Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: SigriðurHafstaó, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Fj ölmiðlafárviðr i Ef sagnfræðingur verður spurður að því eftir svosem 50 ár, við hvað íslenska þjóðin hafi verið uppteknust árið 1986 og þar í kring, er líklegast að svarið verði stutt og laggott: fjölmidlastarfsemi. Það er nefnilega hreint með ólíkindum hve fréttamennska og upplýsinga- og skoðanamiðlun góð og vond, heiðarleg og óheiðarleg eftir atvikum, hefur náð að tútna út og leggja undir sig landið upp á síðkastið. Það mætti ætla að heill og heiður og sáluhjálp þjóðarinnar riði á því að hver smuga í húsum manna sé fyllt af prentefni og loftið mettað máli og myndum sem leitast við aö þrengja sér inn um skilningarvit fólksins. Sú tilfinning leitar á mann, með allri virðingu fyrir herskara fjölmiðlafólksins, að það hafi allt of mikið álit á sjálfu sér og mikilvægi sínu í þjóðlífinu. Fyrirferð þess er komin út úr öllum skynsamlegum hlutföllum við þýðingu þess við að efla heilbrigt og hamingjusamt þjóðfélag í landinu. Sem betur fer er ennþá mögulegt að einangra sig að nokkru frá ijölmiðlafárinu, loka augunum fyrir blöðum og tímaritum og láta ádynjandi útvarps- og sjónvarpsrásir eins og vind um eyrun þjóta. Hitt er lakara, ef svo fer sem ástæða er til að óttast, að allur þessi gauragangur verði til að skaða okkar gamla góða Kíkis- útvarp kannske bæði Ijárhagslega og faglega, þessa stofnun, sem í mcira en hálfa öld hefur með liciðri ástundað góða fréttamennsku og haldið uppi mcnningarlcgri dagskrá og þjóðinni þykir vænt um. Þessi ótti manns fékk byr undir vængi nú á dögunum við aö horfa á það hvernig einhverjir ófyrirleitnir fréttamenn Sjónvarpsins tóku sig til, algjörlega að tilefnislausu, og útbjuggu áróðursfrétt gegn kindakjötsneyslu með falsaðri „tilraun" með nokkra feila kjötbita valda í þessu skyni. Sjónvarpið skuldar sauðfjárbændum landsins ómældar skaðabætur og í allra minnsta lagi afsökunarbeiðni fyrir þessa óheiðarlcgu „fréttamennsku“ starfsmanna sinna. H.E.Þ. Stöðubreytingar 2 -NORÐURSLÓÐ Á Dalvík hafa ýmsir breytt um atvinnu á undanförnum vikum. Innan Ráðhússins hefur fólk þannig flust til nánast eins og taflmenn á borði. Um síðustu mánaðarmót hætti Jón Stefánsson sem fulltrúi bæjarfógeta af aldursástæðum. Við stöðunni tók Gíslína Gísladóttir sem áður var skrifstofustjóri í Sparisjóð Svarf- dæla. Nú 1. okt hættir Snorri Finnlaugs- son sem bæjarritari Dalvíkurkaup- staðar og tekur við skrifstofustjórn i Sparisjóðnum. Bæjarritari verður Hjálmar Kjartansson. Sjá Má ég kynna? Hrísey - perla Eyjaíjarðar mo. Þessari merkilegu landnáms- jurt frá Alaska, var sáð í upp- blásinn norðurhöfðann og reyndar miklu víðar fljótlega eftir að jörðin komst í eigu þeirra hjóna, Sæmundar og Úllu, og nú er hún smátt og smátt að leggja undir sig ófrjó- Þeir sem alist hafa upp á Dalvík eða í neðanverðum Svarfaðardal, hafa haft Hrísey fyrir augunum allt frá því þeir fóru að horfa í kringum sig. í myrkrinu hefur vitinn sent frá sér vinalegt Ijós sitt úr yfir láð og lög, rautt framan úr dalnum séð en grænt frá Dalvík og Upsaströnd. A daginn blasir við norðurhluti eyjarinnar, hæstur 110 metrar þar sem vitinn stendur. Til skamms tíma var litur þessa norðurhöfða mógrár enda gróðurlítill og uppblásinn. En á síðustu árum hefur orðið þarna breyting á, liturinn hefur breyst úr gráu í grænt og það svo að vel mætti nú kalla Hrísey Grænhöfðaeyju norðursins - Isle de Capo Verde del Norte á ósvik- inni spönsku. Hvað hefur gerst þarna? M.a. til að skoða þetta fyrir- á berum leirflögum og smiðju- bæri fór hópur fólks á vegum Ferðafélags Svarfdæla út í Hrísey sunnudaginn 7. sept. í björtu veðri en norðangjólu. 12 saman gengu þeir sem leið liggur eftir akveginum norður úrþorpinu ogstefndu á Ystabæ. Á miðri leið var komið að girðingu sem liggur þvert yfír eyna, 2-3 km á lengd. Þetta eru mörk hinna fornu jarða í eynni, Ytri- og Syðribæjar, eins og jafnan er ritað í gömlum skrám, en síðar, eftir að Miðbær var reistur, Ysta- og Syðstabæjar. Hliðið var galopið og öllum heimil för inn í land Miðbæjar og síðan Ystabæjar. En um leið og komið er innfyrir girðinguna verður áberandi breyting á gróðurfari. Skógarreitir, birki, greni, lerki og fura skreyta umhverfið blandað saman við gul- og grávíði og hávaxna hvönn. En merkilegt nokk, enginn hrís í ey með þessu nafni. Hér er sannkallaður unaðsreitur um að ganga. Ekki spilla rjúp- urnar, sem eru alstaðar nálægar og spakar eins og hænur á venjulegum bæ. Þennan Edenslund hefur náttúran skapað með aðstoð þeirra Ystabæjarhjóna, Sæmund- ar Stefánssonar frá Völlum og Úl|u konu hans, sem keyptu jörðina 1960 eftir að íbúðarhús- ið þar brann og síðasti bóndinn flutti burtu. Á þeim aldarfjórð- ungi, sem liðinn er, hefur orðið þarna stórkostleg breyting enda Yfir kaffibolla hjá frú Úllu fá ferðamennirnir dálitlar upplýs- ingar um búskapinn. Varpið er í örum vexti. í fyrra töldust um 1800 hreiður í landinu, nú um 2300. Þaðermeiraenfjórðungs- aukning á einu ári. Það er ekki svo slæmt og afraksturinn 32 kg af hreinsuðum dún. Laglegur bingur það, nægur í 40 dún- sængur. Ekki gerast svona ævintýri af sjálfu sér. Mikla vinnu, alúð og árvekni þarf til og ást á verkefninu. Hana hafa þau líka í ríkum mæli, Ysta- bæjarhjón, það leynir sér ekki. Og börn þeirra, Sæmundur, Unnur og Geir, nú öll upp- komin, hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja með aðstoð við búskapinn, æðarvarpið og skóg- Húsfreyjan á Ystabæ heilsar gestunum asta landið, sem hún svo skilar aftur frá sér frjóvguðu með nýfenginni jarðvegsþekju, sem aðrar jurtir svo taka við og ræta sig í. Slíkt er eðff úlfa"baunár- innar. ræktina. Nú geta þau öll horft yfir árangur verka sinna og séð að hann er harla góður. Og þetta fólk er ekkert að hugsa um að láta hér staðar numið og kveðja eyjuna sína góðu. Því til staðfestingar er steyptur grunnur að viðbyggingu við sumarhúsið á Ystabæ. Ferðamennirnir kvöddu heimafólk með þakklátum huga og stikuðu áleiðis norður og upp að vitanum gegnum skógar- lundi og lúpínubreiður meðan rjúpurnar stigu dans í lynginu allt í kring. Heim var haldið sömu leið með viðkomu í veitingahúsinu Brekku þar sem keypt var kaffi og meðlæti. Hríseyjarþorp er snoturt og gerist æ snotrara. Og til að gæta allrar sanngirni má bæta því við, að nú eru Hrís- eyingar sjálfir að verða miklir trjáræktarmehn eins og margar nýgræðslur trjáa og runna bera vitni um hér og þar um plássið og norðan þess. Og allir vita hvert er besta griðland rjúp- unnar á íslandi. Já, það borgar sig að koma á þennan stað. Það var ekki út í loftið, sem maður- inn sagði forðum: „Nei, ég hef aldrei átt konu, en ég hef verið í HrlSey" H.E.Þ. Göngufólk við vitann. hefur hvorki meira né minna en 70.000 trjám verið plantað í landið. Þroskamestur er skóg- urinn orðinn hið næsta bænum, grenilundir komnir vel á þriðju mannhæð. En hvað um græna litinn á norðurkollinum umhverfis vit- ann? Þá er maður kominn að þeirri miklu undraplöntu, lúpín- unni, úlfabauninni, sem er með innbyggða köfnunarefnisverk- smiðju og getur vaxið ogdafnað Hreiðra sig blikinn og æðurin fer Hvítar spýtur, sem standa upp á endann upp um alla eyju, vekja forvitni gestanna. Þetta reynast vera merki við æðar- hreiður, sem þarna voru í sumar. Það er nefnilega komið upp hið prýðilegasta æðarvarp í Ystabæjarlandi, þar sem varla fannst eitt einasta hreiður fyrir aldarfjórðungi síðan. Yoga Innritun og nánari upp- lýsingar næstu kvöld í síma 6-14-30. Steinunn Hafstað

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.