Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 15

Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 15
Fundið kvæði um Svarfaðardal „Móti sól og himni háum - hefjast þögul reginQöll.“ Það er upphaf' þessa máls að árið 1977 kom út úrval úr Ijóð- um Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem Ólafúr Briem tók saman. Aftast í þeirri bók er ítarleg skrá um verk Davíðs og allt sem um hann hefur verið skrifað. í kafla þar sem talin eru „ljóðmæli eftir Davíð Stefáns- son, sem hafa ekki birst í bókum hans" stendur þetta: „Heimþrá. Ort að beiðni Svarfdælinga á Akureyri í tilefni af móti, sem haldið var á Akureyri veturinn 1930-31. Fjölritað á sérstöku blaði." Alltaf síðan ég las þessa skrá hef ég haft í huga að nálgast kvæðið því að aldrei hafði ég neitt um það heyrt. Var þó oft um Davíð rætt í æsku minni og ég spurði margs um hann, svo mjög sem ég dáði hann. Hafa þær æskuástir aldrei kulnað þótt ekki hafi þær alltaf verið jafnákafar. Um tengsl Davíðs við Svarldælinga vissi ég fátt. í kvæðum hans er ekkert um menn eða atburði í Svarfaðar- dal, að öðru leyti en því að í síðustu bókinni er að finna ljóðið Á Melaeyrum 1625, lagt í munn Jóni Rögnvaldssyni sem brenndur var á báli fyrir galdra fyrstur manna á íslandi. Áreið- anlega var það ljótasta verk sem unnið hefur verið í Svarfaðar- dal fyrr og síðar - það er að segja ef við sleppum þeim vígaferlum og grimmdarverkum sem Svarf- dæla segir frá, enda munu fáir treysta henni_ sem sögulegri heimild. Ef litið er til samtíðarmanna Davíðs verður ekki séð í ritum hans að Svarfdælingar komi þar við sögu. Raunar er frá því eftir- minnileg undantekning. í rit- gerðinni Frostavetur þar sem Davíð rekur minningar frá vetr- inum 1918 minnist hann nokk- urra þeirra ‘kvenna sem hann mat mest, og stendur þar þetta: „Þakkir flyt ég frúnni á Völlum í Svarfaðardal. í stórhríð fét hún bera sig fótbrotna út á sleða og aka sér til sængurkonu, sem hún aðstoðaði við fæðingu, því að ekki náðist til ljósmóður sökurn veðurofsans." Þarna skipar Davíð frú Sól- veigu Eggerz Pétursdóttur á bekk með fremstu kvenhetjum og mun engum sem man hana eða þekkti til hennar þykja það ómaklegt. En víkjum nú aftur að kvæð- inu sem Da\ íð orti fyrir Svarf- dælinga á Akureyri. Mér llaug í hug að gaman gæti verið að grata það upp og birta í Norður- slóð. Ræddi ég því við Ólaf Pálmason, nú bókavörð hjá Seðlabankanum, sem tók saman skrána um rit Davíðs. Ekki hafði hann kvæðið undir hönd- urn, sagðist hafá séð blaðið hjá konu á Akureyri sem hann komst í samband við fyrir milli- göngu Haralds Hannessonar hagfræðings sem látið hefur sér afár annt um Nonnahúsið. Haraldur gat sagt mér hver konan var, Jóhanna Jóhannes- dóttir, og hún hefði verið Svarf- dælingur. Jóhanna er nú látin svo að ekki var lengur unnt að hafa uppi á kvæðinu hjá henni. Það var heldur ekki til hjá Lárusi Zóphóníassyni amtsbóka- verði sem ég talaði við. Hann spurði Stefán Stefánsson bæjar- verkfræðing, bróðurson Davíðs, en Stefán kannaðist ekki við kvæðið. Taldi þó að það kynni að vera með handritum skálds- ins í Davíðshúsi, en tafsamt gæti orðið að finna það. Þar með lét ég málið niður falla. Þegar ég sagði Hirti E. Þórarinssyni frá þessu bauðst hann til að auglýsa eftir kvæðinu í Noröurslóð. Áður en til þess kom átti hann leið í Fagraskóg og spurði Magnús bónda, bróður- son skáldsins, hvort hann vissi um þetta kvæði. Og viti menn: Magnús dró fram ljósrit af sama blaði og Ólafur Pálmason hafði séð. Þetta blað hafði geiið Magnúsi sama kona og áður er nelnd, Jóhanna Jóhannesdóttir frá Syðra-Garðshorni. Það er því henni að þakka að ljóðið Sýnir þetta hvort tveggja: áhuga og eldmóð Snorra sem hreif menn með sér éf hann bar eitthvað fyrir brjósti, - og hlý- hug Davíðs í garð Svarfdælinga. Nokkru eftir þetta tókst góður vinskapur með Davíð og Kristjáni Eldjám þrátt fyrir mikinn aldurs- mun, og hélst sú vinátta meðan báðir lifðu. Kvæðið sjálft þarf engraskýr- inga við. Þaðer birt héreinsogá hinu fjölritaða blaði, nema hvað stafsetningu er breytt í nútíma- horf. í sjöundu línu tjórða Davíð Stefánsson var sveita- maður, í góðri merkingu þess orðs. Hann unni landinu og lífi bóndans og söng því hvoru tveggja lof í ljóðum sínum af einlægum og heitum hug. Sá sami andi leikur um kvæðið Heimþrá. Við könnumst við þessar hugmyndir úr öðrum og snjallari kvæðum Davíðs. En samt færir það hann enn nær okkur Svaridælingum að vita að hann orti handa okkur þetta kvæði. Okkur þykir jafnvel enn vænna um hann eftir en áður. Vill nú ekki einhver góður laga- smiður setja lag við kvæðið svo að Svarfdælingar heima og heiman geti sungið það þegar þeir vilja minnast æsku- stöðvanna? Gunnar Stefánsson Heimþrá Heim í dalinn hugur leitar, heim í gamla fósturhyggö. Æskan, hún á ástir heitar, ellin sína fornu tryggð. AlltaJ getur ilmur jarðar endurvakið liðna stund. Upp í sveitum Eyjajjarðar eiga margir - helgan lund. Móti sól og himni háum liejjast þögul reginjjöll. OJt við dalinn djúpa sáum drijinn hvítri vetrarmjöll. Vorið bræðir vetrarsnjóinn, vermir kot og höjuðból. Sveitin Jágra, grasi gróin, glitrar öll í morgunsól. Margur Jór út Jöðurgarði Játœkur, með léttan mal. Flestra hugur, J'yrr en varði, Jlaug þó ajiur heim i dal. Fjœrri sínum Jósturbyggðum Jjöldinn allur minnist hans. Síst af öllum svikja í tryggðum synir og dœtur Norðurlands. ■Minningar jrá æskuárum óma djúpt Jrá hverri sál, vekja sumar, vígðar tárum, viðk væmustu leyndarmál. Margir jinna íjáðmi nœtur jrið, sem aldrei daginn sá. Ennþá muna daladœtur drauma sína og œskuþrá. Heim í dalinn hugur leitar, heim í gamlan sveitabæ. Þaðan berast bœnir heitar, bæði yjir lönd og sæ. Byggðin seiðir björt og Jögur þó breylt sé margt, sem áður var. Ævintýr og œttarsögur eru margar skráðar þar. Heim í dalinn, heim í dalinn hulinn vængur marga ber. Þar, sem hver var ungur alinn, ilmur guðs um hjartað Jér. Allir, sem um bústað breyta, blessa þó sinn dal og Jjörð. Þar, sem hugir hœlis leita á hjartað sína móðurjörð. Davið Stejánsson: Skáldið frá Kagraskógi. kemur nú fyrir augu svarf- dælskra lesenda eftir meira en hálfa öld. Þessi litla saga er ekkert merkileg, nerna kannski fyrir það að hún sýnir hvernig rnaður leitar stundum langt yfir skammt. Því hvar var líklegra að finna kvæði Davíðs en einmitt í Fagraskógi sem fylgdi persónu hans, nafni og skáldskap alla tíð? Um tilefni kvæðisins, mótið á Akureyri, veit ég ekkert annað en það sem einnig stendur á Ijölritaða blaðinu að „Snorri Sigfússon var aðalhvatamaður þessa móts". Snorri var þá nýfluttur til Akureyrar vestan af Flateyri og hefur bersýnilega strax byrjað að efla tengslin við átthagana þegar' hann var nú kominn í námunda við þá. Enginn maður hefur meir en hann stuðlað að samhug brott- fluttra Svarfdælinga, því að iöngu seinna var hann frum- kvöðull að stofnun Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík. Ekki er ólíklegt að hann hali fengið Davíð til aðyrkja kvæðið veturinn 1930-31. Má það kall- ast vel af sér vikið því að Davíð var afar tregur til að yrkja eftir pöntun og eru sárafá ljóð eftir hann sem þannig eru tilkomin. erindis stendur: „ennþá munu daladætur" o.s.frv. en það er augljóst stafvilla. Auðvitað er hugsanlegt að eitthvað fleira hafi skolast til Tortryggileg þykir mér fjórða lína síðasta erindis: „ilmur guðs um hjartað fer". Gæti það átt að vera ylur guðs?" Hvorugt er að vísu gott. Hins ber að gæta að svona línur eru ekki fátíðar hjá Davíð þegar sá gállinn var á honum. Davíð birti Heimþrá ekki í bókum sínum. Og sannast að segja hefur skáldhróður hans engu glatað við það. Að skáld- skapargildi er kvæðið lítils háttar og þar er að finna ýmsar þær klisjur sem lýta skáldskap Davíðs: Mjög almennar stað- hæfingar og útþynnt framsetn- ing. En þarna eru líka línursem minna á Davíð eins og hann er bestur, geyma nokkuð af hinum ómótstæðifega og torskýrða seið í skáldskap hans: „Ennþá muna daladætur drauma sína og æskuþrá." Það var einmitt um þetta leyti eða litlu síðar sem Davíð orti kvæði sem síðan hefur verið sungið, þar sem standa þessar línur: „Þótt kuld- inn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor." Og þessar stúlkur gætu vissulega verið dætur Svarfaðardals. Þriggja orða samheiti Einn af góðvinum og stuðningsmönnum Norðurslóðar er Árni Rögnvaldsson, fyrrverandi kennari frá Dæli í Skíðadal. Hann hefur oftar en einusinni sent blaðinu efni í jólaþrautir þess og hefur það greinilega orðið mörgum að skemmtilegu viðfangsefni. Nú sendir Árni þraut nýrrar gerðar. Hann kallar hana Þriggja orða samheiti. Hann hefur sett niður á blað 150 orð þannig valin, að hver 3 þeirra eru sömu eða svipaðrar merkingar. Lausnin er í því fólgin að finna þær 50 „þrennur" sem í orðalistanum eru fólgnar. Þetta á að geta verið skemmtileg dægradvöl bæði fyrir unga og aldna. Og ekki skemmir, að höfundurinn sendi til verðlauna 1000 krónu seðil. Um hann verður dregið, ef margir senda alrétta lausn eða honum skipt ef aðeins 2 eða 3 leysa vandann. Góða skemmtun. afl dapur greindur kjáni röskur Ritstj. stag aftra deigur gribba klárt sál starf amstra deyfð grund klögun sálga stefna andi dramb grúi kraftur skaði stífni arða drepa hanka krakki skamma strita athöfn drukkinn hefta kyn skari stúrinn aumur elska hindra kæpa skass stæll áfall far hlaupa lindi skin stælt áfelli fantur hnípinn lokinn skip svalla ákafur farga hnokki merki skokka tala ákæra fépúki hreifur molla skratti tíska ást fjandi hress móður slekti tjón ávíta fjöldi hret nappa slen trylltur band fleipra hroki nirfill slétta úrugur bauka tljóð hrotti nökkvi slúðra vargur bágur forn hrumur orka smána vesæll birta fól hugur óður smásál völlur bjáni fæða hygginn puða snakka þjóta blaðra gabba hæða púla snáði þrjóska blekkja gamall iðja rabba snuða þræla blíða gjóta íhlaup rakur snupra þrælka bruðla glaður karta raska sóa ætt búinn glampi kátur rati spakur ögn bylta gnoð kenndur róta spotta örvita dama góma kergja rækall sprund ötull NORÐURSLÓÐ - 15

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.