Norðurslóð - 16.12.1986, Blaðsíða 7
Svarfdælsk byggð á 19. öld I
STÓLSJARÐIR
Arni Daníel Júlíusson
Árni Daníel Júlíusson frá Syðra-Garðshorni leggur stund á sagn-
fræði við Háskóla íslands og stefnir á að Ijúka BA-prófi á næsta ári.
í ritgerð, sem hann hefur samið fyrir Norðurslóð, lýsir hann ítökum
Hólastóls áður fyrr hér í Svarfaðardal en þau voru mjög mikil eins
og í Ijós kemur við lesturinn.
Seinni hluti ritgerðarinnar, sem kemur í næsta blaði, fjallar hins-
vegar um nýbýli í sveitinni á síðustu öld og er þetta efni allt
áhugaverð lesning fyrir þá mörgu, sem hafa áhuga á svarfdælskri
sögu.
Ritstj.
Inngangur
Heljardalsheiði var áður þjóð-
leið úr Svarfaðardal yfir í
Skagafjörð. Þetta er flestum
kunnugt í Svarfaðardal, en ekki
breytingar voru í nánd hér á
landi um aldamótin 1800 var
endalok biskupsstólanna. Um
rúmlega 700 ára skeið höfðu
Skálholt og Hólar verið mið-
inni gegn 4% vöxtum á ári. Ef
kaupandi var ekki ábúandi
þurfti hann að greiða þriðjung
verðsins að 3 árum liðnum.
í Svarfaðardal voru alls 80
býli um aldamótin 1800, þar af
10 hjáleigur. Löngum harðinda-
kafla var þá nýlokið, og býlin
færri en oftast var. Hólastóll átti
18 jarðir í Svarfaðardal, tæp-
lega fjórðung jarða í dalnum.
Allar, nema ein, voru lögbýli,
þessi eina hjáleiga var Klaufa-
brekknakot.
Jarðirna'r dreifðust ekki jafnt
um dalinn. Eins og búast mátti
við átti biskupsstóllinn flestar
Hólar í Hjaltadal.
er víst að menn hafi leitt hugann
að því hversu skammt er til
Hóla úr dalnum. Þegar komið
er niður í Kolbeinsdal af Heljar-
dalsheiði er örskammt til biskups-
setursins fyrrverandi.
Stórbýli eru fá í Svarfaðardal,
og varla stærri en vænar meðal-
jarðir í góðsveitum landsins.
Höfðin&jar landsins hafa líka
lengstum búið annarsstaðar en í
Svarfaðardal, þótt undantekn-
ingar séu þar á, eins og þegar
Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri
sat á Urðum um miðja 14. öld
og niðjar hans eftir það.* Þrátt
fyrir það má álíta að nálægð
Hóla hafi haft þarna áhrif.
Biskupsstóllin hefur borið ægis-
hjálm yfir byggðirnar í kring,
þar á meðal Svarfaðardal.
Návist Hóla hafði einnig
annarskonar áhrif í Svarfaðar-
dal. Biskupsstóllinn átti þar
margar jarðir, allt þar til hann
var lagður niður og eignir hans
seldar árið 1802. Sú sala var
fyrirboði viðtækra breytinga á
samfélagi, sem lengi hafði verið
kyrrstætt.
í túnjaðri margra jarða í
Svarfaðardal eru merki um
gömul eyðibýli, eðajafnvel ekki
svo gömul. Þau eru til vitnis um
hið forna þéttbýli í Svarfaðar-
dal. Fólki fjölgaði mjög á 19.
öld, og þá spruttu víða upp kot-
býli, sem ekki urðu alltaf langlíf.
Framanverður Skíðadalur er nú
í eyði. Þar var byggð langt fram
á þessa öld, en hvenær byggðist
hann? Var byggðin þar skamm-
líf heiðabyggð, eins og víða varð
til í Þingeyjarsýslu á 19. öld?
Þetta allt verður athugað í
þessari grein um byggðaþróun.
* Talið er að orðtakið um „setinn
svarl'aðardal" sé Irá þessum tíma, er
Þorsteinn sat á Urðum.
Frægðarsól hnígur til
viðar
Eitt skýrasta merki þess að
stöðvar kristni í landinu. Þangað
safnaðist óhemju auður, ogauði
fylgir vald. Biskupsstólarnir voru
helstu valdamiðstöðvar þjóðar-
innar mestallann þennan tíma.
Þegar stólarnir voru lagðir
niður voru jarðir þeirra seldar.
Hólastóll átti 334 jarðir árið
1802. Þar af voru 175 í Skaga-
firði, raunar helmingur allra
jarða í því héraði. í Húnavatns-
sýslu átti stóllinn 40 jarðir, í
Suður-Þingeyjarsýslu 31 og 20 í
Norður-Þingeyjarsýslu. í Eyja-
ftrði voru jarðir hans 68. Hlut-
fall stólseigna í þessum sýslum
var mun lægra en í Skagafirði,
en þó skar eitt svæði sig úr. Það
var utanverð Eyjaijaðrarsýsla,
Svarfaðardalshreppur, Ólafs-
fjörður og Siglufjörður. Þar átti
Hólastóll margar jarðir, t.d.
nær allar jarðir í Siglufirði og
fjórðung í Svarfaðardal.
Andvirði af sölu jarðanna
mun hafa runnið til skólamála í
Reykjavík, og að engu nýst í
Norðlendingafjórðungi. Byggða-
stefna var þá ekki orðin eins
öflug og stundum síðar. Þó
börðust tveir nefndarmannanna
sem sáu um söluna fyrir því að
endvirðinu yrði varið til að setja
á stofn skóla á Norðurlandi.
Það hlaut ekki hljómgrunn í
Kaupmannahöfn.
Stjórnvöldum í borginni við
Sundið var þó ekki alls varnað,
síður en svo. Skilmálum við
sölu jarðanna var þannig háttað,
að ábúendum var gert mjög
auðvelt að eignast þær. Árið
1785 höfðu Skálholtsjarðir allar
verið seldar, og þótti stjórn-
völdum sem jarðirnar hefðu
safnast mjög á fáar hendur.
Þegar Hólajarðir voru boðnar
upp var lögð áhersla á að koma í
veg fyrir þetta. Ábúendurþurftu
aðeins að greiða sjöttungjarðar-
verðsins að 3 árum liðnum, og
annan sjötta hluta eftir 3 ár í
viðbót. Áfgangurinn stóð íjörð-
jarðir í Fram-Svarfaðardal.
Þaðan var styst og kostnaðar-
minnst að flytja afurðirnar af
jörðunum yfir Heljardalsheiði.
Líklega hafa Svarfdælingar lagt
allnokkuð til smjörfjalls þess
hins mikla, sem Jón Arason átti
á sínum tíma á Hólum. Það var
mörg tonn, og sýnir að smjör-
fjöll eru ekki nútímauppfinning,
þótt líklega hafi biskupinn átt
auðveldara með að losna við sitt
fjall en afurðasölur bænda nú á
tímum. Alls voru 8jarðir í eigu
Hóla framan við Hreiðarsstaði
af um 20.
Af þessum 18 jörðum sem
boðnar voru upp haustið 1802 í
Svarfaðardal komust 17 ísjálfs-
ábúð. 14 bændur keyptu ábúðar-
jarðir sínar, og 3 aðrir, sem ekki
áttu jörð fyrir, keyptu jörð tilað
setjast þar að. Fyrir voru í
dalnum aðeins 7 jarðir í sjálfs-
ábúð. Dýrasta jörðin var Dæli.
40 hundraða jörð að fornu mati,
sem kostaði 307 ríkisdali. Þverá,
Hóll á Upsaströnd og Hof, allt
40 hundraða jarðir fóru á 250-
300 ríkisdali. Ódýrust var Brim-
nes á Upsaströnd, sem kostaði
aðeins 81 ríkisdal. Meðalverð
þessara 18 jarða var 166 rd., en
alls kostuðu þær 2984 rd. Á
meðfylgjandi korti má sjá hverjar
þær voru, þær eru merktar með
hring.
Kaupandi meðaljarðar þurfti
því að borga rúmlega 27 rd. af
jörðinni innan þriggja ára, og
aðra 27 eftir 3 ár þaðanífrá. A
þessum árum var töluverð verð-
bólga, sem ætla má að hafi
auðveldað mönnum greiðslur.
„Utan brædd í mykju“
Aldrei fór þó svo að auðmenn
dalsins kræktu sér ekki í nokkra
jarðarskika. Jón Sigurðsson hét
maður (d. 1846) sem bjó á
Böggvisstöðum og var kallaður
hinn ríki. Hann átti enda upp
undir 40 jarðir um allt Norður-
land. Jón ríki hófst af útgerð og
var talinn einn ríkasti maður á
Norðurlandi á sinni tíð. Hann
fékk á sig orð fyrir nísku, neitaði
meðal annars sjálfu þjóðskáld-
inu Jónasi Hallgrímssyni um
fjárstuðning. Bújörð Jóns,
Böggvisstaðir, var konungsjörð
og búskapur þar þótti ekki með
miklum myndarbrag. Hús voru
þar þétt að ufcan með mykju
þegar norðangarrinn var kaldur,
og því varð til þessi vísa:
Kóngsjörðinni fer nú fram,
fagra ber hún slikju:
innra prýdd með ormadamm
utan brædd í mykju.
Ormadammur þýðir gull.
Raunar var algengt á fyrri
tímum að þétta húsin -með
mykju, en mönnúm hefur þótt
að auðmaðurinn ætti að hafa
einhver önnur ráð. Þessi heiðurs-
maður keypti 2Vi jörð af bænd-
um, sem nýbúnir voru að
eignast ábúðaijarðir sínar. Sama
leikinn lék annar Jón Sigurðs-
son, hreppsstjóri á Urðum, sem
keypti 2 jarðir. Var ekki grun-
laust um að nafnarnir hefðu
notað ábúendur sem leppa til að
komast yfir jarðirnar. Niður-
staðan varð því sú að 12 eða 13
af jörðum Hólastóls héldust í
sjálfsábúð til frambúðar, og
mynduðu þannig kjarnann í
vaxandi sjálfseign bænda í
Svarfaðardal. Auðmönnunum
tókst ekki að krækja í nema lítið
af jörðunum, en ekki bróður-
partinn eins og kollegum þeirra
fyrir sunnan.
Það var síðan ekki fyrr en
eftir aldamótin 1900, að farið
var að selja svokallaðar þjóð-
jarðir, áður konungsjarðir. Þessar
jarðir hafði konungur flestar
eignast, eða gert upptækar við
Arni D. Júlíusson.
siðaskiptin 1550. Þær höfðu þá
margar verið í eigu klaustra.
Þegar landsmenn fengu fjár-
málavaldið í hendur fengu þeir
konungsjarðirnar með, og köll-
uðust þær þjóðjarðir þaðan í
frá. Um og upp úr aldamótun-
um síðustu var farið að selja
þær, m.a. í Svarfaðardal. Til
dæmis voru seldar 12 jarðir í
Svarfaðardal 1911, dýrastar
Grund og Syðra-Garðshorn, en
ódýrust Skeggstaðir. Syðra-
Garðshom kostaði 2700 krónur,
sem láta mun nærri að sé hálf
milljón króna á núvirði.
Þjóðjarðir voru mun fleiri en
stólsjarðirnar, og skiptu miklu
meira máli fyrir aukna sjálfs-
ábúð bænda um landið. Á viss-
um svæðum norðanlands skipti
stólsjarðasalan samt miklu máli.
í Skagafirði jókst sjálfsábúð
mjög, af um 170jörðum stólsins
þar komust 100 í eigu ábúenda.
Óvíst er þó til hve mikillar
frambúðar það var. Á Siglufirði
og Ólafsfirði átti stóllinn einnig
margar jarðir. Þar komust
kaupmenn yfir töluverðar eignir,
og aðeins rúmlega helmingur
jarða komst í sjálfsábúð.
Annarsstaðar á Norðurlandi, í
inn-Eyjafirði, Þingeyjarsýslu og
Húnavatnssýslu skipti salan
minna máli.
Þessi saga sýnir að Svarfaðar-
dalur hefur í ýmsu líkst Skaga-
firði fremur en Eyjafirði. Fjöldi
stólsjarða í dalnum er eitt
skýrasta dæmið þar um, en
einnig má nefna að viðskipti
voru töluverð milli héraðanna,
og Skagfirðingar sóttu sér oft
konuefni í Svarfaðardal, sem og
Svarfdælingar í Skagafjörð. Hin
sterku tengsl við Akureyri koma
ekki til fyrr en á þessari öld.
bygq A «11« 19. öld
J eigu Hblaetól* tiJ
byggA •inuoqif hlutl
1002
«# 19. <31 d
KUÍ
EFSTAMir a - MH.’kdT
+^>\*L.f.klARPA .U
/JvHAAr.EKfll
BKIMNES V
BtKX.VIStTADIK
nnr/'.vissTAnAr.FRm \
HKAI'NSST AIJIR
HRAKNSSTADAkOT-O,
HALI.UJRSi.EKlJl^Al
VIRA IIOI.T
STDRA HOI.
HEI.OAFF.I.
INf.VARIR
TJARNARKOT
Cl'LLBKINC.A
TjARNARCARDSHORNATinRN'v/ \^SAKKA
IARDBRI' >NSX+ ^ m 0l•WHRTCGDIl
• iardbrdarcfrdin^b vellir^'^'UPPSALAI‘or
BREXkCVOT * ^
Hfr«f»n*Ld til noriur*
MFXAR
VALDAI.ÆVJARKOT —■'
(IRFKVA --
Bl.AKKSCF.RÐI r,RllNP ■
TTRA CARDSHORN^I
STORA CARDSHORN -■
BAWACEKDI —X
BAKKI
BAKKAKOT
STEINDYI
ÞVFRA
IIRFIOARS- — / Y ~ I fRA IIVARF
STADAKOT y' KRFIDARSSTADIR
L'RDIR w SKROFI.USTADIR
'U.'-
jT ■l'ÞPSAl.lR
caRdakot
’ BRAUTARHÓI.L
XsKRIDA
® HOF
■ HOFSA
ISKFGGST ADIR
HOFSARKOT
SKRIDUKOT
J
k()I I.ITI.AKOT
'40/,
TTRI-MASSTADIR
SYDHI MASSTADIK
SVEINSSTADI
16 stóljarðir árið 1802.
STDRA HVARF
HJAI.TASTADIR
mJ)X STDRI-S-CLA
KLÆNCSHOIL
BLÆNGSHOLSKOT
■ CLJUFRARKOT
NORÐURSLÓÐ - 7