Norðurslóð - 28.01.1992, Side 6
6 — NORÐURSLÓÐ
Gunnlaugur Gíslason á Sökku
F. 27. mars 1898 - D. 4. janúar 1992
Nafn Gunnlaugs á Sökku skipar
stórt rúm í svarfdælskri byggðar-
sögu þessarar blessuðu 20. aldar.
Um hartnær hálfrar aldar skeið var
hann svo virkur í félagsmálum
sveitar sinnar, að nálega var eng-
um ráðum ráðið nema hann ætti
þar hlut að. Þegar þeim langa og
frjóa kafla ævi hans lauk, átti hann
eftir mörg góð ár við búskapinn á
Sökku með konu sína, Rósu, við
hlið sér og í ágætri samvinnu við
son sinn og tengdadóttur og síðan
bamabömin. En ellin hallar öllum
leik, eins og kveðið var, og Gunn-
laugur á Sökku varð ekki undan-
skilinn. Smámsaman varð hljótt
um hann, eins og lögmálið býður,
og nú, þegar hann er allur, að
loknu 93ggja ára lífshlaupi hér
innan svarfdælska fjallahringsins,
er vaxin upp í dalnum heil kyn-
slóð, sem lítil skil kann á félags-
málamanninum og sögumanninum
Gunnlaugi á Sökku.
í Morgunblaðinu voru á útfarar-
degi Gunnlaugs birtar um hann
ákaflega góðar minningargreinar.
Þar skrifa þeir, sem best hafa þekkt
manninn sjálfan. Hér verður ekki
reynt að bæta neinu við mannlýs-
inguna. Hinsvegar skal hér drepið
á lítinn hluta af störfum hans í
þágu sveitarfélagsins. .
Gunnlaugur Gíslason.
Rósa Þorgilsdóttir.
Nú er þorri genginn í garð
og þá er gott að fá sér bita
Við höfum 13 tegundir
á þorrabakka
Gjörið svo vel að ganga í bæinn
Þorri er genginn í garð og veðrið hér á
norðurslóð er eins og á Hörpu
íSparisjóðnum er líka vorhugur
og hann býður gamla og nýja
viðskiptavini velkomna
Sparisjóður
Svarfdæla
Dalvík — Sími 61600
Þann 1. janúar 1946 gengu í
gildi lög um skiptingu Svarfaðar-
dalshr. Vallnahrepps hins foma,
og varð til nýr hreppur, Dalvíkur-
hreppur. Gunnlaugur á Sökku var
kosinn oddviti fyrstu hreppsnefnd-
ar nýs Svarfaðardalshrepps og
gegndi því vandasama brautryðj-
andastarfi í átta ár. Oddviti stóð þá,
jafnvel fremur en endranær, í
miklum bréfaskiptum við sýslu-
mann og aðra embættismenn í
kerfinu, svokallaða, í sókn og vörn
fyrir sitt sveitarfélag.
Við lestur þessara bréfa nú hef-
ur það vakið athygli undirritaðs,
hve vel og embættislega bréf
Gunnlaugs eru stíluð og hve af-
staða hans og niðurstöður eru vel
studdar traustum en um leið hóf-
sömum rökum.
Gunnlaugur á Sökku var enn-
fremur formaður Búnaðarfélags
Svarfdæla, reyndar þrjú tímabil, en
það var líka ein af mikilvægustu
trúnaðarstöðum í hreppnum. Að
allra dómi gegndi hann því emb-
ætti af dugnaði og miklum fram-
farahug.
Undirritaður nefnir þessi tvö
embætti Gunnlaugs einkum fyrir
það, að hann erfði þau bæði á sín-
um tíma og minnist þess enn, hve
þægilegt var að taka við oddvita-
embættinu úr hendi Sökkubóndans
og hve lítil þörf var fyrir að leita
upplýsinga utan við bækur og
fylgiskjöl. Gunnlaugur á Sökku
var reglumaður í öllum skiln-
ingi.
Þegar Gunnlaugur á Sökku er
kvaddur, fer ekki hjá þvf, að hug-
urinn hvarflar til konu hans, Rósu
Þorgilsdóttur, sem andaðist 10.
september 1988. Hvortveggja er,
að þau hjónin höfðu svo lengi stað-
ið hlið við hlið í straumi lífsins, að
í hugum manna voru þau svo sem
runnin saman í eitt, Gunnlaugur -
og - Rósa. Svo hitt, að Rósa var
ein sér svo ágæt og kostumprýdd
manneskja, að allir mátu hana, sem
henni kynntust og því meir, sem
þeir kynntust henni betur. Við and-
lát hennar haustið ‘88 var hennar
minnst á fleiri en einum vettvangi.
m. a. í 7. tbl. Norðurslóðar þ. á.
Hér verður því látið lokið þess-
um fáu og fátæklegu orðum, en
borið fram þakklæti okkar hjóna til
Gunnlaugs og Rósu á Sökku fyrir
sérstaklega góð kynni og verð-
mætar minningar.
HEÞ og SH, Tjörn.
Leiðrétting I
Frá Jóhanni Olafssyni á Ytra-
Hvarfi hefur blaðið fengið þessa
leiðréttingu:
Ágœtu útgefendur.
í 10. tbí. Norðurslóðar 1991.
jólablaði. er á bls. 3 frásögn af
spurningakeppni UMSE ásamt
mynd. I texta með myndinni er ég
sagður vera formaður UMSE, sem
er ekki rétt þar sem ég gaf ekki
kost á mér til endurkjörs á ársþingi
sambandsins 3. mars 1991. Núver-
andi formaður UMSE er Níels
Helgason á Torfum í Eyjafjarðar-
sveit.
Það rétta er, að ég afhenti sigur-
liðinu verðlaun sem formaður
skemmtinefndar UMSE, en auk
mín eru þau Katrín Sigurjónsdótt-
ir, Helga Eiríksdóttir, Bragi Kon-
ráðsson og Benedikt Hjaltason í
nefndinni.
Með kveðju
Jóhann Olafsson.
Leiðrétting II
I jólablaði Norðurslóðar, á bls. 3,
er missögn í texta undir mynd frá
biskupskomu í september. Þar er
skráð, að séu á myndinni vígslu-
biskupshjón Rósa Garðarsdóttir og
Birgir Snæbjömsson. Þetta er of
mikið sagt. Það rétta er, að þau
Sumarrós og Birgir eru prófasts-
hjón í Eyjafjarðarprófastsdæmi.
Kannske er þetta ómeðvituð spá-
sögn.
Norðurslóð biðst velvirðingar á
þessum missögnum.