Norðurslóð - 29.06.1987, Page 3

Norðurslóð - 29.06.1987, Page 3
Ættarmót á Húsabakka Afkomendur Jóhanns Þórðarsonar og Önnu Þorsteinsdóttur Ættfræðiáhuga hérlendis er viðbrugðið. Nú virðist hann jafnvel vera að aukast. Hjálpar þar til aukin skráning og aðgengilegri heimildir en fyrr. Það er jafnvel ekki lengur nauðsynlegt að geta rakið ætt sína til stórmenna og gott er það. Jákvætt er það einnig að fólk stúderar ekki aðeins þurr- ar ættartölur heldur fylgir þessu áhugi á fortíðinni almennt, uppruna okkar og menningu. Eitt tákn um þetta er sífjölgandi ættarmót. Til upprunans Á Húsabakka var saman komið nálægt 80 manns. Iðandi líf í góðu veðri; fotbolti, leikir og skraf. Petta voru afkomendur Jóhanns Fr. Þórðarsonar og Önnu Þorsteinsdóttur, búenda á Karlsá 1915-1924. Elst í hópnum var ein af þremur eftirlifandi dætrum þeirra hjóna, Helga sem hélt upp á áttræðisafmæli þarna á Húsabakka á sunnudaginn 21. júní. Annars barnabörn og svo bæði börn og barnabörn þeirra. Ríflega helmingurinn frá Reykja- vík stór hluti af hinu frá Ákur- eyri. Farin var hringferð um dal- inn í 2 rútum undir leiðsögn Soff- íu frá Hofi sem úðaði fróðleik í mannskapinn úr sagnabrunni sínum. Soffía er ekki í afkom- endaliðinu heldur systurdóttir Jóhanns Þórðarsonar. Blaðamenn Norðurslóðar ræddu m.a. við Heiðu Þórðar- dóttur eina af forsprökkum mótsins. Sagði hún að þetta væri tilkomið, ekki af því að ættin væri svo ýkja samheldin, heldur af því að sér og fleirum þætti hún ekki halda nóg saman. Ekki einn eiaasti af þessu niðjafans býr nú hér í byggðaiaginu, það segir sína sögu um fólksstrauminn á öld- inni. Því væri farið hingað að huga að rótunum. Sagði Heiða að fólk væri í óðaönn að kynnast fjölmörgum nýjum skyldmenn- um. Hverjar voru svo „ræturn- ar“? Til að fræðast um það var einkum rætt við Soffíu frá Hofi og Helgu Jóhannsdóttur og stuðst við bókina „Svarfdæl- ingar“. Saga úr Skíðadal Uppspretta ættkvíslarinnar er, Anna og Jóhann áðurnefnd hjón. Anna var frá Grund í Þorvalds- dal, föðursystir m.a. Steingríms á Sökku. Jóhann var aftur á móti úr dalnum, ættir hans eru okkur Svarfdælingum betur kunnar. Faðir hans var Þórður Jónsson á Hnjúki. Sem kunnugt er, er út af Anna og Jóhann. honum og konu hans Halldóru Jónsdóttur kominn mikill ætt- bogi, „Hnjúksættin". Nægir að nefna Rögnvald í Dæli og Ingi- björgu á Hofi af 8 börnum þeirra. En Jóhann Frímann var utan- hjónabandsbarn. Norðurslóð hefur ekki það orð á sér að vera slúðurrit, en í fyrsta lagi er það vel kunnugt í Svarfaðardal að kvennamál Þórðar á Hnjúki voru sérstæð. í öðru lagi er þessi ásjá- legi hópur sem dvaldi á Húsa- bakka einmitt útkoma framhjá- töku hans og í þriðja lagi eru nærri 120 ár um liðin. Þetta gefur okkur því tilefni til að drepa ögn á lítinn söguþátt úr lífinu í Skíðadal á 19. öld. Móðir Jóhanns var Aðalbjörg Jónsdóttir. Hún var frá Ingvör- um, fædd 1832. Henni var gefinn svohljóðandi fermingarvitnis- burður: „Kann og les ágætlega vel, góðlynd og siðsöm stúlka." Rúmlega tvítug giftist Aðalbjörg Þorkeli Magnússyni og hóf búskap á hluta Syðra-Holts. Heimildamaður okkar, Soffía frá Hofi, heyrði sagt að sú gifting hafi verið að vilja föður hennar en alls ekki hennar sjálfrar. Ungu hjónin fluttust í Krosshól. Hjónabandið mun hafa verið misheppnað frá byrjun. Sagt var að hún héldi fram hjá honum fljótlega eftir giftingu. 1857 eign- aðist hún dóttur, Soffíu, sem kölluð var Þorkelsdóttir. En í „Svarfdælingum" segir: „Þóttust menn vissir um að hún væri Hópmynd l'rá ættarmótinu. Heióa Þórðardóttir og Sol'lía Gísladóttir á tali við fréttamann. laundóttir Jóns Péturssonar bónda í Holárkoti." Holárkot var því sem næst gegnt Krosshóli, handan Skíðadalsár. Soffía vissi til að þegar Aðalbjörg síðar skrif- aði þessari dóttur sinni bréf, var utanáskriftin ekki Þorkclsdóttir, heldur „Steinskona“, þ.e. hún var gift Steini Jóhannssyni á Syðri-Másstöðum. Síðan líða a.m.k. 10 ár, líklega í daufri vist á Krosshóli. Þá er kominn ungur, nýgiftur bóndi í Hólárkot, Þórð- ur Jónsson, tengdasonur Jóns Péturssonar. í „Svarfdælingum" segir: „Orð fór af kvenhylli hans.“ Hvernig sem það gekk til, tókust ástir með honum og Aðal- björgu sem reyndar var 11 árum eldri en hann. Fluttist þá Þórður yfir til hennar að Krosshóli sem vinnumaður ásamt Halldóru konu sinni þungaðri. Fæddist þar Ingibjörg haustið 1869. Snemma árs 1870 var Aðalbjörg orðin ólétt eftir Þórð og brast þá hjóna- band hennar og hún fluttist að heiman. Fór hún til Margrétar systur sinnar á Hreiðarsstöðum og ól þar Jóhann Frímann. Þórð- ur gekkst strax við barninu. Ekki löngu síðar flutti hún svo að Hnjúki, inn á heimili Þórðar og Halldóru sem nú bjuggu þar. Árið 1873 eignaðist hún Þor- björgu með Þórði og stóð þá sjálf á fertugu. Varla hefui' slíkur ráðahagur á litlu sveitahe.mili verið afslapp- andi. Þórður var skapbrestamað- ur og nokkuð drykkfelldur og trúlega næsta erfiður í heimili. Heimildamaður okkar segir að þegar mikið gekk á, hafi konan og hjákonan oft snúið bökum saman gegn honum. Þegar á leið hefur ástin kólnað og um 1880 mun Þórður hafa viljað losna við hjákonuna. Hún kvaðst þá reiðu- búin að flytja aftur til Þorkels bónda, en hann neitaði. Skildu þau síðan að lögum. Árið 1881 giftist Soffía, eldri dóttir Aðal- bjargar og til hennar fluttist hún skömmu síðar. Börnin sín skildi hún eftir á Hnjúki, enda varla átt annarra kosta völ. Þar ólust þau síðan upp. Aðalbjörg átti reynd- ar eftir að dveljast nokkuð á Hnjúki síðar en ekki lengur í sambúð við bóndann. Vísur Halldóru Hlutskipti Halldóru húsfreyju hefur verið æði þungt og mætti sjálfsagt skrifa þar um langa sögu einnig. Til eru vísur eftir hana sem bera því vitni. Hún áminnir sig m.a. um þolgæði: Pörf er að væta þurran skó sem þrengja vill ad fæti. En ég vildi að ég þó umborið hann gæti. Ein er um Aðalbjörgu: Ekki dæmi ég auðargrund annars dóms má bíða en marga hef tg mæðustund mátt fyrir hana líða. Önnur hljóðar svo: Særir hjartað sárleg pín samt skal neyðir hylja sporin feta misjöfn mín mega þeir sem vilja. Soffía á Hofi segir um Hall- dóru ömmu sína að hún hafi haft mikið skap en verið stillt í lund. Vísurnar staðfesta það vel. Kunnugir hermdu að hún hafi ekki verið börnum Aðalbjargar neitt síðri en sínum eigin börnum. Engin smásál hefur hún verið. Kröpp kjör ástarinnar Síðari hluta ævinnar vistaðist Aðalbjörg hjá börnum sínum, mest Soffíu. Hjá Jóhanni og Önnu á Karlsá dvaldi hún um skeið þá á níræðisaldri og man Helga Jóhannsdóttir hana mæta- vel. Hún segir um þessa ömmu sína að hún hafi verið mikill sjóð- ur af sögum og rímium . . „Hana þraut aldrei sögur á rökkurkvöld- unum,“ segir Helga. Skilyrði ástarinnar í gamla sveitasamfélaginu voru fátækleg. Og möguleikar, sérstaklega kvenna, til að stjórna lífi sínu eft- ir eigin höfði voru næsta tak- markaðir. Aðalbjörg Jónsdóttir virðist þó hafa reynt það eftir bestu getu og þá gjarnan í trássi við boð og bönn samtímans. Varla hefur það gengið átaka- laust. Björn Árnason frændi hennar segir um hana í bók sinni „Sterkir stofnar": „Aðalbjörg var um flest mikil- hæf, þó að ógæfusamar yrðu ástir hennar og oftast í meinum.“ Ættbogi Jóhanns og Önnu Þórður á Hnjúki var erfiður son- ur sínum, ekki síður en konum. Hann byggði elsta syni sínum, Jóni, nýbýlið Hlíð á þriðjungi úr Hnjúkslandi. Jóni búnaðist vel en flæmdist burt vegna ofríkis Þórðar. Þórður fluttist þá í Hlíð en fékk Jóhann son sinn, sem þá bjó á Syðri-Másstöðum, til að flytja í Hnjúk. Þar bjó Jóhann í 10 ár uns Þórði tók að leiðast í Hlíð og flutti sig aftur í Hnjúk 1914 og varð Jóhann að víkja. Jóhann og Anna bjuggu síðan á Karlsá sem áður segir en á Akur- eyri frá 1924 þar sem Jóhann vann sem verkamaður. Um Jó- hann segir Soffía að hann hafi verið „sómamaður fram í fing- urgóma og þrifabóndi". Hann mun hafa verið hæglátur og verk- rnaður góður. Þau Anna eignuð- ust 7 börn sem komust á legg. Þau hafa aftur verið kynsæl og má sjá börn og barnabörn þeirra á meðfylgjandi hópmynd þar sem þau hafa heimsótt dalinn að huga að rótum sínum. Þ.H. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.