Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ Vonglaður veiðimaður á Austurörævum. „Förum enn til veiða“ Mánudaginn 6. janúar varð einn af góðbændum dalsins, Porgils Gunnlaugsson á Sökku, sextug- ur. Þorgils bóndi er meðal vinsæl- ustu manna hér um slóðir og þau hjón, Olga Steingrímsdóttir og Þorgils, harla góð heim að sækja. Það undraði því engan, að hundrað manns sóttu afmælisbam- ið heim og var þar veisla góð í mat og drykk og söng og kveðandi. Meðal gesta voru nokkrir komnir af Austurlandi, Jökuldal og víðar að. Þau rök liggja til þess, að Þorgils er veiðimaður þrautfeynd- ur og hefur m. a áratugum saman att kappi við konung íslenskra ör- æva, fjallahreininn á Austuröræv- um. Þar hefur hann margoft verið í slagtogi við annan veiðimann, Að- alstein Aðalsteinsson á Vaðbrekku á Jökuldal. Sá er vel þekktur vítt um land og er m.a. liðtækur á akri skáldgyðjunnar. Aðalsteinn flutti Þorgils vini sínum þetta afmælisljóð, sem ber með sér andblæ austfirskra fjalla og angan af örævagróðri. Þorgils Gunnlaugsson sextugur 6. janúar 1992: Þér að fœra kvœði í kvöld kœrt er mér í sinni. Þar sem gleðin varðar völd vil ég flytja minni. Margar höfum annir átt inn um dal og heiðar. Þar sem ríkir heiðið hátt höfum stundað veiðar. Frá ótalferðum upp er þar ýmislegt að telja, furðu margt þáfyrir bar, fjölda úr að velja. Kannað höfum fjöllin flest, fegurð þeirra notið, þar sem augað gleður gest, guði vorum lotið. Oft þó vœri gatan greið og gengi allt íhaginn, illúðleg var áin breið og innar leyndist haginn. Tafði för um fjallið hátt fjöldi gilja og skora. Stundum viðsjált grjótið grátt og görótt lœkjarbora. Geyma stundir margar má minninganna sjóður, þó að mistök mœtti sjá, á mörgu ráði Ijóður. Meðan augað eitthvað sér, okkurfjöllin seiða, fóturinn ekkifúinn er: FÖRUM ENN TIL VEIÐA. Fleiri urðu til að ljóða á afmæl- isbamið. Hér koma nokkrar stök- ur: Um þann langa óraveg okkar milli túna til þín, vinur, vildi ég vera kominn núna. (Ottar Einarsson) Þótt ellin teygi að þér kló engu nœr hún taki, er þú lífsins siglir sjó með sextíu ár á baki. (Þórir Jónsson) Gamla rausnar-grannanum garp og yndifljóða. Sómabónda sextugum sendum kveðju Ijóða. (Jóhanna og Ottar) Eg vil stilla óðarstreng, ágcet þakka kynni. Heill og gœfa góðan dreng geymi íframtíðinni. (Halldór Jóhannesson) Margir munu vilja skrifa undir þessar heillaóskir afmælisbaminu, Þorgils Gunnlaugssyni, til handa. Það gerir Norðurslóð fvrir hönd beirra allra með feitletrun og undirstrikun. Fuglatalning Framhald afforsíðu. Nema hvað? Steingrími sýnist sem tungan standi lítið eitt út úr uglukjaftinum og togar í. En viti menn. Þetta reynist vera músarskott og skottinu fylgir skepnan öll í heilu lagi. Ekki nóg með það, Steingrímur gerist nú forvitinn og opnar með kuta sínum gat á kvið fuglsins. Og hvað veltur nú út? Önnur mús auð- vitað! Rétt til getið, 2 stykki meira að segja, ómelt og heilleg. Svo það er þá satt eftir allt sam- an, sem fræðingamir segja, að ugl- um þykir hagamús mata bestur, jafnvel á vordegi þegar allt landið iðar af gómsætum fuglsungum. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum - og eitt af því er spóinn - eins og karlinn sagði. Svo er að lokum ein skemmti- lega skemmtileg uglusaga, sögð af Haraldi fuglateljara og raffræðingi á Dalvík. Haraldur var að vinna austur í Vaglaskógi fyrir löngu síð- an. Þetta var að vetrarlagi og þykkt lag af lausamjöll á jörðu. Harald vantar bensín á bílinn og ekur út í Nes, þar sem var sölutankur. Sér hann þá, að brandugla situr á ljósa- staur skammt frá tankium. Sem nú Haraldur er að fylla á bílinn finur hann heldur en sér, að eitthvað flykki steypist til jarðar rétt framhjá eyra hans ofan í lausa- mjöllina. Og á næsta augnabliki flýgur ugla upp úr mjallarkófinu — með mús í kjaftinum — og flýgur burt, fagnandi með bráð sína. Þetta bendir til þess, að rétt sé, sem uglufræðingar segja, að þetta dýr hafi til að bera óvenju- lega hvassa sjón, en þó sérstaklega nánast yfimáttúrulega skarpa heymargáfu. Þannig á hún, sitjandi í tré, að heyra hreyfingu músar niðri í grasrótinni, eða snjónum. Og svo steypir hún sér á hljóðið. Hér er pláss fyrir skemmtilega sorglega fuglasögu. Það mun hafa skeð í haust á Austurkjálkanum. Tvær gæsaskyttur voru á ferð með byssur sínar en voru hættir veiðitil- raunum, enda tekið að skyggja. Sjá þeir þá hvar kemur fljúg- andi smáhópur gæsa hátt í lofti og fljúga oddaflug. Segir annar, sá sem sagði blaðamanni söguna: „Eg held ég fíri á þá fremstu, fyrst þær eru að álpast yfir hausnum á manni.“ Lætur ekki sitja við orðin tóm en miðar lauslega á forystu- gæsina. Plomm!! Haldið þið að hún hafi steypst til jarðar, lesendur góðir? Ekki aldeilis. Skyttan hafði ekki áætlað hæðina rétt, hefði þurft að miða aðeins framar. Það var nefnilega gæs númer 3 í öðrum væng fylkingarinnar, sem féll dauð til jarðar skammt frá þeim félögum. En er þetta nokkuð merkileg saga að segja? Nei, það væri hún ekki, ef hún endaði hér. En það gerir hún ekki. Þegar þeir félagar gengu til að sækja fuglinn reyndist þetta vera hvíta grágæsin, albinógæsin, sem verið hefur í hópi gæsa hér í dalnum sumar eftir sumar. Ekki verður feigum forðað, segir máltækið - og satt er það. HEÞ Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför Lilju Tryggvadóttur Goöabraut 18 Dalvík Sérstakar þakkir til Kirkjukórs Dalvíkur. Sólveig Antonsdóttir Guðlaug Antonsdóttir, Reimar Þorleifsson Jóhann Antonsson, Svanfríöur Jónasdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra. Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu ættingjum og vin- um fyrir gjafir, blóm og skeyti sem okkur bárust á 70 ára afmælum okkar 23. maí og 9. desember á síöast liönu ári. Guö blessi ykkur öll um ókomna tíö. Guðlaug og Einar, Urðum. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar og tengdafööur, Gunnlaugs Gíslasonar frá Sökku Börn og tengdabörn. Bréf til blaðsins Blaðinu barst bréf frá Hugrúnu skáldkonu. Þar segir meðal annars: „Mér þótti mjög vænt um þessa ágætu frásögn af henni Beggu okkar í Norðurslóð, og datt þá í hug að senda ljóð sem eg samdi eftir andlát hennar, sem birtist í bók minni, Fuglar á flugi. Ef ritstjóm Norðurslóðar er samþykk því að blaðið birti það, er eg þakklát. Öllum samferða- mönnum Beggu var hlýtt til henn- ar“. Begga Fátt er hœgt að segja þegar förukona deyr húnfengið hefir hvorki orður eða krossa. Samt er nokkur vafi, hvort sælli eru þeir er sýnast eitthvað meiri og veröld kann að hossa. Begga var hún kölluð, það nafnið átti ein og annað fannst ei heldur er krýndi hana betur Á ferðum milli bæjanna hún var ei svifasein og setti ekki fyrir sig þótt blési kaldur vetur. Og sveitanna á milli hún bagga sína bar hún búa vildi framtíðina alltafvel í haginn. Efpokinn hennar fylltist hún sœl á svipinn var að safna að sérföngum var hún einstaklega lagin Margir vildu gleðja hana og velkomin hún var hún vakti stundum kátínu með skringilegum svörum. En grœskulausar fréttir hún bœja á milli bar og brandararnir hennar voru oft á margra vörum. Gott var hennar hjarta og tállaus hennar tryggð hún treysti aföllum huga, en styggst hún gat í sinni Hver maður hana þekkti í hennar bernskubyggð og býst eg við hún gleymist ekki í næstu framtíðinni. Gott var ekki að sjá hvort hún var gömul eða ung en gamalleg í andlitinu virtist mér Itún löngum. Hún gat verið sviphrein líka og býsna brúnaþung og bar svo margt í rúnunum á enni sínu og vöngum. Eg sakna hennar Beggu, eg get ekki að því gert en gleðst þó afað vita, að laus er hún úr dróma. Þótt lífsstarf hennar sé ekki alþjóð opinbert liún engum var til byrði en lifði og dó með sóma. Með bestu nýjárskveðjum Hugrún

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.