Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 2
2 - NoRÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og abyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfadardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiösla og innheimta: Sigríöur Hafstaö, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friöbjörnsson Prentun: Dagsprent Orkufrekur iðnaður Enn á ný er hafin umræða um aukningu orkufreks iðnaðar hér á landi og Eyjafjörður m.a. nefndur til sem líklegur staður til að hýsa slíka starfsemi. Fyrir nokkrum árum voru uppi ráðagerðir um álbræðslu sem valinn yrði staður á vesturströnd fjarðarins skammt innan Hjalteyrar. Þar er búskapur lítill en landrými mikið á eina stóra, oræktaða láglendissvæðinu í sýsl- unni. Mikill ágreiningur kom strax í Ijós um réttmæti þess að setja niður stóriðjuver í héraðinu. Meðmælendur færðu fram rök er lutu að nauðsyn atvinnuaukningar og viðnáms gegn brottflutningi fólks af Eyjafjarðarsvæð- inu. Andmælendur lögðu áherslu á hættu á óheppilegri röskun byggðar innan héraðs og sérstaklega á mikilli inengunarhættu vegna náttúrulegra aðstæðna við fjörðinn. Ekki er vafi á því að nú upphefst aftur heit deila meðal héraðsbúa um málið og öll hin gömlu rök verða dregin fram aftur og blásið af þeim rykið. Sitthvað hefur þó gerst síðan hugmyndin um iðjuverið á vegum hins kanadíska félags stóð sem hæst, sem getur breytt afstöðu manna. Lengri reynsla er fengin af stórum málmiðjuverum fyrir sunnan (Straumsvík, Grundar- tangi), sem dregið hefur úr ótta manna við félagslegan ófarnað af slíkri starfsemi, en þar er annað verið fast við stóran kaupstað en hitt nánast úti í sveit þótt við sjóinn sé. Þá eru líkurnar fyrir óviðráðanlegum meng- unaráhrifum frá málmbræðslum stöðugt minnkandi með nýrri varnartækni á því sviði. Jafnframt hefur það sýnt sig að jafnvel hérað sem Eyjafjörður með fjölbreyttu atvinnulífi, þar á meðal margskonar léttum iðnaði, megnar ekki að halda í fólk sitt og fjármuni gegn aðdráttaraflinu mikla frá höfuð- borgarsvæðinu, sem nærist eftir ótal sterkum rótum, þar á meðal stóriðju með öllum þeim umsvifum, sem henni fylgja. Að svo komnu máli liggur ekkert fyrir um það, að Eyfirðingar standi frammi fyrir því á næstu árum að eiga að taka ákvörðun með eða móti uppbyggingu orkuiðnaðar í liéraði sínu, þó að það megi teljast líklegt. En víst er það, að niðurstaðan mun hafa víðtæk áhrif á þróun byggðar við fjörðinn og raunar á landinu öllu. HEÞ Dagbók Jóhanns á Hvarfi - Anno 1897 1. jan. Fór margt til kirkju. Ég var heima, skrifaði í sparisjóðs- bækur og fleira. 2. jan. í dag enti ég við skýrslu yfir jarðskjálftaveitu úr Valla- sókn kr. 62,10, sent með Stefáni í Hofsárkoti á morgun. (Söfnunar gjafafé vegna jarðskjálftanna miklu á Suðurlandi. 9. jan. Kom Jói heim úr Sökku, hefir verið þar heimilis- kennari í 8 vikur. 23. jan. Kom Grímur sagði fréttir af kaupfélagsfundi. Afráð- ið að halda áfram pöntun og senda sauði er slátrast í Englandi við affermingu, líka ráðið að taka smjör, tólg, kæfu, saltkjöt, haust- ull, og sv. frv. 29. jan. I nótt kom Sigurður í Sælu yfir á leið að Tjörn að sækja yfirsetukonu. Fór Þórunn heim að kvöldi, var fylgt yfir að Grund. 31. jan. Frétti að Anna Þor- steinsdóttir á Hellu hafi dáið í fyrradag hún var ekkja Vigfúsar sál. er þar bjó lengi, þau hjón áttu þá jörð og leifa sér ágætan orðstýr. (Anna var frá Skáldalæk alsystir Jóns á Hóli út, föður Jóns í Framnesi.) 21. feb. Kom Jón Þórðarson frá Syðra-FIolti, fór ég með hon- um fram í Hnjúk ....... kom úr kaupstað sagði Ólaf Þorsteinsson póst hafa fallið fyrir björg niður í fjöru nálægt Miðvík eða Ytrivík, á hesti, fórst hvorutveggja. Gísli fór með okkur fram í Hnjúk, gistum þar allir. 22. feb. Gerður samningur að Jón (Þórðarson) byggi sér hús- næði á stekknum í vor 1897. Ýmislegt þessháttar skrifað, gekk allur dagur í það svo við gistum aftur. (Þetta er Hlíð sem á að fara að byggja útúr Hnjúki.) 23. feb. Fórum út á stekk, skoðað stæði fyrir bygging og fleira. Fórum heim. Útlit ljótt. 25. feb. Jarðlaust . . . Áfreði. Kom Jóhann í Árgerði með 100 þorskhöfuð g 3 fjórðunga af fiski, sem hann færði mér, fékk aftur 3 poka af töðu. Hann hafði hest og sleða. 4. mars. I nótt norðaustan stórhríð, hægði að morgni og dreif niður í logni í allan dag. 10. mars. Sagt að Jón Magnús- son liggi í lúngnabólgu inn á Skriðulandi, var þar að sauma segl á skipið Storm. 14. mars. Hefur Jói kennt pilt- Dagbók Jóhanns í fjölriti? Undanfarin misseri hefur þetta blað birt reglulega útdrátt úr dag- bók Jóhanns Jónssonar á Ytra- Hvarfi, þeirri sem liann hélt yfir árin 1888 til 1900, að báðum meðtöldum. Nú er meirihluti áranna 13 þegar kominn á prent, en eftir er samt efni til heils árs eða meir, og er að sjálfsögðu ætlun blaðstjórnar og Aðalbjargar Jóhannsdóttur, sem ritstýrir þættinum, að Ijúka verk- inu í líkum dúr og hingað til. Ekki fer á milli mála, að skiptar skoðanir eru á því, hvort svona efni eigi erindi í blað eins og Norðurslóð. Við vitum vel, að ýmsir fussa og sveia þegar þeir sjá pistilinn og fleygja frá sér blaðinu. Aðrir, og þeir eru furðu margir, lesa þetta af áhuga og athygliu og vilja fá sem ýtarleg- astan útdrátt úr dagbókarfærsl- unum. Þetta er sjálfsagt flest roskið fólk, sem man tímanna tvenna og hefur ræktað með sér áhuga á sögu byggðarlagsins. Sannleikurinn er líka sá, að sé vel lesið kemur fram af þessum blöðum skýr og stórfróðleg mynd af lífi og stríði og starfi forfeðra okkar og mæðra hérna í sveitinni og spírandi kauptúni á Sandinum fyrir og um aldamótin. Þetta er eiginlega ómetanleg heimild og gefur tilefni til margskonar hug- leiðinga um þetta merka tíma- skeið í svarfdælskri sögu. Nú má ekki gleyma því, að þetta, sem birt er í Norðurslóð er einungis minnihlutinn af þessu 13 ára verki Jóhanns á Ytra-Hvarfi. Meirihlutinn er hvergi til nema í handritinu, sem að vísu er vel geymt í Skjalasafni Svarfdæla í Ráðhúsinu á Dalvík. Undir- rituðum hefur dottið til hugar, að ástæða væri til að koma þessu verki í aðgengilegri búning en það er í handritinu með góðri, en ekki sérlega læsilegri rithönd Jóhanns. Þetta hefur vafalaust fleirum dottið í hug þ.á.m. konu sem hringdi nýlega frá Reykja- vík. Hún heitir Ráðhildur Jóns- dóttir, frænka Kristínar Páls- dóttur á Símstöðinni og ekkja Sigurðar heitins Gunnlaugssonar frá Hofsárkoti. Hún gerði það að tillögu sinni, að Dagbókin væri gefin út sem bók. Spurningin er því þessi, hvort einhver vill ganga fram í að láta vélrita upp allt verkið. Það er töluvert vandaverk, því dálítið þarf að fara höndum um staf- setningu og þó einkum setningu greinarmerkja. Og þetta þarf að setja upp af smekkvísi svo vel fari í riti. Þetta kostar auðvitað ein- hverja peninga, og hver vill og getur lagt þá fram? Hefur t.d. safnið nokkra fjárveitingu til að kosta svona verk? Kæmi til mála að fjölfalda þetta og selja ritið til að hafa upp í kostnað? Svona má spyrja. Hér með er þessari hugmynd komið á framfæri, öllu meira getur þetta blað ekki gert í mál- inu. HEÞ. um aðkomandi hér heima í 8 vikur, fara allir heim í dag, í dag fór gufuskipið Vesta inn Eyja- fjörð sína fyrstu ferð á þessu ári. Reikningshalli landinu í óhag næstliðið ár var 61 þúsund og 400 kr. rúmlega. 19. mars. Kom Sigurjón í Tungu (Dagverðartungu) í Hörg- árdal, hafði komið Blængshólsdal gær gengið upp frá sér, sagði snjólaust í byggð þar innfrá og það væri búið að aka trjávið í brú á Hörgá sem setja á í vor undan Hallfríðarstöðum, var brú þessi smíðuð á Oddeyri af Snorra Jónssyni, kvað hann leggja allt til og flutning og koma henni á stólpa fyrir 1100 kr. að sagt er, mun brú þessi vera 28 álnir yfir- byggð. 27. mars. Sóttur læknir í dag til barna er liggja og talið vera lúngnabólga ásamt kíghósta. 30. mars. Sunnan kulda storm- ur, frost 13 stig. Norðan í lofti. í dag kom skjal um að kíghósti sé á Tjörn, Böggvisstöðum, báðum Holtunum, Brekku, Brekkukoti, Melum, Urðum, Grund og ef til vill víðar, skjalið undirritað af séra Kristjáni og á að berast fram um Skíðadal. 2. apríl. Var farið vestur með 8 hesta til hagagöngu úr Svarfað- ardal í þessari viku. Þar kvað vera rauð jörð. 3. apríl. Dó barn á Tjörn, Þór- unn dóttir Jóns þar ekkjumanns. 10. apríl. Gaddur yfir allt, frost 1 stig. Þæfði Jóhannes í Skriðu- koti vaðmál, Jói þræddi togdúk (Jói hans). 17. apríl. Kom Sigurður læknir í nótt var sóttur í Tungufell kom í Syðra-Hvarf og Dæli. Árni fékk meðul hjá Sigurði. 18. apríl. Fór ég í Dæli var hjá Árna til kvölds. 19. apríl. Sprakk kverkamein Árna og honum fór batnandi að vonum, fór ég þaðan að kvöldi. 20. apríl. Hiti að morgni, besta hláka. I nótt fór ég í Syðra-Hvarf en Jói með Steina í Tjörn að sækja séra Kristján, dó Dagbjört Gísladóttir úr kíghósta 5 ára frá- bært barn að öllu leyti. 25. apríl. Fórum við Stefán ofan fengum byttu á Upsum og fórum út í Syðri-Vík og fengum grásleppu hjá Guðjóni og Frið- finni og fluttum suður á Möl. Tókum hesta okkar á Upsum og héldum heim. 27.-28. apríl. Gerð ýms vor- verk svo sem stungið út. 2. maí. Norðan stórhríð í alla nótt hefur komið fjaska snjór, frost 7 stig, brast á kl. 7 í gærkvöld, lömbin 5 sem vöntuðu voru sunnan undir ysthúshlöðu, átt nær norðvestan, heyrist brimsuða hingað. 4. maí. Frost 7 stig stóð allt inni varð engu brynnt, Rögnvald- ur á Skeggstöðum á ekki strá fyr- ir kýr og kindur, ekkert verður komist og óvíða neitt til. Enginn veit hvað langt verður þetta voða kast. 5. maí. Stórhríð. Stórhríð hef- ur ekki lint í 4 sólarhringa. Rögn- valdur fékk 4 poka hey. 6. maí. Frost 7 stig, birti upp, glaða sólskin. 7. maí. Hlýnaði og hiti 7 stig. Fréttist að 2 skip hafi strandað að kvöldi 1. þessa mánaðar á Horn- vík Elliði og Hannes og 3 önnur af Vestfjörðum á sama stað allir björguðust . . . Vanta 4 eða 5 hér af Eyjafirði sem enn er eigi til frétt. Kom Mínerva af Akureyri sagði Jón (J. Upsum skipstjóri á Mínervu) stórhríð mikla þar hafa verið þessa viku. 8. maí. Stórhríð að morgni. Komin mikil fönn ofaná gadd, flestallir í heyþrotum, útlit ljótt. 9. maí. Var sótt úr Hofsá 4 pokar, Skeggstöðum 4 pokar. Fréttist að skipið Kristján hafði komið í gær, formaður Sigurður í Tjarnargarðshorni og margir héðan, var orðið órótt að fá eigi fréttir af honum. 10. maí. Keypti Þórður á Hnjúki rauðan fola í Brekku á 120 kr. 13. maí. Frostlaust. í nótt bar fyrsta ærin Dilkhyrna og var tví- lembd og 2 báru í dag. 14. maí. Fór Jón á Skeggstöð- um hingað (Jón er bróðir Rögn- valds bónda líka kallaður Nonni en ekki sonur hans eins og nris- sagt var áður, sá Jón er ungur drengur ennþá) og Guðrún Arn- grímsdóttir en Filippía Sigurjóns- dóttir inn á Akureyri. 16. maí. Hvessti sunnan, hiti fór í 9 gráður, tekur mikið. Komu Svarfdælir með kornklifj- ar, hefir kaupstaðarferðin gengið fljótt og vel. Lág það gelda úti, báru 5 ær. Er nú að kalla töðu- laust á öllum, bæjum út að Hofs- ánni og ekkert úthey á Hofsá og Skeggstöðum. 18. maí. Kom Jói litli úr Kaupstað tók fyrir mig 300 pund korn 1 p. tóbak. 6 p. sykur, 2 p. kaffi, 3 potta brennivín og eina flösku. 19. maí. Kom Ólafur á Völlum talaði ýmislegt við mig. Frost- laust um nætur nú 3-4 næstliðnar. 20. maí. Fór Sólveig að Völlum tafði lengi kom heim að kvöldi. 23. maí. í dag var mér birt stefna frá Ólafi, ákveðinn sátta- fundur þann 26. lágu ær úti í nótt allar. er það önnur nótt þeirra. Bar Golta goltóttum hrút undan Hóla-Flekk. Engarfréttir komnar lengra að utan það sem áður hefur heyrst af skipströndum að vestan. Elliði og Hannes á Hornvík allir menn björguðust af þeinr. En Draupnir frá Oddeyri fórst og það drukkn- uðu allir menn af honum vestur við Strandir, og enn hefur eigi frést af Stormi nýju skipi eign þeirra bræðra Magnúsar og Jóns á Galmasstöðum, talið líklegt tapað. (í árs ágripinu telur hann þriðja þilskipið Gest.) Líka 2 skipskaðar sagðir að vestan frá ísafirði og Ströndum í sama hríð- argarði sem byrjaði 1. þ.m. Einn- ig hafði þá fennt og farið í sjó 20 kindur á Hrauni í Fljótum. 24. maí. í nótt fór Þóra í Litla- Skóg til Lilju, börn liggja þar í kíghósta. 26. maí. Fór á sáttafund útaf kæru Ólafs á Völlum gegn mér, eftir nokkra umræðu féll málið niður dautt og ómerkt. Sátta- maður í minn stað var Jón á Hreiðarsstöðum, einnig kom séra Kristján, var þá allt lagað orðið svo eigi þurfti til. 30. maí. Fór ofan í Böggvis- staði. Eigi fréttist neitt af Stormi sem enn vantar síðan í garðinum, er hann líklega tapaður. Kom Mínerva að utan hefur góðan afla. Kristján kom innanað. Gisti ég á Böggvisstöðum. 31. maí. Byrjað ^að mynda stólpa yndir brú á Brimnesá eigi langt fyrir ofan bæinn. Var ég aft- ur nótt komandi á Böggvisstöð- um. Sett ofan í garðinn út og upp kartöflur. 1. júní. Fór ég í Syðra-Hvarf með boðin frá Baldvin að smíða brúna á Brimnesá. Fór Jói í Arn- arnes að kenna sund. 2. júní. Réri Ágúst á Hóli (Á í Felli) fékk 44 í hlut.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.