Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3 Svarfdælabúð: - Dýr eða ódýr? Kveðja Þar sem ég hef nú látið af störfum sem fram- kvœmdastjóri Sœplasts hf vil ég nota tœkifœr- ið og þakka Dalvíkingum og Svarfdœlingum ánœgjulegt samstarf og einstaklega skemmti- lega viðkynningufrá því ég kom hérfyrst í júlí 1984. Lifið heil. Pétur Reimarsson Fólksfjöldaspreng- ing í Svarfaðardal Hreppsbúum fjölgaði um 4,5% árið 1991 Svarfdælabúð er í hópi 10 ódýr- ustu matvöruverslana landsins en er þó engu að síður um 10% dýrari en KEA Nettó á Akur- eyri. Þetta eru upplýsingar sem komu fram í verðkönnun neyt- endasamtakanna nú fyrir jólin. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gekkst fyrir verðkönnun á algengum neysluvörum í fjórum matvöruverslunum á Eyjafjarðar- svæðinu hinn 9. desember s.l. Verslanimar voru: Hagkaup, KEA Nettó og Hrísalundur á Akureyri og Svarfdælabúð á Dalvík. Niður- staða könnunarinnar var m.a. sú að „vöruverð reyndist um 10% hærra á Dalvík en á Akureyri" eins og segir í fréttabréfi samtakanna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að í heildarkönnun Neyt- endasamtakanna á vöruverði í mat- vöruverslunum á öllu landinu kemur fram að þessar fjórar versl- anir eru allar í hópi tíu ódýrustu verslana á landinu. Þar er KEA Nettó í 2. sæti, Hagkaup Akureyri í 3. sæti, Hrísalundur í 6. sæti og Svarfdælabúð í því 9. Landsins ódýrasta matvöruverslun var sam- kvæmt könnuninni verslunin Bón- us við Skútuvog í Reykjavík. Þessi könnun náði til 85 versl- ana vítt og breitt um landið og var borið saman verð á 77 algengum neysluvörum. Könnunin má því teljast nokkuð áreiðanleg fyrir við- komandi tímabil sé eingöngu litið á verð en ekki aðra þjónustu s.s. opnunartíma, staðgreiðsluafslátt, greiðslukortaviðskipti o.þ.h. Svarfdælabúð er þá þrátt fyrir allt níunda ódýrasta matvöruversl- un landsins. Verðstríð á tveim vígstöðvum Að sögn Vilhjálms Inga Amasonar formanns Neytendafélags Eyja- fjarðar má segja að verðstríð í Reykjavík eigi að hluta „sök“ á lágu verði í þessum verslunum á Eyjafjarðarsvæðinu. En að hluta er einnig um að ræða sérnorðlenskt verðstríð milli annars vegar Hag- kaupa og hins vegar Kaupfélags- verslana á Akureyri. Afleiðingin er sú að verð á algengri matvöru í þessum verslunum er 10% lægra en á sama tíma í fyrra. I stórum dráttum er málið þann- ig vaxið að Hagkaup í Reykjavík hefur nú í nokkuð langan tíma reynt að hrista af sér hinn nýja keppinaut; verslunina Bónus við Skútuvog, með stöðugum undir- boðum á ýmsum tegundum mat- vara, stundum jafnvel töluvert undir heildsöluverði. Bónus hefur að sama skapi lækkað sitt vöruverð og aðrir stórmarkaðir á höfuðborg- arsvæðinu hafa dansað með nauð- ugir viljugir. Hagkaup rekur þá stefnu að verð skuli vera það sama í öllum verslunum fyrirtækisins og þar af leiðandi fylgir verðlag í Hagkaupum á Akureyri stóra bróð- ur í Reykjavík. Stórmarkaðir á Ak- ureyri þurfa síðan að lækka verð á sinni vöru til að mæta samkeppn- inni og það sama gildir að nokkru leyti um Svarfdælabúð sem sam- fara bættum samgöngum stendur í beinni samkeppni við Akureyrar- búðimar um sína svarfdælsku kúnna. Þannig hefur Jóhannes í Bónus bein áhrif á vöruverð á Dalvfk þökk sé hinni frjálsu samkeppni. Borgar sig að versla á Akureyri? Samkvæmt áðumefndri könnun Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis er 10% ódýrara að versla í KEA Nettó en í Svarfdælabúð. Munurinn er lítið eitt minni í Hag- kaupum. Það þýðir með öðrum orðum að sé verslað fyrir 10.000 kr. í KEA Nettó sparast 1000 kr. miðað við sömu innkaup í Svarf- dælabúð. Þá er spumingin hvort sá sparnaður vegi á móti ferðakostn- aði og fyrirhöfninni af því að fara til Akureyrar frekar en að versla í heimabyggð. Það er Ijóst að marg- ir hér um slóðir telja svo vera því það færist í vöxt að Svarfdælingar og Dalvíkingar fari í stórinnkaupa- leiðangra til Akureyrar. Óréttmætur samanburður Gylfi Björnsson verslunarstjóri í Svarfdælabúð segir það alls ekki réttlætanlegt hjá Neytendafélagi Eyjafjarðar að bera saman verð í Svarfdælabúð og stórmörkuðum á Akureyri sem eigi í innbyrðis verðstríði. Nær væri að bera þá saman við sambærilegar verslanir í bæjarfélögum eins og Húsavfk eða Grenivík eða þá smærri kjörbúðir KEA á Akureyri. Gylfi segir að Svarfdælabúð geti alls ekki og ætli ekki að taka þátt í að undirbjóða vörur niður fyrir öll skynsamleg mörk en engu að síður hafi verðlag hjá þeim lækkað um 2% á árinu. Það mun vera stefnan hjá KEA að sama vöruverð sé í öllum búð- um félagsins enda innkaup öll á einni hendi. Undantekningin frá þessari reglu eru stórmarkaðir fé- lagsins á Akureyri sem harðast keppa við Hagkaup. Verð á vörum í Svarfdælabúð ætti þannig að vera það sama og í Vöruhúsi KEA og kjörbúðinni við Byggðaveg svo dæmi sé tekið. Gylfi sagðist ekki merkja það að fólk hér beindi við- skiptum sínum í auknum mæli til Akureyrar. Þvert á móti taldi hann verslun í Svarfdælabúð hafa aukist nokkuð frá því í fyrra en vissulega hefði hann áhyggjur af að saman- burðurinn við ofangreindar versl- anir á Akureyri kynni að beina heimamönnum í auknum rnæli inneftir. Hj.Hj. Hagstofa íslands hefur sent frá sér bráðabirgðatölur yfir íbúa- fjöla í öllum sveitarfélögum landsins eins og þær birtust 1. desember s.l. Þar kemur fram að íbúum Dalvíkurbæjar hefur fjölgað um 0,95% eða 14 manns á árinu og eru nú 1495 talsins. Það má teljast nokkuð góð frammistaða miðað við að í kjör- dæininú öllu fjölgaði íbúum um 0,44% samtals. Fjölgunin á landsvísu er þó meiri eða um 1,51% og er mestöll á suð-vest- urhorninu. Ibúar Svarfaðardalshrepps slá þó granna sína út og ekki bara Dal- víkinga heldur öll sveitarfélög í Norðurlandskjördæmi eystra. Þeirn fjölgaði um 12 manns eða 4,44% og eru nú orðnir 282 talsins. Þessa miklu fjölgun má að hluta til skýra með óvenju mikilli og al- mennri frjósenti hreppsbúa en einnig hafa nýjar fjölskyldur flust í dalinn. Af sveitarfélögum kjördæmis- ins eru það aðeins Þórshafnarbúar sem komist hafa nálægt Svarfdæl- ingum á þessu sviði á árinu. Þeim fjölgaði um 4,26 % en þar er skýr- ingin sú að áhöfnum báta þar ásamt fjölskyldum er gert skylt að eiga lögheimili íhreppnum. A Dalvík bjuggu 1. des. 766 karlar og 729 konur en í sveitinni gætir meira jafnræðis. Þar eru 140 konur á móti 142 körlum. 1990 1991 fjölgun % Dalvík 1481 1495 14 0,95 Svartaöardalur 270 282 12 4,44 Til gamans má geta þess að hreppar sem telja 300 íbúa eða fleiri fá ár hvert snöggtum hag- stæðari úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en hinir smærri hreppar. Og haldi íbúum Svarfað- ardalshrepps áfram að fjölga um einn í mánuði verður 300 íbúa markinu náð í júní á næsta ári. Blaðið hvetur því ungt fólk í daln- um til dáða svo þessu marki verði náð. Hj.Hj. Kveðja til lesenda Upprunaleg ritstjórn Norðurslóðar þegar lagt var upp haustið 1977. Nú er Jóhann einn eftir af brautryðjend- unum í haus blaðsins - og þessutan búinn að raka sig. Eins og lesendur munu sjá, ef þeir líta á blaðhausinn að þessu sinni, hefur átt sér stað “hallarbylting” í rit- stjórn Norðurslóðar. Bylt- ingin felst m.a. í því, að nafn undirritaðs er horfið en í staðinn eru komin tvö ný nöfn. Raunar má líka, og ekki síður kalla þetta sögulega þróun, evólúsión ekki síður en revólúsión. á máli þjóðfélagsfræðinnar. I 15 ár hefur undirritað- ur, ásamt öðrum, staðið að því að gefa út þetta byggð- arblað, Norðurslóð, reglu- lega 10 sinnum á ári - og var hann þó kominn hátt á sextugsaldur þegar gangan hófst. Svarfdælsk Bvggð og Bær er undirtitill blaðsins til þess að minna menn á, að sveitabyggðin í dalnum og bærinn Dalvík við ströndina eiga að vera sam- felld heild menningarlega og atvinnulega, eins og þau eru það sögulega séð. Sá boðskapur hefur ver- iðrauði þráðurinn í leiður- um Norðurslóðar frá upp- hafi, þótt margt annað hafi verið þar á dagskrá. í þess- um skilningi er Norðurslóð hápólitískt blað, þótt hún sé það alls ekki í flokkspóli- tískum skilningi. Það er ósk undirritaðs og bjartsýn von, að Norður- slóð eigi enn gott líf fyrir höndum og haldi áfram að rækja hlutverk sitt, inn á við sem sameiningarafl og út á við sem vitnisburður um svarfdælska menning- arrækt. Þrátt fyrir byltinguna mun undirritaður ekki með öllu hverfa af síðum blaðs- ins. Ný ritstjórn mun leyfa honum að láta þar ljós sitt skína við og við. Kærar þakkir til allra vina og vandamanna Norð- urslóðar. Megi ávallt blómgast svarfdælsk byggð og bær. Hjörtur E. Þórarinsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.