Norðurslóð - 28.01.1992, Page 7

Norðurslóð - 28.01.1992, Page 7
NORÐURSLÓÐ — 7 ■Áj JEp -Gym g MliLJI Skammdegisstemmning í Svarfaðardal. Mynd: Hj.Hj'. Svör við málsháttum Arna Rögnvaldssonar 1. Hver er hollur heimafenginn? Svar: Baggi 2. Hvað er illt að reyta af lófa? Hár 3. Hver lofar sér líkt? Heimskan 4. Hver lætur á glysi ginnast? Heimskur 5. Hvað verður oft úr göldum fola? Góður hestur 6. Hvað er sá, er einskis spyr? Ófróður 7. Hverjir njóta oft góðra gesta? Hjúin 8. Hver flýgur seint á kvöldin? Hrafninn 9. Hvernig er iðjulaus hönd? Örm 10. Hvað skal hamra meðan heitt er? Jámið 11. Hvað er ekki sopið, þó í ausuna sé komið? Kálið 12. Hvað er best með forsjá? Kapp 13. Hvað kennir hesti að aka? Keyri 14. Hvað kennir neyðin naktri konu? Að spinna 15. Hvað heftir hálfa framkvæmd? Kvíðinn 16. Hvað kemur sjaldan hlæjandi aftur? Lán 17. Hvað vildu öll skáld kveðið hafa? Lilju 18. Hvað dansar eftir höfðinu? Limimir 19. Hvað er oft í lygnu vatni? Ljótur ormur 20. Hvað dregur lofið oft í halanum? Háðið 21. Hver er mönnum misholl? Lukkan 22. Hvað er sá, er við rassinn glímir? Ragur 23. Hvað er oft undir bjartri lilju? Blökk rót 24. Hvað er það, sem oft má kyrrt liggja? Satt 25. Hvað kemur með nýjum herrum? Nýir siðir 26. Hvern kámar sá, er skarni á aðra kastar? Sjálfan sig 27. Á hverju læra hvolpamir að stela? Mjóum þvengjum 28. Hvar situr sjaldan svinnur maður? 1 dyrum 29. Hvað hefur margur undir sauðargærunni? Úlfinn 30. Hvað lofar meistarann? Verkið 31. Hvað er næst, þegar neyðin er stærst? Hjálpin 32. Hvað er sá, er til vamms segir? Vinur 33. Hver kennir árinni ? Illur ræðari 34. Lofa skal mey að morgni, en hvað að kveldi? Dag, veður 35. Hverjar verða ekki bældar með byssustingjum? Hugsjónir Þeir sem skiluðu svörum voru þessir: Friðrika og Friðjón Dalvík, Sigurður Bjami Sigurðsson Brautarhóli, Hallgrímur Einarsson Urð- um, Jökull Bergmann Klængshóli, Bjöm Þórðarson Akureyri, Stef- án Jónmundsson Dalvík og Ingveldur Gunnarsdóttir Akureyri. Dregið var milli þessara 7-menninga. Út kom talan 4, þ. e Jökull Bergmann og fær hann að verkalaunum 1000-kallinn hans Áma Rögnvaldssonar. Botnar Vísa 1 Úti í löndum Islendingar iðka söng og magaskelli Vísa 2 A Holtsmóunum hestamenn hús sitt byggja á traustum grunni Botnar Vísa 1. Æskufólkið enginn þvingar oft því mun það hljóta skelli. Hartmann Eymundsson Akureyri Þótti arfur þjóðmenningar þannig betur halda velli Björn Þórleifsson Akureyri. Krummavísur kempur slingar krunka œttu á heimaveUi Kristján Jónsson Húsavík. Þetta eru Þingeyingar Það eg sá í einum Itvelli. Ósk Þorkelsdóttir Húsavík. Menning Fróns ogfremdir slyngar fyrir bragðið halda velli. eða Myndagátan Lausnin er þessi: Dalvíkingar halda nú í hópum austur um haftil Skotlands og Irlands, höggva strandhögg í vöruhúsum stórborganna og snúa heim að dagsverki loknu með herfang sitt. Þeir sem sendu lausnir, voru: Sólveig Sigurðardóttir, Brautar- hóli, Stefán Jónmundsson, Dalvík, Gunnsteinn Þorgilsson, Sökku, Lilja Kristjánsdóttir, Rvík, Trausti Pálsson, Hólum í Hjaltadal, Ey- steinn Gíslason, Skáleyjum, Hart- mann Eymundsson, Akureyri, og Þórunn Eiríksdóttir, Borgarfirði. Lausn krossgátu Nauðar úti norðan slydda notalegt að vera inni. Blaðið tek og blýant ydda berst við gátuna að sinni. Styttir upp nú stuðlað hef Steinunn þessar vísur. Lausn með stolti loks þér gef lúin dreg svo ýsur. Héraðsfréttir: - Dalvíkurbær hélt norrænt vina- bæjarmót sem var til sóma - Kirkjugarðurinn á Tjöm var sléttaður. - Var til tíðinda að tvennir fæddust tvíburar í dalnum. - Starfsemi Tónlistarskólans á Dalvík fær byr undir báða vængi eftir flutning í stærra húsnæði. - Fegrun framan Ráðhúss - Gulrætur voru teknar í hús sjötta nóvember Að gefnu tilefni. Eg stend við það sem eg hef sagt, að það er erfiðara að ráða þessar gátur mínar en semja og eg á góðar stundir við gerð þeirra. Þakka kærlega fyrir yndisleg bréf sem fylgja mörgum lausnunum, þau eru sannarlega hvatning. St.H. Svo margar Iausnir bárust, að óger- legt er að skrifa nöfn allra þátttak- enda, það tekur hreinlega of mikið pláss í blaðinu. Þegar dregið var úr nöfnunum kom upp talan 20. Það reyndist vera númer Guðrúnar Björnsdóttur, Reykjavfk. Hún fær bráðum senda góða bók. Andleg kreppa aðra þvingar íslensk menning heldur velli. Eysteinn Gíslason Skáleyjum. Vísa 2 Láta spretta úr spori senn sprœkir úti í náttúrunni Hartmann Eymundsson Þar mun gammur geysa senn og garpar ausa úr sagnabrunni Bjöm Þórleifsson Tappa úrflösku taka enn Teyga mjöðinn þyrstum munni. Kristján Jónsson Því góðir bœndur geyma enn gull í sínum viskubrunni Ósk Þorkelsdóttir Vel mun rekkum reynast enn að ríða úti í náttúrunni eða Þarna verður saman senn sopið ögn á bjórflöskunni Eysteinn Gíslason Vel er kveðið og erfitt að gera upp á milli góðskáld- anna. yið verðum þó að taka af skarið og dæmum botna Óskar á Húsavík besta að meðaltali. Hún fær senda góða bók. Norðursióð þakkar þátttöku í öllum jólaleikjun- um og óskar öllum árs og friðar. Ljóðagetraun Lausn á getraun úr jólablaði 1. Hver hlær við sínum hjartansvini? Sólskríkjan mín. Páll Ólafsson. 2. Hvað heitir fuglinn í fjörunni? Hann heitir már. Ókunnur höfundur. 3. Hver greiðir sér upp úr bárulaugunum? Sólin klár á hveli heiða/hvarma gljár við baugunum A sér hár hún er að greiða/upp úr bárulaugunum. Sigurður Breiðfjörð. 4. Hver er svört á brún og brá? Hún hét Abba Labba Lá/Hún var svört á brún og brá. Davíð Stefánsson. 5. Hver varpar sér á teig? Valur í vígahuga. Jónas Hallgrímsson 6. Hvenær skein sól á sundin blá? I dae skein sól á sundin blá. Davíð Stefánsson. 7. Hvað eykur mér óyndið? Látt’ekki illa liggja á þér/lundina berðu káta. Óyndið það eykur mér/ef ég sé þig gráða. Óþekktur höfundur. 8. Hvar átti ég löngum mitt sæti? Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti. Jón Helgason. 9. Hvað er komið í koppinn minn? Veltast í honum veðrin stinn/veiga - mælti - skorðan. Kominn er þefur í koppinn minn/kemur hann senn á norðan. Ókunnur höfundur. 10. Hver grær á grænum völlum? Maríuklukkan grær á grænum völum. Halldór Guðjónsson Laxness. 11. Hvenær hef ég annað eins reynt? Þegar ungur ég var/hef ég annað eins reynt. Kristján Jónsson. 12. Hvað kom eftir seglskipið? Eftir súðbyrðings för/kom hinn seglprúði knörr, eftir seglskipið vélknúin skeið. Örn Arnarson. 13. Hvenær var frækomi sáð? í fornöld á jörðu var frækorni sáð. Valdemar Briem. 14. Hverju stakk hún í síðu? Saxinu hún stakk í síðu. Ólafur liljurós, ókunnur höfundur. 15. Hvað er ungum allra best? Að óttast guð sinn herra. Hallgrímur Pétursson. 16. Hver telur tárin mín? Drottin telur tárin mín. Kristján Jónsson. 17. Hvað eiga 9 menn að stytta? Nú eru líka 9 menn,/sem nóttina eigaað stytta. Jónas Hallgrímsson. 18. Hvar hafði fólkið hversdagsskemmtan af hanagali? Undir bláum sólarsali/Sauðlauks upp í lygnum dali. Eggert Ólafsson. 19. Hver labbar þvera götu? Litla Jörp. Ókunnur höfundur. 20. Hvaðan komu feðurnir frægu? Austan um hyldýpis haf. Jónas Hallgrímsson. 21. Hvað sé ég í anda? Sé eg í anda knör og vagna knúða. Hannes Hafstein. 22. Hvern bæri ég hermannlega? Heldurð' ekki að hringinn þinn/eg hermannlega bæri. Þorsteinn Erlingsson. 23. Hver kannar straum vandlega.? Vandlega Kópur kannar straum. Grímur Thomsen. 24. Hvar skal hafa aðgát? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Einar Benediktsson. 25. Hver er blóðug um sólarlag? Bylgjan sen bar það uppi/var blóðug um sólarlag. Jóhann Sigurjónsson. 26. Hvenær er engin þörf að kvarta? Þegar blessuð sólin skín. Stefánfrá Hvítadal. 27. Hver settist sjálf við okkar borð? Mamma settist sjálf við okkar borð. Matthías Jochumsson. 28. Hvenær fannst Jóni komið nóg? Er gigtin fór að jafna um Jón/fannstJóni komið nóg. Davíð Stefánsson. 29. Hvaðan er ekkjan fögur og rík? Hún er ættuð að austan. Örn Arnarson. 30. Hvenær er best að hætta hverjum leik? Best er að hætta hverjum leik/þá hæst fram fer. HaUgrímur Pétursson. Þeir sem tóku þátt í ljóðagetrauninni voru: Dagbjört Asgrímsd., Dal- vík, Þórunn Eiríksd., Borgarfirði, Friðrika og Friðjón, Dalvík, Helga Þórsd., Bakka, Pálmi Jóhannsson, Dalvík, Stefanía og Sigurður, Brautarhóli, Björn Stefánsson, Rvík, Anna Björg og Gísli, Akureyri, Hallgrímur Einarsson, Urðum, Jónína Kristjánsd., Klængshóli, Freygarður og Kristján, Uppsölum, Adda Gunnarsd., Akureyri, Haukur Hafstað, Skagafirði, Aðalgeir og Elísabet, Húsavík, Bjöm Þórðarson, Akureyri, Stefán Jónmundsson Dalvík, Lilja Kristjánsd., Rvík, Eysteinn Gíslason, Skáleyjum, Sigvaldi Jónsson, Húsavík, og Stefán Snævarr og fjölskylda, Seltjamamesi. Dregið var úr lausnum, og kom upp nafnið Sigvaldi Jónsson, Húsavík. Hann fær senda bók í verðlaun. Leiðrétting III 1 texta með ljóði Önnu S. Snorra- dóttur um “Snerru” á bls. 8 í jóla- blaðinu segir, að Snorri Sigfússon hafi byggt sumarhúsið Snerru o. s. frv. Ritstj. hefur verið bent á, að þetta er ekki rétt. Læknishjón á Dalvík, Stefán Guðnason og Elsa Kristjánsdóttir byggðu húsið, en seldu það Guðrúnu og Snorra 1943. Lítið mál þetta, en rétt skal vera rétt. Norðurslóð biðst velvirðingar á missögnum þessum.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.