Norðurslóð - 28.01.1992, Blaðsíða 8
IflWHfe
Svarfdælsk byggð & bær
TÍMAMÓT
Skírnir
26. desember var Alexander skírður í Dalvíkurkirkju . Foreldrar
hans eru Júlía Linda Ómarsdóttir og Stefán Jóhannesson (Stef-
ánssonar) til heimilis að Steinahlíð 1 i, Akureyri.
30. desember 1991 var skírður að Mímisvegi 15, Dalvík, Arnar
Ingi. Foreldrar hans eru Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir og Sævar
Freyr Ingason, Hjarðarslóð 6 d, Dalvík.
Andlát
20. desember lést á Dalbæ, dvalarheimili
aldraðra á Dalvik, Tryggvi Kristinn Jónsson.
Tryggvi fæddist á Hóli á Upsaströnd 3.
nóvember 1906, sonur hjónanna Jóns Jónson-
ar frá Hóli og Kristjönu Hallgrímsdóttur.
Hann var næstelstur fimm systkina sem voru
auk hans: Steinberg, sem er látinn, Björgvin er
býr á Dalvík, Loftur sem er látinn og Þórhildur
er býr í Kaupmannahöfn. Tryggvi aflaði sér
skipstjómarréttinda á minni báta og einnig
vélstjómarréttinda. En sjómennsku stundaði
hann aðeins fram á þrítugsaldur því árið 1932 varð hann fastur
starfsmaður verslunar Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. 1950 tók
hann við rekstri Frystihúss Kaupfélagsins og stjómaði því fyrirtæki
til ársins 1973 eða í tæpan aldarfjórðung. I tengslum við starf sitt
var hann kosinn í stjóm Félags sambandsfiskframleiðenda, SAFF,
og sinnti marvíslegum erindum fyrir þau samtök m.a. í Bandaríkj-
unum.
Tryggvi tók virkan þátt í félagsmálum og var m.a. í Ungmenna-
félaginu, Slysavamarfélaginu og einn af stofnendum Lionsklúbbs
Dalvíkur. Hann var kosinn formaður hafnarnefndar árið 1936 og
gegndi því starfi til 1942 en á þeim árum var margt að gerast í
hafnarmálum Dalvíkinga. Hófust framkvæmdir við hafnargerð
sumarið 1939 og var þá lagður grundvöllur að þeirri höfn sem nú er.
Tryggvi var kosinn í hreppsnefnd hins gamla Svarfaðardalshrepps
árið 1942 og varð þá oddviti. Eftir skiptingu hreppsins 1946 varð
hann fyrsti oddviti Dalvíkurhrepps, gegndi því embætti í fjögur ár
en sat í hreppsnefnd allt til ársins 1970. Eftir að Tryggvi hætti
störfum við Frystihúsið starfaði hann hjá Sparisjóðnum í um áratug.
Tryggvi var tvíkvæntur. 1931 kvæntist hann Rögnu Pálsdóttur
frá Akureyri en lést hún eftir um árs hjónaband. Sonur þeirra er
Ragnar verslunarmaður á Akureyri. 1935 kvæntist Tryggvi Jórunni
Jóhannsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Kristínu Hólmfríði, sem
er skólastjóri og býr í Hafnarfirði og Jóhann sem er flugstjóri og býr
í Garðabæ. Fyrstu árin bjuggu Tryggvi og Jórunn í Asbyrgi, sem
þau byggðu, en fluttu 1943 í Þórshamar, Sognstún 1, sem þau
byggðu. Bjuggu þau þar meðan bæði lifðu en Jórunn lést þar heima
13.desember 1990. Tryggvi flutti á Dalbæ haustið 1991 og þar lést
hann 20.desember, 85 ára að aldri.
Tryggvi var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 29,desember.
4. janúar lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, Gunnlaug-
ur Gíslason.
Gunnlaugur fæddist á Syðra-Hvarfi, Svarfaðardal, 27.mars
1898. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi þar og kona hans
Ingibjörg Þórðardóttir. Eignuðust þau fimm börn er upp komust og
var Gunnlaugur næst elstur. Önnur böm þeirra voru Halldóra sem
er látin, Jón sem er látinn, Dagbjört er býr í Reykjadal og Soffía
sem býr á Akureyri.
Gísli og Ingibjörg fluttu frá Syðra-Hvarfi í Hof árið 1904 og þar
ólst Gunnlaugur upp. Vorið 1921 tók hann búfræðipróf frá Hóla-
skóla. Gunnlaugur kvæntist Rósu Þorgilsdóttur frá Sökku árið 1924
og hófu þau búskap það ár á þeirri jörð, fyrsta árið í tvíbýli við Ara
Þorgilsson og Halldóru konu hans, en síðan ein á allri jörðinni þar
til Þorgils sonur þeirra og Olga kona hans hófu búskap með þeim
1957.
A þessum árum, er Gunnlaugur og Rósa voru að hefja sinn bú-
skap, horfðu bændur hér í sveit, sem annars staðar á landinu, fram
til breyttra og bættra tíma í búskaparháttum. Gunnlaugur hafði
kynnst mörgu af þessu á Hólum og víðar og varð alla sína starfsævi
framarlega í flokki bænda hér um slóðir er kepptu eftir framförum í
búskaparháttum og bættri afkomu. Heima á Sökku byggði Gunn-
laugur ný hús og endurbætti önnur og var hann hagur og útsjónar-
samur eins og verk hans bera skýrt vitni. Hann hafði mikinn áhuga
fyrir ræktun og stórbætti og ræktaði ný tún á Sökku þá nær hálfa öld
er hann bjó þar. Gerði hann um árabil tilraunir með komrækt sem
tókst með ágætum í bestu ámm. Hann var aðalhvatamaður að
stofnun Framræslu og áveitufélags Svarfdæla sem starfaði í meira
en áratug og formaður allan tímann.
Snemma hlóðust margs konar nefndarstörf á Gunnlaug og
gegndi hann þar æði oft formennsku. Hæst ber að hann var lengi í
stjóm Búnaðarfélags Svarfdæla og lengst af fonnaður og sat einnig
um skeið í stjóm Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Þá var hann í
hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps áður en honum var skipt og árið
eftir þá skiptingu varð hann oddviti Svarfaðardalshrepps sem nú er
og gegndi því starfi í tvö kjörtímabil.
Rósu og Gunnlaugi varð fjögurra bama auðið en þau eru: Jóna,
gift Stefáni Snævarr og býr á Seltjamamesi, Dagbjört gift Þóri
Stephensen og býr í Reykjavík, Halldóra er býr á Akureyri og
Þorgils, kvæntur Ölgu Steingrímsdóttur og býr á Sökku. Einnig ólu
Fyrsti sólargeisli ársins gægist yfir Skíðadalsfjöllin
Mvnd: Hj.Hj.
F réttahornið
Nú um helgina fór fram á vegum hjálparsveitar Slysavarnafélagsins á Dalvík
námskeið fyrir bátadeildir björgunarsveita við Eyjafjörð. Til leiks voru
mættir sex slöngubátar með áhöfnum frá Dalvík, Akureyri, Ólafsfirði, Ár-
skógsströnd, Hrísey og Grenivík. Einar Örn Jónsson frá Reykjavík stjórnaði
námskeiðinu sem byrjaði með bóklegu námi fyrir hádegi, en eftir hádegið
voru æfi5 ýmis atriði björgunar á sjó. Mynd: íij.iij.
Blaðinu hafa borist upplýsingar
frá Byggðastofnun um breyt-
ingar á íbúafjölda sveitarfélaga á
árunum 1985-90 með hliðsjón af
fjölgun eða fækkun ársverka við-
komandi sveitarfélaga. Þar kemur
fram að íbúum á Dalvík hefur
fjölgað um 10.5% eða 141 á tíma-
bilinu og ársverkum um 52 eða
8.4%.
Þetta er til muna meiri fólks-
fjölgun og fjölgun ársverka en víð-
ast hvar á landsbyggðinni. Til sam-
anburðar má geta þess að á Akur-
eyri varð fólksfjölgunin á þessu
tímabili um 3.2% og fölgun árs-
verka 3.6% . Víðast hvar er ástand-
ið enn verra og á mörgum stöðum
hefur fólki fækkað verulega.
A stórreykjavíkursvæðinu og
einkum í sveitarfélögunum í kring
um höfuðborgina varð fólksfjölg-
unin og fjölgun ársverka 10- 20% á
þessu 5 ára tímabili.
Félagar í Leikfélagi Dalvíkur
eru nú enn á ný komnir af stað
með leikrit. I þetta sinn hefur orðið
fyrir valinu söngleikurinn „Rjúk-
andi ráð“ eftir þá Jónas og Jón
Múla Amasyni. 13 leikarar taka
þátt í leiknum ásamt hljómsveit og
öðru baktjaldafólki en leikstjórinn
er Sigurgeir Scheving. Stefnt er að
frumsýningu um mánaðamót febr-
úar/mars.
Nú hillir undir lausn sorpeyð-
ingarmála Dalvíkinga og
raunar allra Eyfirðinga. Að undan-
fömu hefur verið unnið að athug-
unum á því að urða allt sorp af
Eyjafjarðarsvæðinu á Glerárdal
fyrir ofan Akureyri, ofan og innan
við núverandi öskuhauga Akureyr-
inga. Að sögn Kristjáns Þórs Júl-
íussonar bæjarstjóra bendir allt til
þess að urðun verði hafin og öll
brennsla á Sauðanesi lögð af áður
en þetta ár er úti. Mun þá margur
kætast þegar aftur verður hægt að
draga djúpt andann þótt hafgola sé.
Söltunarfélag Dalvíkur h/f hefur
að undanfömu verið að vinna
rækju úr frosnu hráefni og verður
svo áfram um sinn. Veiðar báta
sem landa rækju ísaðri hefst ekkert
að marki fyrr en kemur fram í apr-
fl. Ef veiði verður góð er ljóst að
vinnsla ætti að geta orðið hér meiri
en nokkm sinni fyrr. Afkastageta
verksmiðjunnar var aukin verulega
á síðasta ári og kvóti er nú meiri en
oftast áður. Til skoðunar er nú hjá
SFD að taka sölumálin á fram-
leiðslunni inn í fyrirtækið. í all-
mörg ár hefur Sambandið eða ís-
lenskar sjávarafurðir h/f eins og
það heitir nú selt alla framleiðsl-
una en líkur em sem sagt á að nú
verði þar breyting á. Slíkri breyt-
ingu fylgja aukin umsvif hjá fyrir-
tækinu sjálfu og að markaðsþekk-
ing verður meiri hjá því.
þau upp fósturson Halldór Arason, sem er giftur Huldu Þórarins-
dóttur, og búa þau á Akureyri.
Rósa og Gunnlaugur létu af búskap árið 1973 en bjuggu áfram á
Sökku meðan bæði lifðu. Rósa lést haustið 1988 og í ársbyrjun
1989 fór Gunnlaugur á Dalbæ, þar sem hann lést 4.janúar.
Gunnlaugur var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 11. janúar og
jarðsettur í Vallakirkjugarði.
16. janúar andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, Lilja Tryggvadóttir.
Lilja fæddist á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal
26.júlí 1910 dóttir Tryggva Jóhannssonar og
Guðrúnar Soffíu Stefánsdóttur. Þau hjón eign-
uðust fimm böm er upp komust en auk þess
lést einn drengur, Jóhann, bam að aldri. Þau
böm er upp komust voru auk Lilju: Jakob er
býr á Akureyri, Jóhann sem býr í London,
Stefán sem er látinn og Olafur er býr á Dalvík.
1935 giftist Lilja Antoni Baldvinssyni. Þau
hófu búskap á Ytra-Hvarfi í félagi við Tryggva og Soffíu og vom
þar í 8 ár þar til þau fóm í Hrafnsstaði. Bjuggu þau þar til 1949 er
þau fluttu til Dalvíkur. Byggðu þau sér hús við Goðabraut 18 og
fluttu þangað 1954 og var það heimili beggja upp frá því.
Þau hjón eignuðust fjögur böm, Sólveigu, Guðlaugu Sigríði,
sem er gift Reimari Þorleifssyni og Jóhann Friðrik, sem er giftur
Svanfríði Jónasdóttur, og öll eru búsett hér á Dalvík en Guðrún
Soffía lést fyrir tveimur áratugum. Auk þess að sinna sínu heimili
og gleðja þá er þangað komu með gestrisni sinni og hlýju, vann
Lilja utan heimilis og lengst af í Frystihúsinu í um aldarfjórðung.
Lilja var afar félagslynd og starfaði í ungmennafélaginu á sínum
yngri árum og einnig í kvenfélaginu Tilraun og síðar í kvenfé-
laginu Vöku alveg til dauðadags. Hún hafði mikið yndi af söng og
hóf að syngja í kirkjukór rétt um fermingu og eftir að hún kom til
Dalvíkur söng hún með Kirkjukómum allt fram á þetta ár og hafði
þá sungið í kór hátt í sjö áratugi. Hún tók einnig þátt í annarri
söngstarfsemi hér á Dalvík s.s. með Samkór Dalvíkur.
Anton lést haustið 1986 en Lilja bjó áfram í Goðabrautinni
ásamt Sólveigu dóttur sinni. Lilja lést 16. janúar og var jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju 25. janúar. JHÞ