Norðurslóð - 15.12.1993, Side 3
NORÐURSLÓÐ —3
Dalvík:
Ahaldahúsinu lokað, verkefnin boðin út
- Leiðir til betri nýtingar fjármuna og styrkir verktakana í bænum, segir Kristján Pór
Júlíusson bæjarstjóri - Þremur mönnum sagt upp og fimm færðir til í starfi
Um síðustu mánaðamót urðu
þau tíðindi að starfsemi áhalda-
húss Dalvíkurbæjar var hætt í
þeirri mynd sem verið hefur.
Tæki og vélar hússins hafa verið
auglýst til sölu og starfsmönnun-
um sex verið sagt upp eða fengin
önnur störf. Þjónustunni sem
áhaldahúsið sinnti verður þó
áfram haldið uppi, en með öðr-
um hætti.
Þegar þessi ákvörðun var til-
kynnt í lok nóvember þótti mörg-
um hana bera brátt að. Því er
Kristján Þór Jdlíusson bæjarstjóri
ekki sammála. Ákvörðunin hafi í
raun verið tekin í febrúar sl.
„Þá samþykkti bæjarstjóm sam-
hljóða fjárhagsáætlun bæjarins
ásamt rekstrarmarkmiðum sem
bæjarráð hafði lagt til. Eitt þeirra
var að selja vélar og tæki áhalda-
hdssins og endurskipuleggja starf-
semi þess í því augnamiði að auka
kaup á þjónustu af verktökum.
Helstu rökin fyrir því að leggja
áhaldahdsið niður í þeirri mynd
sem það var efu einkum tvenns-
konar. I fyrsta lagi þau að hér á
Dalvík séu nógu margir og öflugir
verktakar og vinnuvélaeigendur
sem geta og vilja yfirtaka þessi
verkefni. Hins vegar teljum við að
þetta leiði til betri nýtingar fjár-
magns og styrki starfsemi verktak-
anna í bænum. Með því móti sé
Áhaldahdsið var til hdsa í syðsta hluta þessarar byggingar við Gunnarsbraut. Þar fyrir norðan eru slökkvibíll og
sjdkrabíll geymdir ogá bærinn einnig þann hluta. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um ráðstöfun hússins. Mynd:-ÞH
Nýi Baldur
á heimleið
Nýi rækjutogarinn sem
Snorri Snorrason festi kaup á
í haust lagði úr höfn í Stettin
í Póllandi sl. föstudag áleiðis
heim. Skipið hafði viðkomu í
Kaupmannahöfn um helgina
en er nú á heimleið yfir Atl-
antsála og er væntanlega til
Dalvíkur um næstu helgi.
Nýja skipið er475 rdmlestir
að stærð og 45,3 metrar að
lengd, smíðað í Noregi árið
1978. Það var áður gert dt frá
Grænlandi. í því er 1.500 hest-
afla aðalvél og vélar til vinnslu
og frystingar á rækju.
Baldur EA-71 hefur nd ver-
ið seldur og er á leið til Nýja-
Sjálands. Nýja skipið ber heitið
Baldur EA-108. -ÞH
heildarhagmuna bæjarbda best manns
gætt.
Eg er ekki sammála því að þetta
hafi „brostið á“. Ákvörðunin hefur
legið fyrir mestallt árið og við
höfum rætt þetta við starfsmenn
áhaldahdssins. Hins vegar er ekk-
ert óeðlilegt við það að mönnum
bregði þegar ákvörðunin er tekin
og henni fylgt eftir.“
Þjónustan verður óbreytt
Bæjarbdar hafa rætt það sín á milli
hver muni nu sinna þeim verkefn-
um sem áhaldahdsið sinnti, ekki
síst ýmissi bráðaþjónustu. Hvað
nd, ef það springur holræsi, þarf þá
að bjóða viðgerðina dt og bíða eftir
að fjórir verktakar skili tilboðum
áður en hægt er að gera við?
„Nei, það er misskilningur að til
standi að hætta að veita þessa
þjónustu. Hdn verður veitt áfram,
en með öðrum hætti. Þessum sömu
verkefnum verður sinnt áfram, en
væntanlega með betri og hag-
kvæmari hætti. Það verður skipt
við verktaka á almennum markaði
og gerðar auknar kröfur til for-
stöðumanna stofnana bæjarins um
að þeir beri meiri ábyrgð á verk-
efnum sínum.
Við.færum tvo starfsmenn til
veitnanna svo þar verða fimm
starfi, ma. við að sinna
bráðaþjónustu þar sem það á við.
Einnig verða gerðir samningar við
verktaka um að sinna slíkri þjón-
ustu fyrir tiltekið einingaverð.
Raunar er þegar bdið að kalla eftir
tilboðum frá verktökum og samn-
ingagerð að hefjast. Það þarf því
ekki að efna til dtboðs ef holræsi
springur heldur munu ýmist starfs-
menn veitnanna eða verktakar
bregðast við, það fer eftir aðstæð-
um og ákvörðun forstöðumanna
stofnana hvemig brugðist verður
við hverju sinni.
Eins hef ég orðið var við það að
sumir halda að þessi breyting hafi
einhver áhrif á snjómokstur í bæn-
um. Svo er alls ekki. Við höfum
verið með fasta samninga við
verktaka um snjómokstur undan-
farin fjögur ár og þeir samningar
verða nd endumýjaðir.“
Úttekt á tæknideild
Þessi breyting mun væntanlega
hafa í för með sér meiri vinnu fyrir
tæknideildina. Þær raddir hafa
heyrst að fyrst verið var að endur-
skoða rekstur áhaldahdssins hefði
verið réttast að endurskoða alla
starfsemi sem undir tæknideildina
heyrir. Stóð það aldrei til?
„Jd, það þarf að.endurskoða allt
sem lýtur að verklegum fram-
kvæmdum bæjarins. Og er raunar
verið að því. Við höfum beðið fyr-
irtækið sem gerði dttekt á áhalda-
hdsinu, Rekstur og ráðgjöf, að gera
dttekt á tæknideildinni, yinnu-
skipulagi og tengslum hennar við
áhaldahds/veitur og aðrar stofnanir
bæjarins. Eg á von á því að sd dt-
tekt verði tilbdin fyrir jól.
Mitt sjónarmið er það að þegar
ákveðið hefur verið að grípa til að-
gerða af þessu tagi sé rétt að
bregðast skjótt við. Þama er oft um
viðkvæma hluti að ræða og því
best fyrir alla að málin gangi fljótt
fyrir sig,“ segir Kristján.
Húsið ekki selt strax
Eins og margir hafa eflaust tekið
eftir hafa tæki og vélar áhaldahdss-
ins verið auglýst til sölu og eiga
tilboð að hafa borist bæjarskrif-
stofunum í dag, 15. desember.
Segir bæjarstjórinn að nokkuð hafi
verið spurt um tækin. Hins vegar
er ekki komið á dagskrá enn að
selja hdsnæðið sem áhaldahdsið
hefur verið í. Verður það skoðað
seinna og þá í samhengi við
slökkviliðið og sjdkrabílinn sem
eru í sama hdsi.
Áður en breyting varð á rekstri
áhaldahdssins störfuðu þar sex
manns, þrír fastráðnir og þrír laus-
ráðnir. Auk þess störfuðu tveir
fastráðnir menn hjá veitunum. Ein-
um þeirra lausráðnu var boðið starf
hjá veitunum, en hinum tveim var
sagt upp með venjulegum fyrir-
vara og þeir beðnir að vinna dt
uppsagnarfrestinn.
Um þá fastráðnu er það að segja
að starf vélaviðgerðarmanns var
lagt niður og viðkomandi settur á
biðlaun í sex mánuði. Hinir fjórir
tóku allir boði um breytt starf eða
sambærilegt. Þess má geta að
Ingvar Kristinsson bæjarverkstjóri
var ráðinn í starf hdsnæðisfulltrda
Dalvíkurbæjar. -ÞH
Geisladiskur Karlakórs Dalvíkur:
Til sölu hjá Svarfdælinga-
samtökunumum syðra
Geisladiskurinn og snældan með
söng Karlakórs Dalvíkur hefur
að sögn aðstandenda selst ágæt-
lega. Hafa sölumenn gengið með
hann í hús og víðast hvar verið
tekið fagnandi.
Ekki er ólfklegt að brottfluttir
Svarfdælingar margir hafi hug á að
eignast diskinn eða snælduna. Hér
er á ferðinni aldeilis upplögð jóla-
gjöf bæði til að gefa og þiggja. En
þar sem gripir þessir eru ekki til
sölu á hinum almenna markaði
skal lesendum á höfuðborgarsvæð-
inu, þeim sem áhuga hafa, bent á
að hafa samband við Atla Rafn
Kristinsson, Stefán Amgrímsson
eða Siguriínu Steinsdóttur stjóm-
armenn Svarfdælingasamtakanna.
hjhj
Innilegar þakkir til allra þeirra
sem glöddu okkur meö heimsóknum,
gjöfum og heillaóskum á afmæli okkar
20. nóvember sl.
Lifið heil.
Árni Steingrímsson
Ingvörum
Eiður Steingrímsson
Dalvík
Sæplast h/f:
Verðlaun fyrir gott
starfsumhverfi
- Veltuaukning á yfirstandandi ári
Á næsta ári verður Sæplast h/f
tíu ára. Eins og menn rekur
minni til var rekstur fyrirtækis
með sama nafni keyptur og flutt-
ur hingað norður. Það er mikið
vatn runnið til sjávar síðan þá og
fyrirtækið sem átti í ýmsum örð-
ugleikum í byrjun orðið að fyrir-
myndarfyrirtæki á ýmsum svið-
um. Nú fyrir skömmu var Sæ-
plasti h/f veitt viðurkennig fyrir
gott starfsumhverfi. Það var fé-
lagsmálaráðherra sem afhenti
forsvarsmönnum fyrirtækja við-
urkenninguna í hófi 26. nóvem-
ber s.I.
Vinnueftirlit ríkisns, Lands-
samband iðnverkafólks og Félag
íslenskra iðnrekenda mynduðu
samstarfsnefnd árið 1991 til að
undirbda dttekt á starfsumhverfi í
verksmiðjuiðnaði og fylgjast með
framvindu hennar. Uttektin var
framkvæmd af Vinnueftirlitinu og
miðaði í senn að því að kanna
ástand vinnustaða í matvæla-, vefj-
ar- og efnaiðnaði og bæta það. Hdn
náði til samtals 130 fyrirtækja með
2.700 starfsmenn. Eftir að niður-
stöður höfðu verið dregnar saman
og gefnar dt í skýrslu ákvað sam-
starfsnefndin að veita viðurkenn-
ingu einu fyrirtæki í hverri Jteirra
greina sem dttektin náði til. I efna-
iðnaði var það Sæplast h/f sem
hlaut viðurkenninguna.
Jóhanna SigurOardóttir félagsmálaráðherra afhendir Kristjáni Aðalsteins-
syni framkvæmdastjóra Sæplasts h/f viðurkenningu fyrir gott starfsum-
hverfi.
En það er á fleiri sviðum sem
Sæplasti gengur allt í haginn.
Reksturinn á þessu ári hefur geng-
ið vel. Að sögn framkvæmdastjór-
ans Kristjáns Aðalsteinssonar
verður nokkur veltuaukning á
þessu ári frá síðasta ári. Sala á
framleiðslu fyrirtækisins hefur
gengið betur en menn höfðu þorað
að vona. Það hefur verið unnið á
vöktum allt árið allan sólahringinn
5 daga vikunnar. Hefðbundnir
markaðir eins og Danmörk hafa
reynst fyrirtækinu hagstæðir og
einnig hafa ýmsir nýir markaðir,
sumir í fjarlægum heimsálfum,
verið að bætast við.
Framleiðsla á fiskkerjum er
svipuð og á síðasta ári en aukning
hefur orðið í sölu á trollkdlum og
rotþróm. Á sjávardtvegssýning-
unni í Reykjavík í haust kynnti
fyrirtækið nýja gerð af kerjum sem
á eftir að valda straumhvörfum í
þessari framleiðslu. Þessa nýjung
hefur Sæplast h/f verið að þróa í
samvinnu við hollenskt fyrirtæki
og verður nýja kerið sett á markað
á næsta ári.
J.A.