Norðurslóð - 28.01.1992, Side 2

Norðurslóð - 28.01.1992, Side 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Svarfdælsk byggö og bær Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Að þjóna byggð og bæ ✓ A þessu ári eru liðin 15 ár frá því að fyrsta tölu- blað Norðurslóðar kom út. Mikið vatn er runn- ið til sjávar á þessum árum og miklar breyting- ar hafa átt sér stað í fjölmiðlaheiminum. Hér- aðsfréttablöð sem voru við lýði þegar Norður- slóð hóf göngu sína voru gefin út á vegum stjórnmálaflokkanna. Síðan hafa mörg slík blöð óháð stjórnmálaflokkum eins og Norður- slóð hafið göngu sína víðs vegar um land. A síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í fjölmiðlun, meiri en nokkurn gat grunað fyrir fimmtán árum. Ríkisútvarpið hefur ekki leng- ur einkaleyfi til útvarps- og sjónvarpsrekstar. Fjölbreytni hefur aukist til mikilla muna. Aukning ýmis konar fjölmiðlunar hefur ekki minnkað gildi héraðsblaðanna. Þvert á móti má halda því fram að eftir því sem útvarps og sjón- varpsstöðvum fjölgar eykst þörf manna fyrir að finna samnefnara í fjölmiðlun og þá gjarnan sem næst sér. Héraðsblöðin eru einmitt slíkur samnefnari. Þau segja fréttir af mönnum og málefnum sem við þekkjum en eiga takmarkað erindi við alla landsmenn. Um leið og héraðsblöðin segja frá því hvað er að gerast í héraðinu á hverjum tíma er oft reynt með greinaskrifum eða viðtölum við fólk að rifja upp atburði liðins tíma og þannig er í raun ýmsu haldið til haga sem annars félli í gleymsku og dá. Þegar vel tekst til má segja að ómetanleg- ar sögulegar heimildir séu settar á blað. Fimmtán ára útgáfusaga Norðurslóðar verð- ur ekki rakin hér enda á blaðið ekki afmæli fyrr en í haust. Nú í byrjun afmælisárs verða þó breytingar sem útaf fyrir sig gefa tilefni til að saga blaðsins væri rakin. Hjörtur E. Þórar- insson sem frá upphafi hefur verið burðarás í útgáfu blaðsins hefur óskað eftir því að draga sig í hlé frá útgáfu þess. Hjörtur hefur alla tíð verið aðalandlit blaðsins ef svo má að orði komast. Ef til vill hugsar einhver tryggur les- andi Norðurslóðar: Hvað er blaðið án Hjart- ar? En Norðurslóð verður ekki án Hjartar. Þótt hann dragi sig á vissan hátt út úr útgáfu þess munum við eiga hann áfram að til ýmissa góðra verka. Því verður hér ekki flutt neitt þakkarávarp til Hjartar nú, heldur borin fram sú ósk að við megum njóta krafta hans lengi enn, þó í annarri mynd verði en áður. Það er staðfastur ásetningur þeirra sem nú sjá um útgáfu Norðurslóðar að blaðið verði gef- ið út með sama sniði og verið hefur. Að það þjóni lesendum sínum ekki verr en áður og njóti trausts þeirra hér eftir sem hingað til. Að það þjóni Svarfdælskri byggð og bæ í bráð og lengd með skrifum sínum. JA Aðalbjörg Jóhannsdóttir: Minningar hennar mömmu Aðalbjörg Jóhannsdóttir Dalvík, heldur nú áfram með minning- arbrot móður sinnar Guðlaugar Baldvinsdóttur frá Böggvisstöð- um, sem birtust í jólablaði Norð- urslóðar. Skipskomur Ef skip kom að Böggvisstaða- sandi, sem nú er Dalvík, var ævin- lega flaggað með danska fánanum, en við hátíðleg tækifæri heima, var flaggað með fálkanum. Skipin sem komu, önnur en heimaskip, voru spegúlantskip frá Akureyri, frá Gránu og Jakob Havsteen. Þau komu að selja vörur sínar. Svo komu stundum norsk síldarskip en ekki var flaggað fyrir þeim. Oft komu Norðmennimir í land og stundum með harmóniku, og vildi þá til að þeir kæmu heim í Böggvisstaði og spiluðu fyrir okk- ur krakkana. Það voru aldrei böll hér en það voru böll inn á Litla-Ar- skógssandi, þar áttu þeir hús. Við systkinin fórum ekki á þau böll. Spegúlantskipin seldu vörur sínar og þurfti að fara fram í þau til að versla. Fóru bæði konur og krakkar fram í skipin og keyptu sér sælgæti og fleira smávegis fyrir peninga, smjör, ull og fleira. Eg hef farið fram í spegúlantskip. Sjósókn Sjósókn var töluverð frá Böggvis- stöðum. Yfir vertíðina var aðallega róið á tveim bátum með 7 manna áhöfn og róið með línu. Síld var aðallega notuð í beitu og var hún veidd í lagnet seinni part sumars og á haustin. Hún var notuð ný þegar hægt var, en annars söltuð og geymd þannig. A vorin var dregið fyrir loðnu, einnig var not- að fyrir beitu, innvols úr fugli, kindalungu, flakað tros og fleira sem til féll. Eftir að eg man var pabbi aldrei með línubáta sjálfur, en hann fór alltaf í skytterí, hnísutúra á sumrin, sel á vetuma og svartfugl. Eitthvað var hann með hákarlaskip á sínum yngri ámm. Þegar pabbi var heima féll hon- um aldrei verk úr hendi, var hann þá stundum að vinna að veiðarfær- um. Fyrst man eg eftir að spunnið var tog í hrognkelsanætur, en því var hætt þegar hægt var að fá út- lent garn. I síldamet var fyrst haft snæri sem undið var sundur, vor- um við krakkamir látnir halda sitt í hvem enda og vinda upp, vorum við stundum fjögur, eða eftir því hvað snærið var margþætt, en pabbi hafði hnykilinn sjálfur og vatt snúðinn af. Seinna var gam keypt af Norðmönnum. Svo riðaði pabbi netin sjálfur og hafði mann með sér á vetuma eftir þörfum. Blý var keypt í högl, og slegið til í lengjur á steðja með hamri, síðan skorið niður í litla bita með hníf, stærð bitanna fór eftir því hvað höglin áttu að vera stór. Seinna var skorið með haglaskera (svipaður brauðhníf). Svo voru bit- amir rúllaðir í potti með ávölum steini sem gott var að festa hendur á þangað til þeir voru orðnir hnöttóttir eða að höglum. Hampur í forhlað var tættur niður úr snær- um. Pabbi átti tvær selabyssur og notaði aðallega aðra þeirra sem hann kallaði Skjöldu, og tvær fuglabyssur. Eg held að hann hafi hirt byssumar sínar vel því hann fægði þær alltaf og verkaði milli þess sem hann notaði þær. Hann geymdi þær annað hvort uppí rjáfri fram við bæjardyr, eða uppyndir rjáfri innan við baðstofuhurð. Pabbi þótti mjög góð skytta. Siglt suður - Ljósmóðurnám (Nú er komið að þeirn kafla æviá- grips Guðlaugar í Sogni þar sem hún siglir á strandferðaskipi til höfuðstaðarins sér til mennta og forfrömunar. I Sögu Dalvíkur, bindi II, bls. 40-44, er frásögn, höfð eftir Aðalbjörgu Jóhannsdótt- ur, um ljósmóðurstörf Guðlaugar, móður hennar. Verður því farið fljótt yfir sögu í þessum annars merkilega kafla í æviskeiði henn- ar. Ritstj.) Haustið 1895 varð það að ráði, að ég færi til Reykjavíkur og lærði ljósmóðurfræði. Það var fyrst og fremst fyrir áeggjan Þórunnar Hjörleifsdóttur, Ijósmóður hrepps- ins, að ég lét tilleiðast að gefa mig að þessu starfi. Þórunn hafði ákveðið að láta af ljósmóðurstarf- inu sem fyrst, en jafnframt var sýslunefnd búin að samþykkja, að Svarfdælahéraði skyldi skipt í tvö Ijósmóðurumdæmi. Til undirbún- ings starfinu fór ég með Þórunni til að vera viðstödd fæðingu. Það byrjaði að vísu ekki björgu- lega fyrir mér, því þegar fæðing- unni var lokið, læddist ég út og kastaði upp, en það lét ég auðvitað engan vita! Við aðra fæðingu var ég riðin, áður en ég lærði, og er mér sá at- burður minnisstæður. Morgun einn er barið að dyrum á Böggvis- stöðum og er þar komin Þórunn ljósmóðir. Hún var ríðandi og seg- ist eiga brýnt erindi til Akureyrar. Býst hún við að vera komin aftur eftir sólarhring. Hún var nýkomin frá Hóli á Upsaströnd. Þá bjuggu þar Kristjana Jónsdóttir og Þorleif- ur Jóhannsson, en þar áttu líka heima hjónin Rósa Jóhannsdóttir og Hjörleifur Jóhannsson, bróðir Þorleifs. Rósa átti von á bami. Þórunn taldi ólíklegt, að fæð- inguna bæri að næsta sólarhring- inn, þótt ekki væri það óhugsandi, og kvaðst hafa vísað á mig, ef á þyrfti að halda. — „Nei. þetta get ég ekki“ —- varð mér að orði, ■— „Jú, þú getur það víst, við skulum treysta drottni, þá fer allt vel; og sanaðu til“, sagði Þórunn og fór að svo mæltu. Seint um kvöldið sama dag var aftur kvatt dyra á Böggvisstöðum. Eg fer fram. Uti fyrir stendur ung- ur, fallegur maður: enginn annar en Hjörleifur á Hóli, og erindið er að biðja mig koma út eftir, því konan sé orðin veik. Mér brá voðalega, vind mér inn til mömmu og segi tíðindi, og það með, að þetta geti ég ekki. Þá segir mamma; „Lauga mín, neitaðu aldrei, þegar þú ert beðin um hjálp undir þessum kringumstæðum“. Ég hef fataskipfi og eftir stutta stund er ég lögð af stað með Hjör- leifi. En þegar við erum komin út fyrir hlaðvarpann, kemur mamma á eftir okkur, líka ferðbúin. Og kvíðinn hvarf. Við vorum fótgang- andi og Hjörleifur bar okkur yfir Brimnesána. Allt gekk vel með Kristjönu á Hóli og mömmu við hlið sér. (Að þessu innskoti loknu skal haldið áfram með frásögn af suð- urferð Guðlaugar. Ritstj.) Framhald í nœsta hlaði. Lög um Ijósmæður tóku gildi árið 1872. Fyrsta skipaða Ijósmóðirin í Svarfaðardal var Margrét Þórarinsdóttir á Völlum og Brekku 1872-1879 (engin mynd til). 2. Þórunn Hjörleifsdóttir, Völlum, Gullbringu, Dalvík. Ljósmóðir í öllu Svarfaðardalsumdæmi 1880-1896 og í „ytra“ umdæminu- 1902-1915. Svarfaðardalsumdæini var skipt í tvennt, ytra og fremra, árið 1901 og skiptist framan við Hofsá-Grund. 3. Guðlaug Baldvinsdóttir, Böggvisstöðum og Ytra-Hvarfi 1896-1903.4. Guðrún Jónsdóttir, síðast í Laugahlíð, Ijósmóðir í fremra umdæminu 1903-1909. 5. Þorbjörg Sigurhjart- ardóttir, Urðum og Dalvík, 1909-1931. 6. Petrína Jónsdóttir, Dalvík og Sökku, 1916-1920.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.