Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 9

Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 9
Köld gisting í Hrólfskeri Eftir Kristján Sigurjónsson í Brautarhóli Frásögn sú, sem hér er skráð, hefur áður birst á prenti. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1940, en að aukihefurhún verið tekin upp í safnritið Brim og boðar, útgefið 1949. Kristján Sigurjónsson frá Gröf, síðar bóndi í Brautarhóli, var elstur systkina sinna og tók kornungur að stunda sjó frá Sandinum til að draga björg í bú foreldra sinna og systkina. Þegar hann var kominn undir sjötugt var dóttir hans Filippía eitt sinn heima gestkomandi og skrifaði hún þá þessa frásögn eftir föður sínum. Það er ekki óhollt fyrir þá sem eru ungir í dag að fá að heyra, hvað menn lögðu á sig áður fyrr til að nálgast matbjörgina, sem oftast var af skornum skammti og aldrei fremur en snemma vors eftir langan ísavetur. Ritstj. Það var í lok ísáranna, kring- um 1890, þann 12. apríl, að við 7 að tölu lögðum af stað frá Dalvík til Kaldbaks við Húsa- vík, til þess að sækja höfrpng, er mikið hafði rekið af á land undan hafís. Sigurjón Jóhanns- son á Laxamýri átti höfrunginn og seldi hann í allar áttir með góðu verði. Við fengum lánaðan sexróinn árabát á Dalvík og lögðum af stað snemma um morguninn. Lágu þá á víkinni þrjú hákarlaskip, búin til brott- siglingar, og var eitt þeirra Kristján, er fórst fáum árum síðar með allri áhöfn. Skip- stjórinn á Kristjáni, Sigurður Halldórsson, fleygði til okkar vaðarhaldi, er hann sagði að gæti komið okkur vel, og kom það líka á daginn. Veður var gott um morguninn, er við lögðum af stað, logn og sólskin, og hélst það fram eftir deginum, á meðan við sigldum út og austur fyrir land, allt til Flateyjardals; úr því fór að koma sunnankaldi og tafði það okkur mikið, en þó héldum við áfram, þar sem formaðurinn Sigmundur Baldvinsson var kunnugur á þeim slóðum; hafði hann stundað þarselveiðar^ður fyrr. Þó fór svo, er dimma tók, að litla farið okkar tók að riðla á skerjum og þótti okkur því ráðlegast að fara í land. Fórum við þá heim að bæ þeim, er heitir að Naustavík. Fengum við þar bestu viðtökur, hvíldum okkur vel og sváfum þar til birta tók af degi. Lögðum við þá af stað aftur og fengum gott veður og komum að Kaldbaksfjöru snemma sama dags, eða 13. apríl. Það tók 2-3 tíma að afgreiða okkur, svo mikil var ösin um höfrunginn. Þennan sama morgun kom líka bytta með 3 mönnum frá Sauðakoti á Ufsaströnd; for- maðurinn hét Magnús og drukn- aði hann stuttu síðar í selaróðri. Sauðakot var ysti bærinn á ströndinni, og er nu í eyði. Þegar búið var að afgreiða okkur á báðum förunum, fórum við að hugsa til heimferðar, og urðum við ásáttir um að verða samferða, þar sem við áttum samleið svo að segjá alla leið heim. Um hádegisbilið var svo lagt af stað; var þá veður hlýtt, logn og kyrð yfir láði og legi, en skuggaleg ský, sem dró upp í suðri, gáfu til kynna, að veðra- breyting væri í nánd. Er við vorum komnir út fyrir fjall það, er Hágöng heitir, fór að kasta á eftir okkur hörðum vindhviðum, svo við urðum að hafa öll segl laus, til þess að sleppa úr vindi öðru hvoru. Síðan gerði logn um stund, fram af fjörðum, en er út hjá Gjögrum kom, var því líkast sem hafgoluandvari mætti okkur, því við sáum til danskra kaup- fara á siglingu að austan og framan á þeim slóðum, þá var sýnilegt að brátt myndi skifta um átt aftur, því komin var lítilsháttar golukvika . innan Eyjafjörð. Fóru nú formennirnir að bera saman ráð sín; vildi okkar for- maður fara inn að austan, innhjá Látrum eða lengra, en Magnús vildi taka stefnu á Sauðakot, sem þó var hið mesta óráð, og héldum við innmeð, en hinir komu ekki á eftir okkur. Sáum við strax, að við gátum ekki skilið við þá í slíku útliti, þar sem þeir höfðu aðeins þrem mönnum á að skipa, en við vorum 7, og gátum því lánað þeim mann, ef berja þyrfti drif. Var svo endir á, að við tókum stefnu á Hrólfssker og kom Magnús þá á eftir okkur á sínu fari. Þegar við vorum komnir miðja leið út íálinntók veðurað versna, og fengum við mikla ágjöf á báðum bátunum; því barið var af mesta kappi, og máttum við hrósa happi að ná lendingu í Hrólfsskeri. Okkur tókst að komast utanvert í skerið, en lendingin var eins og við bjuggumst við, ill í alla staði, en þó urðum við allshugar fegnir. Var nú farið að athuga hvað gera skyldi, og sýndist enn sitt hvorum. Vildi Magnús að flutt væri upp á skerið nokkuð af höfrungnum, en höfð góð segl- festa eftir, og sigla með vestur yfir til Ólafsfjarðar, en okkar formaður vildi ekki yfírgefa skerið fyrr en útséð væri með veður. Gengu þeir þá inn á skerið og komu aftur með þær fréttir, að veður færi versnandi, og aftók þá formaður okkar að fara af stað, og bað hann okkur að flytja höfrunginn upp í skerið og koma bátnum upp á klapp- irnar, og varð Magnús að sætta sig við að gera slíkt hið sama. Kom nú vaðarhaldið, er skip- stjórinn á Kristjáni gaf okkur,er við lögðum frá Daivík, að góðu haldi; drógum við höfrunginn með því upp í skerið og var það þungur dráttur. Hverhöfrungur var skorinn í 3 stykki. Þegar við höfðum lokið við að draga upp höfrunginn, var komið öskrandi rok, og hefðum við farið að ráðum Magnúsar, var sýnilegt að við hefðum hvergi náð landi, en allir gist á sjávarbotni, því enginn smábátur hefði getað staðist slíkt veður. Með erfiðismunum tókst að koma báðum bátunum upp á klappirnar, sem voru mann- hæðar háar, en við vorum flestir ungjr og enginn lét sitt eftir liggja, enda allir fegnir að hafa land undir fæti, þó kuldalegt væri um að litast. Þá var það næst að athuga, hvort hvergi væri afdrep til náttstaðar. Við vorum holdvotir, þreyttir og illa til reika. Særokið gaus eins og steypiregn yfir skerið; það leit helst út fyrir að við yrðum að hafast við á bersvæði, því klaki og vatn fylti allar lægðir. Við, sem ungir '’orum, gripum til áfloga til þess að halda á okkur hita, og hinir, sem eldri voru, urðu því fegnastir að leggjast fyrir, en hvernig líðan þeirra hefir verið, geta þeir einir giskað á, er gist hafa líka staði í slíku veðri, þar sem hvergi var skjól fyrir særoki og lemjandi stormi. Sumir okkar voru á sífeldu ferðalagi um skerið alla nóttina, og vorum við þá að rekast á einn og einn af félögum okkar, hríð- skjálfandi í fasta svefni; reynd- um við þá að vekja þá og láta þá hamast sér til hita; sjérstaklega er mér minnisstætt atvik, er kom fyrir þessa nótt, er við nokkrir af hinum yngri vorum að ráfa um. Rákumst við á elsta manninn í hópnum, bónda um sextugt; hann var steinsofandi, en skalf svo ákaflega, að hann hentist til og frá, og hefi ég aldrei fyr eða síðar séð slíkan kuldaskjálfta. Við máttum fara í hart að geta vakið hann, og gat hann fyrst ekki staðið, en við fórum að reyna að fá hann til að takast á við okkur sitjandi, og fór hann þá smátt og smátt að fá í sig þrótt og hita, og vorum við þá ánægðir og þóttumst hann úr helju heimt hafa. Þegar birta tók af degi tók veðrinu að slota, og fórum við félagar þá að hafa okkur upp, allir sem einn maður. Og þegar morgunsólin björt og hlý varp- aði fyrstu geislum sínum yfir gististað okkar, ætluðum við að fá okkur bita, sem við áttum eftir af nesti okkar, en urðum að hætta við það, því austan sjór ætlaði að mölva bátana uppi í klöppunum, og gerði þá hver sem beturgat að reyna að koma þeim heilu og höldnu fram og með snarræði tókst okkur það. Fórum við svo með þá austur fyrir skerið og þar í ofurlítinn vog, því það var að koma logn aftur. Þurftum við síðan að draga höfrunginn yfir skerið, í áttina til bátanna; og var það þungur akstur. En með því að vera samtaka og gera okkar ítragta, tókst það, og í einu hendingskasti urðum við að koma höfrungnum í bátana, því að kvikan óx stöðugt. Urðum við þó að hætta við hálfnað verk og skilja eftir af höfrungnum, en með hitt lögðum við yfir álinn óg lentuni í Sauðakotsfjöru, þar sem Magnús bóndi hafði sitt uppásáíur. Fórum við svo með honum heim í Sauðakot og fengum þar hinar bestu við- tökur. Þar dvöldum við fram eftir degi, uns kvikuna tók að lægja. Lögðum við þá af stað og sóttum það sem við skildum eftir af höfrungnum í Hrólfs- skeri og gekk það vel, því þá var orðið nær ládautt við skerið. Var þá lagt af stað til Dalvíkur og lent á Böggverstaðasandi síðla kvölds hins þriðja dags frá því að við lögðum af stað að heiman. Hélt nú hver heim til sín og urðu vinir og vandamenn fegnir heimkomu okkar, og þóttust okkur úr helju heimt hafa. Við vorum hressir og glaðir yfir því að vera komnir heim heilu og höldnu með þá matbjörg, er virtist og var í raun og veru okkur svo dýrkeypt, og sannarlega var ástæða til þess að lofa Guð fyrir lífgjöfina. Ljóðagetraun Norðurslóðar 1986 Nr. 10 1. Hvað er æfi vor á jörðu hér? 2. Á hvað reka guðirnir bát sinn? 3. Hver sveipar gulli dal og hól? 4. Hvað datt á þögult sem hel? 5. Hverjir eiga mat eftir hana í götunni? 6. í hverju lyftist moldin hæst? 7. Hvernig litt var pils á baugalín? 8. Hvern lít ég drekkja sér norður í sæ? 9. Við hverja var hann djarfur og hraustur? 10. Af hverju er ilmur víns og blóma? 11. Hvert svífur dagsins bjarta ljós? 12. Hvert reri Ingjaldur í skinnfeldi? 13. Hver bar kennsl á beinin, sem bylgjan skolaði í land? 14. Hvaða gjöf væri mér gleðilegust send? 15. Hvar vakir eylendan þín? 16. Hverjar snúa heiminum frá sér? 17. Hver kúrir öðrum þjóðum fjær? 18. Hverju sveiíla ég með kvikum fæti? 19. Hve lengi gat ég lagt ást hans í hlekki? 20. Hvert vildi ég í fjötrum feginn líta? 21. Hvaða sveit veit ég vera vænsta á ísaláði? 22. Til hvers hefur hann hengilás? 23. Hver bíður mín banvæn hinumegin? 24. Hverjir beita táli og tyllisýn? 25. Hvenær skín maísólin hans? Gátuvísur Eftirfarandi gátuvísur voru blaðinu sendar ekki alls fyrir löngu. Höfundurinn vill ekki láta nafns síns getið frekar en höfundar fslendingasagna, en þó gefur hann'mönnum kost á að ráða í, hver hann er. En þá þurfa menn að vera svo slyngir að átta sig á síðustu vísunni nr. 6. Hinar vísurnar 5 fela í sér nafn á hlut, hver lína sama orðið á sinn hátt. Blaðið getur hér um bil lofað, að bókarverðlaun verði veitt þeim, sem þrautina ræður til fulls, en þó varla nema einum. 1. Markar i J'ornum bcejum bil, á bókum máli gerir skil. Göngumanna greiðir hag, gefur ámu svip og lag. 2. Iðjar í ám og vötnum, ágæti þvrstum skötnum. Holdftlla, hald og megin, hamur afskepnu Jleginn. 3. Heiti á húnvetnsku bóli. Hittast á búskapartóli. í tign sinni fagrir á Jjöllum, finnst þeirra líki á höllum. 4. Stundum lífi og heilsu hœtt, i hörpu skógar vmur þýtt. Fregnum miðlar, greinum gœtt, gevmir minni stöfum prýtt. 5. Varnarbrynja á broddgelti, bregður lit á vordegi. Skýtur i þrœði skraddari, skammstöfun á Alþingi. 6. / orðum þessum klárt og kvitt kenna máttu naj'nið mitt: Freys ég herja fjöndum gegn, faðir minn er ófrjáls þegn. Oft i húsi geng um gólf sem geymir sœtin 5-föld 12. NORÐURSLÓÐ - 9

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.