Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 4
Frá Svarfaðardalshreppi Þorgils Sigurðsson, póstmeistari á Dalvík er ein annálaðasta hvalaskytta við Eyjafjörð. Hann segir sjálfur að örugglega hafi hann banað á annað þúsund hvölum um dagana. I.ærifaðir hans var Baldvin Sigurðsson á Dalvík, Hnísu-Baldi stundum kallaður. Einnig móðurbróðir Þorgilsar, Kristján E. Jónsson í Nýjabæ sem líka kenndi honum veiðibrellurnar. Á myndinni er Þorgils á hafnarbakkanum á Dalvík með nýlega veiði, en það er sjaldgæf hvalategund, afbrigði af höfrungi sem Hnýðingur nefnist og hefur annan lit og annarskonar bakugga en t.d. háhyrningurinn. Með veiðimanninum er Þórarinn P. Þorleifsson og leynir sér ekki aðdáun í svip hans. Fundir hreppsnefndar Samkvæmt nýjum sveitar- stjórna'rlögum eiga fundir hreppsnefnda að vera opnir almenningi. Þar eru opinber mál til umræðu og hver sem áhuga hefur á að geta hlýtt á umræðurnar. Því hefur nú verið ákveðið að fundir hreppsnefndar verði framvegis í Húsabakka- skóla, stofu 3 kl. 21.00 fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Fund- irnir verða ekki auglýstir frekar, nema eitthvað sérstakt sé til umræðu og vekja þurfi athygli á því. Fyrirkomulag þetta ætti að geta orðið til hagræðis fvrir þá sem skjóta þurfa málum til hreppsnefndarinnar eða nefnda á hennar vegum. Viðtalstími Þeir sem þurfa að „finna oddvita" hafa kvartað yfir því að vita ekki á hvaða tíma hentugast er að koma. Því verður hér með komið á föstum viðtalstímum á skrifstofu hreppsins. Mánudaga kl. 10.00-12.00 Miðvikudaga kl. 16.00-18.00 Laugardaga kl. 14.00-16.00 Að sjálfsögðu geta menn haft samband á öðrum tímum, en viðtalstímarnir ættu að tryggja að oddvitinn sé við þegar á að finna hann. Sundskálinn Byggingarframkvæmdir við nýja búningsklefa eru nú hafnar. Vaskir ungmennafélagar rifu gömlu klefana og tók það skamma stund. Rúnar Búason húsasmíðameistari hefur tekið að sér að byggja nýju klefana. Stefnt er að því að gera bygging- una fokhelda á haustinu, en fjárveitingar eru ekki til frekari aðgerða núna. Vonast er til að hægt verði að kría fé út úr ríkis- sjóði til að klára verkið strax eftir áramót. Þá gæti sundskál- inn komist í gagnið aftur fyrir vorið. Innheimta Gjaldendur í sveitinni hafa sumir verið að fá miða frá hreppnum, þar sem vinsamleg- ast er beðið um greiðslur á gjald- föllnum skuldum. Á miðanum er líka þetta staðlaða orðalag um kostnaðarsamar innheimtu- aðgerðir, sem beri að forðast. Svarfaðardalshreppur hefur yfirleitt ekki sýnt óþarfa hörku í innheimtuaðgerðum eða sigað lögfræðingum á menn. Ástæða er þó til að íhuga hvort ekki þurfi að herða eitthvað meira á fólki, því innheimtuhlutfallið er lágt. Um miðjan september hafði innheimtst 61,28% af því sem átti að vera komið inn. Svona staða er að sjálfsögðu alltaf bagaleg fyrir hvaða sveitar- félag sem er. Þegar sveitar- félagið er líka lítið og máttvana og stendur í kostnaðarsömum framkvæmdum, þá verða vandræðin enn meiri. Þaðerþví ástæða til að hvetja menn til að sýna sveitarfélaginu sínu þann velvilja að gera upp skuldir sínar við það. 4 -NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.