Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Fjölmennt niðjamót Niðjar hjónanna Jóhönnu M. Bjömsdóttur og Júlíusar J. Daníelssonar héldu ættarmót í Svarfaðardal um Jónsmessuna Dagana 23.-25. júní 1989 héldu niðjar hjónanna Jóhönnu Maríu Björnsdóttur og Júlíusar Jóns Daníelssonar ættarmót á Húsabakka í Svarf- aðardal. Þau bjuggu búi sínu alls 54 ár í Svarfaðardal, þar af í 48 ár í SyðraGarðshorni og skiluðu miklu ævistarfi. Frá Syðra- Garðshornshjónum Júlíus var fæddur á Skeiði 27. júlí 1859 en ólst upp á Tjarnargarðs- horni hjá foreldrum sínum. Þegar hann var á 16. ári hvarf Daníel faðir hans í hafið með hákarlaskipinu Hreggvið í af- takaveðri í maímánuði 1875, frá konu sinni og 6 börnum. Hið sjö- unda bar hún í skauti sér. Varð þá Júlíus að takast á hendur að vera ásamt Guðrúnu rnóður sinni forsjá og fyrirvinna fjölskyldunn- ar í Tjarnargarðshorni og hugsa og starfa eins og fullorðinn væri. Það lánaðist honum vel. Þegar hann síðar ungur og kvæntur fór að búa eigin búi fór hann hinu sama fram. Jóhanna M. Björnsdóttir var Þingeyingur í báðar ættir, en fædd á Einarsstöðum í Kræklingahlíð 7. apríl 1861. For- eldrar hennar fluttust búferlum neðan af Ufsaströnd fram í Syðra Garðshorn árið 1876. Þá var hún 15 ára. Júlíus og Jóhanna giftust árið 1881 og bjuggu í Tjarnargarðs- horni fyrstu árin en síðar í Syðra Garðshorni frá 1885-1934, síð- ustu 16 árin á fjórðungi jarðar- innar í tvíbýli við Daníel son sinn og Önnu Jóhannsdóttur konu hans. Jóhann Daníelsson var mótsstjóri. Séra Stefán Kristinsson. pró- fastur á Völlum hefur skrifað um Júlíus að hann hafi verið “maður frábær að dugnaði og harðfengi. garpur til allra starfa svo á sjó sem á landi og að sama skapi fjöl- virkur og vandvirkur..." Júlíus bætti mjög jörð og hús í Syðra Garðshorni, bjó alla tíð traustu búi og varð einn hinna gildari bænda í Svarfaðardal. Hann tók þátt í sveitarmálum og sat í hreppsnefnd. Hann stundaði sjóinn frá unglingsaldri langt fram eftir ævi við hákarla -og fiskiveiðar eftir árstíðum, for- maður á fiskibátum um fjölda vertíða. Jóhanna kona hans þótti atgerviskona “prúð, fríð og vel viti borin", hæglát kona og barst ekki á.“ Hún var þekkt fyrir dugnað í störfum, gjafmildi og góðvild" skrifar Björn á Grund um hana. Þó að Júlíus og Jóhanna væru ólík um skapsmuni var hjóna- band þeirra einstaklega gott og farsælt. Þau eignuðust 7 börn sem upp komust en tvö dóu ung. Hólmfríður var elst, fædd 17. júlí 1882, síðar kona Jóhannesar Björnssonar frá Hóli, bónda á Steindyrum, Guðrún , f. 25. maí 1885, giftist Halldóri Sigfússyni frá Grund, bónda í Brekkukoti, Jóhanna f. 18. des. 1886, kona Magnúsar Gíslasonar, múrara- meistara á Akureyri, Daníel, f.5. nóv. 1891, átti Önnu Jóhanns- dóttur frá Brekkukoti, húsfreyju í Syðra Garðshorni, Sigrún , f. 3. nóv. 1894, kona Gests Vilhjálms- sonar, bónda í Bakkagerði, Friðrika, f. 27. des. L899.\ona Sævaldar Ó. Konráðssonar, kaupmanns á Norðfirði og Björn Júlíusson, f. 14. apríl 1903, bóndi í Laugahlíð, kvæntist Snjólaugu Hjörleifsdóttur frá Gullbringu. Júlíus keypti jöröina Syðra Garðshorn árið 1911 af lands- sjóði og var líklega að því er ráða má af heimildum fyrsti sjálfseignarbóndinn á þeirri jörð. Flaustið 1931 áttu þau Jóhanna gullbrúðkaup og þá var haldin fræg veisla í Syðra Garðshorni þar sem fjöiskylda, afkomendur og vinir samfögnuðu þessum vin- sælu heiðurshjónum. Júlíus lést 18. september 1939 en Jóhanna 1. janúar 1949. Af- komendur þeirra eru nú dreifðir um allt land en einnig til útlanda og í aðrar heimsálfur. 240 manna ættarmót. Þessi fjölskylda hefur fengið orð fyrir að vera frændrækin. Það ásannaðist rækilega þegar henni var stefnt til ættarmóts á Húsa- bakka nú um Jónsmessuna. Þangað söfnuðust saman um 240 manns, ættingjar og venslafólk til að heiðra minningu hjónanna frá Svðra Garðshorni, hittast og kynnast nýjum einstaklingum. Síðdegis á föstudegi fór að rísa tjaldborg umhverfis Húsabakka- skóla og undir kvöld voru komnir að skólanum tugir bíla inóts- gesta. Flestir bjuggu í heimavist skólans og heimavist Dalvíkur- skóla, aðrir hjá ættingjum eða í sumarbústöðum. Mótið hófst formlega úti við á Húsabakka á föstudags-kvöld 23.6. með því að tendrað var Jónsmessubál í hvammi einum suður við læk. Þangað söfnuðust þeir sem þá voru komnir, en Jóhann Daníelsson frá Syðra Garðshorni, mótsstjóri setti þennan mannfagnað með ræðu, bauð alla velkomna og skýrði frá tilhögun og dagskrá. Menn undu sér lengi kvölds viö bálið í bjartri Jónsmessunóttinni og skemmtu sér við gamanmál og söng við gítarundirleik Gísla Más Jóhannssonar. Yngsta kynslóðin var sérstaklega dugleg að syngja. Hver grein fjölskyldunnar bar litla borða hvern með sínurn lit, auk nafnspjalds í barmi, (þ.e. Við Jónsmessubál. hver afkomandi hinna sjö barna Júlíusar og Jóhönnu) en auk þess kringlótt barmmerki sameigin- legt fyrir alla, þar sem m.a. var dregin mynd af gamla Syöra Garðshorni. Makar sem gifst höfðu inn í þessa ætt, báru auk þess hvítan borða. I einni kcnnslustofunni á Húsabakka var e.k. setustofa mótsgesta, þarsem gömlum fjölskyldumyndum og myndum frá Syðra Garðshorni var komið fyrir á veggjunt. Margir lögðu hönd að verki við að undirbúa mótið. Laugardaginn 24.6. á Jóns- messunni, fóru mótsgestir hring- ferð um dalinn. Yngra fólkið og það aðkomufólk sem lítt var kunnugt í Svarfaðardal óku í tveim rútubílum en leiðsögu- menn í þeim voru Garðshorns- bræður Daníelssynir. Komið var við í Syöra Garðshorni í boði núverandi ábúenda, þeirra Vil- hjálms Þórarinssonar og Ástu Sigríðar Guðnadóttur. Þar var tekin hópmynd. Klukkan 6 síð- degis hófst svo hátíöarsamkoma í Víkurröst á Dalvík og var snædd- ur þar kvöldverður. Kristín Gestsdóttir (dóttir Sigrúnar) frá Bakkagerði setti samkomuna, ávarpaði veislugesti og tilnefndi Hörð Sævaldsson (son Friðriku) veislustjóra, cn Jóhann Daníels- son söngstjóra. Júlíus J. Daníels- son flutti minningarræðu um afa sinn og ömmu, Anna Guörún Júlíusdóttir og Árni Daníel Júlíusson fluttu þátt um gamla bæinn í Syðra Garðshorni eftir föður sinn, Hjörvar Sævaldsson flutti gamanmál frá þeim dögum þegar hann var í sveit í Syðra Garðshorni. Gísli Már Jóhanns- son (Daníelssonar) flutti frum- samið lag og Ijóð tileinkað minn- ingu langafa síns og langömmu við eigin undirleik á gítar. Á milli atriða var almennur söngur við píanóundirleik Jóhanns. Yngsta kynslóöin fjölmennti upp á svið og söng barnalög af mikilli söng- gleði. Gert hafði verið sérstakt hefti með söngtextum sem útbýtt var meðal gesta. Bryndís Björns- dóttir (Daníelssonar) og maður hennar séra Svavar A. Jónsson hjöfðu gert kver með niðjatali Júlíusar og Jóhönnu og gátu þeir sem óskuðu keypt það á vægu verði. Á eftir var dansað viö harmónikuleik Hafliða Ólafs- sonar í Urðum. Gísli Már, Hjör- leifur Björnsson (Júlíussonar) og Jóhann Daníelsson gripu öðru hvoru í önnur hljóðfæri og léku mcð Hafliða. Veislustjóri þakkaði undir- búningsnefnd mótsins frábært starf, en skipulag og framkvæmd hvi'ldi einkum á heimamönnum, þótt önnur nefnd væri starfandi fyrir sunnan. Mótiö var vel undir- búið og skipulagt, m.a. voru gefin út fréttabréf vegna þess. Hörður Sævaldason tók helstu viðburði mótsins á myndband. Þetta niðjamót sótti fólk úr flestum landshlutum og frá Dan- mörku og Svíþjóð. Kristín Gests- dóttir sleit samkomunni í Víkur- röst um miðnætti. Sunnudaginn 25. júní kl. 11 fjölmenntu mótsgestir til minningarathafnar í Tjarnar- kirkju. Þar flutti séra Trausti Pétursson, prófastur emeritus prédikun og bæn og minntist hjónanna frá Syðra Garöshorni, en viðstaddir kirkjugestir sungu nokkra sálma við organleik Jóhanns Daníclssonar. Að lok- um afhenti Kristín Gcstsdóttir lyrir hönd mótsgesta sóknar- nefnd Tjarnarkirkju gjafabréf fyrir peningaupphæð til kirkjunnar, en Ástdís Óskars- dóttir í Syðra-Holti, sóknarn,- maður þakkaði. Blóm voru lögð á leiði Jóhönnu og Júlíusar og þeirra barna sem hvíla í Tjarnar- kirkju-garði. Þá var haldið að Húsabakka þar sem Jóhann Daníelsson sleit mótinu, en Jóhanna M. Gestsdóttir frá Bakkagerði flutti þakkir frá þátt- takendum. Bjuggust menn þá til brottferðar eftir vel heppnað gleði -og niðjamót. Hópmynd af þeim þátttakendum sem fóru um dalinn í rútubílnum. Myndir: JJD. J..I.D.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.