Norðurslóð - 29.06.1987, Qupperneq 8
Tímamót
Skírnir.
Á uppstigningardag, 28. maí var skírður í Urðakirkju Jónas
Rúnar. Foreldrar hans eru Guðrún Ingvadóttir og Ingólfur Jón-
asson Hólavegi 1, Dalvík.
Við sömu athöfn var skírð Guðrún Þórdís. Foreldrar hennar
eru Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og Halldór Jónasson nú til
heimilis að Ytri-Hofdölum, Skagafirði.
Á uppstingningardag var skírður í Dalvíkurkirkju Andri.
Foreldrar hans eru Dóra Rut Kristinsdóttir og Sigurjón Krist-
jánsson Karlsbraut 7, Dalvík.
6. júní voru skírðir Magni Freyr og Jóhann Hilmar. Foreldrar
þeirra eru Kolbrún Margrét Jóhannsdóttir og Emil Magni
Andersen Hafnarbraut 25, Dalvík.
Á hvítasunnudag, 7. júní, var skírður í Dalvíkurkirkju
Friðjón. Foreldrar hans eru Margrét Einarsdóttir og Jón Helgi
Þórarinsson Hólavegi 17, Dalvík.
Á sjómannadaginn, 14. júní, var skírð í Dalvíkurkirkju
Nanna Björk. Foreldrar hennar eru Hjörtína Guðmundsdóttir
og Albert Gunnlaugsson Dalbraut 1, Dalvík.
Á sjómannadaginn var einnig skírð Bylgja Gunnur. Foreldrar
hennar eru Guðný Gunnlaugsdóttir og Arngrímur Jónsson
Karlsrauðatorgi 24, Dalvík.
17. júní var skírð í Dalvíkurkirkju Ingunn Hafdís. Foreldrar
hennar eru Arna Hafsteinsdóttir Miðkoti, Dalvík og Júlíus
Sævarsson Hólavegi 11, Dalvík.
17. júní var skírð í Dalvíkurkirkju Erla. Foreldrar hennar eru
Jóhanna Óskarsdóttir og Björn Bárðarson Hjarðarslóð 2e,
Dalvík.
Andlát
24. maí lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Unnur
Tryggvadóttir. Unnur fæddist 27. desember 1907 dóttir Tryggva
Kristinssonar kennara og orgelleikara og Nönnu Arngrímsdótt-
ur. Móðir hennar lést skömmu eftir fæðingu stúlkunnar og tóku
þá prestshjónin á Völlum, Sólveig Pétursdóttir og Stefán Krist-
insson, barnið að sér og ólu upp sem sitt eigið.
1936 giftist Unnur sveitunga sínum Jakobi Tryggvasyni orgel-
leikara frá Ytra-Hvarfi. Hófu þau búskap sinn í Reykjavík en
fluttu til Akureyrar 1941 þar sem þau bjuggu síðan, ef frá eru
talin þau ár er Jakob var við orgelnám í London.
Börn þeirra hjóna eru 3, Nanna Kristín, Soffía Guðrún og
Tryggvi.
Unnur var jarðsungin frá Vallakirkju 2. júní.
Frá sóknarpresti Dalvíkurprestakalls
Verð fjarverandi 19. júní-12. júlí. Sr. Pétur Þórarinsson á
Möðruvöllum annast þjónustu í prestakallinu á meðan. Sími
hans er 21963.
Jón Helgi Þórarinsson.
Frá Ferðafélagi
Svarfdæla
Ferðafélag Svarfdæla hefur nú
gengið frá ferðaáætlun sumars-
ins. Birtist hún hér og er fólk
hvatt til að kynna sér hana vel og
festa í minni. Eins og margir vita
er í gangi átak gegn hreyfingar- i
leysi og ættu þeir sem vilja vera^
með í slíku átaki að huga vel að
ferðum Ferðafélagsins. Áætlunin
er fjölbreytt og ættu allir að finna
eitthvað við sitt hæfi því boðið er
upp á stuttar og langar göngu-
ferðir og þurfa menn ekki að vera
miklir garpar til að geta tekið
þátt. Hver ferð verður nánar aug-
lýst með götuauglýsingum og þá
frekari grein gerð fyrir fyrir-
komulagi, hvar á að mæta, með
hvaða útbúnað, hve langan tíma
á að ætla í gönguna o.s.frv.
En ferðaáætlunin er svohljóð-
andi:
1. Fimmtudag 2. júlí kl. 20.30.
Gengið upp í „Lokugarnir“
(fjallshlíðin ofan við Háls) að
njóta miðnætursólar. Létt göngu-
ferð fyrir alla aldurshópa.
2. Laugardagur 11. júlí. Gengið
frá Ólafsfirði yfir Dranga til Dal-
víkur.
3. Fimmtudagur 23. júlí kl.
20.30. Gengið frá Koti að Skeiðs-
vatni. Létt gönguferð fyrir
svefninn.
4. Laugardagur-sunnudagur 8.-9.
ágúst. Tungnahryggur. Gengið
úr Barkárdal og gist í skála
Ferðafélagsins og gengið niður í
Skíðadal á sunnudag.
5. Laugardagur 29. ágúst. Geng-
ið á Rimar.
Fréttatilkynning.
Endurbætt Dalborg
I síðustu viku kom Dalborg
til Dalvíkur eftir að gerðar
voru á henni miklar endurbæt-
ur hjá Slippstöðinn h/f á Akur-
eyri. Sett var ný brú á skipið og
um leið gerður nýr matsalur og
eldhús. Þá voru gerðar ýmsar
breytingar á trolldekki og betri
aðstaða fyrir veiðarfæri ofan-
dekks, ásamt stakkageymslu
fyrir áhöfnina. I brúnni voru
sett ýmis ný tæki í bland með
þeim gömlu og skipt um allan
spilbúnað.
Af þessari upptalningu má sjá
að skipið hefur tekið talsverðum
breytingum. Nýja brúin er tals-
vert hærri og lunningar voru
hækkaðar og skipið lokað tals-
vert að framan. Utlit Dalborgar
hefur því breyst umtalsvert og
vinnuaðstaða áhafnar á dekki
stór batnað. Nú í lok júní eru lið-
in tíu ár frá því Dalborg kom
fyrst til heimhafnar hér á Dalvík.
Skipið var á sínum tíma keypt
frá Sardiníu á Ítalíu. Síðan var
því breytt í Danmörku og settar í
það rækjuvinnsluvélar og var það
þar með fyrsti rækjutogari
íslendinga. Ekki er ætlunin að
fara að rekja sögu skipsins frekar
hér nú. það bíður betri tíma hér á
síðum blaðsins.
Dalborg hélt síðan á veiðar á
sunnudaginn var og hafði
skamma viðdvöl hér á Dalvík aft-
ur í vikunni þegar menn sem fóru
með til að stilla nýju spilin og
annan tækjabúnað voru settir í
land. Það var á skipverjum að
heyra að reynslutúrinn hafi geng-
ið vel og breytingarnar virðast
koma vel út.
Eins og áður hefur komið fram
var Björgúlfur í breytingum í
Hollandi í vetur og Otur var
Að kvöldi 23. júní gekkst ung-
mennafélagið Þorsteinn Svörfuð-
ur fyrir jónsmessuhátíð á Flötu-
tungu, íþróttasvæði félagsins.
Samkomuna sóttu rösklega
hundrað manns í kalsaveðri.
Margt var þar gert til gamans s.s.
víðavangshlaup barna og ungl-
inga, hjólböruakstur, reiptog,
varðeldur og söngur en mest var
þó spennan í kring um knatt-
spyrnukappleiki á milli bænda af
vestur- og austurkjálka og Svarf-
aðardal fram og húsfreyja af
vestur- og austurkjálka.
í leik vestur- og austurkjálka,
bændaflokki, vildi þó ekki betur
til en svo að Sverrir bóndi á Mel-
um lenti í árekstri við einn varn-
armann austanmanna og hlaut
slæmt fótbrot upp úr krafsinu.
Skyggði þetta óhapp að sjálf-
lengdur um áramótin. Nýsmíðin
fyrir Útgerðarfélag Dalvíkinga er
hafin í Noregi og einnig fyrir Rán
h/f í Svíþjóð. Ránarskipið verður
tilbúið i haust en Útgerðartogar-
inn snemma næsta árs. Þá hefur
því verið fleygt að einhverjir fleiri
hér hugsi nú til stækkunnar sinna
skipa.
sögðu töluvert á hátíðarstemn-
inguna.
Þegar sjúkrabíll frá Dalvík
hafði flutt burt hinn slasaða var
þó knattspyrnunni haldið áfram
og urðu úrslitin þau að lið bænda
af austurkjálka „Gallarnir“ sigr-
uðu báða andstæðinga sína
örugglega en í kvennaflokki
höfðu húsfreyjur af vesturkjálka
næsta öruggan sigur yfir húsfreyj-
um austan ár.
Síðar kom í ljós að Sverrir var
ekki sá eini slasaði. Einn uppskar
tognuð liðbönd og hjá öðrum
blæddi inn á lið og einhver heyrð-
ist kvarta undan kviðsliti.
Það er auðsætt af þessu að
svarfdælskir bændur gefa ekkert
eftir þegar knattspyrna er annars
vegar og láta sér þá meira varða
heill liðsins en eigin heilsu.
Fótbrot á
Jónsmessuhátíð
Fréttahomið
Eins og fram kemur annars
staðar í blaðinu opnar ný
verslun hér á Dalvík, Kotra, í
júlí. Þar verður m.a. verslað með
vefnaðarvöru og tilheyrandi.
Sumum mundi finnast í fullmikið
lagt að vera með þrjár slíkar
verslanir á staðnum, þar sem
KEA og Rikka eru fyrir. Norður-
slóð barst það hins vegar til eyrna
að Rikka væri að hætta með sína
verslun. Ekki er að efa að margar
munu sakna þess að geta ekki
skotist til hennar eftir tvinna eða
rennilás því oft hefur hún bjarg-
að saumakonum í þeim efnum.
Þjónustan verður þó væntanlega
áfram til staðar, því þær Kotru
konur munu kaupa það af lager
og fleiru af Rikku, sem hæfir
þeirra rekstri. Útsaumsvörur og
fleira hefur Rikka síðan hugsað
sér að setja á útsölu með haust-
inu og losa sig þannig alveg út úr
verslunarrekstri.
Eins og víða hefur komið fram
og meðal annars hér í blað-
inu er talsvert mikið um að vera i
atvinnulífinu á Dalvík. Eins og
undanfarin ár starfrækir Dalvík-
urbær vinnuskóla fyrir unglinga.
Aðsókn eldri unglinganna er lítil
núna því auðvelt hefur verið fyrir
fimmtán ára og jafnvel talsvert
yngri að fá vinnu á almennum
vinnumarkaði. Sú vinna sem
unnin.er af unglingunum er mjög
mikilsverð. Snyrting og fegrun
bæjarins er talsvert í þeirra hönd-
um og hefur þess oft sést stað
þegar vel hefur verið að þessu
staðið. Vonandi verður aðsókn
ekki það dræm að ekki verði
hægt að vinna þessi verk í fram-
tíðinni eins og verið hefur.
enslan á vinnumarkaðnum
hérna hefur leitt til merkjan-
legs launaskriðs hér á Dalvík.
Ýmsar sögur hafa gengið um
launaskrið á höfuðborgarsvæðinu
á undanförnum árum og hefur
landsbyggðinni þótt á sig hallað.
Úttekt á útsvarstekjum sveitar-
félaga fyrir tveimur árum eða svo
sýndi lágar meðaltekjur hér á
Dalvík og raunar í fleiri kaup-
stöðum í grenndinni. Þó það hafi
ekki verið kannað er hald manna
að eitthvað hafi ræst úr hér á Dal-
vík í fyrra og enn muni rætast úr
á þessu ári.
Og enn um launamálin. Dal-
víkurbær hefur gengið frá
samningi við Verkalýðsfélagið
Einingu um kjör Einingarfélaga
sem vinna hjá bænum. Þar til nú
hafa samningar við Dalvíkurbæ
verið þeir sömu og við Akureyr-
arbæ en í þetta sinn gerði Eining
fyrst samning við Akureyrarbæ
og síðan hærri kaupkröfur á Dal-
víkurbæ sem bæjarstjórn gekk
að. Um síðustu áramót gengu
nokkrir af starfsmönnum bæjar-
ins í Starfsmannafélag Dalvíkur-
bæjar og Dalbæjar, sem áður voru
í Einingu. í vetur gerði starfs-
mannafélagið samning við bæinn
á svipuðum grunni og hjá sveitar-
félögum víða um land.
Hestamannfélagið Hringur
varð 25 ára 16. júní sl. Að
því tilefni efndi félagið til kaffi-
samsætis að Grund. Var þar hver
bekkur skipaður. Bar þar helst til
tíðinda að tveir gamalreyndir
hestamenn voru gerðir að heið-
ursfélögum. Það voru þeir
Steingrímur Óskarsson á Sökku
og Björn Gunnlaugsson á
Dalvík. Þetta er æðsta viður-
kenning sem hestamannafélagið
getur veitt félagsmönnum sínum
og hefur aðeins einn maður áður
verið heiðraður með þessum
hætti. Það var Klemens heitinn
Vilhjálmsson í Brekku.