Norðurslóð - 06.07.1989, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Skírnir
26.maí var skírð í Dalvíkurkirkju Elva Ósk. Foreldrar hennar
eru Ásdís Gunnlaugsdóttir og Jón Baldur Agnarsson frá Hofi,
Smáravegi 11, Dalvík.
28.maí var skírð í Dalvíkurkirkju Anna Björg. Foreldrar
hennar eru Arnleif Gunnarsdóttir og Þorvaldur Óli Traustason
Hjarðarslóð 3e, Dalvík.
28.maí var skírð í Árgerði við Dalvík Valgerður. Foreldrar
hennar eru Dýrleif Dögg Bjarnadóttir Daníelssonar og Pór-,
oddur Bjarnason Hátúni 4, Reykjavík.
Á sjómannadaginn, 4.júní, var skírður i Dalvíkurkirkju
Kjartan. Foreldrar hans eru Hildur Birna Jónsdóttir og Hjalti
Hjaltason frá Ytra-Garðshorni Lynghólum 4, Dalvík.
Á sjómannadaginn, 4.júní, var skírður á Dalvík af sr.Pórhalli
Höskuldssyni, Benedikt Snorri. foreldrar hans eru Aðalbjörg
Kristín Snorradóttir Snorrasonar og Hallgrímur Benediktsson,
Brimnesbraut 11, Dalvík.
17.júní var skírður í Dalvíkurkirkju Eyþórlngi. Foreldrar hans
eru Guðbjörg Stefánsdóttir og Gunnlaugur Antonsson Mímis-
vegi 30, Dalvík.
17.júní var skírð í Dalvíkurkirkju Katla Valdís. Foreldrar
hennar eru Guðný Rut Sverrisdóttir Vigfússonar og Ólafur
Viðar Hauksson Steintúni 2, Dalvík.
Hjónavígslur
8.júní voru gefin saman í hjónaband í Stærri-Árskógskirkju
Soffía Kristín Höskuldsdóttir og Bóas Ævarsson, Hjarðarslóð
3a, Dalvík.
lO.júní voru gefin saman í hjónaband í Urðakirkju Ósk
Sigríður Jónsdóttir Finnssonar og Oliver Karlsson. Heimili
þeirra er að Goðabraut 8, Dalvík.
17.júní voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Guðný
Rut Sverrisdóttir og ÓlaJ'ur Viðar Hauksson. Heimili þeirra er
að Steintúni 2, Dalvík.
Andlát
l.júní lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri Asgerður Jónsdóttir.
Ásgerður fæddist í Hrísgerði, Fnjóska-
dal 19.apríl 1895 dóttir Kristínar Magnús-
dóttur og Jóns Gíslasonar. Var hún næst
yngst fimm systkina sem voru auk hennar:
Sigríður, Ingibjörg, Gísli og Aðalsteinn og
eru þau öll látin.
Barn að aldri flutti Ásgerður með fjöl-
skyldunni í Grímsgerði, Fnjóskadal og ólst
þar upp þar til hún fór til Akureyrar að
vinna fyrir sér. 29.september 1918 giftist hún Sigfúsi Páli Þor-
leifssyni frá Syðra-Holti, Svarfaðardal og reistu þau sér fljótlega
hús á Dalvík er þau nefndu Bjarg. 1 því húsi og öðru sam-
nefndu, er þau reistu eftir jarðskjálftann 1934, bjuggu þau til
ársins 1979. Pau eignuðust fjögur börn er komust til fullorðins-
ára: Jónu Kristínu, Hlín, Hörð og Kára. Einn drengur Kári lést
á barnsaldri. Þá ólu þau upp sem sína eigin dóttur Ragnheiði
Sigvaldadóttur. Dugnaður Ásgerðar, lífskraftur og hlýr hugur í
garð annarra er hugstæður öllum þeim sem hana þekktu. 1979
fluttu þau hjón á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, hvar þau
bjuggu bæði til æviloka og nutu góðrar umönnunar. Sigfús lést
l.mars 1984 en Ásgerður l.júní s.l.
Ásgerður var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju lO.júní 1989.
5.júní lést á Dalbæ, Dalvík, Kristján Ottó Þorsteinsson.
Kristján fæddist á bænum Brekku í Mýrdal 19.janúar 1906
sonur Sigurbjargar Stígsdóttur og Þorsteins Vigfússonar. Eign-
uðust þau hjón fimm börn sem voru auk Kristjáns: Stígheiður,
sem er ein á lífi þeirra systkina, Júlía, Helgi Ragnar og Jóhann
Stígur.
Móðir Kristjáns lést er drengurinn fæddist og ólst hann upp
með föður sínum. Kynntist hann sjómennskunni ungur, fór á
sjóinn með föður sínum áður en hann náði að fylla fyrsta tug ævi
sinnar og á sjónum og við sjóinn var hann alla sína starfsævi,
bæði fyrir sunnan land, austan og norðan. Var hann oftast einn
á trillu en var einnig með dekkbát um tíma. Laghentur var hann
og gerði við báta og smíðaði skektur á vetrum.
Um miðja fjórða áratuginn kvæntist Kristján Margréti Hall-
dórsdóttur frá Pórshöfn og bjuggu þau þar austur frá í hartnær
fjóra áratugi þar til þau fluttu til Dalvíkur. Pau eignuðust fjórar
dætur: Öldu, Jóhönnu, Halldóru sem er látin og Hrönn. 1979
fluttu þau hjón á Dalbæ, heimili aldraðra þar sem þau nutu
góðrar hjúkrunar til dauðadags. Margrét lést þar 20.desember
1988 en Kristján lést þar 5.júní s.l. 83 ára að aldri.
Kristján var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 13.júní s.l.
JHÞ
Kalt vor og síðbúíð
- Sláttur ekki hafínn
Heldur er kuldalegt enn um að
litast við utanverðan Eyjafjörð.
Snjór er enn mikill í fjöllum og í
giljum og lautum allt niður að
sjávarmáli. Á einum bæ í sveit-
inni er það haft til marks um kalt
vor ef snjóinn í gilinu milli fjóss
og bæjar hefur ekki tekið að fullu
fyrir 17. júní. Hann hvarf nú viku
síðar, 24. júní. Árið 1979 tók
hann ekki fyrr en 25. júní svo
ekki hefur það verið skárra þá.
Tún eru nú nokkuð sprottin en
hér í sveit eru þau mörg hver illa
farin eftir langa dvöl undir snjó
og klaka og má gera ráð fyrir
slaklegum heyskap ef að líkum
lætur. Kemur nú sauðleysið sér
vel eftir allt saman. Fátt er svo
með öllu illt o.s.frv.
Reyndar hefur ekki allt vorið
verið slæmt. Maður má ekki vera
vanþakklátur. Miðhluti júnímán-
aðar var hlýr og sólbjartur. Áin
rann fram bakkafull en þó ekki
svo út af flóði. Á þjóðhátíðar-
Vellukkuð þjúðhátíð 17. júní.
daginn 17. júní á 45 ára afmælis-
hátíð lýðveldisins var skínandi
gott veður, bæði hlýtt, bjart og
þurrt.
Dalvíkingar undirbjuggu vand-
að hátíðarprógramm og tókst
það í alla staði vel.
Fréttahomið
Kirkjukóramót Eyjafjarðar-
prófastsdæmis var haldið í
Akureyrarkirkju laugardaginn
10. júní sl. Þar sungu 7 kirkju-
kórar, fyrst hver fyrir sig 3-4 lög
og síðan allir saman.
Þátttakendur voru 170-180
manns og 9 söngstjórar skiptust á
að stjórna. Kirkjukór Svarfað-
ardals var einn af þessum 7 kór-
um og söngstjórinn Ólafur
Tryggvason. Kirkjukóramótið
var nokkuð vel sótt og þótti tak-
ast vel.
Kirkjukór Dalvíkur hélt tón-
leika í Dalvíkurkirkju 23.
maí sl. Stjórnandi var Hlín Torfa-
dóttir. Kórinn söng með aðstoð
þriggja einsöngvara og kammer-
sveitar með 10 hljóðfæraleikur-
um. Dalvíkurkirkja var þétt setin
og viðtökur allar mjög góðar.
Friðarhlaupið
18 ungmennafélagar frá Þorsteini
Svörfuði tóku þátt í því. Mvndin
tekin utan við Dalvík. Börkur, Ing-
vöruni, tekur við kyndlinum af Har-
aldi kaupamanni á Völlum.
IVIynd: Unnur Halldsdóttir.
Kirkjukór Svarfdæla.
Kirkjukór Dalvíkur.
Dalvíkurhöfn dýpkuð.