Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Nýi hli ómurínn ** - Góð sýning á kynbótahrossum þetta meira sér til ánægju. Enda þótt umdeilt sé hvort hrossahald í stórum stíl eigi rétt á sér í snjó- þungum héruðum sem þessu, þá má benda á að hér er búgrein sem byggir á litlum sem engum útlendum aðföngum, og hrossa- sala virðist fremur lífleg um þess- ar mundir. Með útsjónarsemi í vali ræktunargripa og smá heppni geta menn því haft all drjúgar tekjur af þessu. Hinu ber þó ekki að neita, að alltaf er sú hætta fyr- ir hendi að hross hrúgist upp hjá mönnum, verðlaus og óseljanleg í mikilli markaðssamkeppni. Er þá stutt í ofbeit og landsspjöll af þeirra völdum. Hér verður að gæta hófs sem annars staðar og haga sér eftir aðstæðum. Nýlega var haldin hér á Flötu- tungum sýning á kynbótahross- um. Er það liður í árlegu sýn- ingahaldi Búnaðarfélags íslands og búnaðarsambandanna um land allt. Er skemmst frá því að segja að sýning þessi þótti takast með ágætum. Að sögn ráðunauta sem að dómum stóðu voru góðar framfarir frá fyrri árum, og all- flest hrossin náðu því marki að komast í ættbók B.í. en það táknar að þau séu talin hæf til framræktunar. Tveir álitlegir 4 ára stóðhcstar komu þarna fram: Sókron Þorleifs á Hóli, sem náði þeirn ágæta og eftirsótta árangri að fá 1. verðl. þ.e. yfir 8,00 í meðaleinkunn, og Hjörtur Ár- manns í Laugasteini sent fékk góð 2. verðl. og vakti athygli einkum fyrir glæsilega frambygg- ingu. Af hryssum stóð efst Saga ,Tvær í öruggum vexti“, eins og þeir segja í Sparisjóðnum. Fermingarböm frá Völium 12. júní 1949 komu saman í Víkurröst ásamt sr. Stefáni Snævarr og minntust 40 ára fenningarafmælis síns. Gunnar Brekku, Ingibjörg (LiUa) frá Þorsteinsstöðum, Sr. stefán Snævarr, Lena Atlastöðum og Gunnlaugur í Hofsárkoti. Fjarstödd vom úr hópnum Jóhannes Miðbæ, Árdís HelgafeUi, Hart- mann og Kristín TungufeUi. Vorið 1989 er um margt sér- kennilegt í þessu byggðarlagi. óhemju mikil snjóalög og gróður allur seinn til. Þetta telst þó varla til eindæma, heldur hitt, að nú vantar einn af þessum öruggu vorboðum um þúsund ár, lömb- in. Hljómur vorsinfóníunnar er breyttur, það vantar eitt hljóðið, jarmið. Hins vegar er nú annað hljóð orðið meira áber- andi, það er hneggið. Senni- lega hafa aldrei fæðst fleiri folöld hér um slóðir en á þessu vori. Lauslega áætlað gætu þau verið á bilinu 80-90 og er það breyting frá fyrri árum, þegar til tíðinda taldist, ef folald fæddist. Hrossarækt er sem sé orðin alvöru búgrein hjá sumum, þó aðrir og kannski flestir stundi Aldrei fæðst fleiri folöld. Stóðhesturinn Hjörtur. frá Hóli (systir Sókrons) sent einnig náði 1. verðl. markinu. Á Hóli er greinilega ntikil gæöinga- uppspretta undan og út af Blesu gömlu frá Möðrufelli í Eyjafirði. Fleiri hryssur vöktu þarna eftir- tekt, t.d. Glóð frá Þverá í Skíðadal sem fékk mjög háa byggingareinkunn 8,19 og Stef- anía í eigu Lýsufélagsins sem skeiðaði með miklum tilþrifum. Frá Þverá í Skíðadal komu 8 hryssur á sýninguna og fóru þær flestar í ættbók og er það góður árangur. Helgina eftir voru svo flest þessara hrossa sýnd á aðal- héraðssýningu á Melgerðismel- um. Þóttu þau standa þar vel að vígi og þola vel samanburð við önnur hross héraðsins. Vonandi er þessi góði árangur merki þess að hrossarækt fleygi fram og að kynbótastarfið sé að skila sér. í sumar er óvenju mikið og gotl úrval stóðhesta á Eyjafjarð- arsvæðinu bæði hjá einstakling- um og á vegum Hrossaræktar- sambandsins. Er sjálfsagt að reyna að nýta þessa góðu hesta sem best, og jafnframt að nota eingöngu góðar og viðurkenndar hryssur til undaneldis. Öðruvísi næst tæpast góður árangur í hrossarækt. Á.G. Ef hús eru að falli komin er að sjálfsögðu snyrtilegra að fjarlægja þau. Nefnd hefur verið hugmynd um niðurrifssveitir. en því miður hefur ekki tekist að skipuleggja það starf. Malbikun hlaða Búnaðarfélagið í sveitinni hefur fengið tilboð í lagningu malbiks fyrir þá sem þess óska. Kostnað- ur pr. m er frá kr. 1.000,00- 1.400,00 eftir því hve mikið þarf að vinna við jarðvegsskipti og fl. Nánari upplýsingar gefur Óskar Gunnarsson í Dæli. Heilbrigðisfulltrúi hefur farið um sveitina og gert skýrslu um það sem betur mætti fara í umgengni. Athugasemdir er varða hvern bæ sérstaklega verða sendar hlutaðeigandi, en annars eru þær ábendingar trún- aðarmál og berast ekki víðar. Einn tiltcktarbópurinn aö störfum í framdalnum. Ljósmn. Unnur Hallsd. Fegrunarátak Hjá samstarfsaðilum um fegr- unarátak í Svarfaðardalshreppi hefur verið ákveðið að aðal- átakið verði gert helgina 8.-9. júlí. Ollum þáttum verði hins vegar lokið mánudag 31. júlí. Urðun heimahauga Bent er á að jarðýta Ræktunar- sambandsins er að hefja hring- ferð um sveitina. Þeir sem þurfa að láta ýta yfir heimahauga eða önnur lýti á ásýnd sinna jarða ættu aö liuga að því að nýta sér jarðýtuna. Málning á afsláttarverði Þeir sem hafa hugsað sér að mála hús sín í þessu fegrunarátaki, geta snúið sér til Byggingarvöru- deildar UKED. Þar ei hægt að fá málningu á sérstökum afsláttar- kjörum vegna átaksins. Um þetta var frétt í Degi nýlega. Brottflutningur á bílhræjum og öðru skrani verður framkvæmdur á vegum sveitarfélagsins ef menn óska þess. Farið veröur með kranabíl um sveitina áðurnefnda helgi. Þeir sem óska eftir burtflutningi á gömlum vélum eða járnarusli geta lagt inn pöntun á skrifstofu hreppsins í síma 61332. Farin verður aukafcrö 31. júlí ef þörf krefur. Samstarfsaðilarnir um fegrunarátak í Svarfaðardals- hreppi helgina 8.-9. júlí eru: Búnaðarfélag Svarfdæla: tcngil. Gunnsteinn Þorgilsson U.m.f. Þorsteinn Svörfuður: tengil. Óskar Gunnarsson Kvenfélagið Tilraun: tengil. Ástdís Óskarsdóttir Svarfaðardalshreppur: tengil. Björn Þórleifsson. Sé óskað eftir frekari upplýs- ingum má hafa samband viö ein- hvern af tengiliöunum og verður þá reynt að gefa upplýsingar. Við hvetjum til góðrar þátt- töku!

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.