Norðurslóð - 22.04.1986, Síða 7

Norðurslóð - 22.04.1986, Síða 7
Búnaðarfélag Svarfdæla Metkýr í Dæli Hornóttar kýr gerast nú sjaldséðar. Hér er ein hin síðasta. Ljósm. S.H. Nýlega var haldinn aðalfundur Búnaðarfélags Svarfdæla, sem er elsta félag í sveitinni 106 ára gamalt. Á fundinn kom ráðunautur BSE í nautgriparækt, Guðmundur Steindórsson, og lagði fram skýrslu um nautgriparækt og mjólkurframleiðslu eins og hún kemur fram í skýrsluhaldi bænda. Það kemur fram, að á svæði Búnaðarsambandsins halda 168 bændur gildar afurðaskýrslur og eiga þeir til samans 5597 kýr. Meðalnyt fullmjólka kúa reynd- ist vera á árinu 1985 4.097 lítrar af 4,03% feitri mjólk. Þettaer42 lítrum minni meðalnyt en árið áður, sem varla telst marktækur mismunur. Meðalkjarnfóðurgjöf var hins vegar 612 kg og hel'ur lækkað um 50 kg frá fyrra ári. Töluverð- ur mismunur kemur fram í árangri bænda í hinum ýmsu hreppum héraðsins. Hæstir eru þeir í Skriðuhreppnum með 4.588 lítra meðalnyt, en lægstir á Árskógsströnd með 3.951 Itr. Svarfdælskir miðlungar Lítum svo aðeins á Svarfdæla- deild í þessu sambandi. Skýrslu- haldarar eru 24, sem er lítið méira en helmingur mjólkurinn- leggjenda í deildinni (Svarfaðar- dalur og Dalvík tekin saman). Ekki er það Svarfdælingum til sóma. Tala kúa hjá þessum24er450 og meðalnyt fullmjólka kúa er 4.054 ltr. Fitan er slétt 4%. Kjarnfóðurgjöfin er 676 kg að meðaltali á kú. Við erum sem sé ákaflega nærri meðaltalinu nema hvað við gefum öllu meiri fóðurbæti en gengur og gerist, en þá ber þess að gæta. að upp- gefinn fóðurbætir er að líkind- um fremur óáreiðanlegur. Eins og fyrri daginn kemur fram mjög mikill munur á meðalnythæð kúa á hinum ýmsu bæjum í sveitinni allt frá ítæpum 5.000 lítrum á Sökku, Dæli og S-Holti og niður undir 3.300 hjá þeim lægstu. Þarna er líka mikill munur á kjarnfóðurgjöf, sem skýrir mis- muninn að hluta. I 6. tölublaði Freys nú í ár er grein eftir Jón Viðar Jónmunds- son um skýrslur nautgripa- ræktarfélaganna 1985. Hann birtir þar töflu yfir 10 nythæstu kýrnar í landinu, sem allar mjólkuðu yfir 8.000 lítra á árinu. Hæst er Sokka á Sól- heimum i Sæmundarhlíð í Skagafirði. Hún gaf af sér 9.059 lítra af 3,21% feitri mjólk. SÚ6. í röðinni er Lukka 153 í Dæli í Skíðadal. Hún mjólkaði 8.331 lítra af 3,75% feitri mjólk. Það gerir 31,241 fitueiningar og er vel ofan við metkúna. (Hærri er þó Fía á Hríshóli í Saurbæjar- hreppi með 8.204 x 3,99 = 32.733 fe.) í heild má segja, að þróunin í mjólkurframleiðslumálum okkar sé jákvæð að því leyti, að minni og minni hluti mjólkurinnar er framleiddur af aðkeyptu kjarn- fóðri. 4.000 lítrar af mjólk og 600 kg kjarnfóður á kú þýðir, að einungis 1.500 lítrar af nytinni stafar frá kjarnfóðrinu. 2.500 lítrar eru þá framleiddir af heimafengna fóðrinu og má þetta teljast gott hlutfall þó betur megi ef duga skal með tilliti til lækkaðs framleiðslu- réttar á mjólk, sem nú er orðinn staðreynd. Félagar í Búnaðarfélagi Svarf- dæla eru nú 50. Árgjald til félagsins hefur í mörg ár verið verðtryggt og miðast við grund- vallarverð á 100 lítrum af mjólk ár hvert, kr. 1900 á árinu 1985. Stjórn félagsins skipa nú: Þorgils Gunnlaugsson formað- ur, Sóley Sigtryggsdóttir féhirðir og Símon Helgason ritari, er nú kom inn í stjórnina í stað Gunnlaugs Sigvaldasonar. FASISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og selur þér mjólk. NAZISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og skýtur þig- SKRIFFINNSKUVELDI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo mjólkinni niður. KAPÍTALISMI: Þú átt tvær kýr, þú selur aðra og kaupir þér naut. ÍSLENSKA EFNAHAGS- UNDRIÐ: Þú átt tvær kýr, stjórnin kaupir af þér mjólk- ina, niðurgreiðir hana og selur þér hana aftur á lægra verði og lánar þér svo fyrir þriðju kúnni. Hver er besta stjórnarstefnan? sá,_að velja rétta uppskrift. Ég var að lesa í Norðurslóð, að þið í Svarfaðardal farið ekki vel út úr kvótanum.“ Með bestu kveðju Bjarki Elíasson. Svo kemur hér plaggið. Hver er besta stjórnarstefnan? SÓSÍALISMI: Þú átt tvær kýr, þú gefur nágranna þínum aðra. KOMMÚNISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og lætur þig hafa mjólk. ATVINNA Stöður gæslufólks við sundlaug Dalvíkur sumarið 1986 eru lausartil umsóknar. Um er að ræða 3 stöður, 1 full staða og 2 stöður, sem hvor um sig verður um 65% starf. Umsóknum skal skilað fyrir apríllok til æskulýðs- fulltrúa, Hjarðarslóð 3 c, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 6-11-26. Dalvíkurbær. Þegar annar ritstjóri Norður- slóðar (HEÞ) var í Reykjavík í febrúar fékk hann eftirfarandi tilskrif frá sveitunga vorum Bjarka Elíassyni yfirlögreglu- þjóni og aðalsiðameistara þeirra í Reykjavík. Þar sem svo má líta á, að bréfið sé ekki síður stflað til blaðsins en til rit- stjórans persónulega birtum við það hér, sérstaklega bændum og búaliði til athugunar. Ritstj. „Þar sem ég veit að þú ásamt fleirum situr með sveittan skall- ann við að leysa hin ýmsu vandamál í íslenskum land- búnaði, datt mér í hug, að með- fylgjandi plagg gæti orðið ykkur að leiðarljósi. Vandinn er bara Húseigendur á Dalvík Setjið Danfoss hitastýringar á ofnana fyrir 1. júlí. Eigum pottofna og hitastýringar á lager. Byggingavörudeild KEA Dalvík ATVINNA Stöður verkstjóra og flokksstjóra við vinnuskóla Dalvíkur sumarið 1986 eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu berast fyrir apríllok til æskulýðs- fulltrúa, Hjarðarslóð 3 c, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 6-11-26. Dalvíkurbær Álagastaðir Frh. af bls. 2 una“ á Ytra-Garðshorni. Þykir mér líklegt að þar sé átt við sama atburðinn, og sagan hafi farið bæjavillt. Guðbjargarhóll a Tjorn Svo nefnist hólbunga nokkur neðst í Tjarnartúni, ofan við svonefndan Guðbjargarkfl, en þar átti kona með þessu nafni að hafa drukknað. Hjörtur Þórarinsson, bóndi á Tjörn, segir að sá sem sló hólinn hafi ekki þurft að óttast heyleysi veturinn eftir, þótt afrakstur hans væri ekki mikill. „Fyrir kom að faðir minn lánaði hólinn mönnum, sem oft urðu uppiskroppa með hey, og urðu þeir a.m.k. ekki heylausir þau árin,“ sagði Hjörtur. Þessi góðu álög á hólnum má ef til vill tengja góðum hug konunnar sem drukknaði í kílnum, og væri betur að fleiri skildu eftir slík minnismerki. Hér getur þó legið önnur saga á bakvið, þ.e. að álögin hafi orðið tilefni nafnsins, því hvað er bóndanum betri Guðs gjöf en það að forðast heyleysi? Eftirmáli Grein þessi (eða greinar) er(u) hugsuð sem framhald af þáttum þeim, sem birtir voru 1 Norður- slóð, 1.-6. tölubl. 9. árgangs 1985, undir titlinum Vættar- stöðvar í Dalvíkurumdæmi. Hér er þó aðeins tekinn einn flokkur slíkra „vættarstöðva", þ.e. álagastaðirnir, en aðrir helstu flokkar þeirra, þ.e. huldu- staðir og „fornhaugar“ verða að bíða betri tíma, ef höfundi og blaðinu endist líf og heilsa. Raunar væri þjóðtrú Svarf- dælinga nægilegt efni í heila bók, og mætti þá byrja á Svarf- dæla sögu, sem er eitthvert fjölbreyttasta fornritið hvað þetta efni varðar. Má vera að þjóðtrú Svarfdælinga dragi enn nokkurt dám af þessari forn- sögu. Að minnsta kosti er víst, að í Svarfaðardal er um óvenju auðugan garð að grisja, á þjóð- trúarsviðinu, jafnvel saman borið við aðrar sveitir í Eyja- firði, sem er þó eitt það hérað á íslandi sem mest kveður að þessari svonefndu hjátrú. Að lokum vil ég færa öllum neimildamönnum mínum hinar bestu þakkir fyrir þeirra tillög í þessa ritsmíð, og vona að hafa ekki brenglað máli þeirra svo teljandi sé. (Ártöl eru flest tekin eftir bókinni Svarfdælingar 1-11, eftir Stefán Aðalsteinsson. (Rvík. 1976-78) Akureyri á jólaföstu, Helgi Hallgrímsson. Athugasemd varðandi Huldu- hóla á Hálsi. Guðrún Þorsteinsdóttir á Hálsi hefur sent mér eftirfarandi athugasemd eða leiðréttingu við myndtexta, er birtist í janúar- blaði Norðurslóðar 1985, í þætti mínum „Vættarstöðvar í Dal- víkuumdæmi“. Birt er mynd af hólum nokkrum í mynni Háls- dals/Hamardals, og er ritað undir hana: Framhlaupshólar á Hálsdal. Eru þetta Hulduhól- arnir? Guðrún segir í bréfi sínu: „Okkur ber saman um það hér á bænum, að þetta séu ekki svonefndir Hulduhólar, heldur yztu og neðstu hólar í Ríplum, framhlaupi sunnan og neðan við Selið. Hulduhólarnir eru nokkru utar, eða suður og niður af Hádegishól, eins og stendur í umræddri grein.“ Þessu er hérmeð komið á framfæri, og þarmeð er þá líka spurningu myndatextans svarað Þökk fyrir upplýsingarnar °Uðr<‘n H.Hg. NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.