Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ —5 Horft til baka um hálfa öld II. hluti í síðasta tölublaði, jólablaði Norðurslóðar, sagði ég frá til- drögum þess, að ég sigldi til Bretlands í miðri heimsstyrjöld- inni, nánar tiltekið í miðjum nóvember 1941. Þá voru liðin rúmlega tvö ár mikilla hörin- unga í Evrópu og eftir voru hér um bil þrjú og hálft ár enn meiri hörmunga, ef mögulegt væri. Þangað var komið sögunni, að ég er stiginn á skoska grund 15. nóvember 1941 í smábænum Met- hill út með Forthfirði og bíð lestar- innar til Edinborgar ásamt ferðafé- lögum mínum, heildsala úr Reykjavík og unguni lautinant úr breska setuliðinu á Islandi. Nema hvað. Þama er maður kominn til framandi lands, mér liggur við að segja eins og illa gerður hlutur. Lestin kom og við tókum okkur fari til fyrirheitnu borgarinnar. Þegar þangað kom var skollið á myrkur. Við stigum út úr lestinni í yfirbyggðri og upp- lýstri jámbrautarstöðinni í miðri Edinborg og paufuðumst upp á Prinsastræti. Þar var þá nánast svartamyrkur og maður byrjaði strax að rekast á lítt sýnilega staura og vegfarendur. Morguninn eftir skrönglaðist ég í sporvagni niður í Leith þar sem var skrifstofa Sambandsins, SÍS, undir stjóm Sigursteins nokkurs Magnússonar, gamals Akureyr- ings. Hann var líka íslenskur kon- súll í Skotlandi. Seinna um daginn tókst honum að úvega mér her- bergi í prívathúsi ekki ýkja langt frá þeim stað þar sem hann sjálfur bjó í eigin húsi með konu og fjór- um bömum. Eg iná til með að geta þess, að ca. tveimur vikum síðar sat ég einn í herbergi mínu og var að reyna að lesa eitthvað í fögunum. Líklega var þetta á fullveldisdegi vorum,l. desember. þá er drepið á dyr, hús- móðirin kom inn og sagði, að ein- hver drengur væri úti og spyrði eft- ir mér. Eg var öldungis hissa og gekk til útidyra. Þar var þá piltur- inn, ca. 10-12 ára, heilsar og segir á íslensku með enskuhreim: „Eg er Bússi sonur Sigursteins. Hann pabbi minn spyr hvort þú viljir koma heim og borða kvöldverð með okkur“. Og hvað er svo merkilegt við þetta? spyrja menn. Jú, það merki- ega er, að þarna var kominn Bússi, öðru nafni Magnús Magnússon, sem nú er einna víðfrægastur allra íslendinga. Nám og starf Nú var það alls ekki ætlun mín, þegar ég fór á flot með þessa frá- sagnarþætti, að fjölyrða um marg- háttaða reynslu mína í Bretlandi stríðsáranna. Það verður að bíða ævisögunnar. Samkvæmt því sleppi ég að greina frá náminu í „Norð-austurskoska landbúnaðar- skólanum í Edinborg“, eins og hann heitir fullu nafni, og er deild í Edinborgarháskóla. Eg vil þó segja það strax, að ég fékk fjótt að kenna á því, að nám mitt í máladeild M.A. var síður en svo heppilegur undirbúningur und- ir landbúnaðamám, sáralítil kennsla í stærðfræði og tengdum fögum, eðlis- og efnafræði, sem stór hluti allra náttúruvísinda grundvallast á. Hinsvegar var ágæt enskukennsla Sigurðar L. Pálsson- ar í M.A. auðvitað mikils virði og verður aldrei ofþökkuð. En verst og þungbærast varð mér þó sú óheppni að missa 3-4 vikur framan af fyrstu önn. Það var beinlínis óbætanlegt tjón og olli mér ómældum erfiðleikum, útlendum manni, iila undirbúnum innan um skoskenska námshesta. En ég ætla að segja það strax, og láta svo útrætt um það mál, að þrátt fyrir allt og allt komst ég klakklaust í gegnum öll sker og boða háskólanámsins á tilsettum tíma, ekki segi ég harmkvælalaust fyrri tvö árin, en skammlaust um það yfir lauk og prófið tók ég með a.m.k. þokkalegum vitnisburði í júní 1945 eins og til stóð allan tím- ann. A þessum þremur árum hafði mikið vatn til sjávar runnið í mörg- um skilningi. Ekki var ég ofhlað- inn peningum þessi árin. Þó var ég „á styrk“ eins og kallað var. Þetta var að sjálfsögðu fyrir daga náms- íslenskir stúdentar í Edinborg vorið 1944, f.v.: Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, Friðrik Þorvaldsson, Björn Th. Björnsson og Ottó Jónsson. lánakerfisins, sem betur fer, liggur mér við að segja. Hinsvegar veitti Alþingi dálitla námsstyrki á sér- stökum lið fjárlaga, ætlaða stúd- entum við nám erlendis. Af þeirri fúlgu fékk ég 150 sterlingspund á ári í þrjú ár. Þá var gengið öll árin 1 pund : 26,22 krónur. Það gerir kr. 3.933,00 á ári. Til viðbótar fékk ég 700 krónu styrk á ári frá Búnaðar- félagi Islands. Þetta eru smáar tölur, sýnist manni. Þó ber þess að geta, að bæði krónan og pundið voru marg- falt meira virði í mat og drykk og öðrum nauðþurftum heldur en nú. Nóg að starfa Annað var mér líka hagstætt og hjálpaði mikið upp á fjárhagssak- irnar. Það var alltaf hægt að fá vinnu í fríum. Og fríin vöru löng og notadrjúg: Mánuður um jól, mánuður um páska og þrír mánuð- ir yfir sumarið. Eg kynntist mörg- um hliðum þjóðlífsins. Eg vann á stóru sauðbúi rétt utan við borgarmörkin, tvisvar meira að segja. Eg vann á stóru kúabúi, sem rekið var fyrir sjúkra- hús í borginni, þar lærði ég að mjólka kýr með mjaltavélum. Ég vann í sex vikur á stórbýli þar sem ræktað var bæði heiti og kartöflur. Ég vann í stórri bjórgerð í miðri borginni, þar fékk maður hluta launanna greiddan í bjór. Ég vann á næturvakt sem burðarmaður á járnbrautarstöð, við að flytja vörur milli lesta. Ég vann við skógar- högg í smáskógi við sjóinn langt út með firði. Og að síðustu vann ég margar vikur við flugvallargerð langt norður í landi, við Peterhead (Péturshöfða) vel fyrir norðan Aberdeen. Vel sloppið fjárhagslega Kaup var sæmilegt, fannst mér, og nýttist vel, því maður hafði ekki mikinn tíma til að eyða peningum og á sunnudögum voru allir skemmtistaðir lokaðir nema kirkj- umar eins og Skotar sögðu. Af- leiðingin af öllu þessu var sú, að ég kom heim að lokinni styrjöldinni, að vísu með öllu eignalaus maður, en jafnframt skuldlaus og það er meira en margur getur sagt, sem nú kemur heim frá námi með dráps- klyfjar skulda á herðum sér. Ég hlýt að bæta við hér, að ég gat auð- vitað alltaf snúið mér til foreldra minna um fjárstyrk, og gerði það reyndar í smáum stíl þó, af því ég þurfti þess ekki nauðsynlega með. Styrjaldarár Oft hef ég verið að því spurður, hvort ég hafi ekki orðið eitthvað var við styrjöldina á þessum árum. I annan stað hafa menn gjaman spurt um ástandið í landinu. „Var ekki ósköp lítið til að éta, varstu ekki oft svangur"? hef ég verið spurður 1000 sinnum. Svarið við því síðara er Nei, ég var aldrei svangur í þeim skilningi, að ég þyrfti að ganga til sængur með svangan maga. Aldrei. Auðvitað vom matarbirgðir af skomum skammti, enda stranglega skammtaðar. Það var svo um kjöt og fisk, mjólkurvörur og alla mat- arfitu og líklega eitthvað fleira auk sælgætis, sem var afar naumlega skorið og mátti það líka mín vegna. Maður afhenti bara matar- miðana húsmóðurinni, sem maður bjó hjá og fékk oftast morgunte og kvöldmat, og hún gerði svo sína verslun hjá kaupmanninum og dró í búið það sem fékkst í það og það skiptið. Þetta voru góðar konur, allar, sem ég kynntist, og létu út- lendinginn hafa allt það besta, sem þær gátu kríað út. Og ég verð að segja það, að þó að ég hafi alla ævi búið við úrvalsfæði þá hefur mér víst aldrei þótt matur betri en á þessunt 4 árum, sem ég bjó í Bret- landi, þrátt fyrir allan kafbátahem- að, hömlur og skömmtun. Og víst er það, að aldrei hef ég verið heilsuhraustari um mína daga, því aldrei varð mér misdægurt einn einasta dag. Heimur í herklæðum Svarið við hinni spurningunni verður lengra, enda átti það upp- haflega að vera megininntak þess- ara minningabrota. Auðvitað voru merki stríðsins, sem staðið hafði í full tvö ár, al- staðar sjáanleg. Ekki í rústum sprengdra borga, því að undan- teknum skipakvíunum við Clyde- fljótið í Glasgow höfðu skoskar borgir ekki orðið fyrir alvarlegum loftárásum. Ég hef þegar nefnt tvennt, sem minnti mann starx á stríðið: myrkvun landsins og matvæla- skömmtun. (Reyndar líka fata- skömmtun.) Fyrsta daginn í Edin- borg fór ég á aðallögreglustöðina og gaf mig fram við útlendingaeft- irlitið. Þar fékk ég sérstakan passa og strengileg fyrirmæli um að koma til eftirlits vikulega. Jafn- framt fékk ég „borgaralega“ gas- grímu, sem ég átti aldrei að skiljast við, hvorki nótt né dag! (Með þessa ómerkilegu grímu kom ég heim að stríði loknu og löngu seinna sáu böm mín um að leysa hana upp í frumparta sína, blikk- skran og gúmmíblöðkur og eitt- hvað af gashreinsisalla í síunni). Og svo voru það allir einkenn- isbúningamir: Grænklæddir her- menn af ýmsum gráðum úr land- herjunum, bláklæddir menn úr lofther hans hátignar og dökk- klæddir menn úr flotanum. Þar á ofan liðsveitir kvenna úr öllum þessuni þjónustugreinum klæddar samsvarandi úníformum. Og ekki voru það allt heimamenn: Kanada- menn, Bandaríkjamenn, Hollend- ingar, Pólverjar og nánast að segja allra þjóða kvikindi, hver í sínum sérstaka einkennisbúningi. Ég gat þess í 1. þætti, að stríðið var að færast á nýtt og víðara svið um það leyti, sem ég kom til Bret- lands. Þegar ég hafði verið unt þrjár vikur í Edinborg, kominn 7. desember 1941, varð mér eitt sinn gengið út á götu. Heyrði ég þá hróp og köll blaðsölufólks og varð var við ys og þys manna kringum blaðsöluborð á götuhomi. Nú var eitthvað óvenjulegt á seyði. Ég smokraði mér nær og las á frétta- töfluna, sem reis upp við húsvegg. Og sjá! JAPANIR HAFA GERT LOFTÁRÁS Á PEARL HAR- BOUR !!! Allir skildu umsvifa- laust hvað þetta þýddi, Japan og Bandaríkin voru komin í hildar- leikinn, Japanir með, Bandaríkja- menn móti Hitler og Mússulíni, þ.e. öxlinum Berlín/Róm eins og þeir nefndu sig. Nú gat allt skeð. Nú fer ég ekki lengra út þessa sálma, allir vita hvað næst gerðist. Það var m. a. rifjað upp á 50 ára af- mæli þessara atburða núna fyrir jólin. Áðeins skal það sagt til frek- ari upprifjunar, að næstu vikur og mánuði gerðist fátt, sem mætti verða til uppörvunar Bandamönn- um svonefndu, heldur þvert á móti, ósigur á ósigur ofan á öllum víg- stöðvum: á Kyrrahafi, í Rússlandi og í Afríku, alstaðar. Að taka á móti hr. Hitler Það kom mér á óvart, þegar ég kom í fyrsta tíma í landbúnaðar- skólanum seint í nóvember, að meirihluti strákanna var í herbún- ingi. Ég hélt fyrst, að ég væri að villast. Svo var þó ekki, heldur voru þetta allt tilvonandi bekkjar- systkin mín, en strákamir voru flestir, jafnframt náminu, við her- æfingar í sérstakri liðsveit, sem átti að gera þá reiðubúna og færa til herþjónustu, ef nauðsyn kallaði að. Þjálfun þeirra fór aðallega fram um helgar og síðan í skólafríunum. Einhverju sinni, þegar liðið var langt á vetur, stakk einhver í bekknum upp á því, að ég gengi í liðsveitina, bauðst til að kanna málið ef ég vildi. Ég var mikill óvinur hr. Hitlers og hefði fúslega viljað gera ýmislegt óþægilegt ef það mætti verða honum og hans liði til nokkurs ógagns. Auk þess kitlaði það dálítið hégómagimd mína og nýjungagirni að taka þátt í herþjónustu, vera meira en hlut- laus áhorfandi að hildarleiknum, sem nálega allir af minni kynslóð voru þátttakendur í á einn eða ann- an hátt, nauðugir viljugir. Ég fékk samt þau skilaboð, að umsókn mín yrði að fara til her- málaráðuneytis í London og það gæti tekið marga mánuði að fá svar. Mér var ráðlagt að sækja heldur um inngöngu í Heimavam- arliðið, Home guard, sem stofnað hafði verið 1940 þegar útitið var hvað svartast fyrir Breta. Þetta gerði ég og var strax tekinn í liðið. Það voru nokkrir fleiri nýliðar teknir inn jafnt mér og við urðum hluti af litlum herflokki, platoon mun þessi hereining hafa kallast, og hafði bækistöð í hverfinu. þar sem ég bjó. Fyrst af öll var okkur úthlutað vopnum og klæðum: Grænum vaðmálsstakk og buxum, frakka, húfu, skóm, Remington riffli með byssusting, stálhjálmi og gasgrímu. Svo hóst þjálfunin. Heilu tímana vorum við látnir æfa þessa skringilegu vopnameðferð: Axla, fella, hvíla, axla á ný, snúast um 90 gráður, til baka, snúast um 180 gráður, til baka, fella, hvíla. Og svo allt upp á nýtt, aftur og aft- ur. Kennslan fór fram undir stjóm liðþjálfa, korpóralar voru þeir kall- aðir. Okkar aðalþjálvari var korp- óral Strachan, lágvaxinn, þrekinn, miðaldra karl, sem hafði barist í al- vöru í fyrra stríði. Það gat maður séð af regnbogalitum borða á brjósti hans. Síðan tók við vopnakennslan: Taka sundur byssuna, hreinsa, smyrja, setja saman, taka mið, skjóta á kyrrstætt mark, skjóta á mark á hreyfingu. (Venjulega pappa-Hitler) o. sv. frv. Þetta voru inniæfingar allt sam- an. Síðan hófst útivinnan. Flokkur okkar, undir stjóm lautinants, var hluti af miklu stærri hersveit, batallion, um 3000 manna liði, sem að sínu leyti var hluti af fuílu herfylki, (division) venjulega um 18.000 manns, stjómað af generáli eða majór- generáli. Þama em fleiri gráður og millistig, sem ég hirði ekki um að telja upp, enda farinn að þynnast í fræðunum, sem ég kunni þó einu- sinni upp á mína tíu fingur. En ís- lensk orð yfir þessar hergráður all- ar eru hreinlega ekki til, og má víst einu gilda. Okkar herdeild, annaðhvort batallion eða sjálf divisionin, átti æfingarsvæði í hæðadrögum í út- jaðri borgarinnar. Þangað var lið- inu stefnt flesta sunnudaga til virkilegra skotæfinga og orustuæf- inga. Við vorum að búa okkur undir að taka á viðeigandi hátt á móti hermönnum Hitlers, ef hann eftir allt saman skyldi gera alvöru úr hótun sinni að senda Bretum inn- rásarlið t. d. af sjó út með firði eða fallhlífarlið ofan úr loftinu langt inni í landi. Áframhald verður í næsta blaði. HEÞ.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.