Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 16

Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 16
Andvirði skipsins nælt innan klæða Það þykir aJHaf forvitnilegt þegar af íslenskum málefnum birtast fréttir í erlendum blöðum. Við fáum endursagnir í tjölmiðlum þegar menn rekast á eitthvað þannig efni í pressunni úti í hinum stóra heimi. Á árunum 1958-1960 komu hingað til lands skip smíðuð í Austur- Þýskalandi, sem voru allmikil nýjung í íslenska flotanum. Öll höfðu þau viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem sett voru ýmis tæki um borð. Tvö þessara skipa komu til Dalvíkur Björgvin og Björgúlfur. Auk þess fóru nokkrir héðan frá Dalvík til að sækja eitt skipanna Margréti SI. Það hafði borist okkur til eyrna, að í blaðinu „Land og Folk“ í Kaupmannahöfn hafi birtst frásögn af komu skipsins þangað. Einn úr áhöfninni Ottó Jakobsson var svo minnugur að rnuna hvaða dag þetta birtist í blaðinu. Á ferð um Kaupmannahöfn í surnar kom fulltrúi Norðurslóðar við á ritstjórnarskrifstofu blaðsins, og með hjálp góðra manna þar fannst þetta eintak og fékkst Ijósmynd af efninu sem þar birtist. Við birtum Ijósritið hér mjög smækkað, en ef til vill geta menn lesið frásögn hins danska blaðamanns. Helgi Jakobsson var skipstjóri á Margréti í þessari ferð og auk hans og Ottós voru Rúnar Þorleifs- son og Stefán Arnþórsson á skipinu. Við fengum þá Ottó, Helga og Rúnar af þessu tilefni til að rilja upp ýmislegt í kringum þessa ferð sem senn eru liðin 28 ár síðan farin var. Stefán var á sjó þegar spjallið fór fram og var því fjarri skemmtilegri upprifjun. Fyrst voru þeir spurðir hvort þeir myndu eftir þegar blaðamenn- irnir voru þarna um borð? Jú þeir mundu vel ef'tir því. Helgi sagði, að þeir Fúsi Frið- jóns (Vigfús Friðjónsson frá Siglufirði var útgerðarmaður skipsins) hefðu boðið þeim inn í skipstjórnakáetuna og gefið þeim rússnesk styrjuhrogn og kampavín og veittu vel. Þeir fóru nátturulega um skipið og spurðu margs og mynduðu. komu þar töluðu þeir frítt sín í milli og voru ansi grófir í tali, í þeirri sælu trú að Danirnir skildu ekki orð í íslensku. Við næsta borð voru tvær stelpur, sem flissuðu æ hærra því grófari sem þeir voru. Kom þá í Ijós að þær voru færeyskar og höfðu verið á vertíð á Islandi og skildu vel íslensku. Eftir að þetta kom í F.v. Rúnar, Ottó, Helgi. Upphaflega fór Helgi ásamt fleirum til Þýskalands að ná í skipið en þeir Ottó, Rúnar og Stefán flugu til Kaupmanna- hafnar til móts við skipið. Skipinu seinkaði, svo bið þeirra félaga í Köben varð þrjár vikur í stað þessað þeirgengju beint um borð eins og áætlað var. Þeir voru eitthvað misveraldar vanir. Ottó 17 ára í sinni fyrstu utanlandsferð, en Rúnar hafði stuttu áður komið til Kaup- mannahafnar á leið sinni á heimsmót æskunnar í Moskvu. Allt bjargaðist þetta vel meðan beðið var. Daglega fóru þeir niðrað höfn til að athuga hvort skipið væri komið, en án árangurs í þrjár vikur eins og áður er komið fram. Þeir höfðu vegna þessa takmarkaða pen- inga með sér að heiman, eða 800 kr danskar, sem endast urðu biðtímann. Þeir bjuggu á Hótel Axelburg og fengu góðan morgunmat, sem undir lokin var látinn nægja fyrir daginn. Aldrei urðu blankheitin alvar- legt vandamál. Þeir sögðu, að síðustu krónur Stefáns Arnþórs- sonar hefðu farið í að láta tattóvera á sig íslenska fánann og skipsnafnið Margrét. Margar góðar sögur voru rifjaðar upp af heimsóknum í Nýhöfnina, Ekki er hægt að endursegja þær allar hér, en óhætt er að fullyrða að þeim varð tíðrætt um búllu sem hét og reyndar heitir enn Nyhavn 17. Þar var oft margt um mann- inn. Einhverju sinni þegar þeir 16 NORÐURSLÓÐ Ijós gerðust þeir að sjálfsögðu yfirmáta kurteisir í tali. Einn morguninn kom í ljós að Stefán hafði týnt frakkanum sínum. Hann hafði kvöldiðáður litið við á ýmsum stöðum í Nýhöfninni og í nágrenni. Nú voru góð ráð dýr. Kuldi og peningaleysi og Stefán bara á jakkanum. Seinna um daginn JMJ merkið stóð fyrir sínu var gerður út leiðangur til að finna frakkánn. Eftir að hafa rannsakað hverfið komu þeir að krá þar sem Stefán var viss um að hafa verið kvöldið áður. Þeir fara inn, en í fatahenginu eða annarsstaðar fannst enginn frakki. Þeirákváðu þóaðsetjast niður og fá sér öl. Ekki höfðu þeir setið lengi þegar inn kemur maður í frakka sem þeim sýndist vera Stefáns. Þeir rjúka til og klæða manninn úr frakk- anum. Manngreyið streittist á móti þanngað til þeir gátu sýnt fram á JMJ framleiðslumerkið á frakkanum. Daninn gat ekki með góðu móti haldið því fram að hann skipti viðJMJ búðinaá Akureyri. Fyrir einskæra tilvilj- un endurheimti Stefán því frakk- ann góða. Þegar skipið var loks komið til Köben þurfti aftur að fara til Austur-Þýskalands vegna galla sem höfðu komið í ljós. Skipið var þar tekið í slipp. Þeir sem höfðu komið um borð í Köben höfðu enga áritun til Austur- Þýskalands í vegabréfum sínum. Engin vandræði hlutust þó af því. Það eru örugglega ekki margir sem komist hafa þangað og aftur burt á þessum tíma án formlegs leyfis þarlendra stjórn- valda. Þeir sögðu að lítið hefði verið af skemmtistöðum þarna. Þó hefði verið krá í Ráðhúskjallar- anum, sem útaf fyrir sig hefði verið ágæt. Helgi gat þó rifjað upp eina góðu sögu. Hann hafði fyrir tilviljun komist inn á kjöt- kveðjuhátíð á hótelinu sem þeir bjuggu á. Þar var líka Mr. Smith eftirlitsmaður frá Mannheim vélaverksmiðjunum í Vestur-Þýskalandi, sem einmitt var að vinna í Margréti. Helgi Með borðdúkana á hausnum sagðist eitthvað hafa látið orð falla um Mannheimvélar, sem Mr. Smith þoldi illa. „Helvítið ætlaði að slá mig“ sagði Helgi. „Ég greip í bringuna á’onum og setti fótinn aftur fyrir hann og tók’ann á hælkrók. Sendan svo alveg inn í horn, tuttugu metra svif. Það varð bara röst, öll borðin og borðdúkarnir á hausnum á honum. Helvítið hafnaði inn í horni en kom aftur og þá sendi ég hann sömu leið. Þá fór djöfull fram í anddyr og braut stærðarinnar spegil sem náði alveg upp í loft. Þetta var alveg frægt. Austur-Þjóðverj- arnir dýrkuðu mig fyrir að afgreiða hann, því þeim varsvo illa við hann.“ Haldið var heim á leið eftir rúmlega viku stopp. Á heim- leiðinni hrepptu þeir hið versta veður alla leið til íslands. Það var einmitt í því veðri sem Hermóður fórst við Reykjanes og Júlí við Nýfundnaland. Frh. bls. 20 Austur-Þjóðverjar dýrkuðu hann. Bræðslumennirnir rína í danska blaðið. DET BEDSTE FRA14 LANDE í EN MODERNE FISKEKUTTER Islandsk nybygning blevet til efter et noje studium af forskellige landes tekniske frembringelser Forleden ankrede en nybyg- get fiskekutter »Margaret« op i Redhavnen i Kpbcnhavn. Den var pá 270 tons og alene stprrelsesmæssigt noget ud over det, vi er kendt med, nár talen er om fiskekuttere. Nok sá interessant var dct dog, at skibet i udstyr og ind- retning var helt ud over det sædvanlige, idet skibet reelt var et produkt af mange lan- des tekniske snilde. Danmark levercr bl. a. automatstyring Ved et bes0g om bord íortaltc den islandske reder, Vigfus Fridjons- son, Sildefjord, at der var tale om en nybygning i en serie pá 14 kut- tcre, der alle skal bygges pá Volks- werft i Stralsund i den Tyske de- mokratiske Kepublik. Fpr ordren blev afgivet, havde en kreds af islandske redere íore- taget en grundig underspgelse af kutterbyggeri overalt i verden. De indhdstede erfaringer blev samar- bejdet, og rosultatet blev, at de enkelte dele af udstyret blev ind- kpbt i 14 forskellige lande. Mcd en vis stolthed fastslog Fridjonsson, at kuttercn ved dennc frcmgangs- máde er blevct det yppcrste af, hvad dcr i dag kan præsteres no- getsteds i vcrden. Om bord er Danmark repræsen- teret med telcgraf- og radioudstyr, automatstyring og kpkkeninventar. Det var i 0vrigt installeringen af dcn danske automatstyring, der var anledning til bes0get i Red- havnen. Den danske leverandpr skulle afkontrollere og indstille anordningen og foretage kompas- indstilling. Hele Skandinavicn cr repræsentercf om bord Ogsá de andre skandinaviske lande har haft leverancer til kut- tcrbygningen. Norge har levcret ekkolod og hydrauliske spil, Sve- rige stár for fiberbeklædningen i mandskabsrummene, Finland har leveret master, og Island har selv bidragct med udrustningen i lukaferne. Radarudstyr* t ér kpbt i Eng- land, mcns Vesttvskland har le- veret den Ö00 hk Mannhcim ho- vcdmotor. Forudcn bygningcn pá Stralsund-værftet har dcn Tyskc dcmokratiske Republik leveret for- skellige hjælpemotorer. Sovjet- unionen har leveret skibspladcrne, og de elcktriske motorer til spil- lene er kobt i USA. Skibcts kölc- maskiner, der b!. a. skal sikrc cn konstant tempcratur i lastrumme- ne pá 0 grader, er kommet fra Hol- land, mens lastrummencs rustfji stalpiader er leveret fra Frankrig. Endelig har Polen og Tjekkoslo- vakiet bidraget med henholdsvis telefonudstyr og stálkablcr til sty- ringen. Skibet, der koster ca. 3 mill. kr., er indrettet sáledes, at der or plads til en 21 mands besætning, nár der er tale om langture, hvor fisken g0res i stand og nedsaltes, mens kutteren er pá havct. chris Dcn ishmdskc fiskckutter >•Margaret« pd pravesejlads i Oresund. Nór kuttcrcn er pá langtur, kan inan om bord fabrikere levertrun. I beholdcrcn pá dækket fyldcs fisl.tr- leveren, op vcd hjœip af damp prcsscs den ind i sarlige ovnc, hvor dct færdige vrodukt frcmstil’cs

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.