúlega mikið
af verðmætum heimildum, en
einnig hitt að sumstaðar er
tregða á að afhenda gögn, sem
lögum samkvæmt eiga að af-
hendast slíkri stofnun sem
safnið er.
Rit þetta er prýðilega vandað
og ber með sér að safninu er
stjórnað af áhuga og reglusemi.
Snemma árs 1984 sagði
Steinunn Sveinbjörnsdóttir upp
stöðu sinni sem safnvörður en í
hennar stað var ráðin
Ragnheiður Sigvaldadóttir.
Stjórn héraðsskjalasafnsins
skipa 5 menn, 3 frá Dalvíkurbæ
og 2 frá Svarfaðardalshreppi.
Formaður stjórnar er Júlíus
Kristjánsson.
4 - NORÐURSLÓÐ