Norðurslóð - 06.07.1989, Qupperneq 1

Norðurslóð - 06.07.1989, Qupperneq 1
Athafnainenn í iðrum jarðar. Innfellda mvndin: Björn Harðarson, staðarverkfræðingur. Vegagerð - Múlagöngin hálfunð Blaðið átti tal við umdæmis- verkfræðing Guðmund Svav- arsson á Akureyri og innti eftir lielstu verkefnum vegagerðar- innar hér um slóðir á þessu sumri. Þetta er það sem helst her að nefna: Að sjálfsögðu eru Múlagöngin efst á blaði. Þau eru nú í fullum gangi eins og allir vita og er um það ritað hér á öðrum stað. Að öðru leyti er helst að nefna endurbætur á Svarfaðardalsvegi nr. 805 þ.e. 3,2 km frá Hrciðars- staðakoti að Hóli. Þetta er að langmestu leyti vegurinn í gegn- um Urðaland. Eins og kunnugir vita liggur þessi vegur fast ofan við bæ og kirkju á Urðum, en snarbrött brekkan ofanvið. Upp í hana mun vegurinn eitthvað fær- ast og verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst að gera þarna góðan veg og hlífa jafnframt umhverfinu við miklum spjöll- um. Verktakmn er Jarðverk sf. til heimiiis í Nesi í Fnjóskadal. Forsvarsmaður þess er Vignir Valtýsson. Hann átti lægsta til- boð kr. 9,6 milljónir, sem er 85,26% af kostnaðaráætlun vega- gerðarinnar sjálfrar. Fjórir aðrir aðilar buðu í verkið, þeirra á meðal Ýtan sf. á Dalvík. Verkinu á að vera lokið fyrir I. október í haust. Fátt virðist vera á dagskrá vegagerðarinnar hér á næstunni. Þó er áætlað að styrkja og „steypa" 9 km kaflann t'rá Hóli á Upsaströnd norður að tengingu við Múlagöng á árinu 1990. Verður þá fullkontinn vegur (bundið slitlag) alla leið milli Akureyrar og Ólafsfjarðar. Síð- an er á árinu 1991 á áætlun að hækka og væntanlega einnig setja bundið slitlag á 2 km kaflann á vegi 805 milli Holtsár og Tjarnar. Af öðrum nálægum verkefnum nefndi Guðmundur veg nr. 1, hringveginn um Þelamörk og Öxnadal, sem á að byggja upp og fullgera á þessu og næstu tveimur árum, enda er þetta lengsti og leiðasti malarkaflinn á hringveg- inum alla leiðina frá Akureyri til Reykjavíkur. Múlagöngin Fréttamaður Norðurslóðar brá sér norður fyrir Múlann þriðju- daginn 27. júní til að kanna gang mála við jarðgöngin. Staðarverkfræðingur vega- gerðarinnar Björn Harðarson var inni í fjallinu þegar fréttamann bar að. Björn er af svarfdælskum ættum að hálfu. Hann er sonur Harðar Björnssonar (Arngríms- sonar) og fyrri konu hans, Erlu Sigurðardóttur. Björn nam jarð- fræði við H.I. en að því loknu fór hann til Canada og lauk að lok- um prófi í jarðverkfræði (geo- logical engineering) frá háskólan- um í Montreol. Vinna var í fullum gangi, sprenging nýafstaðin inni í fjall- inu. Ryki og gasi er blásið út, en að því búnu aka grjótbílarnir inn til að sækja „afrakstur" spreng- ingarinnar. Hálfnað er verk . . . Verkið gengur vel og á þessari stundu eru göngin orðin 1660 m löng, en öll vegalengdin er 3130 m. Þetta þýðir að lokið er við rúman helming vegarins í gegn- um fjallið. „Þessi áfangi fór nú alveg framhjá okkur" segir Björn verkfræðingur. Verkið gengur vel núna, ca. 4 sprengingar á dag, eftir tafsaman kafla, sem unninn var síðustu 3 vikurnar eða svo. Þá var farið í gengum sandsteins- lag þar sem berg var svo laust að nauðsynlegt var að sprautusteypa þak og veggi jafnóðum. í hverri sprengingu lengjast göngin jafn- aðarlega unr ca. 3,5 m svo það miðar áfram um eina 12-15 nretra á dag þegar allt er með felldu. Nú er áætlað að sjálf göngin verði komin í gegn í apríl á næsta ári. Þá er reyndar mikið ógert svo ekki má búast við að verki ljúki fyrr en um áramótin 1990-1991. Göngunum hallar upp á við frá opinu í Ólafsfirði alla leið þangaö til eftir eru 100 út úr fjallinu Svarfaðardalsmegin. Þá metrana hallar lítillega í þá áttina. Þessi vinnubrögð eru hentug m.a. vegna vatnsrennslis í göngunum. Nú þegar rennur vænn lækur, 70 lítrar á sekúndu, út úr göngun- um.“ „Nóg vatnsmagn fyrir bæði Dalvík og Ólafsfjörð“ segir Björn. Þess skal að lokum getið að fyrirtækiö Kraftverk sf. er verk- taki að þessari framkvæmd og er í samvinnu við Norðmenn og eru alltaf einhverjir af þeirra mönn- um starfandi við verkiö. Jafn- framt gangagerðinni er unnið að svokölluðum forskála, það er framlenging ganganna ofanjarö- ar, og vinnur það verk undirverk- taki, Fjölnismen frá Akureyri. Það er gaman að fylgjast með þessu verki, einu því sérstæðasta og umfangsmesta, sem unnið hef- ur verið í íslenskum samgöngu- málum og þakkar blaðið Birni staðarverkfræðingi fyrir upplýs- ingar og gott kaffi með súkku- laðikexi. Svarfdælir syðra: Góðar gjafir Á dögunum barst sóknar- nefndum allra sveitakirkn- anna, Valla, Urða og Tjarnar, bréf með 50.000 krónu ávísun til hverrar kirkju frá Samtök- um Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni. Gjöfinni fylgja heillaóskir en engin skilyrði um hvernig nota skuli. í símtali sagði talsmaður Sam- takanna, Hrönn Haraldsdóttir. að þessir peningar væru saman- safnaður ágóði af árshátíðum og fleiru og væri nánast allt, sem þau hefðu átt í sjóði sínum. Þeim mun veglegri er gjöfin og á gefandinn mikinn heiður skilið. Uni leið gat Hrönn þess, að fyrirhuguð væri sumarferð Sam- takanna síðustu helgina í júlí. 28.-30. Til stendur að aka til Þingvalla og norður Kaldadal til Borgarfjarðar. Þaðan eins og leið liggur norður um sýslur að Hól- um í Hjaltadal. Heim verður far- ið um Kjöl (ef færð leyfir). Ferð- in verður að nokkru leyti á veg- urn Ferðafélags íslands og þarf lágmarks fjölda 20 manns. Upp- lýsingar og pantanir eru hjá Kristjáni Jónssyni og Sólveigu Jónsdóttur. Við óskum • þessu góða fólki ágætrar skemmtiferðar. Jónsmessuhátíð ’89 - Táp og Qör á Tungunum Nú er það að verða siður í Svarf- aðardal að halda Jónsmessufagn- að á tungunum. Fyrir því stendur Umf. Þorsteinn Svörfuöur. Með því eru endurvakin „vormótin" sem ungmennafélög dalsins og Dalvíkur héldu í júní ár hvert við Sundskálann í a.m.k. áratugeftir 1929. En ábyggilega er hér líka unr að ræða skandinavískt smit sem berst til dalsins í þessu formi. í Noregi cr það t.d. mikill og gróinn siður á fólk hópast saman kringum bál þessa skemmstu nótt ársins; í skógi, við vötn eða sjávarströnd og skrafa, syngja, róa bátum, grilla pylsur viö bálið, kannski drekka . . . í Svarfaöardal fór fyrir nokkr- um árum að vcröa vart við bálf- agnað um Jónsmessu á bæjum þar sem skandinavísk áhrif voru miki. Og undanfarin þrjú ár hef- ur Þorsteinn Svörfuður tekið málið upp á sína arma. Á Tungunum var fyrst farið í kapphlaup í nokkrum aldurs- flokkum og hlaupiö mjög kapp- samlega. Þá fór fram knatt- spyrnukeppni milli vcstur- og austurkjálka, í karla- og kvenna- flokki. Liðin spönnuðu allt frá pattaralegum bóndaköllum og kellingum oní hálfvaxnar stelpur og stráklinga. í báðum flokkum hafði austurkjálkinn betur. í karlaflokki sýndist mér muna mest um Kristján í Uppsölum sem lék bæði af fótalipurð og for- áttudugnaði. Þá var Jóhann á Hvarfi eitilharöur í markinu. í kvcnnaflokki sóttu vestandrósir framanaf. En eftir að Unna Mæja á Hvarfi varði grimma vítaspyrnu Steinunnar í Brekku snérist stríðsgæfan og lauk með sigri austankvenna. Nú, eftir pokahlaup og „riðu- hlaup" var sest að sprekabáli við söng og skraf og étnar grillpylsur. Engin meiðsl höfðu orðið í þetta sinn og allt tókst vel, en gjóstur- inn var napur. Ekki er fengur að öllum nýjum siðum sem inn eru leiddir. En þessi er cfnilegur. Börn og for- eldrar etja kappi saman á ýmsuin sviðum - og allt í gamni. Höldum því áfrant. Þ.H. Við bálið. Hópur yngstu þátttakenda seni unnu til verðlauna: Iirla, Jenny, Bylgja, Guðjón, Þór og Björn Snær. Myndir: Unnur Hallsdóttir.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.