Norðurslóð - 31.03.1987, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 31.03.1987, Blaðsíða 5
Svipmvndir frá sjávarsídumii Yfir vetrarvertíðinni hefur fram til þessa verið heldur rólegur hlær. Verkfall í byrjun ársins gerði það að verkum að róðrar hófust ekki fyrr en seinast í janúar. Afli var síðan heldur tregur í febrúarmánuði. Mars hefur verið talsvert skárri þó segja megi að afli hangi ekki í meðallagi. Sjómenn segja að lítil áta hafí verið á grunnslóð. Þangað hafí komið fískur en staðið stutt við. Nú að undanförnu hefur orðið vart við loðnu svo menn eru bjarsýnni á að afli fari að glæðast. Þó einmunatíð hafi verið í vetur til landsins, hefur tíðarfar til sjósóknar verið ótrúlega risj- ótt. Sjálfsagt væri afli orðin meiri ef hægt hefði verið að stunda sjó betur. Þar sem veiðin hefur verið treg er nægur kvóti eftir. Um páska verð- ur svo sem tíu daga stopp, svo kvótans vegna ættu netaveiðar að geta staðið eitthvað lengur fram á árið en verið hefur. í fískhúsunum er þrátt fyrir allt nóg að gera. Ljósmyndari Norðurslóðar brá sér í nokkur þeirra nú á dögunum og festi fólk við störf á fílmu. Hausarnir aftur orðnir söluvara. Hér kippa þau hausa Sólrún Ingvadóttir, Stefán Steinsson, Hilmar Gunnarsson og Víkingur Árnason. Öll vinna þau hjó Stefáni Rögnvaldssyni h/f. — Alþjóðlegt vinnuafl gæti þessi mynd heitið. Frá Grænhöfðaeyjum kemur Matti, Sandra frá Portúgal og Minna Rista frá Finnlandi. Bak við saltfískinn er Hildur Pétursdóttir frá Bessastöðum. Myndin er úr fískhúsi Blika h/f. Landað úr Bjarma EA 13, Kristinn Hauksson við Sæplast- kerið en Ottó Jakobsson veifar pappírum í bakgrunninn. Sá guli er bara sæmilega vænn. Hér flokka þeir frosin flök í Fiskverkun Jóhannesar og Helga h/f. Grétar Kristinsson til vinstri og Jóhannes Stefáns- son. Úr vinnslusal Fiskverkunar Jóhannesar og Helga h/f. Afla tölur á vetrarvertíð Stefán Rögnvaldsson EA Otur EA Haraldur EA Sæljón EA Sænes EA Bjarni EA Hrönn EA (dragnót) Búi EA Njörður smábátar Togarar: Björgvin Björgulfur Dalborg Baldur Kækju: Bliki Sólfell Vonin Sigurhorg Dalborg Ath. Siglingar togara eru ekki í uflatölum þeirra. 1/1-15/3'87 1/1-15/3 '86 afli í tonnum aíli i tonnum 82 129 105 187 170 163 118 134 84 103 102 39 77 19 21 36 54 4 27 759 895 542 599 31 389 90 72 368 735 1.356 83 47 50 324__________55ö Það þarf líka að útluía bátana. Árni Óskarsson hjá Stefáni Rögnvaldsvni h/f f ÍÍ^Mf.V' 'b’bannsson saltar í stæðu við netafellingu. hja Blika h/f. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.