Norðurslóð - 28.01.1992, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær
Tíðarfarssyrpa
✓
Arsúrkoman vel yfir meðallagi árið
1991 sem var þokkalegt ár
16.árgangur
Þriðjudagur 28. janúar 1992
1. tölublað
Vorfiðringur í náttúrunni
Brýr og fiskar ganga á land
Ja, þvílíkt og annað eins tíðar-
far. Aldrei þessu vant má með þó
nokkri vissu fullyrða að elstu
menn muni ekki aðra eins ein-
munablíðu um hávetur.
Raunar hefur veturinn ekki enn
látið sjá sig; varla að snjó hafi fest
á láglendi. Hér ríkti einhverskonar
haust fram yfir jól. Það rétt náðist
að halda hér hvít jól en strax milli
jóla og nýárs var sá snjór að mestu
á bak og burt. A þrettándanum
gerði smá norðanhvell í tilefni af
sextugsafmæli Sökkubóndans.
Glöddust þá skíðamenn að vonum,
skíðalyfta var sett í gang og menn
tóku að hita upp brekkumar fyrir
landsmótið. En það stóð ekki
lengi. Hann snérist til sunnanáttar
og það tók að vora.
A aðra viku herjaði sunnanáttin
látlaust. Snjórinn, ungur og
óharðnaður, hvarf allur af láglendi
svo til á einni nóttu og hopaði síð-
an jafnt og þétt upp fjallshlíðarnar.
Hitinn fór stundum upp í 15
gráður og hélt sig mest um og yfir
10 gráðum. Vorvindunum fylgdu
vorleysingar í ám og lækjum svo
dalbotninn var eins og fjörður yfir
að líta þegar mest lét. Nú í þorra-
byrjun er snjór í fjöllum svipaður
því sem er hér vanalega um miðjan
júní. Þegar þetta er ritað 23. jan, er
komið lítilsháttar föl á jörð en
blessuð blíðan er söm og jöfn.
Harmsaga af brú
Þegar náttúran brýtur svona af sér
öll bönd hlýtur eitthvað undan að
láta af mannanna verkum. Vatn
gróf þjóðveginn í sundur fyrir
framan Urðir en Vegagerðin kippti
því fljótt í liðinn.
Það fór hinsvegar verr fyrir
gömlu Skakkabakkabrúnni. Hún
lét nú loks undan þrýstingi frá
margefldri Svarfaðardalsánni sem
auk þess beitti ómældu jakahröngli
í framburði sínum. Afleiðingamar
voru þær að brúin rifnaði frá landi
austanmegin og endaði uppi á
vesturbakkanum homrétt á sína
fyrri stefnu. Eru dagar hennar þar
með taldir.
Eflaust muna einhverjir eftir
umræðu um framtíð þessarar brúar
hér í blaðinu í fyrravor. Hvort sem
var fyrir áhrif þeirra skrifa eða
ekki þá tóku framtakssamir Svarf-
dælingar sig til nú eftir áramótin
og hófust handa við að bjarga
þessu sögulega mannvirki frá glöt-
un. Var farið með tjakk út á ísinn
og brúnni lyft langt upp fyrir
vatnsborðið svo ánni tækist ekki
að hrifsa hana burt, og gengið svo
frá að hún héldist í þeim skorðum
þar til frekari viðgerðir hæfust.
Vom það býsna glaðbeittir menn
sem héldu heim það kvöldið og
þóttust hafa bjargað miklum
menningarverðmætum og unnið
samgöngubætur. En Það fór á ann-
an veg. Ekki var liðin vika þegar
brúin flaut í burt eftir um 40 ára
dygga þjónustu við dalbúa.
Fiskisaga
Og önnur furðusaga um afleiðing-
ar flóðanna:
Bæjarlækurinn í Syðra Garðs-
homi bólgnaði upp eins og aðrir
lækir, flæddi yfir bakka sína, yfir
Skakkabakkabrúin gamla fékk fvrir ferðina í llóðunum og verður vart noluð
aftur í bráð. (Myndir: iij.ttj.)
is var grjót og aur út um allar
þorpagrundir, heldur lágu þar sil-
ungar, nánar tiltekið litlir urriðar,
eins og hráviði hér og þar. Þetta er
að sjálfsögðu mikil búbút á þorran-
um.
Urriðamir munu hafa brotist
gegn straumnum upp Svarfaðar-
dalsá, sveigt þaðan upp í Garðs-
homslækinn og öslað upp brattann
á móti beljandi straumnum þar til
yfir lauk.
En enginn þeirra lifði til frá-
sagnar um það hver tilgangurinn
var með þessu feigðarflani. Lík-
lega hefur verið kominn í þá ein-
hver ótímabær vorfiðringur. Hj.Hj.
Það Herrans ár 1991 hófst með
stórviðri og iátum. Strax 2. janú-
ar brast hann á með stormi og
snjókomu og mikilli ísingu sem
einkum mæddi á rafmagnsstaur-
um og línum. I Svarfaðardal og
inn á Strönd brotnuðu milli 30
og 40 staurar. Miklar rafmagns-
truflanir urðu og á nokkrum
stöðum varð rafmagnslaust dög-
um saman.
17. janúar var viðburðaríkur í
fjölmiðlum. Þá hófst orrahríð mik-
il við Persaflóa, Olafur Noregs-
konunbgur gaf upp öndina og
Hekla fór að að gjósa. Veðurathug-
unarmenn settu út hvíta diska til að
meta öskufall. Þetta var lítið gos
og askan minni en í flestum Heklu-
gosum. Hún barst norður yfir
Hofsjökul og varð mest vart í
byggð í Skagafirði. Á Tjörn mátti
sjá að aðfaramótt 18. jan. hafði
fallið þunnt lag af örfínni dökk-
grárri eldfjallaösku.
Þann 3. febrúar gekk annað
stórviðri yfir landið. Þá var vind-
hæðin miklu meiri en í janúarveðr-
inu en ísing minni. Gríðarlegt tjón
varð víða um vestanvert landið.
Þetta er talið eitt mesta skaðaveður
á síðari áratugum, engir urðu þó
mannskaðar. En þó að hann blési
hressilega varð ekkert tjón í Svaf-
aðardal. Veturinn var síðan góður
til vors, færð yfirleitt greið en þó
nægur snjór til skíðaiðkana. Jörð
var orðin alauð á láglendi 3. maí og
. vorið þótti gott. Eftir mánaðarmót-
in maí-júní gerði hins vegar kulda
og næturfrost í nokkrar nætur.
gróður sölnaði og lyng tók á sig
haustliti svo mönnum þótti horfa
ískyggilega með berjasprettu. Eftir
miðjan júní snérist þróunin við og
gerði hlýindi mikil svo talað var
um hitabylgju. Gróðurinn jafnaði
sig því fljótt eftir frostin svo að á
endanum varð sumarið berjasumar
afbragðsgott. Síðari hluta árs var
tíðindalítið veðurfar. Heyskapartíð
var góð fyrir þá sem enn verka í
þurrhey en þeim fer nú fækkandi.
Upp úr miðjum október snjóaði
svolítið en sá snjór hvarf fljótt.
Síðan snjóaði aftur 4. nóv. og eftir
það var vart hægt að tala um al-
auða jörð á láglendi fram að ára-
mótum. Ekki viðraði þó til skíða-
ferða.
Úrkoman á árinu var 571 mm
sem er vel yfir meðallagi undan-
farinna áratuga. Meðalársúrkoman
á Tjöm er um 490 mm. Þurrasti
mánuðurinn var júní eins og oft
vill verða en lang mest var úrkom-
an í okt. og nóv. sem algengast er.
Mest var sólahringsúrkoman 31,2
mm þann 3. nóv.
I heildina verður árið 1991 að
teljast þokkalegt og seinni hluti
þess bara góður þrátt fyrir allt
svartagallsrausið í landsfeðrunum.
áh.
Þessir urriðar töpuðu áttum og
villtust upp á fastalandið.
tún og móa og streymdi beggja
megin bæjarins á tímabili.
En þegar látunum linnti gaf
heldur betur á að líta: Ekki einung-
Mánaðarleg úrkoma og úrkomudagar á Tjörn
Mánuður Úrkoma mm Úrkomudagar
janúar 43,3 16
febrúar 20,4 6
mars 88,9 21
apríl 29,0 12
maí 46,2 16
júní 11,7 9
júlí 21,2 12
ágúst 14,0 13
september 72,2 16
október 95,4 14
nóvember 93,0 19
desember 35,7 17
Alls 571,0 171
Fuglatalning 28. desember 1991
Hér kemur árlegur fréttapistill
Norðurslóðar um fuglatalningu
ársins á Dalvík/Svarfaðardals-
svæðinu. Mun þetta Vera í 12.
skiptið, að Norðurslóð birtir
þennan athyglisverða náttúru-
þátt í janúartölublaðinu. Gæti
því farið að verða skemmtilegt
rannsóknarefni fyrir fugla-
áhugamenn, (sem eru til hér
býsna margir, sem betur fer), að
fara að glugga í þessar skrár og
stúdera helstu breytingar á
fuglalífi vetrarins hér um slóðir.
Reyndar er þess að geta, að
kollegi Bæjarpóstur hefur að
nokkru leyti tekið ómakið af
Norðursóð og birt talningar-
skýrslur tveggja af þremur trún-
aðarmönnum Náttúrufræði-
stofnunar hér í Svarfdælaum-
dæmi. Ekki er leyfilegt að kalla
þetta framtak félaga Heimis rit-
stuld. Eitthvað er það nú í þá átt-
ina samt. En þetta og því um líkt
verður sá miðill að sætta sig við,
sem aðeins kemur út einu sinni í
mánuði.
Steingrímur í Vegamótum hef-
ur skráð veðurlýsingu á talningar-
daginn eins og venjulega:
„Veður: SV 3-5 vindstig. Gekk
á með hríðaréljum. Hiti um 0 gráð-
ur. Ótraustur ís á ám og vötnum,
aðeins snjóföl á jörð. Lítilsháttar
bárusog við ströndina. Veður til
talningar ekki sem best.“
Skýrsla Steingríms
Þorsteinssonar
Svæðið var eins og áður ströndin
milli ósa Svarfaðardalsár og Brim-
nesár. Þessir fuglar greindust:
Gráhegri 1 Heiöagæs (elt af val) 1
Stokkendur 10 +„villt“ aliönd 1
Hávellur 32 Æðarfugl 98
Straumendur 3 Toppendur 7
Valur (elti gæs) 1 Sendlingar 19
Svartbakar 5 Silfurmávar 24
Hettumávur 1 Bjartmávar 5
Hrafnar 2 Snjótittlingar 9
„Villt“ húsdúfa 1
Haraldar strandlengjan frá Brim-
nesá norður á Sauðanestá. Upp-
skeran varð þessi:
Skýrsla Haraldar
Guðmundssonar
Eins og fyrr var skoðunarsvæði
Dílaskarfar
Hávella
Æöarfugl
Valur
Sendlingar
Svartbakar
Bjartmávar
Langvíur
Hrafnar
Gráþröstur
Auðnutittlingar
Sílamávar
Stokkendur
Straumendur
Toppendur
Rjúpur
Silfurmávar
Hvítmávar
Hettumávar
Teista
Músarrindill
Skógarþrestir
Snjótittlingar
Haraldur hefur komið auga á 24
tegundir fugla og mun það fágætt.
Skýrsla Kristjáns E.
Hjartarsonar
Að venju var talningarsvæði Krist-
jáns þverskurður yfir dalinn milli
Tjamar og Hánefsstaða með við-
komu í fjallshlíð dýjavolgrum,
opnum skurðum og skóglendi. Að
þessu sinni brá svo við, að ekki var
unnt að komast yfir ána á skíðum,
og er það nálega einsdæmi á þess-
um tíma vetrar. Því var farið niður
á Árgerðisbrú til að komast í Há-
nefsstaðaskóg. Þessi varð árangur-
inn:
Hrafnar 2 Snjótittlingar 63
Auðnutittlingar 5 Rjúpur 8
Stokkendur 5 Músarrindill 1
Einhverjir kunna að sakna þe s,
að engin ugla sást að þessu sinni,
því vitað er, að þær voru hér í sum-
ar og urpu a. m. k. ein eða fleiri.
Sagt er að aðalfæða branduglunnar
mestan hluta ársins sé hagamús.
Nú ætti sem sé ekki að vera þröngt
i búi uglunnar þegar allt landið
morar af mús. Því undarlegra er, að
ekki skuli sjást nein uglan núna.
I þessu sambandi sagði Stein-
grímur í Vegamótum undirrituðum
skemmtilega sorglega sögu! Kona
á Dalvík var svo óheppin í sumar
snemma að aka á branduglu á
Hálsinum. Hún tók dauðan fuglinn
með sér og sýndi Steingrími, sem
telur, að uglan hafi verið að koma
úr veiðiferð í Hámundarstaðareit.
Framhald á bls. 4.
'^ÍÍÖLABÓK.kVÍ^