Norðurslóð - 27.05.1986, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.05.1986, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær Má ég kynna? Tímamót Skímir 24. april var skírð í Da'lvíkurkirkju Adda Soffía. Foreldrar hennar eru Hulda Steingrímsdóttir og Ingvar Engilbertsson, Ægisgötu 5, Dalvík. 17. maí var skírð í Tjarnarkirkju Sigrídur Ásta. Foreldrar hennar eru Júlíana Þ. Lárusdóttir og Björn Þórleifsson, Húsabakka. 18. maí var skírð í Dalvíkurkirkju Fjóla Guðbjörg. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Bjarnadóttir og Trausti Sveinsson, Bjarnargili, Fljótum. 18. maí var skírð Þórgunnur Lilia. Foreldrar hennar eru Helga Snorradóttir frá Völlum og Jóhannes K. Björnsson, Þtigahlíð 2, Reykjavík. Merkisafmæli Þór og Engilráð um 1960. Níutíu ára verður 1. júní n.k. ekkjan Engilrád Sigurðardóttir ■á Bakka. Ingibjörg Engilráð var fædd á Göngustöðum. en giftist 30. nóvember 1918 Þór Vilhjálmssyni á Bakka. Þau bjuggu •fyrst á Hjúki í Skíðadal til 1923, en eftir það bjuggu þau rausnarbúi á Bakka allt til þess. að þau 'létu jörðina í hendur dætra og'tengdaso-na. Þau eignuðust 5 dætUT'Og einn son. flömin fles* búsett hér um slóðir og er ættin tjöJmerm ■öpðin. .iEngih'áð er ewn \ið sæmilega heilsu, helur lótavist dag hvern og hefúr fram tilþessaJöngum haft \ eulin:geðasokkaá .prjónum. Afmælisbarnið áað baki langan og farsaclaw vinnudag'Og 'viija sveitungarbennarogaðrir veiu'nnarar JJytja Jienni bestu kveðjur og þakkir á iníræ'ðisafmælinu. Fermingarmessa fór fram í Dalvíkurkirkju á hvitasunnudag kl. 10.30. Blíðskaparveður var þennan dag, sólskin ogágætur hiti, og varð dagurinn í alla staði hinn ánægjulegasti. Fermingarbörnin voru 31, en þau heita: Arna Arngríirtsdótlir ArnariSverrissön Ágúát 'Eiríksson Arndis'ötf'ðný'Gwjtarsdóttir, ■fiirnir Kristjún Briem Bjarki Heiðar Úrynjarsson :BorghilJkfr 'Freyja iRúnarsdóttir BOfktir 'Þór OttóSson lElin Ása Hreiðarsdóttir Gunnlau-gur Jónsson Hálldór "S verrisson Hákon 'Stefánsson Hólmirfður'Stefánsdóttir ■íris ’Ððgg Váisdóttir Jóhann Valur'Ólafsson Jón Bjarki Jónsson .lón Pálmi Óskars'son 'Kristín Sveinbjörnsdóttiir JCristín Traustadóttir l.inda Rós Jóhannsdóttir Nina ’Hrönn'GunnarsdÖttir Ragnar'Ólason Róbert Tre-yr 'kórtsson Rímar .lúlíus Gunnareson Rúnar iHelgi Kristinsson Sigríður Ólöl Halsteinsdóttii Sigurlaug Elsa Heimisdóltir Snjölaug Tlín Árnadóttir Svanborg Sigmarsdóttir Sunnudaginn 1. júní verður fermingarmessa í IJrðakirkju sem hefst kl. 13.30. Fermdir verða fimm drengir: Birkir Árnason, Ingvörum. Börkur Árnason, Ingvörum. Gauti Hallsson, Skáldalæk. Magnús Marinósson, Búrfelli. Valdimar -Búi Hauksson, Skeiði. jHp- Um nokkurra vikna skeið hefur nýr læknir starfað við Heilsu- gæslustöðina á Dalvík ásamt Braga Stefánssyni, sem nú hefur verið hér síðan haustið 1982. Nýi læknirinn heitir Jóhanna Jónasdóttir af kunningjum kölluð Góa. Fædd er hún í Reykjavík árið 1950. Jóhanna varð stúdent frá Verslunarskólanum í Reykjavík 1971, lauk prófi sem meina- tæknir frá Tækniskólanum, hóf almennt læknanám við Stokk- hólmsháskóla, en flutti heim í miðju námi og lauk læknis- prófi frá H.í. 1985. Siðan hefur hún m.a. unnið sem læknir á Þingeyri, á Vífilsstöðum og á Landakotsspítalanum. Hér vinnur hún í bráðabirgðastöðu og verður til haustsins a.m.k. Jóhanna var gift Lárusi Ými Óskarssyni kvikmyndagerðar- manni, sem nú starfar í Svíþjóð. Þau skildu. Dóttir þeirra er Halla Björg, sem kemur hingað til móður sinnar að loknum skóla í Reykjavík í lok mán- aðarins. Sambýlismaður Jóhönnu nú er Ingólfur Margeirsson rit- stjóri Helgarpóstsins. Jóhanna læknir segist hafa svo mikið að gera, að hún hafi ekki tíma til að stunda önnur hugðarefni heldur en starfið. Samt leyfir hún sér að vera dálítið úti í náttúrunni og munu einhverjir Dalvíkingar áreiðan- lega hafa séð hana skokkandi austur á Sandi. „Þar eiga Dal- víkingar dýrðlegan stað fyrir útivist og heilsubótargöngur,“ segir Jóhanna læknir, og hún veit hvað hún syngur. Að lokum lætur’hún þess getið, að hún kunni prýðilega við sig á Dalvík. „Þetta er skemmtilegur og líflegur bær, hér þarf engum að leiðast.“ Ættfræðin Við viljum endilega koma því að að Jóhanna rekur ætt sína hingað í dalinn. Móðirin heitir Ingibjörg Eyþórsdóttir en faðir- inn er Jónas, skrifstofumaður í Reykjavík, sonur Hallgríms kaupmanns í Reykjavík Tómas- sonar prests á Völlum Hallgrímssonar (1847- 1901). Með öðrum orðum voru, sr. Tómas, hinn góðkunni og vin- sæli prestur hér á Völlum og kona hans, maddama Valgerður Jónsdóttir, langafi hennar og -ajnma. Jóhanna á systur hér á Dalvík, Ásgerði, starfsmann í Sparisjóðnum, ekkju Snorra heitins Árnasonar. Til þess að fá meiri breidd í ættfræðina skal það í lokin rifjað upp, að séra Tómas á Völlum var sonur Hallgríms Tómassonar og Dýrleifar Páls- dóttur. Móðir Hallgríms Tómassonar var Rannveig Hallgrímsdóttir á Steinsstöðum í öxnadal, systir Jónasar skalds og náttúrufræðings, „lista- skáldsins góða“. Sr. Hallgrímur Þorsteinsson, faðir þeirra Rannveigar og Jónasar, (hann drukknaði í Hraunsvatni) átti 3 bræður, sem allir urðu prestar hér í sveit, sr. Baldvin á Upsum, sr. Kristján á Tjörn og Völlum og sr. Stefán á Völlum. Út af þeim bræðrum, ekki síst Baldvini, er komið margt manna sem enn býr í þessu byggðarlagi. Svona einfalt er nú þetta. Fréttahornið Mikil var undrun heimilis- fólks á Klængshóli á hvltasunnu, þegar það fór að láta inn ærnar. Var þá kominn veturgamall hrútangi saman við féð heldur rýrðarlegur en þó með góðu hornahlaupi, nýlegu. Einhverjum hefði sjálfsagt dottið í hug að þarna væri á ferðinni útilegumannakind e.t.v. úr Heiðinnamannadal, ef ekki hefði verið áhenni laukrétt mark Gísla á Hofsá. Ýmislegt þykir benda til að hrússi hafi gengið af vestan ár en buslað austuryfir þegar hann varð var fénaðarferða handan ár. Hér fylgir mynd af Gísla bónda með hrút sinn - og eru báðir fundi fegnir. Gísli og hrúturinn. Hús gömlu síldarbræðsl- unnar sálugu er nú farið að láta á sjá að utam að minnsta kosti. Nú er byrjað að klæða það utan með svokölluðum Barkareiningum. Eins <og kunn- ugt er hefur Fóðurstöðin tekið húsnæðið á leigu o.g hefur starf- semi sina þar til húsa. Nýlega voru hér á kynnisferð í sveitinni þau heiðurshjón Unnur Tryggvadóttir og Jakob Tryggvason hinn góðkunni organisti á Akureyri. Þau eru auðvitað hreinræktaðir Svarf- dælingar eins' og flestir eldri Tryggvi Kristinsson. menn a.m.k. vita, hann frá Ytra- Hvarfi en hún dóttir Tryggva Kristinssonar (1882-1948) kenn- ara og söngstjóra, sem var bróðir sr. Stefáns á Völlum og bjó sjálfur í Uppsölum stítttan tíma skömmu eftir aldamótin. Kona hans var Nanna Arngríms- dóttir málara og Þórunnar Hjörleifsdóttur frá Tjörn og Völlum. í ritinu Svarfdælingum er þetta sagt um Tryggva og verður það að nægja hér til aþ gera grein fyrir starfi hans hér á fyrsta fjórðungi aldarinnar: „Hann fékkst mest við kennslu og starfaði mikið á sviði tón- fræða, stjórnaði söngkórum og var lengi organisti bæði I kirkjum Svarfdæla og síðast í Siglufjarðarkirkju." Þau Jakob og Unnur litu m.a. inn í Arngrímsstofu í Gull- bringu þar sem afi Unnargerði sér fyrstu málarastofu á íslandi. Áður en þau Jakob og Unnur yfirgáfu sveitina afhentu þau gjafir til minningar um Tryggva Kristinsson og störf hans hér: kr. 10.000 til Kirkjukórs Svarf- dæla og kr. 10,000 til Orgel- kaupasjóðs Dalvíkurkirkju, hvorttveggja „til eflingar tón- listar og söngstarfs í Svarf- dælabyggð." Þetta var vel til fundið og er ekki að efa, að þessi hugul- semi og velvilji er vel metinn af Svarfdælum og gjafirnar með þökkum þegnar. Ríkissjóður hefur nú boðið út frágang nýju lögreglu- stöðvarinnar við Gunnarsbraut. í útboðinu er gert ráð fyrir að helmingur neðri hæðar verði tilbúinn 15. ágúst n.k. Loka- frágangur neðri hæðar og hlem- ings efri næðar á að standa til 1. febrúar á næsta ári. Skrifstofur lögreglunnar verða tilbúnar í ágúst þó fangageymslur verði ekki til fyrr en í vetur, enda verður vonandi ekkert með þær að gera. All góð veiði hefur verið hjá netabátum framm við Kol- beinsey. í síðustu viku komu bátarnir með allt að 25 tonn hver. Kvótamál standa mjög misjafnlega hjá þeim, sumireiga eftir talsvert en aðrir eru svo gott sem búnir. Allir stefna bátarnirá úthafs- rækju í sumar, en þeir sem enn eiga kvóta halda áfram þorsk- veiðum, sérstaklega meðan gengur að hengja upp skreið fyrir Ítalíumarkað. IBella Center í Kaupmanna- höfn verður dagana 17-21. júní mikil sjávarútvegssýning. Annað hvert ár eða svo eru slíkar sýningar haldnar í þessari frægu sýningarhöll. Það hefur hayrst að allmargir áhugamenn hér hyggist leggja land undir fót og heimsækja frændur vora Dani af þessu tilefni. Þá erljóst að eitt dalvíkst fyrirtæki, Sæ- plast h/f, mun verða með sýningarbás og kynnirþarfram- leiðslu sína svo sem ker og palla.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.