Norðurslóð - 16.12.1986, Page 14
Fyrirhyggjulítið ferðalag
„Komist hefur í krappan dans“
Þessi ferð var farin fyrir 63 árum
milli jóla og nýjárs. Flestu fólki
er svo farið að eftir því sem líður
á ævina, því skýrari verða minn-
ingarnar frá æskuárunum. Svo
ljóslifandi geta þær orðið að
„það er eins og gerst hafi í gær".
Veturinn 1923-24 var ég í vist
á Siglufirði hjá Stefáni bróður
mínum og Jenseyju konu hans.
Foreldrar mínir áttu þá heima í
Dæli í Fljótum.
Nokkrar stúlkur úr Fljótum
voru þá sem oftar í vist á Siglu-
Dagbjört á unga aldri.
firði, og var ég kunnug einni
þeirra. Hafði talast svo til á milli
okkar að við færum heim á milli
jóla og nýjárs gangandi á
skíðum. Þetta var þriðji vetur-
inn minn á Siglufirði, en ég
hafði ekki áður farið í jólafrí,
enda var lítið um slíkt á þeim
árum. Ég fékk leyfi hjá hús-
bændum mínum og Stefán
bróðir minn lánaði mér skíði,
sem hann átti, en stóran brodd-
staf fékk ég að láni hjá gömlum
manni á Eyrinni. Skíðin voru
heimasmíðuð, eins og algengt
var, og líklega eftir pabba
okkar, en ekki voru það beinlín-
is kvenskíðL Ekki þekktust þá
bindingar, og voru þess í stað
notuð tábönd, sem flest eldra
fólk úr snjóasveitum mun kann-
ast við.
Bróðir minn bjó skíðin til
fjallferðarinnar, gerði að tá-
böndum og setti ný nasabönd.
En það voru snærislykkjur sem
brugðið var gegnum göt á
skíðistánni. í þessar lykkjur
voru svo bundin snæri svo löng
að ég gat brugðið þeim utan um
mig og hnýtt að.
Þetta var algengur öryggis-
útbúnaður, þegar farið var um
fjallvegi. Því ekki mátti mikið
útaf bera, svo fóturinn losnaði
úr táböndunum og rann þá
skíðið áfram niður brekkuna og
gat verið tafsamt að elta það,
svo hlutust jafnvel slys af.
Nú rann upp hinn ákveðni
dagur, og ég legg af stað utanúr
Bakka, þar sem við áttum
heima. Gerði ég svo vart við mig
í húsi því sem stúlkan vann í og
bjóst við að hún biði mín
ferðbúin.
En það var nú eitthvað
annað. Hún var byrjuð á þvotti
og sagðist ekki geta farið. Mér
brá nokkuð, því það var hún,
sem átti upptökin af þessu
ferðalagi.
Nú voru góð ráð dýr. Átti ég
að snúa við eftir allt umstangið.
Nei. Fyrirhyggjuleysi æskunnar
var á öðru máli.
„Ég fer þá bara ein“ sagði ég
og kvaddi. Ég var alveg viss um
að rata, ég bar búin að fara
þessa leið oftar en einu sinni
bæði að sumri og vetri.
Gekk ég nú sem leið lá suður
úr bænum, rétt fyrir ofan Höfn,
sem þá var bújörð. Bjart var
orðið af degi, enda hefir klukkan
14 - NORÐURSLÓÐ
verið farin að ganga ellefu.
Veður var bjart lágskýjað en
kyrrt.
Skíðafærið var gott, en nokkuð
laus snjórinn og mátti ekki
mikið hvessa, svo kominn væri
skafrenningur.
Vel miðaði mér áfram og
brátt var ég fyrir ofan Steina-
ílatir, þar var þá búið. Ég tók
stefnu nokkuð ofarlega við
fjallið til að stytta mér leið, var
það oftast vetrarleiðin Siglu-
fjarðarmegin, og var þá komið
skáhallt að hinni löngu og háu
Skarðsbrekku. Ég sá heim að
Skarðdal langt fyrir sunnan
mína leið. En oft munu menn
hafa komið þar við, þó heldur á
leið til Siglufjarðar.
Mér hafði gengið vel þangað
til ég kom í Skarðsbrekkuna, þá
gjörbreyttist snjórinn, var mjúkur
og klesstur og fór strax að tolla
við skíðin, ég reyndi að verka af
þeim, en brátt sótti í sama
horfið, skíðin urðu eins og
sívalningar, og fyllti undir iljun-
um, svo engin leið var að mjaka
þeim áfram. Ekki þekktist þá
skíðaáburður, þó höfðu menn
oft með sér tólgarmola, eða
steinolíu í glasi og báru það á, en
hvorugt hafði ég, enda kom það
ekki að miklum notum.
Nú var ekki um annað að
ræða en kafa lausfóta og draga
enda var nú aftur komið gott
skíðafæri.
Ég var vön skíðum frá blautu
barnsbeini og lék mér á skíðum
hvern vetur sem krakki í Fljótum.
Lét ég bruna alveg niður á
„Fellin" svonefnd og þar áfram,
en ekki var trútt um að þar færu
að rifjast upp ýmsar sögur, sem
áttu að hafa gerst á þessum
slóðum. Meinvættur átti að halda
sig þarna einhvers staðar og
verða ferðamönnum að grandi.
í bókinni „Siglufjörður“ er
getið um loftandann í Siglu-
fjarðarskarði: „Hann þóttust
margir hafa séð, og var honum
lýst sem skýstólpa, sem steyptist
yfír ferðamenn og jafnt á ljósum
degi, sem nóttu, en þó ekki
nema einn í senn, þó fleiri væru
á ferð og varð það þess manns
bani er fyrir varð. Svo rammt
kvað að þessum ógnum að í
byrjun 18. aldar, var svo komið
að ferðir lögðust að mestu niðui
um Siglufjarðarskarð - -----
En hvað var til ráða! Enginn
mannlegur máttur gat yfirbugað
slíkan loftanda, þar urðu æðri
máttarvöld að koma til skjalanna.
—- Steinn biskupá Hólum
skarst í leikinn og fékk séra
Þorleif Skaptason prófast í
Múla í Þingeyjarsýslu, til að
vígja Skarðið, og flytja þar
bænagjörð og guðsþjónustu.
Siglufjarðarskarð 1944. Sjá vegagerð.
skíðin. Það var ekki þægilegt,
því ég sökk vel í miðjan kálfa í
hverju spori. Áfram miðaði þó,
en öðru hvoru þurfti ég að
staldra við og blása úr nös.
Loks var mér orðið svo heitt,
að ég klæddi mig úr peysu og
einhverju fleiru og batt í pinkil á
bakið, þannig að ég hefði báðar
hendur lausar, og var mér við
það léttara um púlið.
Allt tekur enda, og upp komst
ég í Skarðið og varð ég þá
fegnari en orð fá lýst. En rétt
sem ég kem þarna upp, koma
tveir menn upp í Skarðið
hinumegin frá innan úr Fljótum.
Þeir stönsuðu hjá mér og töluðu
við mig, voru þeir mjög hissa að
hitta mig þarna aleina á ferð,
var það víst einsdæmi um
kvenmann. Ekki reyndu þeir
samt að snúa mér við, en sögðu
mér að ganga í slóðina sína, og
kom mér vel að hafa hana það
sem eftir var, því það var löng
leið.
Ég klæddi mig svo í fötin
aftur og sté á skíðin hin hress-
asta. Settist ég nú á stafinn
þannig að broddurinn nam við
snjóinn milli skíðanna, en ég
hélt með báðum höndum um
efri hluta hans.
Þannig gat ég stjórnað hrað-
anum, en lét gamminn geysa,
Áður hafði verið hlaðið þar
grjótaltari mikið. Safnaðist
saman mannijöldi undir forystu
nokkurra vígðra manna við
athöfn þessa. Eftir þetta þótti
bregða um til batnaðar og tóku
menn nú aftur upp ferðir yfir
Skarðið, og voru hugdjarfari og
öruggari en áður. En lengi síðan
var það siðvenja að ferðamenn
gerðu bæn sína við altarið í
Skarðinu, þá er þeir fóru milli
Sigluljarðar og Fljóta.
Upp frá þessu hafa engar
sögur farið af hinum skæða
loftanda, en því fór fjarri að slys
á ferðamönnum legðust með
öllu af á Skarðinu og hafa menn
orðið úti á þessari leið allt fram
á síðustu tíma, en hafa þó öll átt
skýranlegar orsakir.“
Þessi kaíli er tekinn lítið
styttur úr áðurnefndri bók.
Því er svo við að bæta, að það
var haft fyrir satt í Fljótum að
Guðmundur biskup góði hefði
vígt Skarðið, og altarið kallað
Gvendaraltari.
Tvö dauðsföll höfðu orðið
þarna í mínu minni, og þóttust
sumir vepða varir við reimleika
eða eitthvað óhreint á leið sinni.
Læt ég hér fljóta með frásögn
af séra Jónmundi Barðspresti.
Hann kom frá Siglufirði að
Hraunum kaldur og hrakinn að
kvöldi eða aðrir sögðu um nótt
og kvað þá vísu þessa:
Komist hefur í krappan dans
klerkurinn frá Barði.
Andskotinn og árar hans
eru á þessu Skarði.
Ekki varð ég vör við neitt
óhreint, og ég fór eins hratt yfir
og kostur var og kom mér vel að
hafa slóðina inn bratta hlíð, sem
Eggjabrekka var kölluð, og má
heita að standi með manni.
Þar fyrir innan taka við
hæðir, sem kallast Eggjar og
brátt sá ég heim í Fljótin. Létti
mér þá mjög fyrir brjósti, og lét
bruna niður hverja brekku.
Ég fór framhjá Hraunum, en
kom við á næsta bæ sunnan við,
sem heitir Lambanes-Reykir.
Þar kvaddi ég dyra og bað um
að drekka, var ég orðin allþyrst,
því ekki var nesti með í förinni.
Ég svalg mjólkina þarna í
bæjardyrunum, því ég vildi ekki
þiggja boð í bæinn, enda
allmjög tekið að skyggja.
Tók ég nú strikið þvert yfir
Miklavatn og þótti mér nú
leiðin ekki löng heim í Dæli,
enda næstum bein leið og
nánas’t. sléttlendi. Var rétt að
verða fulldimmt, þegar ég var
komin heim á hlað.
Móðir mín og mágkona báðu
guð að hjálpa sér, þegarégsagðý
þeim að ég hefði komið ein og
þóttust mig úr helju heimt hafa.
Ég bara hló, eins og ungling-
um er tamt oggatekki fundiðað
mikið væri að óttast, þegar ég
var komin alla leið heil á húfi.
Vissulega var þetta ferðalag
fyrirhyggjulítið flan, eins og ég
sá síðar meir. Ekki var ég mikill
bógur, ef eitthvað hefði borið
útaf með veður.
Ég hef oft á lífsleiðinni orðið
vör við vökula handleiðslu mér
til hjálpar í éljagangi dægranna.
Fyrirbænum trúaðra foreldra
minna á ég mikið að þakka,
þeirra fordæmi er arfur, sem
ekki glatast.
Þau héldu ávalt þeim sið að
fara með bænir í byrjun ferðar
af heimili. Meðal margra bæna-
versa, sem þau kenndu okkur
börnum sínum var þetta erindi
úr fyrsta passíusálmi:
Lausnarans venju lær og halt
lofa þinn guð og dýrka skalt.
Bænarlaus aldrei byrjuð sé
burtför af þínu heimili.
Dagbjört Ásgrímsdóttir
Blómabúðin ILEX
Mikið úrval af jóla- og gjafavöru,
hýasintur, greni, jólastjörnur,
afskorin blóm og jólaskreytingar.
Alltaf heitt á könnunni.
Verið velkomin.
Óskum öllum Dalvikingum
og nærsveitamönnum
gleðilegra jóla og farsœls
komandi árs,
með þökk fyrir viðskipfin.
Ilex S. 61212
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarfið
á árinu sem er að líða.
□ BrajnnBúTnrtuic ísinnns
LÍFTRYGGING
GAGNKV€MT TRYCGINGAFÉLAG