Norðurslóð - 26.06.1985, Síða 5

Norðurslóð - 26.06.1985, Síða 5
Sveinsmót 1985 Fyrir skömmu stóö Taflfélag Dalvíkur fyrir viðamiklu og sterku skákmóti hér á Dalvík. Hér var um opið mót að ræða og voru keppendur m.a. frá nærliggjandi byggðarlögum. Þá voru mættirtil leiks brottflutnir Dalvíkingar eins og Ottó Jónsson og Össur Kristinsson. Sterkustu skákmenn hér á Dalvík tóku að sjálfsögðu þátt í mótinu og náði Kúnar Búason bestum árangri þeirra, þó það nægði honum ekki til verðlauna. Blaðamaður Norðurslóðar fylgdist nokkuö með mótinu og varð vitni af spennandi keppni og ákaflega skemmtilegu andrúmslofti sem þarna ríkti. Það var mál manna, að með afbrigðum vel hefði verið að mótinu staðið. Framkvæmt mótsins var í höndum Jóns Stefánssonar og Þorgils Sigurðssonar og var þeim klappað lof í lófa við mótsslit. Jón sagði blaðamanni að aðstaða til svona viðamikils móts væri ekki sem skyldi, hins vegar hefðu allir verið jákvæðir og því hefði mótið gengið snurðulaust. Hann sagði að menn renndu hýru auga til efstu hæðarinnar í Ráðhúsinu fyrir svona mótshald, þegar þar að kemur. Jón hefur tekið saman frétt um mótið og fer hún hér á eftir. Stefánsson og Þorgils Sigurðs- ! Verðlaunahafar: F.v. Gylfi Þórhallsson, Áskell örn Kárason, Arnar Þorsteinsson og Arnfríður Friðriksdóttir frá Hálsi. Skákmót til minningar um Svein Jóhannsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra, undir nafninu „SVEINSMÓT“ var haldið í Dalvíkurskóla dagana 8. og 9. júní s.l. Þorgils Sigurðsson setti mótið með stuttri ræðu. Hann bauð þátttakendur velkomna til leiks og vænti þess að þetta fyrsta opna skákmót, sem haldið er á Dalvík, mætti verða til þess að ella skáklíf á Dalvík og nágrenni. Þá rakti Þorgils að- draganda að þessu móti, sem var á þann veg að Sparisjóður Svarfdæla ákvað á 100-ára afmæli sínu 1984, að heiðra minningu Sveins Jóhannssonar fyrrverandi sparisjóðsstjóra með því að gangast fyrir minningar- skákmótum, árlega næstu 10 ár. Sparisjóðurinn hefur falið „Taflfélagi Dalvíkur" að sjá urn framkvæmd mótanna. Keppt skal um veglegan verðlauna- bikar, sem gefinn er af spari- sjóðnum og skal bikarinn varð- veittur í stofnuninni, en sigur- vegari hverju sinni fær nafn sitt letrað á hann. Sparisjóðurinn gefur einnig ýmsa verðlauna- gripi til sigurvegara í hverjum tlokki og stendur straum af kostnaði við skákmótin. Strax að loknu ávarpi Þorgils Sigurðssonar hófst skákmótið, með því að Jón Stefánsson lét fyrst leik fyrir Ottó Jónsson menntaskólakennara, sent var einn af stofnendum Taflfélags Dalvíkur 1933. Ottó tefldi í lyrstu umferð við Áskel Örn Kárason. léllt var í opnum flokki og unglingaflokki. I opna flokknum var umhugsunartími 45. mínútur fýrir hvorn kepp- anda til að ljúka skákinni. Tefldar voru 7. umférðir eftir Monradkerfi. í flokki unglinga 14. ára og yngri var umhugsunartími 30 mínútur lyrir hvorn keppanda til að Ijúka skákinni og tefldar 8 umferðir eltir Monradkerti. Albert Sigurðsson frá Akureyri var skákstjóri, en íramkvæmda- stjórar mótsins voru þeir Jón son. í opna flokknum voru kepp- endur 35 en í f'lokki unglinga 14 ára og yngri voru keppendur 18. Þess má geta að 8 keppendur voru með yfir 2000 Eló-skákstig. Úrslit í opna flokknum urðu þessi: A. 18 ára og eldri: Vinning 1. Áskell Örn Káras., Ak. 5!ó 2. Gylli Þórhallsson, Ak. 5!4 3. Arnar Þorsteinss., Ak. 5'/4 4. Pálmi R. Péturss., Ak. 514 B. l'nglingar 17 ára og yngri: Vinning 1. Reimar Helgas., Svalb. 3'/í 2. Bogi Pálsson, Ak. ... 3 3. Árni Hauksson, Ak. . 3 Arnlríður Friðriksdóttir, Dal- vík tefldi í opna flokknum og hlaut verðlaun fyrir þátttöku í mótinu. Unglingaflokkur Unglingar 14 ára og yngri: Vinning 1. Rúnar Sigurpálss., Ak. 5!á 2. Pétur Blöndal, Ak. ... 5'/2 3. Jón Stefánsson, Svalb. 5'A 4. Hákon Stelánss., Dalv. S'A 5. Eiríkur Haukss., Svalb. 5'/> Þessir ungu menn fengu allir verðlaun. Verðlaun voru afhent á mót- stað, en síðan var mótinu slitið kl. 18 í Sæluhúsinu á Dalvík með sameiginlegri kaffidrykkju. Sæluhúsið á Dalvík sá um allar veitingar lyrir aðkomu- menn báða mótsdagana. Þátttakendur lýstu ánægju sinni yfir framkvæmd mótsins og öllum viðurgerningi. Mótinu barst fagur blóm- vöndur frá Ungmennasantbandi Eyjafjarðar, til minningar urn Svein Jóhannsson. Enginn ágreiningur kom upp meðan á mótinu stóð og fór mótið injög vel fram undirgóðri skákstjórn Alberts Sigurðssonar. Við hittum að máli sigurveg- arann Áskel Örn Kárason frá Taflfélagi Akureyrar. Áskell er 16. stigahæsti skákmaður lands- ins um þessar mundir, tefldi á síðasta ári í landsliðsflokki. Nú í vetur tók hann þátt í helgar- skákmóti á Húsavík og stóð sig þar mjög vel í viðureigninni við stórmeistarana sem þar tefldu. Uvernig hefur þér líkaó mótið? Mér hef ur líkað það vel. Það hefur verið staðið vel og raunar höfðinglega að þessu móti. Viðurgjörningur við okkar að- komumennina er betri en við eigum að venjast. Heimamenn hafa lagt metnað sinn í undir- búning þess, t.d. var setningar- athöfnin mjög hátíðleg. En stvrkleiki mótsins? Það er nú ekki hægt að halda öllu sterkara mót hér á þessu svæði með heimamönnum. Flestir sterkustu skákmenn frá Akureyri tóku þátt í því og mótið telst öflugt. Ég tefldi að mestu við Akureyringa, að undanskildri fyrstu umferð þegar ég tefldi við Ottó Jónsson. Þess vegna get ég ekki dæmt um styrk heimamanna, en hann hlýtur að fara vaxandi ef svona verður haldið áfram. Finnst þér jyrirkomulag mótsins lienta vit) þessar adstœdur? Já, þetta er nokkuð gott fyrirkomulag. Að vísu má segja að umferðirnar hefðu þurft að vera fleiri til að fá ótvíræð úrslit, þar sem margir keppendur eru jafnsterkir núna. Ef umferðir yrðu níu stæði mótið einum degi lengur, nema að stytta umhugs- unartímann. Ég tel ekki raun- hæft að stytta tímann, sumum finnst hann jafnvel of stuttur. Það er hægt að vera með svona vangaveltur eins og ég núna, en ég endurtek að fyrirkomulagið tel ég heldur gott. Hehiuröu aö menn komi ajiur d næsta ari a svona mót? Það tel ég enga spurningu. Ég mun gera það, efégget. Samaer með aöra Akureyringa. Stutt að fara og mjög góð tilbreyting. Hvaö meó aó Jd þekkt nöjh aö suttnan til aö taka þatt i mótinu? Því lylgja nú bæði kostir og ókostir. Kostnaður við mótið yrði miklu meiri, því það þyrfti að greiða þeim ferðir og uppi- hald. Ég álít að þá þyrfti að bjóða 4-6, því ef aðeins yrði um einn eða tvo af okkar sterkustu skákmönnum að ræða yrði yfir- burðir þeirra væntanlega það miklir að heildarsvipur mótsins myndi gjörbreytast. Auðvitað væri gaman að hafa þessa menn með, slíkt mundi lyfta mótinu tölvert upp. Það væri hugsanlegt að bjóða þeim annað slagið. Hejur þú tejit mikiö og tekió þdn í sterkum ntótum? Ég byrjaði ekki að tefla fyrr en tolf ára gamall austur á Húsavík, en tefldi þar talsvert. Eins þegar ég stundaði nám í Rcykjavík, þá tefldi ég meðal annars í landsliðsflokki. Ég var erlendis í nokkurn tíma og tók þá þátt í nokkrum sæmilega sterkum opnurn mótum. Ég hef ekki tekið skákina ýkja alvar- lega, og reikna ekki með að gera það eftirleiðis, verð svona gutlari áfram. Ottó Jónsson gerði sér ferð frá Egilsstöðum til aðtaka þátt í mótinu. Það var mjög skemmti- legt að einn af stofnendum tafl- félagsins fyrir rúmum 50 árum var mcðai keppenda á þessu fyrsta opna móti sem það stendur fyrir. Norðurslóð náði tali af Ottó í lok mótsins og spurði hann fyrst hvernig honum hafi líkað mótið. Mér linnst þetta mót til fyrir- myndar í alla staði, og er sönn ánægja að hafa tekið þátt í þessu. Raunar sló ég tvær flugur í einu höggi meðað koma í þetta mót, því um leið heimsæki ég gamla vini og kunningja. Það var gaman þegar Þorgils Sigurðs- son var að rilja upp atvik frá bernsku Taflfélags Dalvíkur. Við tefldum í fyrstu símaskák- inni við Ólafsfirðinga 1935 að mig minnir. Ég var búinn að gleyma þessu. Það var teflt um nótt og við höfðum báðir sofnað á vaktinni, því oft var löng bið milli leikja. En hann segir að þetta haf i endað þannig að hann tapaði en ég hafi náð jalntefli sofandi. Þú en a skrá yjir ELO stiga- Jjölcia skdkmanna, Itejúröu tejlt mikiö um daganna? Það er nú ckki mikið, en ég héif alltaf haft mjög gaman af að tefla. Það er nú sennilega tilvilj- un að ég er á þessari skrá. Einhverju sinni var sauma- klúbbur heima hjá mér, svo ég rölti út og fór í húsakynni skák- félagsins á Seltjarnarnesi þar sem var að byrja mót. Ég var drilinn í þetta mót og árangur- inn þar gaf mér þessi stig. Annars hef ég aðallega teflt léttar fimm mínútna skákir, t.d. var ég einu sinni í klúbbi með Tómasi Árnasyni, Guðmundi Arnlaugssyni og Hjalta Þórarins- syni. Ég hef aldrei stúderaöskák neitt. Ertu dnægóur ttteó drangur þinn í ntótinu? Já ntjög, ég fékk 4 vinningaaf 7, sem ég er ánægður með. Fyrstu skákinni tapaði ég, það var fyrir Áskeli Erni svo sem engin skömrn af því. Það hefur verið ganian aö sprcý ta sig gegn þessum sterku Ákureyringum. Ég hef ekki teflt við heimamenn nema hana Arnfríði og mátti hrósa happi að vinna hana. Ætlaröu aö stansu hér lengi? Tvo til þrjá daga. Ég ætla að reyna að komast á faeri, og hitta íleiri kunningja. Annars fer ég austur fijótlega, ég bý á Egils- stöðum núna. Ég vil að lokum óska Taflfélaginu til hamingju nteð gott mót og árna því heilla í framtíöinni. Jón Stefánsson leikur fyrsta leikinn fyrir Ottó Jónsson. Valdimar Bragason horfir spekingslega á. TlltLPRIPPIPi FRÁ PBJ AKUREYRI SÉRPRENTANIR LAGERVARA ÖLL ALMENN PRENTUN BÆKUR, BLÖO, TÍMARIT, BÆKLINGAR, EYÐUBLÖÐ Stjórnendur mótsins: F.v. Jón Stefánsson, Albert Sigurðsson, Þorgils Sigurðsson. NORÐURSLÓÐ 5

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.