Norðurslóð - 27.05.1986, Síða 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: SigriðurHafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar
Kj arnorkuv á
Taugatitringurinn út af kjarnorkuslysinu í Chernobyl er
að stillast smátt og smátt. Eftir sitja þjóðirnar með skrekk-
inn, en vonandi líka dýrmæta, nýja reynslu af kjarnorku-
hættunni og þvi, hvernig á að haga sér og hvernig ekki má
haga sér, þegar slíka vá ber að höndum.
Eitt af því, sem ekki má, er að tregðast við aðskýra strax
og undanbragðalaust frá slysinu og vara allan heim við
hættunni, en rey na ekki að gera lítið úr og breiða yfir hana
eins og Kússum varð á í þetta sinn. Skelfilegt veikleika-
merki er það hjá svo miklu og voldugu ríki að treysta sér
ekki til að viðurkenna, að eitthvað geti farið úrskeiðis,
ekki einusinni að tæknimistök hvað þá stjórnarfarsleg geti
gerst á þeim bæ.
Efst í hugum manna hlýtur þó að vera vitneskjan um þá
staðreynd, að ein einasta kjarnorkusprengja, sem spryngi
viljandi eða óviljandi, getur orsakað hundraðfalt tjón og
hættu fyrir líf á jörðinni á við það, sem hinn bilaði kjarna-
kljúfur í Chernobyl gerði. Slíkar sprengjur bíða tilbúnar
þúsundum saman eftir því, að svo hitni í stórveldataflinu,
að einhver þanin taug bresti og titrandi fingur öðruhvoru
megin hafsins styðji á hnapp, sem kemur kjarnorkuskot-
hríðinni af stað.
Og svo sem til að storka mannkyninu og allri mannlegri
skynscmi heldur hin herskáa og ófyrirleitna Reaganstjórn
í Washington áfram að reyna sprengjurnar sínar, svo að
enn megi fullkomna eyðilcggingarmátt þeirra oglífsljand-
samleg geislaáhrif.
Það er ekki mikið, sem ein Ijtil þjóð „út við heimsins
nyrstu nöf' getur gert til að hafa áhrif á þann viti firrta
vígvæðingarleik, sem teikinn er, m.a. í okkar nafni.Þaðer
ekkert nema að halda uppi mótmælum, hvar sem því
verður við komið. Og svo að bíða og biðja, að ragnarök
dynji ekki yflr alveg á næstunni í þeirri von, að áður en svo
verður, komist til valda í æðslu sætum samfélags
vestrænna þjóða menn, sem hafa til að bera meira siðgæði í
skiptum við aðra og meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart
heimsfriðnum heldur en þar sitja nú.
HEÞ.
Skólaslit á Hólum
14. maí á krossmessunni þusti múgur og margmenni heim til Hóla í
Hjaltadal til að vera við skólaslit þar í dómkirkjunni. Það var sól og
blíðskaparveður þótt svalan blési af hafi.
Þetta var hin ánægjulegasta athöfn þegar Jón skólastjóri
Bjarnason afhenti 20 nýbúfræðingum prófskírteinin. Kennsla á
Hólum verður nú sífellt fjölbreyttari og nú var í fyrsta sinn
útskrifaður búfræðingur með flskirækt sem sérsvið.
Oft hafa Svarfdælir átt fulltrúa í hópi Hólasveina og - meyja og
algjör ördeyða var þá heldur ekki að þessu sinni. Við birtum hér
myndir af þeim, sem þarna héldu uppi merki Svarfdælabyggðar og
stálum svolitlu til viðbótar.
2.
2 -NORÐURSLÓÐ
Bragarbót
Stutt rabb við aldraðan heiðursmann
í síðasta tölublaði Norður-
slóðar var skringileg missögn. í
frásögn af deildarfundum KEA
misritaðist nafn eins deildar-
stjórnarmannsins á Dalvík.
Hann var nefndur Arnbjörn
Stefánsson, en átti að vera Rafn
Arnbjörnsson. Þarna kom fyrir
algengur ruglingur manns, sem
kominn er til ára sinna og
eitthvað farinn að kaika, sem
kallað er, að kalla son nafni
föður síns eða dóttur nafni
móður sinnar.
M.a. til að gera gott úr þessu
leit undirritaður inn til
Arnbjörns Marteins Stefáns-
sonar, því svo heitir hann fullu
nafni, sem nú býr í Dalbæ á
Dalvík, og er hinn skemmti-
legasti heim að sækja. Hann tók
á móti gestinum með bros á vör
og konfektkassa í hendi.
Arnbjörn er einn hinna
mörgu, sem fæddist og ólst upp í
sveitinni, en flutti sig svo niður
að sjónum; þar sem vaxandi
fiskiþorpið gat boðið launaða
atvinnu jarðlausum sveita-
mönnum. Það er algeng saga
bæði hér og annarsstaðar.
Fæddur er hann á Jarðbrú 4.
des. 1903. Reyndar segja kirkju-
bækur víst 14. des. en móðir
hans sagði 4. des. og því verður
ekki breytt. Foreldrarnir voru
Stefán Tryggvi Jónsson og
Jónína Sigfríður Arnbjarnar-
dóttir. Þau bjuggu á ýmsum
stöðum í sveitinni sem húsfólk
og búendur, síðast á Hjalta-
stöðum í 5 ár 1916-1925.
Arnbjörn vann á búi foreldr-
anna og hjá vandalausum strax
frá unglingsárum. Brautarvinnu
stundaði hann fjölmörg sumur.
Ekki hélt hann sig einvörðungu
í dalnum. út á Upsaströnd lá
leiðin, í Sauðanes til þeirra Jóns
og Baldvinu. Var þar í 6 ár. Þar
var gott að vera. Þá komst hann
í kynni við Múlann og fjöllin
upp af Sauðanesi. Hann var
ótrauður fjalla- og klettamaður.
Brattgengur heitir það á gull-
aldarmáli. Hann var ekkert
smeykur við Flagið eða Ófæru-
gjá. Og nú segir hann sögu af
því, þegar hann lenti í brösum
með Palla heitinn í Höfn einmitt
í miðju Flaginu. Og hann lyftist
allur í sætinu, þegar hann segir
frá því atviki og öðrum þegar
það voru nú bara kindur en ekki
menn, sem þurfti að losa úr
sjálfheldu.
Þessi reynsla í Múlanum varð
til þess, að Arnbjörn varð
nokkurskonar Múlasérfræðing-
ur þeirra á Dalvík, eftir að hann
var fluttur þangað. Já, hann
flutti nefnilega til Dalvíkur eftir
að hann gekk í heilagt hjóna-
band með Emelíu Jaufey Jóns-
dóttur. Þau giftu sig 22. mars
1932. Hún var húnvetnsk, hafði
alist upp á ýmsum stöðum
vestur á Skaga. En hingað
kom hún frá Akureyri og
gerðist kaupakona eitt sumar í
Blakksgerði hjá þeim Jóni og
Sigrúnu. Þá fóru örlaganorn-
irnar að spinna þræðina, sem úr
verð haldgóð voð, nefnilega 50
ára farsælt hjónaband með 4
börnum, en eina dóttur átti
Laufey fyrir.
Á Dalvík vann Arnbjörn
lengst af með Jóni Emil bróður
sínum oftast í byggingarvinnu
eða öðru því tilheyrandi. „Mér
finnst ég hafa verið að grafa
skurði hálfa ævina“, segir hann.
Nei ekki á sjónum, ég var ekki
gerður fyrir sjóinn.
Þeir bræður, Jonni og Addi
voru samrýmdir. Um árabil
leigði Arnbjörn í Hvoli, húsi
Jóns. En sá sem eignast fjöl-
skyldu þarf líka að eignast eigið
þak yfir höfuðið. Og þau
Arnbjörn og Laufey lögðu í það
að byggja hús í Láginni, í Karls-
rauðatorgi. Þar bjuggu þau
lengi lengi.
Og þannig leið ævin við mikla
vinnu og gott heimilislíf og
uppeldi barna og jafnvel barna-
barna. Og ekki urðu þau rík
Arnbjörn og Laufey. En hvað
um það, þeim hlotnaðist það,
sem flestir sækjast eftir, efna-
legt sjálfstæði, eigið heimili, góð
börn og góða heilsu lengst af og
hvað er þá eftir? Jú, góða vini,
segir Arnbjörn. Ágæta vini
bæði í sveitinni í gamla daga og
síðar vinnufélaga á Dalvík.
. Já og svo góða hesta, ekki má
gleyma þeim, hann hefur alla tíð
haft sérstakt yndi af hestum og
átti þá góða í gamla daga. ,,Ég
hef eiginlega alltaf verið ríðandi
allt mitt líf og er það enn í dag,
þó það sé bara í huganum nú
eftir að aldurinn tók völdin í
skrokknum.“ Og svo hafa strák-
arnir erft þessa áráttu.
„Þú ræður hvort þú trúir, en
það er nú verið að tala um að
draga mig á hestalandsmótið
suður á Hellu á Rangárvöllum í
sumar." Jú, víst trúi ég því.
En nú verður að fara að slútta
þetta rabb. I lokin lítur
Arnbjörn aðeins yfir farinn veg
og finnst hann hafa verið sér
góður og gjöfull. „Ég hef alltaf
verið heldur spakur um dagana
og tekið því sem að höndum ber
með jafnaðargeði. Ég hefekkert
veri að hreykja mér í lífinu. mér
hefur yfirleitt líkað vel við alla
menn og ekki átt i útistöðum.
Ekki veit ég hvað aðrir segja um
mig. Spekúlera ekki í því. Og
hér líður mér ágætlega. Stúlk-
urnar eru afskaplega notalegar
við mig. (Ég hef nú líka alltaf
verið heldur fengsæll á konur ha
ha.) Nei, ég kvarta ekki yfir
neinu, þetta er allt saman
blessað og gott.“
Ofanskráð er engin ævisaga,
aðeins endursögn af sundur-
lausu rabbi. En kannske er þetta
þó svipmynd af einum þeim
alþýðumanna, sem unnið hefur
að sínu leyti stórvirki þesarar
aldar hér í Svarfdælabyggð.
Kannske er ekkert, sem hann
getur bent á og sagt: Sjáðu,
þetta gerði ég og þetta og þetta.
En í félagi við aðra sér líka hefur
hann þó lyft þeim grettistökum,
sem gnæfa hér við himin bæði í
óeiginlegum og eiginlegum
skilningi.
HEÞ.
1. Anton Páll Níelsson Dalsmynni
Dalvík og móðir hans Guðbjörg
Antonsdóttir.
2. Ingi Steinn Jónsson L.-Hámundar-
stöðum og móðir hans Rannvcig
Þórsdóttir.
3. <Jóhanna Pálsdóttir (var verknemi
á Tjörn og Sökku) ásamt Sigríði
á Tjörn.