Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 3

Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 3
Kaupmann ahafharbréf „Nu er det jul igen- og julen varer indtil páske.“ Jul. J. Dan. Þegar þetta er skrif'að, á í'yrsta sunnudag í jólaíöstu, hefur enn ekki sést snjókorn hér á Sjálandi og varla hef'ur komið nætur- í'rost. Allir balar eru iðjagrænir, runnar í görðum líka og sum síðfrjó tré eru enn lauí’guð þó blöð'in séu í'arin að fölna. Bændur eru löngu búnir með haustplæginguna. Þeir eru mikið skammaðir fyrir að menga vatnsföll og strandsjó með tilbúnum áburði sem skolast burt árlega úr jarðvegi í þessu þéttbýla og þrautræktaða landi. Já, haustið og fyrri hluti vetrar hefur verið óvenju veðursæll tími hér í Danmörku að alfra sögn. Hinsvegar geta komið hér bitrir kuldakaflar á veturna þó ekki sé snjónum fyrir að fara. Andrúmsloft hér .er óhreint, bæði ógagnsætt og einhver lykt að því sem maður finnur best nýkominn heiman að frá íslandi þar sem loftið er hreint. Þetta er svona víðast í Evrópu og er nefnt loftmengun. Mættum við sleppa við hana sem lengst! Hér í Danmörku fara kaup- menn og verslunarfyrirtæki að auglýsa jólavörur snemma í nóvember. Um miðjan þann mánuð er farið að skreyta verslanagötur, en aðal tilstandið hefst fyrsta sunnudag í jóla- föstu. Þá er kveikt á jólatrjám á torgum og svölum húsa um gjörvalt landið. Egon Weidekamp yfirborgar- stjóri Kaupmannahafnar kom skreyttur jójasveinshúfu sigl- andi á skútu eftir kanalnum í Nýhöfn árla morguns sunnu- daginn fyrsta í aðventu með fríðu föruneyti. Þá var haldið áleiðis til Ráðhústorgsins og þar kveikti ylirborgarstjórinn á gríðarstóru jólatré við söng og hljóðfæraslátt. Þaðan hélt hann áfram til annara torga í borginni til að kveikja á fleiri jólatrjám. Danir þurfa ekki að láta aðrar þjóðir gefa sér jólatré. Þeir eru mestu jólatrjáaútfiytjendur álf- unnar, og fiytja út jólatré fyrir kauptíð eins og heima. Danir nota þann tíma líka til þess að „hygge sig“ eins og þeir nefna það, heima og heiman. Að hygge sig þýðir ekki beint að hugga sig, heldur að hafa það notalegt, láta sér líða vel. Það gera Danir með ýmsu móti og kunna vel til þess, því þeir eru gömul og gróin menningarþjóð með aldagamla siði. Eitt af því sem þeir gera ájóla- föstunni til að gera sér dagamun er að borða julefrokost. Það er gert á öllum heimilum og í öllum fyrirtækjum sem vilja rísa undir nafni. Staðgóður jólafrúkostur er eitthvað á þessa leið: Hann byrjar oft klukkan eitt e.h. og stendur til kvölds. Fyrst er byrjað á síld og brjóstbirtu (brennivínssnafsi eða öðru af því tagi). Þá er steikt rauð- spretta eða aðrar fisktegundir, því fiskur er fastur liður í jóla- frúkosti. Með því er helst kneyfað hvítvín. Þá kemur heit lifrarkæfa með rauðrófum, síðan svínssíða (beikon) með sveppum og rauðrófum og loks kjötbollur eða einhver annar kjötréttur. Með kjötréttunum er haft rauð- vín eða bjór eða jólabrugg sem brugghúsin brugga til jólaföst- unnar og jólanna. Síðast er svo kaffi og konjakk, takk fyrir, og allra síðast endað á osti og snafsinn þá kláraður ef eitthvað var eftir af honum. Þeir sem eru í jólafrúkosti borða hægt og með hvíldum og menn skrafa saman og hafa uppi gamanmál og kannski söng. Þá er tekið höndum saman, dansað í halarófu og sungið: ,,Nu er det jul igen og julen varer indtil páske . . .“ Þetta stendur eins og fyrr sagði lengi dags og fólk verður að tempra át og drykk til að ofgera sér ekjki. Eg þekki íslend- ing sem var boðið í danskan jólafrúkost og vissi ekkert um hann fyrirfram. Hann byrjaði hraustlega á síldinni og hressti sig vel á snafsinum og þegar Ráðhústorgið i Kaupmannahöfn. sem svarar 7,5 milljarða ísl. króna á ári. Mikill hluti tekna þeirra af skógrækt kemur frá ræktun grenitrjáa sem vaxa upp af fræi sem Danir kaupa m.a. frá Kákasus í Sovétríkjunum. Þegar trén eru 12-15 ára eru þau felld og seld á jólatrjáamarkað inn- lendan og erlendan. Þeir selja líka mikið af grenigreinum til skrauts. Á jólaföstunni er hér mikil rauðsprettan kom hélt hann að hér væri kominn aðalrétturinn og át sig alveg saddan og gerði rauðvíninu tilhlýðanleg skil. Síðan varð hann að sitja það sem eftir var dags og horfá á hina gæða sér á mörgum gómsætum réttum fram undir kvöld því hann kom ekki meiru niður. Flestir danir eru í mörgum matarveislum af þessu tagi því ég yfir sjó og land“ og „í skóg- inum er kofi einn“. Margir sálmar, þýddir úr dönsku hafa orðið vinsælir á íslandi og fyrir löngu orðið almenningseign. Má þar nefna aðaventusálmana „Gjördyrnar breiðar, hliðið hátt“ (ísl. sálmab. nr. 59) og „Upp gleðjist allir, gleðjist þér“, sem Kingo, danski biskupinn og sálmaskáldið í Óðinsvéum orti árið 1669, en sr. vinir og vandamenn bjóða hver öðrum í jólafrúkost. Á aðfangadagskvöld er borð- uð önd, jólaöndin, og hrís- grjónagrautur, en á jóladag er etinn hinn eini og sanni jóla- frúkost, sem allir hinir draga nafn af. Danir halda fast við þann sið að hafa lifandi ljós á jólatrénu á aðfangadagskvöld og jóladag. Þessu fylgir mikil eldhætta og árlega verða margir brunar af þessum sökum í Danmörku. Á jóladagskvöld er jólatréð víðast tekið niður. Helgi Hálfdánarson þýddi. Þá er jólasálmurinn „í Betlehem er barn oss fætt“, sem upphafiega er ortur á latínu á 14. öld. Honum var snúið á dönsku 1529 og birtist svo á íslensku í sálmabókinni 1589, en sr. Valdimar Briem færði sálminn í núverandi búning. Sr. Helgi Hálfdánarson þýddi úr dönsku sálminn „Hin fegursta rósin er fundin“ eftir Brorson biskup í Rípum (Den yndigste rose er funden, ortur 1732). Sálmurinn „Sem börn af hjarta viljum vér“ eftir Anders Nielsen kennara í inn á jólunum vegna 3. versins, við jarðarfarir af því sem segir í 2. versi: Kynslóðir koma, kyn- slóðir fara, allar sömu ævigöng - og loks er sálmurinn sunginn á fjölskylduhátíðum vegna þess að allir kunna hann. Loks vil ég nefna sálminn „Ó, hve dýrleg er að sjá“ sem danski presturinn og skáldið Grundtvig orti 1810, en ég man ekki í svipinn hver þýddi á íslensku. Þessi sálmur er mér mjög kær. Við sungum hann alltaf á jólunum heima í Syðra- Garðshorni. Þessi sálmur var því miður felldur niður í nýju Danskir jólasveinar og meyjar. Á gamlaárskvöld er það danskur siður að hafa soðinn þorsk á borðinu með litlum kartöfium og persilja. Við íslendingar höfum lært marga leiksöngva af Dönum, og sumir þeirra eru sungnir á jólunum oftast með þýddum textum. Sem dæmi má nefna „Adam átti syni sjö,“ „Munkur gekk á engi" „Gekk þýðingu Stefáns Thorarensens er sunginn á hverjum jólum. Sálmurinn „Fögur er foldin“ (Dejlig er joyden) erjafnvinsæll í Danmörku ogá Islandi. Danska skáldið Ingeman lektor í Sórey orti hann árið 1850, en sr; Matthías Jochumson þýddi. í Danmörku er sálmurinn sung- sálmabókinni. Ég hef orðið að sleppa mörgu sem ég ætlaði að skrifa því þetta bréf er orðið svo langt. Við Þuríður og Ingólfur biðjum Norðurslóð fyrir bestu jóla- kveðjur heim. Kaupmannahöfn, 30. nóv. 1986 Júlíus J. Daníelsson Lesendur athugið Saga Dalvíkur Nú fara að verða síðustu forvöð að tryggja sér og sínum öll 4 bindin af Sögu Dalvíkur. Vakin er athygli á afar hagstæðu verði sem er langt frá því að vera sambærilegt við bókaverð á almennum markaði í dag. Ekki þarf að fjölyrða um gæðin. Tryggið ykkur eintak í tíma. Verð til áskrifenda: 1. bindi 1.000,-kr. 3. bindi 1.600,-kr. 2. bindi 1.000,-kr. 4. bindi 1.900,-kr. 1.-4. bindi keypt saman = 4.800,- kr. 1.-4. bindi árituð saman = 5.300,- kr. Hafið samband við: Jónas Hallgrímsson Bjarkarbraut 1 Sími: 61116. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.