Norðurslóð - 16.12.1986, Side 24
Tímamót
Afmæli
Þann 30. nóvember varð 75 ára Pálmi Jóhannsson í Odda á
Dalvík.
Þann 7. desember varð 70 ára Vilhelm Þórarinsson Svarf-
aðarbraut 1 á Dalvík.
Þann 27. desember verður 80 ára Kristján Kristjánsson frá
Miðkoti, nú vistmaður í Dalbæ Dalvík.
Þann 27. desember verður 90 ára JónínaGuðlaugsdóttir fyrr-
verandi húsfreyja á Hamri, nú búsett á heimili aldraðra
Dalbæ Dalvík.
Blaðið færir heillaóskir.
Þann 1. desember varð nírður Jón
Þórðarson, sem nú býr í Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri.
Jón Þórðarson, hver er nú það, munu
margir spyrja. Jón er Svarfdælingur, er
svarið, m.a.s. einhver sá rótgrónasti og
gegnsýrðasti Svarfdælingur, sem nú er
ofan moldar. Hér eru örfá æviatriði: Jón
fæddist á Steindyrum I. des. 1896 sonur
hjónanna Þórðar Jónssonar og Guðrúnar
Björnsdóttur frá S.-Garðshorni. Með
foreldrum sínum flutti hann í Skáldalæk, þar sem móðir hans
dó af barnsfararsótt árið 1906 þegar bróðirinn Árni Benóný
fæddist. Heimilið leystist upp ogm.a. Jón, 12 ára drengurinn,
fór af stað út í heiminn. Hann fór í Velli til prestshjónanna, en
síðan í Þverá til systur sinnar og mágs, Dórótheu og Árna. 22
ára fór hann í Brekku sem vinnumaður til Halldórs og
Þórlaugar. Þar gekk hann í hjónaband, kvæntist Margréti
Kristinsdóttur frá Efstakoti. Jarðnæði lá ekki á lausu og þau
ungu hjónin fluttu til Akureyrar, þar var helst vinnu að hafa.
Jón gerðist verkamaður og mjög fljótlega réð hann sig hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga við margskonar störf'. Árið 1944 varð
hann húsvörður í Hafnarstræti 91, skrifstofu- og verslunar-
húsi KEA. Því trúnaðarstarfi gegndi hann í 31 ár til 1975, þá
orðinn 79 ára gamall. Hefur víst enginn unnið lengur samfellt
hjá Kaupfélaginu.
Þau.Margrét eignuðust 2 börn, Þórð, sem býr í Svíþjóð og
Dórótheu Árnínu (Ernu), sem býr í Keflavík. Barnabörnin
eru 6 og síðan enn ný kynslóð. Margrét dó 1970.
Jón er með ólíkindum ern og unglegur og kollurinn er í
góðu lagi. Hann fylgist með öllu sem gerist og ekki síst í
Svarfaðardalnum, sem alltaf býr í hug hans og hjarta. Og
Norðursló„ð les hann alltaf upp til agna, eins og menn segja.
Það er gaman að sjá svona glaðan og óbeygðan öldung,
tíminn hefur farið mildum höndum um vanga og hár þessa
níræða barns síns. Og enn,er Jón maðurinn sem sér um að
halda gangstígum kringum Dvalarheimilið færum og
snjólausum og þarf mikið að beita rekunni í því snjóbæli sem
Akureyri er.
Fyrir hönd Svarfdælinga sendir Norðurslóð þessum trygga
og trúa sveitunga innilegar heillakveðjur og óskir um gleðileg
jól.
Hjá fólkinu í landinu
70 ár frá fæðingu Dr. Kristjáns Eldjárns
Þann 6. desember voru liðin 70 ár frá fæðingu Kristjáns Þ. Eldjárns.
Hann fæddist á Tjörn þann dag árið 1916 og var skömmu síðar
skírður af afa sínum og nafna séra Kristjáni Eldjárn Þórarinssyni,
sem þá hafði fyrir skemmstu látið af prestskap.
Kristján Eldjárn var kjörinn 3. forseti lýðveldisins árið 1968 og
gegndi því embætti 3 kjörtímabil til 1980. Hann andaðist 14.
september 1982 á 66. aldursári.
Á afmælisdaginn, 6. desember, var Kristjáns minnst í Reykja-
vík við tvær opinberar athafnir:
stýra bók, sem fjallar um þessar
rannsóknir, sem á sínum tíma
vöktu svo mikla athygli, ekki
síst fundur steinkistu Páls bisk-
ups Jónssonar.
Að síðustu var við minningar-
athöfnina tilkynnt að út væri
komin á vegum Éókaútgáfu
Menningarsjóðs ræðusafn
Opnun myntsafns
Seðlabanki íslands og Þjóð-
minjasafnið hafa í sameiningu
unnið á undanförnum árum að
stofnun svokallaðs Myntsafns.
Einn af aðalhvatamönnum að
þessu framtaki var einmitt
Kristján Eldjárn, sem þá var
þjóðminjavörður. Nú var þetta
safn formlega opnað með smá-
athöfn, sem um leið var helguð
minningu Kristjáns. í safninu
getur m.a. að líta alla seðla og
myntir, sem notaðar hafa verið
á íslandi, þæði danskir og
íslenskir, ásamt miklu safni
minnispeninga.
Það er mjög fróðlegt og
s(cemmtilegt að skoða þetta
safn, sem á að vera opið almenn-
ingi til sýnis framvegis á milli 2
og 4 á sunnudögum.
Við opnunina var útbýtt litlu
riti, sem Kristján hafði samið á
sínum tíma um minnispeningana,
sem gefnir voru út í sambandi
við Alþingishátíðina á Þing-
völlum 1930. (Sjá mynd.)
Athöfn í
Þjóðminjasafni
Síðar þennan sama dag efndi
Menntamálaráðherra til athafnar
í Þjóðminjasafninu. Tilefnið var
einnig þar, að minnast Kristjáns
Eldjárns á afmælisdegi hans.
Menntamálaráðherra tilkynnti
við þetta tækifæri, að stofnuð
hefði verið svokölluð rannsókn-
arstaða í fornleifafræði við
Þjóðminjasafnið og las hann
upp reglugerð þar að lútandi.
Staðan er tengd nafni Kristjáns
og er ætlunin að í hana verði
settir menn, sem vinna að tíma-
bundnum rannsóknum í íslenskri
fornleifafræði.
Þá var einnig tilkynnt við
þessa athöfn, að nú væri unnið
að því með miklum krafti að
gefa út skýrslu um svonefndar
Skálholtsrannsóknir, sem gerð-
ar voru undir forystu Kristjáns,
þáverandi þjóðminjavarðar á
árunum 1954-58. Rannsóknirn-
ar, þær yfirgripsmestu, sem enn
hafa -verið unnar í fornleifa-
fræði á íslandi, stóðu í sambandi
við fyrirhugaða dómkirkjubygg-
ingu í Skálholti. Úrvinnsla
þessara rannsókna var Kristjáni
afar hugstæð og hafði hann
hugsað sér að leggja því máli lið
þegar um hægðist eftir forseta-
tíð hans. Til þess entist honum
ekki aldur.
Nú hefur Hörður Ágústsson
listmálari tekið að sér að rit-
Kristjáns Eldjárns forseta. Bókin
ber titilinn „Hjá fólkinu í
landinu". Sonur hans, Þórarinn
Eldjárn rithöfundur, hefurvalið
ræðurnar og að öðru leyti verið
til ráðgjafar um útgáfuna. í
bókinni eru m.a. allar 3 innsetn-
ingarræður forsetans frá árun-
um 1968, 1972 og 1976, allar
áramótaræður hans 12 talsins
og enn aðrar ræður, alls 25 að
tölu.
Athöfn þessi í Þjóðminja-
safninu var öll afar hlýleg og
virðuleg í senn og sýndi að
minningin um ástsælan forseta
lifir vel með fólkinu í landinu.
Fréttahornið
Nokkuð var rætt um fisk-
markað í síðasta tölublaði
Norðurslóðar. Bæjarstjórn hefur
nú skipað vinnuhóp til frekari
undirbúnings málsins. í vinnu-
hópnum eru Hallgrímur Antons-
son, Kristján Ólafsson og Jóhann
Antonsson sem er formaður,
auk þess vinnur Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri með hópn-
um. Nú er verið að vinna úr
ýmsum upplýsingum sem safnað
hefur verið. Akureyringar eru
komnír af stað og viljá reisa
markað þar. Mönnum ber saman
um að einungis einn markaður
verði á Eyjafjarðarsvæðinu og
þykir ýmsum skrítið að Akur-
eyringar hyggist reyna að ná
honum til sín. Ljóst er að hag-
kvæmasta staðsetning fiskmark-
aðar við Eyjafjörð er Dalvík.
Akureyringar halda gjarnan á
lofti, og oft með réttu að líta
skuli á Eyjafjörð sem eitt
þjónustu- og atvinnusvæði og
reisa saman hina og þessa stofn-
unina þar sem hagkvæmast er
og í öllum tilfellum hefur það
verið Akureyri. Nú bregður svo
við að Dalvík hefur alla yfir-
burði varðandi staðsetningu og
virðast þá gömlu röksemda-
færslur Ákureyringa vera þeim
týndar.
Avegum bæjarstjórnar eru
nú unnið að því að næsta
haust verði tekin upp annars
stigs nám við skipstjórnarbraut
Dalvíkurskóla. Nefnd sem bæjar-
stjórn skipaði hefur skilað til-
lögu og greinargerð um málið.
Kennsla á skipstjórnarbraut
hófst hér haustið 1981, og hefur
verið árlega síðan. Nú eru 14 við
nám á fyrsta stigi, en til þessa hafa
38 útskrifast á því stigi frá Dal-
víkurskóla. Auk þess hafa 24
nemendur verið við réttinda-
nám þar af 14 í vetur. Hér er um
að ræða nám fyrir þá sem hafa
verið stýrimenn eða skipstjórar
með undanþágu vegna réttinda-
skorts. Nú í vikunni ljúka þessir
14 námi og útskrifast með rétt-
indi á 80 og 200 tonna fiskiskip.
Ef menntamálaráðuneytið veitir
heimild til að starfrækja annars
stigs nám hér næsta vetur, getur
Dalvíkurskóli útskrifað nem-
endur með réttindi á öll fiskiskip.
Júlíus Kristjánsson hefur verið
umsjónarmaður þessa náms
alveg frá upphafi.
Laugardaginn 29. nóvember
var haldinn í Bergþórshvoli
aukafundur ábyrgðarmannaráðs
Sparisjóðs Svarfdæla. Aðaltil-
efni þessa fundar var að ganga
frá nýjum samþykktum (reglu-
gerð) fyrir sjóðinn einkum með
tilliti til nýrra laga um spari-
sjóði, sem sett voru á þinginu í
fyrra, lög nr. 87/1985.
Ein meginbreytingin frá fyrri
samþykktum er sú, að nú
stækkar ábyrgðarmannahópur-
inn úr 20 i 30 og ábyrgð hvers og
eins takmarkast við 10 þúsund
krónur. 24 ábyrgðarmanna skulu
Frh. bls. 22