Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 3
Miklar breytingar í afgreiðslu og þjónustu -segir Sæmundur Benediktsson forstöðumaður hag- og markaðsmála „ Á síðustu árum hafa miklar breytingar átt sér stað í fjár- málaumhverfmu. Samkeppnin hefur aukist, þ jónustan hefur breyst og þeim vörum eða afurðum sein viðskiptavinunum er boðið uppá hefur Ijölgað gífurlega mikið. Þó svo að umgjörðin í kringum fjár- málaþjónustuna hafi breyst mikið á síðustu áruin þá hefur það ávallt verið eitt af aðal markmiðum Sparisjóðsins að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu á sviði fjármála“, segir Sæmundur Bene- diktsson, forstöðumaður Hag- og markaðsmála Sparisjóðsins í Keflavík. Aukin tækni, frjálsræði og samkeppni hafa haft mikil áhrif 1 9 0 7 - 1 9 9 7 VIÐSKIPTAVINIR Skátafélagið Heiðabúar í Keflavfk seitdir Sparisjóðnum íKeflavík afmœlisóskir í tilefni af 90 ára afmœlinu. Við þökkum starfsfólki fyrir sérstaklega lipra og góða þjónustu, og stjórn fyrir velvild til skátastarfs í Keflavík. f.h. Heiðabúa, Eydís Eyjólfsdóttir, gjk. á þær breytingar sem gerðar hafa verið. Væntingar | viðskiptavinanna til þjónust- unnar hafa einnig ýtt | undir breytingar á henni. Þróun hefur átt sér stað í tölvubúnaði og tölvukerfum. Nú er t.d. ekki lengur neitt vandamál fyrir viðskiptavini okkar að stunda öll sín banka- viðskipti heima hjá sér úr venjulegri heimilistölvu. Möguleikar Intemetsins eru miklir og það styttist alltaf í það að full bankaviðskipti verði stunduð í gegnum netið. - Hvað með nýjungar í starfseminni? J „Við sjáum fyrir okkur nokkrar breytingar í starfseminni á næsmnni. Aukþessmunum við halda áfram að brydda upp á nýjungum í þjónustu okkar s.s. nýjum reikningum, tiygg- ingar og fleira. Stærstu breytingamar sem viðskiptavinurinn mun verða var við á næstu vikum er nýja afgreiðslukerfi okkar. Sparisjóðimir hafa hannað nýtt afgreiðslukerfi sem sett verður- upp í öllum afgreiðslum sparisjóðanna á landinu á næsta ári. Þetta nýja kerfi mun hafa gífurleg áhrif á þjónustu- umhverfið þegar fram í sækir. Afgreiðslutæknin eru byggð á nýjustu tækni og eru tækin mun hraðvirkari en þau sem við notum í dag. Þau koma til með að hafa mikil áhrif á þær biðraðir sem við sjáum svo oft á álagsdögum í afgreiðslum okkar. Með aukinni tækni og sjálfsaf- greiðslutækjum sjáum við fyrir okkur að viðskiptavinurinn eyðir ekki eins miklum tíma í afgreiðsluþáttinn. I framhaldi af því getur starfs- fólkið lagt frekari áherslu á að þjónusta viðskiptavininn og kynnt fyrir honum allar þær afurðir og nýjungar sem við höfum uppá að bjóða. En með öllum breytingum og nýjungum er auðvitað líka markmiðið að ná fram meiri hagræðingu og betri árangri og sfðast en ekki síst að gera þjónustuna betri og halda góðum tengslum við viðskiptvini okkar“, sagði Sæmundur Benediktsson að lokum. NOKKRAR LEIÐIR SEM GETA SPARAÐ ÞER SPORIN! Fleiri nýta sér sj álfsafgreiðslu BE! Sífellt fleiri og fleiri viðskiptavinir nýta sér þá sjálfsafgreiðslumöguleika sein Sparisjóðurinn hefur upp á að bjóða. Þar er uni að ræða Heimabanka, fyrirtækja- tengingu, Hraðbanka og Þjónustusíma. Til að geta tengst Heimabankanum og fyrirtækjalínunni þarf að hafa aðgang að tölvu sem tengd er við mótald. Eftirfarandi aðgerðir er m.a. hægt að framkvæma í Heimabankanum: Skoða stöðu á innlánsrcikningum og fá yfirlit, millifæra milli innlánsreikninga, greiða gíróseðla, greiða skuldabréf, víxla og ýmislegt fleira. Til að fá aðgang HEIMABANKI rn SPARISJOÐANNA að Hraðbankanum þarf að liafa debetkort eða kreditkort. I Hraðbankanum er hægt að taka út peninga, skoða stöðu, fá yfirlit, millifæra milli reikninga, leggja inn og greiða reikninga. Þjónustusíminn gefur einnig mikla möguleika. Hægt er að hringja í |)jónustusímann hvaðan sem er af land- inu, jafnt að nóttu sem degi. I þjónustusímanum er m.a. hægt að framkvæma eftirfarandi aðgerðir: Fá yfirlit yfir reikninga, millifæra milli eigin reikninga, greiða reikninga og skuldabréf. Ymis konar innheimtu- möguleikar í boði Forráðamenn rekstraraðila, húsfélaga og félagasamtaka hafa í sífellt auknunr mæli nýtt sér þá þjónustu sem felst í því að láta Sparisjóðinn sjá um ýmis konar innheimtu á kröfum fyrir sig. Það hefur oftar en einu sinni komið fram hjá jreim aðilum sem sjá um innheimtu fyrir félög og fyritæki að sú þjónusta sem Sparisjóðurinn býður upp á hefur marg borgað sig fyrir þá. Þær Guðný Dóra Sigurðar- dóttir og Oddný Leifsdóttir sjá um innheimtumálin og að þeirra sögn snýst þjónustan um að útbúa reikninga og senda þá út, ásamt því að halda utan um það hverjir greiða og senda síðan út ítrekanir til jreirra sem ekki greiða á réttum tíma að beiðni kröfueigenda. GRINDAVIKURAFMÆLI Afgreiðslan í Grindavík varð tíu ára siðla sumars en hún var opnuð 10. ágúst 1987. Sænwndur Benediktsson, forstöðu- maður hag- og markaðsmála VIÐSKIPTAVINIR Horn- steinn í héraði I tilefni af þvi að þann 7. nóvember eru liðin 90 ár frá stofnun Sparisjóðsins í Keflavík senda bæjar- yfirvöld stjórn og starfs- fólki sjóðsins heilla- og hamingjuóskir í tilefni þessara merku tímamóta. Árið 1908 varð Kefla- víkurhreppur til sem sjálf- stætt sveitarfélag (Keflavík og Njarðvíkur) en það er einnig fyrsta starfsár Sparisjóðsins. Strax við stofnun Kefla- víkurhrepps hóf sveitar- félagið viðskipti við sjóðinn og hafa þau staðið óslitið síðan, þ.e. Kefla- víkurhrepps, Keflavfkur- kaupstaðar og nú Reykja- nesbæjar. Frá stofnun hluta- og veltufjárreikninga hefur bærinn haft reikning nr. 1 og þykir okkur sem förum með fjármál bæjarins mikil virðing íþví. Vöxtur og gengi Spari- sjóðsins á hverjum tíma hefur verið nokkurs konar mælikvarði á afkomu íbúa í bæjarfélaginu. Þegar vel hefur árað til lands og sjávar hafa innlán aukist og með sama hætti útlán. Utlán sjóðsins hafa að lang- stærstum hluta farið til bygginga á íbúðarhúsnæði á Suðumesjum. Stjómendur og starfsmenn Sparisjóðsins hafa ætíð notið trausts bæjarbúa og bæjarstofnana og hefur það verið gagnkvæmt. Ég vil fyrir hönd bæjar- stjómar og starfsmanna þakka fyrir 90 ára ánægju- leg og fagleg viðskipti og fullyrði að Sparisjóðurinn í Keflavík rís undir því sæmdarheiti að vera „Hornsteinn í héraði" og óska þess að svo megi verða um ókornin ár. Ellert Eiríksson, bœjarstjóri Reykjanesbœjar Víkurfréttir Blaðauki

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.