Norðurslóð - 16.12.1986, Síða 5
LÚLLI OG
LEIÐARHNOÐAÐ
Þórarinn Eldjáirn - Teikningar gerði Sigrún Eldjárn
Lúlli l'rændi kom til okkar aö
norðan sem unglingur og fékk
að búa hjá okkur meðan hann
væri að ljúka námi við Iðnskól-
ann. Hann átti að verða smiður,
hvaðan svo sem sú hugmynd var
nú upphallega komin, klaufsk-
ari manni hef ég aldrei kynnst.
Ætli þau Sveinn og Rósa hafi
ekki hugsað sér að hann tæki
við búinu og þá kæmi sér alltaf
vel að geta tekið til hendi við
smíðar. Það má svo sem vel
vera, en ég man að pabbi sagði
það strax, að honum þætti
fara í okkar bakarí, sagði pabbi,
það verður leiðinlegt að fá ekki
lengur þetta góða heilhveiti
brauð.
- Til hvers þarf bóndi að geta
bakað? spurði afi. Hvað held-
urðu að pabbi þinn segi?
Veslings Svenni og Rósa,
sagði mamma, þau eiga eftir að
hengja bakara fyrir smið.
En Lúlli frændi heyrði ekki til
þeirra. Hann var kominn upp í
og búinn að kveikja á útvarpinu.
Hann átti að mæta í bakaríinu
klukkan 5 næsta morgun.
Þetta kvöld lagðist Lúlli ekki
upp í rúm strax eftir kvöldmat
eins og venjulega. Hann fór í sín
bestu föt og sagðist þurfa að
fara og hitta mann.
Þegar ég kom á fætur morg-
uninn eftir ríkti mikil gleði í
fjölskyldunni. Lúlli hafði komið
heim um kvöldið með leiðar-
hnoða. Hann var staðráðinn í
að hefja nám í múrverki og
kominn á samning hjá ágætum
meistara. Þetta hafði hann gert
heyrinkunnugt, en síðan hafði
hann tekið útvarpið úr sam-
íslenskur landbúnaður eiga við
alveg nóga erfiðleika að etja án
þess að þetta þyrfti að bætast
við.
Lúlli byrjaði í skólanum og
komst á samning hjá meistara
sem pabbi þekkti. Fljótlega
kom í ljós hver var raunverulega
ástæðan fyrir því að Lúlli var
sendur að norðan. Hann reynd-
ist vera eitthvert latasta kvikindi
sem lífsanda dró á þessari jörð,
ónothælur sem ókeypis vinnu-
kraftur og því lítils virði fyrir
foreldra sína.
Enginn mannlegur mátturgat
fengið hann fram úr rúminu á
morgnana. Dugðu þar hvorki
fortölur né hótanir. Ogekki nóg
með það, það var yfirleitt engin
leið að fá hann til að sinna einu
eða neinu. Eina raunverulega
áhugamál hans var að liggja
uppi á dívan og hlusta á
kanaútvarpið í von um að fá að
heyra Fats Domino syngja
Blueberry Hill. LúHi dáði Fats
meira en aðra menn og stóðst
ekki reiðari en þegar pabbi
þýddi nafnið hans og kallaði
hann Hemma feita. Pabbi var
með þýðingadellu, Cliff Richard
hét Pétur Ríkharðsson, John F.
Kennedy hét Jón Kenjadýr og
Spike Jones Broddi Jóhannes-
son.
Það leið því ekki á löngu þar
til smíðameistarinn sá sig til
neyddan að leysa Lúlla frá
störfum. Lúlli leit hinsvegarsvo
á að hann hefði sjálfur sagt upp,
enda búinn að sjá í gegnum
þessa ómerkilegu iðngrein. Hann
sagðist langa til að verða bakari
og tilkynnti einn daginn að
hann væri búinn að skipta um
grein í skólanum og kominn á
samning hjá bakaranum á horn-
inu.
- Þurftirðu nú endilega að
. . . og hlusta á kanaútvarpið.
Klukkan var orðin hálftíu
þegar mömmu tókst loks að
vekja hann. En hún hefði alveg
getað sleppt því, bakaraferli
Lúlla var lokið.
Næst tók nann stefnu á
rafvirkjun, þá hárskurð, síðan
skósmíðar, pípulagnir og málara-
iðn.
Loks var haldinn fundur í
fjölskyldunni. Fyrr um daginn
hafði Lúlli lagt frásérpensilinn í
síðasta sinn og farið á bíó. Þegar
hann kom heim beið hans
úrskurðurinn: Ef hann fyndi sér
ekki grein sem hann gæti tollað í
yrði hann sendur aftur norður.
bandi, gengið til náða og sofnað
strax. Hann lét hnoðað liggja á
gólfinu við rúmið sitt og hélt í
spottann meðan hann sval.
Snemma um morguninn hafði
svo hnoðað togað hann fram úr
og rakleitt til meistarans í vinnu.
Meistarinn hafði hringt í kaffi-
tímanum til að láta í ljós ánægju
sína með dugnað og kapp Lúlla.
Honum virtist ekki falla verk úr
hendi.
Lúlli varð allur annar maður
eftir að hann fékk hnoðað,
einbeittur og markviss. Múr-
verkið átti hug hans allan, en
Fats hvarf úr lífi hans. Hann
mætti samviskusamlega alstaðar
þar sem ætlast var til af honum.
Allir dáðust að einbeitni unga
mannsins þegar hann rauk til
vinnu sinnar morgun hvern á
efti hnoðanu.
Á sunnudagsmorgnum dró
hnoðað hann ,til kirkju. Lúlli
átti það líka til að fara í fótbolta
við okkur strákana og hafði þá
hnoðað fyrir bolta. Mikið var ég
stoltur áf því að eiga þennan
stóra frænda. Strákarnir göptu
af undrun og dáðu Lúlla
takmarkalaust þegar hann sólaði
þá upp úr skónum og rakti
hnoðað út um víðan völl eins og
það væri límt við tærnar á
honum. Og alltaf tókst hónum
að skora, hvernig sem Nonni
endasentist og skutlaði sér í
markinu.
Þannig leið tíminn. Námið
gekk vel hjá Lúlla. Hann
múraði og múraði. í tómstund-
um hans leiddi hnoðað hann
gegnum vel skipulagða og þaul-
hugsaða menningar- og félags-
lífsdagskrá. Oft fékk ég að
fylgjast með þeirn. Ég kynntist
þarna á unga aldri ýmsu upp-
byggilegu og þroskavænlegu
starfi sem ég hef búið að síðan,
þökk sé hnoðanu.
Dag einn bar hnoðað okkur á
fund í stóru húsi í nýlegu hverfi.
Við eltum það inn um dyrnar og
komum strax inn á breiðan
gang. Lyfta stóð opin og stefndi
hnoðað rakleitt inn í hana. Við
ætluðum að fylgja á eftir, en
maður sem fyrir var í lyftunni
stöðvaði okkur og sagði að ekki
mættu fara of margir í lyftuna.
Þetta var auðvitað fáránlegt,
maðurinn var tágrannur og á
skiltinu stóð greinilega að lyftan
væri gerð fyrir sjö manns, ég
gáði sérstaklega að því á eftir.
En við þetta kom hik á okkur og
áður en við vissum af lokuðust
Iyftudyrnar báðumegin frá og
klipptu á þráðinn. Lúlli stóð
eftir eins og þrumu lostinn með
lítinn spotta í hendi, en lyftan
var rokin af stað í hæðir með
hnoðað og mjóa manninn. Lúlli
virtist eins og áttavilltur. en tók
þó loks á rás upp tröppumar og
bað mig að bíða niðri og reyna
að góma hnoðað ef lyftan kæmi
niður með það aftur.
Ég beið og beið. Lengi vel
heyrði ég fótatak Lúlla í stigan-
um, hann hljóp upp og niður
tröppur, ég heyrði hann kalla og
banka, en smám saman dofn-
uðu þó hljóðin, ég vissi að hann
hlaut að vera kominn mjög hátt.
Ég beið langt fram á kvöld,
ekki kom Lúlli og ekki kom
lyftan. Á endanum kom þó
lyftan og opnaðist. Út úr henni
stigu tvær gamlar konur með
regnhlífar. Hnoðaðsáéghvergi.
Þá fór ég heim.
Lúlli sást aldrei eftir þetta.
Pabbi hafði oft orð á því hvað
það hefði verið leiðinlegt að
hann skyldi ekki hafa getað
lokið múrverkinu, og afi talaði
um hvað það væri óréttlátt að
hann skyldi hafa týnst þegar
hann virtist loksins vera búinn
að finna sjálfan sig.
í mörg ár eftir þetta stóð mér
stuggur af þessu stóra húsi, mér
var ekki vel við að vera mikið á
ferli í nágrenninu.
í fyrra átti ég erindi í þetta
hús, mér hafði verið falið að
taka viðtal við gamla konu á
fjórðu hæð. Ég var næstum
búinn að gleyma þessum atburð-
um. Það var því ekki furða þó mér
brygði illilega þegar ég stóð þama
og var að leita að nafni gömlu
konunnar á dyrasímanum. Við
einn hnappinn stóð skrifað
skýrum stöfum: 13. hæð t.v.
Lúðvík Sveinsson, múrari.
rauk til vinnu sinnar hvern morgun á eftir hnoðanu.
NORÐURSLÓÐ - 5