Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 11

Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 11
Séra Stefán Snævarr: BROT ÚR FERÐASÖGU Silfurbrúðkaup á Sjálandi Á sjötugsafmæli mínu, 22. mars 1984, var mér færð peningagjöf frá fólki í Svarfaðardalshreppi. Cjöfinni skyldi helst varið til utan- landsferðar fyrir okkur hjónin eða einhvers annars, ef af slíkri för gæti ekki orðið. Um þetta leyti vorum við að undirbúa búferlaflutninga svo að um utanlandsferð var ekki að ræða að sinni. Svo gerðist það á s.l. sumri að hleypt var heimdraganum og þá haldið til Danmerkur og má segja að hugur okkar hafi lengi staðið til þeirra ferðar. Miklu mun þó um það hafa ráðið að Stefanía dóttir okkar og Ingimar tengdasonur og börn þeirra voru búsett þar. Þau voru nýflutt þangað frá Osló. Við lögðum upp í í'erðina frá Keflavíkurvelli árla morguns hinn 23. júlí og lentum þar svo aftur síðari hluta dags 20. ág. Það má segja að þessi för hafi verið samfelt ævintýri frá upp- hafi til enda. Það yrði alltof langt mál, ef rifja ætti það allt upp hér, en einu atviki eða „Danagrund með grænan baðm“ Á flugvellinum í Kastrup tóku svo á móti okkur Stebba og Ingimar, en auk þeirra Ole og Marie og voru þar miklir fagn- aðar fundir. Sr. Stefán, Jóna, Marie og Oli Björn. einum þætti þessarardásamlegu ferða langar mig til að segja frá með nokkrum orðum. Trúlega minnast einhverjir þarna heima í Svarfaðardal þess, að meðan við stunduðum búskap á Völlum, höfðum við oft danska fjósamenn. Það má líka vera að einhverjir minnist þess að einn þessara dönsku manna hét og heitir Ole og ber ættarnefnið Björn. Hann var aðeins 16 ára, er hann kom til okkar. Hann er nú starfandi kennari og giftur konu sem heitir Marie og ber ættarnefn hans, svo sem venja er til. Hún er líka kennari og eiga þau tvö börn Lars, sem er skrifstofu- maður í Khöfn og Anne Mette, sem er í menntaskóla. Nú gerðist það á aðfangadegi s.l. jóla að síminn hringir sem oftar. Jóna tók símann og heyrir þá sagt á púra dönsku: God dag og glædeligjul - det er Ole. Hún tók undir með nokkurri varfærni, því að hún átti allt eins von á því að það væri annað- hvort sonur hennar eða bróðir að gera svo kallað símaat. En brátt kom í Ijós að þetta var hinn eini og sanni Ole. Hann hafði ákveðið erindi að flytja annað en jólaóskir, en það var það að bjóða okkur hjónunum í silfurbrúðkaup þeirra hjónanna. Ég hafði látið að því liggja í jólabréfi til þeirra hjóna að við myndum líklega koma til Danmerkur á sumri komandi og þá datt honum í hug hvort við gætum ekki stillt svo til að við yrðum á ferðinni um 9. ág., en þá skyldi hátíðin fram fara. Með tilliti til þess m.a. var Danmerkurförin ákveðin á þeim tíma, sem áður getur. Það hefði verið freistandi að segja frá þessu ferðalagi og öllu því, sem fyrir augun bar. En til þess gefst hvorki tóm eða tæki- færi að þessu sinni. En einum þætti ferðalagsins langarmigtil að segja ofur lítið nánar frá, en það er silfurbrúðkaupið, sem óhætt er að segja að hafi verið „oplevelse" eður lífsreynsla. Þau Ole og Marie voru gefin saman í hjónaband 6. ág. árið 1961. Þau búa nú í Kirke - Hyllinge, sem er ekki langt frá Hróarskeldu. Aðalveislan skyldi fram fara í samkomuhúsi sókn- arinnar laugardaginn 9. ág. Á aðfangakveldi brúðkaups- dagsins 6. ág., en brúðkaups- daginn bar upp á miðvikudag. söfnuðust vinir og starfsfélagar hjónanna saman við heimili þeirra á Höjdevej 6. Þar var tekið til hendinni og allt umhverfið fegrað og prýtt og máttu þau hjóninekkert fylgjast með því, ekki koma út. Frúin þurfti endilega að skreppa í búð, eins og oft gerist. Hún fékk allra náðarsamlegast að fara út um bakdyrnar með loforði um að kíkja ekkert á fram-hliðina eða trjágöngin, en þar hafði allt verið fagurlega skreytt með blómafléttum og öðru skrauti. Þá höfðu tréskór Mariu verið teknir og silfurbronsaðir og fagrar blómaskreytingar settar í þá og voru þeir fyrir dyrum úti að morgni ásamt plöttum með nöfnum þeirra hjóna og ár og dagatali. Þetta var allt mjög fagurlega unnið og setti mjög geðj^ekkan blæ á umhverfið. Árla morguns á brúðkaups- daginn (kl. 6.30) upphófst mikill söngur í garðinum hjá þeim hjónum, sem er bæði stór og fagur. Þar voru komnir vinir og vanda- og samstarfsmenn. Sungnir voru brúðkaupssálmar og ættjarðarlög. Að söng lokn- um komu allir inn hjá þeim hjónum og þágu kaffi og aðrar veitingar og var þarna mikill og góður fagnaður. Um 110 manns komu þarna inn. Það var mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna þennan tíma, því að vandafólk þeirra gisti þarna hjá þeim, bæði inni og úti í garði í tjöldum og kom sér þá vel hve veðrið var gott þennan tíma. Nú má segja að yrði nokkuð sljá á hátíðarhöldum og var þá tíminn vel notaður til undirbún- ings fyrir aðal hátíðina, en hún skyldi sem áður segir, haldin á laugardagfnn. Það var tekið á móti gestum með drykk. Drykkurinn heitir Kirr. Þetta var lystauki eða „aperitifu fyrir matinn. Þar heils- uðust menn og konur og herrunum voru afhent smekk- leg kort tvöföld með nöfnum þeirra útan á en nafn borð- dömunnar var innan í kortinu. Mín borðdama var Kirstín Rasmusen fyrv. samkennari Óla, en borðherra Jónu var Per Lassen en hann er skólastjóri við skóla þann, sem þau hjónin starfa við. Nöfn gestanna voru á litlum kortum, sem lágu á disk- unum og höfðu þau verið mjög smekklega skreytt með blómum vallarins. Samkomuhúsið sá um alla matreiðslu og þjónustu. Það var allt með miklum sóma og mjög aðlaðandi. Borðhaldið hófst með sam- eiginlegu ávarpi þeirra hjóna. Það var í samtalsformi og að nokkru í bundnu máli a.jn.k. endarím. Góður rómur var gerður að máli þeirra hjóna og var framsögn þeirra bæði látlaus og hugstæð. Borðin voru fagur- lega skreytt og setti það hug- næman blæ á samkomuna. Og þá hófst máltíðin. Fyrst var fram borinn soðinn lax með grænmeti og sósu og svo hvítvíni. Laxinn var fork- unnar góður, en enginn gat sagt mér til um uppruna hans eða heimkynni og taldi ég víst að hann myndi ættaður frá íslandi að minnsta kosti í föðurætt þótt um það væri ekki getið frekar en faðerni Thorvaldsen á listasafni hans. Áður en næsti réttur var fram borinn, gengu nokkrar yngis- meyjar í salinn og léku nokkur lög á flautur bæði brúðkaupslög og þjóðlög og voru þar nokkur lög úr „Fjárlögunum" og þvi gamlir kunningjar. í hópi þess- ara ungmeyja var Anne Mette dóttir þeirra Óla og Maríu. Þetta setti eitthvað notalegan og góðan svip á samkvæmið. Að loknum leik ungmeyjanna gengu þjónar í salinn með þrjú föt, sem þeir héldu hátt á lofti. Á þeim var ekki matur, en í þess stað upprúllaðar pappirsarkir límdar saman með selloteip og dönskum fána á límbandinu. Þarna voru skráð á ljóð, sem allir áttu að syngja. Ljóðið var frá bræðrum Óla, en þeir heita Mogens og Klás. Ég reyndi að raula með, en ég var ekki nógu hraðlæs á dönskuna, svo að ég söng bara úrum dúrum eins og annar góður Svarfdælingur (Snorri Sigfússon) við annað tækifæri, en þeir fóstbræður Þórarinn og hann sungu til lestrar, en lagið reyndist lengra en textinn og greip þá Snorri til þessa ráðs. Þá var komið að næsta rétti, en það var kálfa-„filt“ með „beikoni" og öðru tilheyrandi. Með þessu var borið fram rauð- vín og nú voru menn til í slaginn. Nokkrar ræður voru fluttar. Meðal ræðumanna var undirritaður og flutti ég mál mitt á þeirri prentsmiðjudönsku, sem mér var tiltæk. Borðdama mín sagðist hafa skilið allt, sem ég sagði, enda var hún mjög dönnuð og kurteis. Það var létt yfir öllu og mjög gaman. Fleiri ljóð voru sungin með mikilli þátttöku en misjafnri getu eins og gengur. Það er óhætt að segja að allir tóku vel til matar síns og nutu alls þess, sem fram var borið. Þegar hér var komið sögu upphófst skemmtiþáttur. Nokkrir gestanna höfðu gripið með sér símtól sín eða fengið önnur lánuð. Og nú hringdu þeir hver í annan og umtalsefnið var hið sama-silfurbrúðkaup þeirra Óla og Mariu. Þeir töluðu um þetta sín á milli hvort þeir ættu að fara og hvernig þetta myndi verða og var þá komið víða við. Þau urðu ölf sammála um að fara. Þessi þáttur vakti mikla gleði og kátínu. Að þessu loknu var „desertinn“ borinn fram. Það var heima- gerður ís. Þjónar báru hann fram á stórum bökkum. Nú voru öll Ijós slökkt nema kerta- ljósin á borðunum. Þegar þjón- arnir komu inn gaf á að líta. Bakkarnir voru skreyttir gerfi- ljósum, sem ég veit ekki hvernig voru búin til, en þau voru líkust stjörnublysum eða einhverju þess háttar. Með ísnum var borinn einhver drykkur, en það mun hafa verið sætt hvítvín. Ljós voru kveikt meðan menn borðuðu ísinn, sem var mjög góður. Þegar menn höfðu gjört ísnum þau skil, sem þeir gátu, báru þjónar enn fram bakka hátt á lofti. Á bökkunum voru upprúllaðar arkir skreyttar borðum. Á örkunum var ljóð, sem syngja átti í lokin, en ark- irnar voru vafðar utan um lítil kerti og fékk hver maður sína rúllu. Frh. bls. 22 Fyrstu helgina sem við vorum í Danmörku gistum við hjá þeim Óla og Maríu og þau sýndu okkur ákaflega margt m.a. Roskilde-dómkirkjuna og vorum við þar við messu. Það var mjög ánægjulegt. Við kom- Prófastshjónin tína jarðaber. um svo ekki aftur til þeirra fyrr en á veisludaginn. Síðari hluta dags á laugar- daginn ók lngimar okkur hjón- um á Höjdevej 6. Þar dvöld- umst við nokkra stund og heils- uðum vandamönnum þeirra hjóna..Fimmtíu og fimm gestum hafði verið boðið til fagnaðarins. Laust fyrir kl. 6.30 um kvöldið var haldið til samkomu- hússins, sem hafði verið fagur- lega skreytt og kom það þeim hjónum mjög á óvart. NORÐURSLÓÐ - II

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.