Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 30.09.1986, Blaðsíða 3
Skólastarfið hafið Trausti Þorsteinsson. Frá Dalvíkurskóla Þann 10. sept. s.l. var Dalvíkur- skóli settur og nemendur mættu til síns fyrsta skóladags á þessu skólaári. Alls verða um 277 nemendur í grunnskólanum í vetur og er það heldur fjölgun frá fyrra ári en á framhaldsstig eru skráðir 34 á fyrri önn og því 311 nemendur alls i skólanum nú á fyrri önn. Þótt seint hafi gengið að ráða kennara í allar stöður tafðist skólabyrjun ekki nema um tvo daga en þá hafði tekist að fá alla kennara til starfa utan kennara í heimilisfræði sem ekki hefur enn tekist að ráða og allar líkur á að fella verði niður kennslu í námsgreininni þess vegna nú í vetur. Nýir kennarar sem ráðnir hafa verið að skólanum í föst störf eru Guðlaugur Arason og mun hann kenna íslensku og dönsku, Gísli Bjarnason kennir íþróttir, Hrönn Vilhelmsdóttir sem kenna mun myndlist, Sigríður Gunnarsdóttir kennir 1. bekk og 4. bekk og Trausti Steinsson sem kennir ensku og íslensku. Fleiri nemendur koma nú úr nágrannasveitarfélögunum, Svarfaðardals-, Árskógs-, og Hríseyjarhrepp en löngum áður en auk þess koma í skólann 5 nemendur úr Grímsey. Allir hafa þessir nemendur aðstöðu á heimavist og er hún nú nær fullsetin því nokkur fjöldi nemenda á skipstjórnarbraut er á heimavist. Hefur heimavist ekki áður verið eins vel nýtt. Almenn bóknámsdeild á framhaldsstigi verður ekki starf- rækt nú í vetur eins og undan- farin ár þar sem aðsókn að deildinni var engin. Þess í stað er boðið upp á fornám á fyrri önn fyrir þá sem rifja þurfa upp. Þá hefur aðsókn að stýrimanna- braut ekki áður verið meiri og eru 17 nemendur skráðir í deild- ina og jafnframt munu 11 nemendur bætast í hópinn nú í október en þá koma þeir nemendur er luku 80 tn. rétt- indanámi fyrir síðustu áramót og ætla nú að ljúka 200 tn. en það samsvarar 1. stigi. Koma þessir nemendur víða að af Norðurlandi. Ánægjulegt er hversu vel hefur til tekist með starfrækslu þessarar brautar og virðist hún vera búin að vinna sér fastan sess á Dalvík. T.Þ. Frá Húsabakkaskóla Skólinn er settur í dag, 30. sept. kl. 5 síðdegis í sal mötuneytis. Nemendur 1 - 8 bekkjar koma þá til skólans. Kennsla 6 ára Sæplast byggir Mikil söluaukning Fá fyrirtæki frá Dalvík hafa verið jafn mikið í fréttum á undanförnum misserum eins og Sæplast h/f. Það góða er að fyrirtækið hefur verið mikið til umræðu vegna þess að þar hafa hlutirnir gengið vel og verið talsverður uppgangur. Nú standa yfir byggingarframkvæmdir hjá þeim og af því tilefni hittum við Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóra og báðum hann að lýsa húsnæðinu sem í byggingu er. Um er að ræða 800 m: hefð- bundið hús, sem verður steypt upp og klætt að utan. Þarna verður auk framleiðslusalar starfsmannaaðstaða, skrifstofa og verkstæðisaðstaða. Með þessu fæst um það bil tvöföldun á húsnæði miðað við núverandi leiguhúsnæði. Við þessa aukn- ingu næst frekari hagræðing í rekstri og um 20% afkasta- aukning án þess að bæta við vélum. Þetta verður* vandað hús, með góðu loftræstikerfi og mjög fullkominni brunavörn. Það er okkur metnaðarmál að húsið verði veglegt og umhverfi verði að fullu frágengið þegar við tökum til starfa. Sem sagt að það verði fyrirtækjnu og bæjar- félaginu til sóma. Hvenær hófust framkvæmdir? Ákvörðun um framkvæmdir var tekin á aðalfundi félagsins í júní sl. Þá var lokið ýmsum undirbúningi. Jarðvegsskipti og fyrsta skóílustunga var tekin 30. júlí kl 14.46. Jafnframt jarð- vegsskiptum var unnið að útboði verksins. Ákveðið var að bjóða verkið út í einu lagi að undan- skildum undirstöðum. Til að flýta verkinu voru þær steyptar strax að loknum jarðvegsskipt- um. Eftir að við höfðum kannað lauslega áhuga ýmissa á að vinna við undirstöðurnar náðust samningar við Híbýli h/f á Akureyri að taka að sér verkið. Heimaaðilar höfðu ekki áhuga á að vinna verkið eins og þurfti tímans vegna. Að öðruleyti var húsið fullfrágengið með mal- bikuðu plani boðið formlega út. Hverjir buðu í verkið? Það bárust fjögur tilboð. Lægsta tilboðið kom frá Híbýli 20.728 þúsund þá kom Tréverk, og Trékver Ólafsfirði saman 21.877 þúsund, Norðurverk h/f, Akureyri bauð 21.899 þúsund og hæst var frá Aðalgeir og Viðar h/f, Akureyri 22.932 þúsund. Kostnaðaráætlun hönn- uða var upp á kr. 21. 332 þúsund, þannig að lægsta til- boðið nam 97,2% af áætluninni. Stjórn Sæplasts ákvað síðan að taka og semja við Híbýli. Stundum taka menn ekki lægsta tilboðinu, heldur ákveða að semja við heimaaðila, kom það ekki til álita? Það spunnust um þetta tals- verðar umræður í stjórn og ýmis sjónarmið komu fram, til dæmis að taka tilboði heima- manna. Þar ber að hafa í huga að hér var kannske bara hálft heimatilboð. Það kom fram að Tréverk h/f hefur gott orð á sér sem verktaki og skilar verkum vel. Einnig var á það bent að ef heimaaðilar fá svona verk verði hugsanlega meiri peningareftirí bæjarfélaginu en ella. Hins vegar kom líka fram að í raun hafa heimamenn það í forgjöf að þurfa ekki að sjá aðkomu- flokki fyrir gistingu og mat eða bera kostnað af flutningi manna á milli staða. Það þótti neikvætt að taka ekki lægsta tilboði, því þá væri verið að samþykkja að byggingarkostnaður væri hærri á Dalvík en annars staðar og heimamenn gætu gengið út frá því að fá verkið næstum því hvað sem þeir biðu. Einsspurðu menn sig til hvers að bjóða út. Væri ekki eins gott að semja strax við heimamenn- á grund- velli kostnaðaráætlunar án útboða? Niðurstaðan varð sem sagt sú að þessi 1.150 þúsund króna munur væri of mikill til Björn Þórleifsson. barna hefst mánudaginn 6. okt. kl. 13.00. Breytingar á starfsíiði skólans: Kennarar verða þeir sömu og í fyrra nema hvað Þórarinn Hjartarson kennir ekki og Sigurbjörg Karlsdóttir Grund kennir íþróttir. Kristín Klemenz- dóttir Brekku hættir í ræsting- iinum en við tekur Margrét Ásgeirsdóttir Jarðbrú. Þorgerður Þórisdóttir hættir í mötuneyti en Kristjana Arngrímsdóttir Tjörn tekur við. Nemendum við skólann hefur fækkað frá því í fyrra, voru 49 en eru nú aðeins 39. „ * fjöldamörg ár, mun stýra skóla- starfinu, en auk hans munu tveir pólverjar sjá um kennsluna. Er annar þeirra kominn, Waclaw Lazarz, sem mun kenna á flautu og sitt hvað fleira, en ókomin er ung stúlka er kenna mun á píanó og væntanlega einnig sinna söng. Er óhætt að segja að kennararnir séu allir mjög áhugasamir og hlakka til að leiðbeina og aðstoða nemendur skólans. Við skólann verður nú boðið upp á nám í málmblásturs- hljóðfærum, sem ekki hefur verið um nokkurt skeið, og er þess vænst að ýmsir sýni því námi áhuga. Margt fleira verður í boði og eru allir sem áhugá hafa á tónlistarnámi hvattir til að kanna hvað þeim stendur til boða. Þegar þetta er skrifað stendur innritun sem hæst, og eru þeir sem ekki hafa þegar látið skrá sig í skólann hvattir að gera það nú þegar. J.H.Þ. Frá Tónlistarskólanum Tónlistarskóli Dalvíkur er nú að hefja starfsemi sína af fullum krafti. Þrír nýir kennarar hafa verið ráðnir að skólanum og er þess að vænta að skólastarf geti orðið mjög íjölbreytt. Roar Kvam, sem hefur kennt við Tónlistarskólann á Akureyri í Romr Kvam. Fiskkerin heimsfrægu. að taka ekki lægsta tilboðinu. Okkar verkfræðiráðgjafar og hönnuðir höfðu gefið þeim jákvæða faglega umsögn. Hvenær eru verklok áætluð? Þau eru samkvæmt samningi við verktaka 18. júní 1987 og ætlum við að verða fluttir inn og skila núverandi leiguhúsnæði 9. júlí. Við verklok verður nánast ekkert annað að gera en stinga vélunum í samband. Hvernig hefur svo reksturinn gengið á þessu ári. Hann hefur gengið ágætlega. Umtalsverð söluaukning hefur orðið á þessu ári miðað við síðasta ár. Okkur sýnist stefna í tvöföldun á framleiðslunni milli áranna. Afkoman virðist ætla að verða góð á þessu ári, síst verri en á síðasta ári. Það má segja að við höfum fundið fyrir batnandi hag okkar kaupenda, sérstaklega útgerðarinnar á þessum tíma. Uppgangur hjá þeim hefur orðið okkur til góðs. Seljið þið þá aðallega á innan- landsmarkað? Salan er að tveimur þriðju hlutum á innanlandsmarkað. Söluaukningin erlendis hjá okkur er mjög svipuð og þar. Aukningin erlendis byggist á því að við höfum lagt töluverða vinnu og fjármuni í sölustarf erlendis. Meðal annars höfum við tekið þátt í all mörgum vöru- sýningum og auglýst í fagtíma- ritum. Við erum samkeppnis- færir um vetð og varan líkar vel. Umsögn hefur verið í erlendum blöðum um okkar vöru t.d. þetta hér, segir Pétur að lokum og réttir blaðamanni úrklippu úr blaði. Hér var um að ræða blað sem gefið er út í Nova Scotia og heitir The Sou’vester. Frásögn var af góðri reynslu útgerðar af því að nota Sæplastker um borð í síldveiðiskipum. Myndir voru af kerunum um borð í veiði- skipum. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.