Norðurslóð - 24.01.1990, Page 1

Norðurslóð - 24.01.1990, Page 1
Fuglamir 1989 Svarfdælsk byggð & bær l A S",:, í; ý *■ .V 14. árgangur Miðvikudagur 24. janúar 1990 1. tölublað Mildur vetur - okt.-des. 1989 Við höfum frá upphafi lagt okkur eftir því hér „á blaðinu” að fylgj- ast með, tíðarfarinu og skrá það í blaðið. Pað þykir kannske gagn- legt í framtíðinni að geta lesið sér til hvernig veðrið lék menn hér á þessu ákveðna tímabili. Og nú skal þess getið, kæri les- andi minn á 21. og 22. öld, að á þessum vetri hefur veður verið með eindæmum þægilegt hér á norðurslóð. Snjór sást hér ekki. sem því nafni megi nefna, allt til áramóta og lengur þó. Jafnvel til fjalla var ekki nema föl á jörðu. Alltaf sama góða, kyrra veðrið, auðir vcgir og greiðfært öllunt Mjöll í skógi. bílum um fjallvegi. M.a.s. Lág- heiði var fær fólksbílum um jólin og er einsdæmi. Reyndar komu hörð frost um mánaðarmótin nóv./des. svo þá hefur klaki gengið nokkuð djúpt í jörðu. Ekki er þó ástæða til að óttast kal í túnum, það eru langstæð svell ofan á gróðrinum sem kæfa hann og valda kalsárunum. Nýja árið fór af stað með sömu blíðunni meðan sólin smáhækk- aði á lofti og fór að gægjast yfir jökulbrúnina niður til okkar í kringum 10. janúar. Um það leyti gerði ofsaveður af suövestri, sem olli óskaplegu tjóni á suðvestur- ströndinni. Pegar hingað kom var mesti ofsinn farinn úr veðrinu. Þó var ofsarok hér í framdalnum og skemmdust útihús í ósköpun- um, á Hæringsstöðum og víðar. Þá er þess að lokum að geta, að nú 19. janúar 1990 cr kominn bálhvöss norðanstórhríð með töluverðri snjókomu. Má því gera ráð fyrir að einhver fönn muni sjást hér á næstunni, og þætti engu'm mikið. lJað mundi gleðja börn og skíðamenn að ógleymdum vé 1 s I e ð agæ j u n u m, sem lítið hafa getað hreyft sig á þessunt blessaða vetri. Ljósm.: HEÞ Eins og mörg undanfarin ár voru vetrarfuglarnir á Dalvík og í Svarfaðardal taldir 30. desember. Á Dalvík, þ.e. frá Svarfaðardalsá að Brimnesá taldi Steingrímur Þorsteinsson og lýsir hann veðurskilyrðum svo: Svöl gola en lygndi er á daginn leið. Hiti 3 gráður. Alskýjað en úrkomulaust. Smáföl á jörðu og svellalög, en autt á milli. Ládautt og ákjósanlegt veður til fugla- talningar. Þetta sást: Lómar (við laxakvíarnar) 5 Stokkendur 18 Hávellur 45 Æðarfugl 40 Sendlingar 40 Silfurmávar 35 Svartbakar 20 Hvítmávar 3 Hettumávur 1 Haftyrðill 1 Langvía 1 Hrafnar 6 Snjótittlingar 7 Fýll ^ 1 Teista I Skógarþröstur I Alls eru þetta 16 tegundir, sem er óvenjulcga há tala. Stcingrím- ur hafði fleiri tíðindi af fuglum að scgja. I vetur hefur maríuerla (maríátla) oft sést á Dalvík og kttnnske eru þær fleiri að flækjast þar. Merkilegra er þó, að hann fékk um daginn til að stoppa keldusvín, sem fannst dautt nærri Hafralækjarskóla í Aðaldal. Þá sagði hann frá því, að frá Gríms- ey voru honum færðir 2 glókoll- ar, (fuglekonge á dönsku) niinnstu fuglar á Norðurlöttdum, 2 gr. að þyngd lullorðnir. Til samanburðar eru músarrindlar um 4 grömm. Fuglarnir fundust með lífsmarki við hús í eynni, en dóu fljótlega. Haraldur Guðmundsson taldi fuglana frá Brimnesá að Sauða- nesi. Eftirtekjan var sem hér segir: Lómur 1 Stokkendur 6 Hávellur 167 Æðarfugl 99 Sendlingar 7 Silfurmávar 5 Svartbakar 14 Langvíur 2 Hrafnar 6 Teista 1 Dílaskarfar 5 Straumendur 7 Toppendur 4 Rjúpur 5 Fálkar 2 Svartþröstur I Álkur 2 Þarna sáust sem sagt 18 teg- undir fugla, og er það mjög mikið. Báðir sáu þeir Hartildur og Steingrímur sel. líklega landsel, og sá sem Steingrímur sá, ef þaö var ekki sarni seiurinn, var að gæða sér á laxi þar sem hann svamlaði í yfirborðinu. Þá er það dalurinn kæri. Þar taldi Krístjdn E. Hjartarson. Hann fór venjubundinn hring, Tjörn, Ingvaraós, Hánefsstaða- skógur, Laugahlíð, Tjörn. Útkoman var þessi: Rjúpur 9 Auðnutittlingar 25 Hrafnar ^ 2 Snjótittlingur 1 Hrossagaukur 1 Þetta eru aðeins 5 tegundir og fátt af flestum. Snjótittlingarnir eru sjálfsagt upp unt öll fjöll í snjóleysinu, auðnutittlingarnir og rjúpurnar voru í skóginum, en hrossagaukurinn, sem hefur misst af lestinni þegar bræður hans flugu til Norður-Afríku í haust, var í hitavolgrum neðan við Húsabakka. Á jóladag sást á athugunarsvæðinu smyrill, en hann má ekki telja með. Allt í allt sáust því hér á einum og sama deginum 25 tegundir fugla í svörtu skammdeginu og það getur alls ekki talist svo fátæklegt. Jökulvetur - janúar-aprfl 1989 Það vefst víst ekkert fyrir niönniim livað einkenndi mest veðurlagið árið 1989. t»að var fannfergið síðastliðinn vetur. í annálum fornum gáfu menn oft hörðum vetrum nöfn eins og ísavetur, frostavetur, felli- vetur, skriðuvetur, lurkur o.s.frv. Á þessari öld hefur aðeins einn vetur fengið nafn, það var „Frostaveturinn mikli 1918“. Úrkomumagn og úrkomudagar 1989 mán. úrkoma úrkomu dagar jan. 45,0 17 feb. 67.2 23 mars 48,4 15 apríl 33,7 14 maí 27,9 16 júní 10,5 7 júlí 15,9 13 ágúst 35,0 17 sept. 73,9 24 okt. 27,7 16 nóv. 37,0 9 des. 32,2 14 alls 454,4 185 Veturinn 1989 hefði mátt nefna „Jökulvetur". því mánuö- ttm saman var landið allt eins og santfelldur jökull yfir að líta. Vetrarbyrjunin í nóvember og desember 1988 gaf þó ekki tilefni til slíkrar nafngiftar. Fyrst í janúar skrifaði Sigríður á Tjörn í ve'ðurskýrslur sínar: „I heild má segja að veturinn hafi verið mjög mildur og svo til snjólaus fram til áramóta." I veðurskýrslunum sést að snjódýpið kring um Tjörn var 0 cm í janúarbyrjun, sem sagt nánast auð jörð. En síðan brast hann á og gekk í snjóatíö. í mán- aðarlokin var meðal snjódýpið 20 cm, í febrúar 80 cm og í endaðan ntars náði snjórinn 160 cm með- aldýpt. Þá voru skaflar kring um hús ntargir metrar á þykkt, ljósa- staurar fenntir og háspcnnulínur víða eins og lágar kúagirðingar. Þetta tíðarfar endurspcglast samt ekki í úrkomutölunum. Ársúrkoman var 454 mm og var nokkuð undir meðallagi sem er um 490 mm. Úrkontudagarnir 185 eru einnig undir meðallagi. Mesta sólarhringsúrkoman varð 24.-25. sept. aðeins 14,4 ntm sem mun vera nteð því lægsta sem gerist. Umsögn um veður Hér á eftir fer umsögn um veður- lag hvers mánaðar eins og hún var skráð í skýrslurnar sem send- ar voru Veðurstofunni frá Tjörn. Risjótt veður í janúar. Þó fóru öll stórviðri fram hjá þessum landshluta. Töluverður snjór féll síðustu daga mánaðarins en liláka var og 10 stiga liiti síöasta daginn. Afskaplega óstöðugt tíðarfar allan febrúarntánuð. Hiti oftast undir forstmarki og allt niður í 12-16 stiga frost. Snjór mikill í lok mánaöar. einkum á láglendi. Stórfenni kring um bæi. Færö á vcgunt oft þung og erfið. Skóla- starf fór nokkuð úr skoröum vegna illviðra. Áframhaldandi stórhríðar voru af og til allan marsmánuö. Þó tók út yfir allan þjófabálk í dymbilvikunni. Þá var stormur og snjókoma frá mánudegi til föstudags að báðum mcðtöldum. Miklunt snjó kyngdi niður svo ófært var á vegum og erfitt bæði' um aðdrætti og einnjg við að koma mjólkinni frá sér. Síðustu dagana var þó bjart og sólbráð svo snjóskaflar sigu aðeins saman. Stórfenni á jörð allan apríl- mánuð, frost um nætur og lítið yfir frostmark að deginum svo öll úrkoma var snjór og aftur snjór. Nú undir mánaðarmótin votu komnir dökkir dílar í fjallshlíðar en láglendi enn að mestu undir fannbreiðu. Örlítil vök er komin á tjörnina og gæsir. endur og svanir á hentti. Maímánuður var kaldur og seint tók stórfennið sem fyrir var. Oftast var næturfrost og loftkuldi mikill að deginum. tún liafa þó smá saman verið að koma undan fönn. ekki er enn hægt að sjá hvort kal er í þcim. Þctta er einn allra kaklasti og snjóþyngsti maímánuður sem elstu menn hér muna eftir. Nú um mánaðarmót- in maí-júní eru gil og skorningar full af snjó. Tjörnin er þó að mestu orðin íslaus. 7. júní voru ennþá skaflar hér báðu megin húss og í garðinum. Smá saman tók þó snjóinn enn ekki með neinum asa því loft var kalt og fór niöur undir núllið nótt eftir nótt. Hlýtt og gott veður frá 12.-18. júní. Kýr fóru fyrst út um ntiðjan mánuð. Tún voru kalin en ekki eins illa og menn óttuð- ust. í mánaðarlok var næturfrost í tvær nætur. Þá sá á nýuppkomn- um kartöflugrösum. Spretta er nú að taka við sér en sláttur hefst seint hér þótt inn í Eyjafirði sé hann byrjaður. Júlí var þurr og hlýr. Spretta var seint á ferð og sláttur hófst ekki fyrr en um 10. júlí og vfða nokkru seinna. Mjög heitt var dagana 16.-24. júlí, allt upp í 22- 24 stig og aldrei kalt. Þó gránaði í fjallstoppa 27.-28. júlí. Eftir langvinna þurrka fór að rigna 25. júlí og hélst vont í 5 daga cn þá birti aftur og hlýnaði. Ágúst vttr fremur erfiður til hcyskapar. Sjaldan þurrt nema cinn dag í senn og sólarlítið. Næturfrost var tvær nætur síðast í mánuðinum svo sá á kartöflu- grösum. Berjaspretta er góö hér um slóðir cn seint á fcrðinni. Heyskap að Ijúka, heyfengur góður. September var úrkomusamur og erfið tíð fyrir heyskap svo seint tókst að Ijúka hjá þeim sem ekki höfðu hirt fyrir mánaðarmót ág.-scpt. Ekki voru margar frost- nætur í september en nokkrar samt. Alhvít jörð var hér að morgni 25. sept. en þann snjó tók fljótt aftur. Nú um mánaöarmót er alauð jörð á láglendi en snjór cfst í fjöllum. Október var stilltur og snjó- laus, oft falleg haustveður. Fjails- toppar hvítir og nú síðustu daga Var frost 0-7 stig. Aldrei storntur. Áframhaldandi haustveðrátta var í nóvember. Snjór á láglendi fyrrihluta mánaðarins en síðan alautt nema á háfjöllum. Hiti oft- ast um og eitthvað undir frost- marki en síðustu daga þó nokk- urra stiga hiti. Góð tíð í desember og svo sem enginn snjór á láglendi, stillur og lítið frost. Dálítill snjór var um miðbik mánaðarins og hált á veg- um í nokkra daga en síðan aftur stillt og milt. Gleöilegt ár 1990. (ÁH)

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.