Norðurslóð - 21.03.1991, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær
15. árgangur
Fimmtudagur 21. mars 1991
3. tölublað
Ný yegaáætlun
- margt á döfinni og allt gott
Tónlcikar í Dalvíkurkirkju. Frá vinstri: Systurnar Ella Vala, Auður og Unnur Ármannsdætur og Valva Gísla-
dóttir kcnnari (mcð hvítan kraga). Mynd: Heimir
Mozart í Dalvíkurkirkju
Tónlistarskóli Dalvíkur, sem hefur deild í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, hélt nemendatón-
leika í Dalvíkurkirkju laugardag 9. mars. Viðfangsefnið var nær eingöngu snillingurinn Wolf-
gang Amadeus Mozart, sem lést 1791 aðeins 35 ára gamall. Unga fólkið lék á ýmis hljóðfæri,
flautur, gítara og píanó. Til stuðnings var Valva Gísladóttir kennari, sem lék með á þverflautu
í sumum lögunum.
Aheyrendur, sem voru einkum aðstandendur unglinganna, voru ntjög ánægðir með frammi-
stöðu unga fólksins og sannfærðustum að tónlistarskólinn er ein hin styrkasta menningarstoð í
byggðarlaginu Dalvík/Svarfaðardalur.
um framkvæmdum verið frestað
frá því sem áætlað var í síðustu
vegaáætlun t.d. var vegakaflinn
Holt-Tjörn á áætlun fyrir þetta ár
en verður sem sagt að bíða eitt
ár.
Að sögn Guðmundar Svafarsson-
ar hjá Vegagerðinni fara stærstu
fjárveitingar áætlunarinnar í
þessu umdæmi í að ljúka fram-
kvæmdum við Ólafsfjarðargöng-
in. M.a. verður lagt bundíð slit-
lag á 800 metra kafla innan gang-
anna Eyjafjarðarmegin en ekki
er ráðgert að leggja slitlag á ann-
an hluta vegarins frá Dalvík til
Ólafsfjarðar að þessu sinni.
Stærsta verkefni Vegagerðar-
innar í ár verður vegurinn um
Öxnadal en árið 1993 verður
kominn góður vegur með varan-
legt slitlag alveg upp að sýslu-
mörkum á Öxnadalsheiði. Er þá
lítið orðið eftir af gamla ntalar-
veginum á leiðinni til Reykjavík-
ur. Síðasta vígið, Bólstaðarhlíð-
arbrekkan, fellur væntanlega
1995. Af öðrum vegaframkvæmd-
um hér í ngrenninu má nefna slit-
lag á Hjalteyrarveg og endurbæt-
ur á veginum frá Moldhaugna-
hálsi fram fyrir Þelamerkurskóla.
Aðspurður um hvað gert yrði
við gamla Múlaveginn sagði
Guðmundur að ætlunin væri að
reyna að halda honum opnum,
annað hvort alla leiðina eða út í
Hántúlann Eyjafjarðarsýslumeg-
in, svo fremi sem það færi ekki að
kosta margar milljónir. Tíminn
yrði því að leiða í ljós hvað yrði
um Múlaveginn gamla.
Árið 1992 er áætlað að verja
17 millj. króna í styrkingu og
bundið slitlag á veginn milli
Syðra-Holts og Tjarnar. Sömu-
leiðis verður þá hafíst handa
við endurbætur á vegakaflan-
um Skáldalækur-Hofsá og
verður varið til þess 12 millj.
það árið. Á vegaáætlun fyrir
árið ’94 er gert ráð fyrir að
Ijúka endurbótum á þeim kafla
og verður 8 millj. þá veitt í
verkið. Það ár verður einnig
hafíst handa við endurbætur á
vegarkaflanum Þverá-Tungu-
vegur og fara 10 millj. í það
verk.
Þessar upplýsingar koma fram
í nýrri vegaáætlun fyrir næstu
fjögur árin sem þingmönnum og
ráðherrum tókst með harðfylgi
að afgreiða frá Alþingi áður en
yfir lauk á dögunum.
Eins og kunnugt er hefur ýms-
Múlagöngin voru vígð 1. mars. Gamli vegurinn á innfelldu myndinni.
Dagsmyndir
Aðalfundur
Sæplasts hf.
Eins og fram hefur kontið í
fjölmiðlunt hélt Sæplast h/f á
Dalvík aðalfund sinn um síðustu
helgi og enn er mikill uppgangur
í fyrirtækinu. Heildartekjur á
síðasta ári voru 285 milljónir
króna og af því er hreinn hagnað-
ur fyrirtækisins 58,9 milljónir.
Mikil aukning hefur verið í
sölu erlendis og jukust útflutn-
ingsverðmæti um 64% frá árinu
’89.
Innanlandssalan var hinsvegar
svipuð þannig að nú nemur
útflutningur 43% af sölunni og
fer stöðugt vaxandi. Á aðalfund-
inum voru reikningar fyrirtækis-
ins bornir upp og samþykktir. Þá
var samþykkt að greiddur yrði
15% arður af hlutafé og gefin út
jöfnunarbréf sent nema 10% af
áður útgefnum bréfunt.
Hluthafar í Sæplasti eru nú um
230 talsins, þar af um 50 á
Dalvík, ca. 50 á Akureyri en
afgangurinn annars staðar að af
landinu, mest af Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Það vekur athygli
hversu fjármálaspekúlantar.fyrir-
tæki og fjárfestingasjóðir í höfuð-
borginni hafa sóst eftir hlutabréf-
um í Sæplasti og hafa þessir áðil-
ar nú eignast sinn fulltrúa í
stjórn.
Á aðalfundinum gekk Ein'kur
Helgason úr stjórninni og í hans
stað kom doktor Pctur H. Blön-
dal framkvæmdastjóri Kaupþings
h/f, en eins og kunnugt er hefur
það fyritæki haft með sölu á
hlutabréfum Sæplasts að gera.
Pétur hefur verið mjög áberandi í
fjármálalífi landsins undanfarin
ár bæði sent framkvæmdastjóri
Kaupþings, forstjóri Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, forntaður
Landssambands lífeyrissjóða og
Húseigendafélagsins svo eitthvað
sé nefnt enda maðurinn „spreng-
lærður" eins og Begga gamla
sagði.
Aðrir í stjórn eru: Mattías
Jakobsson form., Valdimar
Snorrason, varafornt. Jón Gunn-
arsson og Hallgrímur Hreinsson.
Varantenn í stjórn eru Óskar
Jónsson og Kristján Þ. Júlíusson.
KEA I lalvík 1990
- velta IV2 milljarður
- aukning frá 1989 3 prósent (afrúnnað)
Fimnttudag 13. mars voru
deildafundir KEA haldnir á
Grund og Dalvík. Á Grundar-
fundi mættu Magnús Gauti
kaupfélagsstjóri, Óli Valde-
marsson sláturhússtjóri og
Þórarinn Sveinsson mjólkur-
samlagsstjóri auk Dalvíking-
anna Rögnvaldar Skíða útibús-
stjóra og hans manna. Á Dal-
víkur fundi mættu tveir síðast-
nefndu auk Gimnars frystihús-
stjóra. Hlemmarnir sýna hlut-
fall og veltu í 5 greiniun 1990
og 1989, í verslun - útgerð -
landafurðum - fískvinnslu og
þjónustu. Launagreiðslur alls
1990 voru 330 niilljónir - lækk-
un frá 1989 4,7%.'
Helstu stærðir í greinunum eru þessar:
Svarfdælabúð sala
Byggingavörud. sala
Seld vinna á Bílaverkst.
Sala Frystihúss
Útgeröarfélag Dalvíkinga hf.
195,3 milljónir - aukn. 15%
71,8 miíljónir - aukn. 37%
32,0 milljónir - lækkun 19,6%
589,8 milljónir - aukn. 3,8%
342,7 milljónir - aukn. 25%
Stofnkostnaður helstu stærðir:
Svarfdælabúð, ávaxtaborð
Bílaverkstæöi
Skipaafgreiðsla, hús, lóð, lyftari
Frystihús, flökunarvél o.tl.
Frystihús, vélbúnaður úr Hvaleyri hf.
Keyptir kvótabátar
kr. 400.000
kr. 500.000
10.000.000
10.400.000
60.000.000
33.000.000
VELTA KEA DALVlK 1990
KR. 1.414.351 ÞÚS. + 2.91%
ÞJONUSTA 9%
121.163.
VERSIUN 24%
338.418
FISKVI. 47%
Ú.D. 24%
342.723
LANDAFURDIR 0%
4.122
ÞJONUSTA 6*
LANDAFURDIR 4%
1990
1989
Ofanskráð er nokkuð hrátt og illa
unnið. Þarfnast sjálfsagt skýr-
inga. Fram kom, að margt gekk
vel á árinu 1990 þ.á m. verslunin
í heild sinni. Frystihúsið gekk
mjög vel og var farið þar inn á
nýjar brautir. Fiskiland var lagt
niður. Bílaverkstæðið dróst sam-
an og þarf að athugast vel.
Ú.D. er nú allt í eigu KEA og
eykur að sjálfsögðu heildarveltu.
Baldur EA-108 var seldur á 50
milljónir.
Mjólkursamlag á Akureyri
gekk vcl, sömuleiðis sláturhús
þar. Slátrun er nú hætt á Dalvík
og lítið um það rætt á fundunum.
í heild var árið 1990 KEA hag-
stætt og skilar ágóða í stað taps
1989.