Norðurslóð - 23.09.1992, Qupperneq 4

Norðurslóð - 23.09.1992, Qupperneq 4
4 — NORÐURSLÓÐ Iþróttaannáll sumarsins Fjallahjólakeppnin á Tröllahátíðinni fór fram í Böggvisstaðafjalli og Hrísár- höfða. Aðstæður voru heldur leiðinlegar, kalsarigning og noröangjóla, en keppendur létu það ekki á sig fá. M>nd: iik. Norðurslóð hefur ekki gert mikið af því að fjalla um íþróttir í dálkum sínum. Rit- stjórninni þótti rétt að breyta þessu, ekki síst í Ijósi þess hversu fyrirferðarmiklar íþróttir eru orðnar í lífl fólks. Sumarið í sumar var líka óvenju viðburðaríkt á íþrótta- sviðinu á Dalvík. Þess vegna fengum við Jónas Baldursson leikmann í meistaraflokki og þjálfara yngri flokka í knatt- spyrnu á Dalvík til aðstoðar við að setja saman eins konar ann- ál um það helsta sem dreif á daga íþróttafólks á Dalvík í sumar. Við byrjum á pistli Jónasar um knattspyrnuna: Slakt gengi meistaraflokks karla Meistaraflokkur karla kom til leiks í upphafi sumars undir stjórn nýs þjálfara, Guðjóns Guðmundsson- ar. Undirbúningur liðsins hafði verið langur og strangur. Farið var í æfingaferð til Hollands fyrir páskana og heppnaðist hún af- bragðsvel. Nokkur umskipti urðu á mannskap milli ára og ber þar hæst inngöngu nokkurra nágranna okk- ar úr Reyni frá Arskógsströnd. I ljósi þessa og hversu litlu munaði sumarið áður að liðinu tækist að vinna sér sæti í 2. deild, voru menn eftirvæntingarfullir í upphafi móts. Fyrsti leikurinn var bikarleikur gegn Magna sem tapaðist. Síðan hófst deildarkeppnin og byrjuðu Dalvíkingar með látum. Sigur gegn nýliðunum frá Þorlákshöfn í fyrsta leik. Svo voru menn slegnir niður á jörðina aftur með tveimur ósigrum í röð. Eftir það gekk allt á afturfótunum hjá liðinu og það lenti í hatrammri botnbaráttu. Hvorki gekk né rak og þegar ein- ungis einn leikur var eftir voru Dalvíkingar í 3. neðsta sæti með jafnmörg stig og Ægir en mun betra markahlutfall. Þeim nægði því að sigra til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Ekki blés byrlega framan af, 1 - 0. fyrir Skallagrím í hálfleik og Dalvík manni færri. Og til að bæta gráu ofan á svart höfðu Ægismenn forystu í sínum leik. Svo fór að Dalvík tapaði 1-0 en til allrar lukku fyrir þá tapaði Ægir líka svo Dalvíkingar héldu sæti sínu á betra markahlutfalli. Liðið hlaut 17 stig úr 18 leikjum, þar af 12 stig gegn tveimur neðstu liðunum. Fimm leikir unnust, tveim lyktaði með jafntefli og 11 töpuðust, þaraf átta með einungis eins marks mun. Víst verður að segjast að árang- ur liðsins olli mönnum miklum vonbrigðum og verður það að taka sig verulega á ef það ætlar að standa sig á næstu sparktíð. Þó var það huggun harmi gegn að liðið varð bæði Eyjafjarðarmeistari og Eyjafjarðarbikarmeistari í ár eins og reyndar tvö síðustu sumur. Viðunandi hjá kununum Meistaraflokkur kvenna kom einn- ig til leiks með nýjan þjálfara í far- teskinu, Valdimar Pálsson. Stúlk- urnar kepptu í Norðurlandsriðli 2. deildar ásamt KA, Tindastóli, KS og Leiftri. Einnig tóku þær þátt í bikarkeppni en féllu úr henni í fyrstu umferð. Arangur sumarsins var viðunandi, 3. sætið í riðlinum sem KA vann, en KA varð síðan Islandsmeistari 2. deildar. Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi liðsins, nýjar stúlkur komu inn og aðrar hurfu á braut. Er vonandi að hópurinn haldist að mestu næsta sumar svo stúlkumar komi enn sterkari til leiks að ári. Upp og ofan í yngri flokkunum I yngri flokkum náðist þokkalegur árangur. Erfiðlega gekk þó að manna lið í 3. flokki pilta þrátt fyrir samstarf við Olafsfirðinga. Liðið féll út úr bikarkeppninni í 1. umferð og lenti í 5. sæti í sínum riðli í Islandsmótinu. A Unglinga- landsmóti UMFI vann liðið hins vegar með fullu húsi stiga. 4. flokkur lenti í 5. sæti íslands- mótsins og hlaut silfurverðlaun á Unglingalandsmótinu. Þar var líka samstarf við Olafsfirðinga. I 5. flokki náðist ágætur árangur: 4. sæti á íslandsmóti og öruggir sigr- ar á Unglingalandsmóti og hinu árlega Króksmóti. Loks átti Dalvík sigurlið og bronslið í Hraðkeppni UMSE í 5. flokki. 6. flokkur varð í 5. sæti í Islandsmótinu, vann Króksmótið með glæsibrag (þar vann B-liðið brons) og hlaut silfrið á KEA-mótinu. Loks var 7. flokk- ur starfræktur í fyrsta sinn senv sérstakur flokkur. Mikill fjöldi stundaði æfingar og áhuginn var gríðarlegur. Drengirnir tóku þátt í Króksmótinu og urðu í 3. og 4. sæti sem telst gott hjá byrjendum. Þjálfari 3. flokks var Þorsteinn Guðbjörnsson, Jónas Baldursson þjálfaði 4., 5. og 7. flokk en Valdi- mar Pálsson 6. flokk. Hjá stúlkunum var aðeins einn yngri flokkur starfræktur í sumar. Það var 3. flokkur fyrir stúlkur 14 ára og yngri. Þær lentu í 6. sæti á Islandsmótinu en sigruðu á Ung- lingalandsmótinu. Loks urðu þær neðstar á afmælismóti KS en gátu huggað sig við að vera kjömar prúðasta liðið. Þjálfari í sumar var Jóna Ragúels. Bikarkeppni FRÍ og Unglingalandsmót En það eru iðkaðar fleiri íþrótta- greinar á Dalvík en knattspyma, eins og best kom fram á Unglinga- landsmóti UMFI. Þangað mættu á annað þúsund keppenda til leiks og undu sér vel á nýjum íþróttavelli í þrjá daga meðan mótið stóð. Hér verða ekki tíunduð úrslit en víst er um að þetta mót var Dalvíkingum til hins mesta sóma. Framkvæmd mótsins var með ágætum þótt veðrið hefði mátt vera betra. Nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun en með tilkomu hans stórbatnar öll aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta hér í bænum. Nú er bara að bíða eftir sundlauginni sem jafnvel gæti verið komin í gagnið seint á næsta ári eða snemma árs 1994. í liði UMSE sem tók þátt í Bik- arkeppni 1. deildar Frjálsíþrótta- sambands Islands um miðjan ágústmánuð voru nokkrir þátttak- endur úr Svarfaðardal og frá Dal- vík. Meðal þeirra voru Sigurður Matthíasson sem sigraði í spjót- kasti og Snjólaug Vilhelmsdóttir sem sigraði í 400 metra hlaupi og varð önnur í 100 og 200 metra hlaupi. Ekki má gleyma þremur systkinum frá Brautarhóli, Gunn- ari, Sigurði Bjama og Sólveigu Sigurðarbörnun, Þóru Einarsdóttur sem varð 2. í hástökki og Rut Berglindi Gunnarsdóttur sem er aðeins 13 ára og yngsti keppand- inn á mótinu. UMSE stóð sig vel í keppninni og varð í þriðja sæti sem er besti árangur sambandsins frá upphafi bikarkeppninnar. Þess má geta að Snjólaug Vilhelmsdóttir var kjörin frjálsíþróttamaður ársins hjáUMFS. Tröllahátíð Loks ber að nefna að í lok ágúst var efnt til svonefndrar „Trölla- hátíðar" á Dalvík. A þeirri hátíð var keppt í ýmsum greinum hjól- reiða, einkum á fjallahjólum. I síðasta tölublaði Norðurslóð- ar, þ.e. í júníblaðinu, hóf göngu sína þáttur, sem við nefndum þessu nafni, Stökur mánaðar- ins. Þetta er hugsað þannig, að fólk sé að kveðast á eins og mik- ið var gert í gamla daga, áður en útvarp og sjónvarp var til, og menn urðu að gera sér sjálf- ir eitthvað til skemmtunar. Við skulum rifja upp regluna: Ef t.d. ég hef kveðið vísuna „Afi minn fór á honum Rauð". sem allir kunna, þá er okkar regla sú, að þú verður að svara með vísu, sem byrjar á T, þ.e. fyrsti stafurinn í síðasta orði vísunnar minnar: sitt af hvoru t(agi). Skiljið þið? Það er rétt. að gamla reglan var sú, að vísa varð að byrja á síðasta staf fyrri vísunnar. Það hefði veriö i eftir þeirri reglu, (tag)i. Keppendur voru á sjötta tug tals- ins, að stærstum hluta aðkomu- menn því Dalvíkingar kepptu að heita má eingöngu í bamaflokkum. Sá sem hélt uppi merki heima- manna var Sveinn Brynjólfsson sem vann til nokkurra verðlauna í flokki 16-19 ára keppenda. Því miður var leiðindaveður meðan á mótinu stóð svo það varð ekki sú hátíð sem að var stefnt. Ýmsir hringdu í blaðið í sumar og fundu að þessari breytingu, en sannleikurinn er sá, að það fæst miklu meiri fjölbreytni og dreifing yfir allt stafrófið. ef okkar regla er notuð. Hún er ættuð úr Skagafirði. Síðasta vísan í júníblaðinu end- aði á orðnu tófugreni. Svo fyrsta vísan okkar verður að hefjast á T. Og nú byrjar ballið: Trú og von og ást ég á eins og datntin sýna. Mér er vel við þessa þrjá þrílemhinga mína. Næst M. Margitr hlásinn helgur sprakk. hljúgur laut að fróni. í sem glettin ungfrú stakk ástartítuprjóni. Næst Á. Astin hefur hýrar hrár, en hendur sundurleitar. ein er mjúk og önnur sár, en þó háðar heitar. Næsta vísa á að byrja á H. Og aftur vil ég segja, að þessi vísnaþáttur er fyrst og fremst ætl- aður bömum og öðru ungu fólki, sem á hvað auðveldast með að læra ljóð utanbókar. Ef fólk gerir það ekki á þeim aldri er hætt við. að það geri það ekki síðar í lífinu. HEÞ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúö, hlýhug og vináttu viö andlát og útför eiginkonu og móöur okkar Ragnheiðar Gunnlaugar Björnsdóttur Karlsbraut 15, Dalvík. Gunnar Magnússon Sigríöur Gunnarsdóttir Bjarney Bjarnadóttir T1 / p • • / X • Fra Spansjoði Svarfdæla Flestir taka sér sumarfrí: verkamenn, verslunarmenn, kennarar, nem- endur, iðnaðarmenn, bæjarstarfsmenn, skrifstofumenn, hjúkrunarfólk, læknar, prestar og prelátar. En Sparisjóðurinn fer aldrei ísumarfrí. Hann er alltafá sínum stað og vinnur baki brotnu meðan vinir hans skemmta sér. Hann telur þetta samt ekki eftir sér, en óskar öllum góðrar ferðar og býður þá velkomna heim aftur. Sparisjóðurinn er fasti punkturinn í tilverunni. Hann óskar öllum gleðilegra haustdaga og þakkar liðið sumar. Sparisjóður Svarfdæla, Daivíkc 61600 -ÞH/JB Stökur mánaðarins II.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.