Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Side 5

Norðurslóð - 15.12.1993, Side 5
NORÐURSLÓÐ —5 Jólakveðja frá Edinborg Aðventan er gengin í garð og reyndar eru þegar liðn- ir tveir af fjórum sunnu- dögum þessa undirbúningstíma fyrir jólin þegar þessi orð eru skrifuð. Já, tíminn líður hratt. Addi Sím. er fyrir allnokkru flog- inn heim til Dalvíkur, búinn að sjá til þess að allir villtir fuglar heimanað komust til baka á ný. Það verður nú að teljast vel af sér vikið því ekki var skarinn svo lítill sem flögraði hér um borgina. Sem dæmi má nefna að í næst- um eina skiptið sem ég fór að versla niður í miðbæ í nóvember rakst á á íslendinga og það meira að segja núverandi Dalvíkinga (fyrrum Grímseyinga), Ágúst Bjama (á Dalbæ) og Guðrúnu Jakobs. Það er notalegt til þess að hugsa nú fyrir jólin að hafa átt þátt í því þama í miðju Prinsessu- stræti að Gústi fer svo sannarlega ekki í jólaköttinn í ár - þið hefðuð átt að sjá hvað hann var nú reffí- legur í nýju fötunum sínum frá Burton’s!!! Já, það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt í tilverunni, sem bet- ur fer, til að lífga upp á gráan hversdagsleikann. Af héraðsfréttablöðunum að heiman sé ég að heima er líka sitt- hvað skemmtilegt að gerast, alls konar afmæli. Menn á besta aldri eiga aldarafmæli (að vísu þegar þeir leggja saman) og svo eiga aldnir höfðingjar einir og sér líka stórafmæli eins og Gestur organ- isti og kórstjóri. Er gaman og við- eigandi að karlakórsplatan hafí verið gefin út á ný honum til heið- urs. Og talandi um afmæli og ann- an mannfagnað þá er nú slíkt nokkuð sem aðeins er til í minn- ingunni, a.m.k. afmæli eins og við þekkjum heima með ótal krásum óg tertum. Nei, það þekk- ist ekki hér og eru nú þess háttar herlegheit aðeins til í minningu minni. Er ég í rauninni dálítið hissa á sjálfum mér að hafa ekki haft meiri fráhvarfseinkenni en raun ber vitni um, því að í sæld- inni heima við Eyjafjörð gat ég farið í allnokkrar „hnallþóruveisl- ur“ um hverja helgi!!! En þetta stendur nú kannski til bóta nú um jólin og nægur verður tíminn til að hafa það náðugt, ólíkt því sem verið hefur. Þó fæ ég víst að hafa eina jóla- guðsþjónustu hér í Edinborg, fyr- ir íslendinga sem hér búa, á að- fangadag kl. 16 og verður það gaman. Hangikjötið og baunimar eru komnar í hús og án laufabrauðs lifir maður vafalaust af ein jólin. Ekki er hægt að neita því að við hugsum aðeins heim þegar þessi tími er kominn, því þar er aðventan miklu kjambetri undir- búningstími fyrir jólin heldur en finna má hér. Jólin sjálf em líka miklu meiri hátíð hjá okkur en þeim hér ytra. Hér byrjar ekkert fyrr en á jóladagsmorgun og svo er víst allt búið þegar kalkúnan- um er torgað síðla dags! En við ætlum að halda jól að íslenskum sið hér ytra, eins og flestir íslendingar hér gera, halda hátíðlegt aðfangadagskvöld sem og jóladag og annan í jólum, með viðeigandi hangikjötsilmi og sálmasöng. Vonum við einnig að þið heima megið eiga gleðilega og farsæla hátíð. Gleðilega jólahátíð, lesendur góðir. Við þökkum góðar stundir á árinu sem er að líða og biðjum ykkur blessunar á komandi ári. Sjáumst heil á því ári. Jón Helgi, Margrét, Hilmar og Friðjón Edinborg Stökur mánaðarins XVII Aftur heim Allan þann tíma sem ég dvaldi erlendis kom ég heim reglulega, oftast einu sinni til tvisvar á ári, gjaman til að syngja einsöng bæði með Póýfónkómum, Langholts- kómum og Sinfóníuhljómsveitinni svo eitthvað sé nefnt. Svo var það sem sagt síðustu árin sem þessi ónotakennd tók að hreiðra um sig og ég fór að þrá það að komast heim. - Hvenœr ákvaðst þú að flytja heim? Eg var hér á söngferðalagi með vini mínum og undirleikara, Gerrit Schuil, haustið 1992. Við héldum að sjálfsögðu konsert á Ólafsfirði sem og víðar. Gerrit leist svo vel á landið að hann varð eiginlega engu skárri en ég af heimþránni til Is- lands. Þá fórum við að velta þessu alvarlega fyrir okkur. Svo var mér boðið að syngja hlutverk Eisen- steins greifa í Leðurblökunni og honum bauðst einnig vinna svo við ákváðum að slá til. I sumar fluttum við svo allt okkar hafurtask hingað heim. Við leigðum dásamlegt hús á Svalbarðsströnd og þar getum við setið heilu kvöldin í kyrrðinni og dáðst að útsýninu. - Saknar þú ekki óperusviðs- ins? Nei, ekki finn ég fyrir því ennþá en mér finnst dálítið skrýtið að vera ekki núna önnum kafinn við að læra eða æfa nýtt óperuhlut- verk. Kannski kemur að því að maður saknar þess. Eg lít svo á að það sé sama hvar maður er ef maður lætur eitthvað gott af sér leiða þá geti maður unað glaður við sitt. Eg hef alltaf haft gaman af kennslu. Starfið - Ert þú með marga nemendur? Já, hér á Dalvík er ég með 18 nemendur og 12 á Ólafsfirði. Það er mikill áhugi á söng hér og marg- ir eru að láta gamlan draum rætast með því að fara í söngnám. Margt er þetta mikið hæfileikafólk. Eg var eiginlega búinn að gleyma þessum eiginleika Islendinga, þessari þrá eftir að læra. Fólk er alls staðar fram eftir öllu að afla sér aukinnar menntunar og það finnst mér stórkostlegt. - Er einhver munur á þessum nemendum og þeim sem þú hefur kennt erlendis? Ja, munurinn felst aðallega í því að héreru nemendur yfirleitt ólæs- ir á nótur þegar þeir koma en það gerist varla hjá söngnemum úti. Þess vegna er það algert skilyrði fyrir þá sem fara söngnám að þeir læri tónfræði, það er undirstaðan. íslendingar hafa heldur ekki sama músikalska bakgrunninn og aðrir Evrópubúar. Hér á íslandi er klassísk tónlist ekki þessi órofa hluti af þjóðmenningunni eins og þar. Við höfum verið að vinna upp margra alda forskot á örfáum ára- tugum og eigum enn margt eftir ól- ært. En áhuginn er mikill hér og það skiptir öllu máli. Ég er mjög ánægður með samstarfsfólk mitt hér við Tónlistarskólann á Dalvík. Hlín Torfadóttir er frábær yfir- maður og þ.a.l. ríkir góður starfs- andi meðal okkar kennaranna. - Hvaða árangur vilt þú sjá hjá nemendum þínum? Röddin er það dýrmætasta sem inaður á fyrir utan móðurmálið. Hún er einn stærsti þáttur persónu- leikans. Fólk er yfirleitt skíthrætt við að hlusta á sína eigin rödd og það er ofureðlilegt vegna þess að það er eins og að þurfa allt í einu að fara að horfa framan í sjálfan sig. Söngnám er leið til sjálfs- þekkingar og sjálfsögunar og það verður maður að hafa í huga sem kennari. En fyrst og fremst vil ég auka ást nemenda minna á tón- listinni og ljúka upp fyrir þeim undraheimum hennar svo tónlistin verði eins og annað eðli þeirra. hjhj Þá upphefst 17. og síðasti þáttur- inn í þessum kveðskaparmálum Norðurslóðar. Þau hafa staðið í 17 mánuði og margar fágaðar perlur úr ferskeytlusafni þjóðar vorrar hafa verið dregnar fram í dagsljósið og blásið af þeim ryk- ið. En áður en við fáum að sjá og heyra síðustu 3 stökumar úr þess- um vísnasóp skal rifjað upp, að í síðasta blaði var dregin fram vfsan alkunna: Ætti ég ekki, vífavaljvon á þínumfundum... Undirritaður bað um upplýsing- ar um höfund vísunnar og tilnefndi sjálfur Guðmund Bjömsson, land- lækni. Enginn hefur hringt eða skrifað í þessu sambandi. En svo skringilega vildi til, að sem undir- ritaður er að renna augum yfir vísnaþátt í Vikublaðinu (eða Tím- anum), sem þar er nefndur „Úr mörgu að moða“, ritstjóri Svein- bjöm Beinteinsson, birtist allt í einu vísan keika og er látið fylgja, að hún sé eignuð Áma Böðvars- syni. En hver er þá Ámi þessi? Varla sá sem þjóðin þekkti af störf- um hans við Ríkisútvarpið, úr þáttunum um „Daglegt mál“ o.fl. en er nú látinn. Og hver er þá þessi Langidalur? Skýring óskast. Þá er að snúa sér að stafrófinu. Eftir var að finna stökur, sem byrja á au, ei og ey: Au Austankaldinn á oss hlés, upp skalfaldinn draga. Veltir aldan vargi hlés, við skulum halda á Siglunes. Þessi er auðskilin, „vargur hlés“, það er úlfur sjávarins, er auðvitað skipið í rétt einu dular- gervinu. En hver er þöfundurinn? Ei Eina veit ég upp’í sveit, ekki þreyt’ ég neina leit. Æskuteit og hjartaheit, hökufeit og undirleit. Þessi er nú alkunn úr Oddsrím- um sterka eftir Örn Arnarson. Ey... Hér er oss kominn mikill vandi að höndum. Vísa sem hefst á tvöfalda sérhljóðanum ey finnst bara hvergi. En er ekki leyfilegt að beita smábrellu og skera sundur í tvennt þetta alkunna, áttkvæða er- indi úr vorkvæði Þorsteins Erlings- sonar: Eyjan vor er engum köld er hún hrosa lœtur hennar morgna, hennar kvöld, hennar Ijósu nœtur. Hún á okkar heita hlóð, hún hefur okkur horið til að elska lífog Ijóð, ljósið,frelsið, vorið. Þá er ekki annað eftir en að kveðja og þakka fyrir samfylgdina. í þættinum hafa komið fram 3 x 17, þ.e. 51 valin staka og margar aukavísur þó. Sá sem hefur lært þessar stökur stendur ekki alveg berskjaldaður í vísnabardaganum, því: Ferskeytlan er frónhúans fyrsta harnaglingur. En verður seinna í hendi hans hvöss sem byssustingur. Gleðileg jól og gott nýtt ár. Með nýju ári hefst nýtt happdrœttisár. Við getum átt samleið. Þar sem hœsti vinningur gekk ekki út í desember leggst hann á hœsta janúarvinninginn og verður hann 6 milljónir Gleðilega hátíð Happdrætti HEÞ SJ 0 VA ulluALM E N N AR Nú fer í hönd mesta Ijósahátíð ársins. Ert þú vel tryggður? Þú tryggir ekki eftir á! Dalvíkurumboð - Sími 61405 Iclít'jJc3Ji2JölJigJi2Jc2Ji2J[jJi2Jc2Jc2Ji2Ji2JBJi2J3JBJi5JBfBJBJ5JBJBJBfBJBJBJBJ5JBÆJBf5JBJBJc3JBJi2Ji2Ji2Jc3Jc2Ji2J JÓIAKORT Tjarnarkirkju Íásl í Versluninmi Sogni og njá SÓKNARNEFND Tjarnarkirkju C°][JBJ5J5J5J5JBJ5J5J5J5JBJBJ5J5JBJ5J5J5JM5J5J5fBJ5JBJ5j5JBJ5J5JBfBJ5JBJ5J5J5J5J5JM5f5J5J5J5JBJ 0

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.