Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ — 7 - Ég kom heim í nóvember og þá var strax ráðist í að setja upp Fjalla-Eyvind. Þá var það að ég leikstýrði, málaði leiktjöld og lék Eyvind. Það gerðist nú nokkuð oft næstu árin að ég var þríheilagur, ef svo má segja, í uppsetningu leik- rita. Engu að síður var það mér of- raun og ég gafst upp á þessu. Ég bað um að menn yrðu ráðnir til að setja upp leikrit, það væri ekki nógu gott að hafa svona einstefnu í málunum. Það varð nú úr og gafst stundum vel. Á þessum árum verð- ur Leikfélag Dalvíkur til og kring- um leikstarfsemina er kominn fast- ur kjami áhugamanna. Leikfélagið á einmitt hálfrar aldar afmæli nú í byrjun næsta árs. En fyrír daga leikfélagsins? - Þá var það Ungmennafélagið sem sinnti þessu eða leiknefnd á vegum þess. Það var mikill kraftur í leikstarfseminni, kannski í og með vegna þess að ungmennafé- lagið hafði leikstarfsemina fyrst og fremst til að fjármagna byggingu Ungó. Ég er nú ekki að segja að það hafi ekki verið af einhverri menningarviðleitni, það hefur sjálfsagt verið, en fyrst og fremst var það fjáröflun. I mínum huga er þó ofarlega tíminn milli 1930 og 1940. Leikstarfsemin aðalstarf? - Þá var óskaplega mikið leikið héma. Ég man eftir vetrum þar sem sett voru upp fimm leikrit. Það vom að vísu ekki öll heilskvölds leikrit heldur þættir inn í öðrum skemmtunum en tvö til þrjú heils- kvölds. Þá var ungmennafélagið með sína leiki og kvenfélagið líka og jafnvel verkalýðsfélagið. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna þessi starfsemi var svona öflug og ég hallast einna helst að því að kreppan og atvinnu- leysið hafi stuðlað að þessu. Var nóg að gera í leikstaifsem- inni? - Já, ég gerði á þessum árum til- raun til að gera leikstarfsemi að mínu aðalstarfi og miðaði við að starfa hér í nágrannabyggðum. En þetta reyndist ekki möguleiki. Ég málaði tjöld á Akureyri ásamt Hauki Stefánssyni og leikstýrði t.d. á Siglufirði og kom síðan á æf- ingar víða en þetta nægði engan- veginn og það var ekki hægt að selja þessa vinnu eins og þurfti. En hvað með Reykjavík, það voru ekki margir sem höfðu lœrt leiktjaldamálun? - Nei það er rétt, Bjami Bjöms- son grínsöngvari og Lárus Ingólfs- son höfðu eitthvað verið í Konung- lega á undan mér, en sama var. Þá var það nú bara Leikfélag Reykja- víkur sem starfaði þar svo hæpið hefði verið að lifa eingöngu af leiktjaldamálun. Nei, ég var líka of mikill Dalvíkingur í mér, vildi vera hér og ætlaði mér að eiga hér heima. Við Steinunn kona mín stofnuðum einmitt heimili á þess- um tíma, 1941, og fyrsta bamið okkar Jón Trausti fæddist árið eftir. Nei, ég fór að fara út í húsa- málun hér á Dalvík. Þó var það nú svo að þeir viðurkenndu ekki próf- ið mitt frá Kaupmannahöfn í fyrstu. Ég átti erfitt með að sætta mig við það og svo fór að lokum að þeir viðurkenndu allt nema verklega prófið sem ég þá tók aft- ur. Síðan störfuðum við Páll heit- inn Sigurðsson lengi saman við þessa iðn. Steingrímur rifjar upp í sam- talinu ýmislegt sem bœði tengist mönnum og málefnum frá fyrri tímum og er úr vöndu að ráða þegar velja á slíkt til birtingar hér. En látum hérfylgja söguna af mó- tekjunni. - Frá einu langar mig að segja frá þessum tíma, en það er frá stríðstímanum. Allir hugsandi menn höfðu áhyggjur af því ef Að ofan: Úr Jeppa á Fjalli. Mvndin er senni- lega tekin 1936. Steingrímur leik- stýrði og gerði leikmyndina. Á svið- inu eru Jóhannes Jóhannesson (Jói leikari) og Haraldur Zophoníasson til vinstri. Til hliðar: Á sviðinu á Siglufirði. Lénharður fógeti. Steingrímur og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, síðar leikari í Reykjavík. Guðbjörg steig sín fyrstu spor á leiksviði undir stjórn Stein- gríms. siglingar legðust af til Iandsins og þá sérstaklega hvað varðar kuldann og ef ekki væri hægt að fá kol til hitunar. Einn af okkar ágætu mönnum sem oft var fljótur til ef eitthvað var svona, Kristinn Jóns- son sem kallaður var sundkennari, hann fékk einhversstaðar lánaðan mikinn og stóran bor sem ætlaður var til að bora niður í mýrar og sund og vita hvort það kæmi mór upp á bomum. Við fórum upp um allar hlíðar til að bora og það var ætlun Kristins að láta taka upp mó í stórum stfl til að eiga sem vara- forða. Upphaf hitaveitunnar - Þá var bara að finna staðinn þar sem hægt væri að finna nógu mik- ið á sem skemmstum tíma. Fyrir valinu varð Karlsárdalurinn. Þar þekkti ég mig frá því ég átti heima þar og vissi að þar var alveg geig- vænleg djúp mótekja. Þama var rifið upp geysimikið og þurrkað þama á dalnum. Nú átti allt að vera vel birgt, en það kom babb í bát- inn. Um veturinn kom snjóflóð sem ruddi öllu yfir á Hólsdal sem ekki fór í árgilið. Þetta stórhuga verk er lýsandi fyrir Kristin. Hann var fljótur til, fékk fólk í lið með sér til að framkvæma stórt og horfa til framtíðar og ekkert var of mikið erfiði í hans augum. Kristinn átti afar létt með að umgangast ungt fólk og unglinga og fá ungt fólk til að vinna. Þið voruð saman í fyrstu hita- veitunefndinni ásamt Jóni Jónsyni kennara. - Já, það var upp úr 1950. En ég minnist þess að á svipuðum tíma og við leituðum að mónum þá var Kristinn með hitamæli sem við fórum með um allt í leit að volgr- um. Til dæmis fundum við að lind- in við upptök bæjarlækjarins á Hóli út var 16 gráðu heit og skýrð- ist þá að lækurinn var ónothæfur til kælingar mjólkur. Starf fyrstu hita- veitunefndarinnar snérist aðallega um hvort Dalvíkurhreppur ætti að kaupa jörðina Hamar sem þá var til sölu. Reyndin varð nú sú að menn vildu kaupa en Svarfaðardals- hreppur neytti forkaupsréttar. En brautin var mörkuð með þessu þó svo nokkur ár liðu þar til hitaveitan kom. Þú hefur sinnt sveitarstjórnar- málum hér? - Ég var í hreppsnefnd á árun- um 1958 til 1962. í það sinn var ekki listakosning heldur var valið. Ég sóttist ekki eftir þessum störf- um þó eftir því hefði nokkrum sinnum verið leitað en léði máls á þessu úr því að ekki þurfti lista- kosningu. Þeir Kristinn og Jón, sem áður eru nefndir, voru einnig í sveitarstjóminni en með þeim vann ég mikið hér áður. Það var nokkur aldursmunur á okkur en samstarfið gekk prýðilega, ekki síst þegar við höfum það í huga að við vorum allir hver á sinni póli- tísku línunni. Ég hef alltaf talið það lán fyrir mig að hafa starfað lengi með þessum mönnum. En í hreppsnefndinni voru lfka þeir Valdimar Sigtryggs og Valdimar Óskars, alveg prýðismenn í sam- starfi. Það var einmitt á þessum ár- um sem tappatogaramir, eins Og þeir voru kallaðir, komu og Ut- gerðarfélag Dalvíkinga h/f var stofnað með virkri þátttöku hreppsins. Hvenœr byrjar þú að staifa við skólann hérna? - Það var nú býsna snemma þó svo kennarastarfið verði ekki mitt aðalstarf fyrr en um miðjan sjötta áratuginn. Fljótlega eftir að ég kom úr fyrri námsferðinni til Kaupmannahafnar fór ég að kenna teikningu hér við skólann en þá tímabundið. Ég kom nærri skólan- um á ýmsan hátt þó svo ég stund- aði húsamálun. Kenndi mörgum kynslóðum - Ég var meðal annars í skólanefnd lengi og mig minnir að ég hafi ein- mitt verið formaður hennar þegar vantaði dönskukennara hér líklega 1954 og þá varð úr að ég tæki þá kennslu að mér og raunar meira til. Síðan hélt ég áfram árið eftir. Ég man að Jón Jónsson kennari sótti það mjög stíft að ég héldi áfram og var það úr. í fyrstu var þetta stunda- kennsla en síðar fékk ég skipun. Síðan kenndi ég þar til ég var 68 ára gamall, þá hætti ég alveg. Þú hefur kennt mörgum kyn- slóðum? - Jú og það er fróðlegt að sjá hvemig hlutimir endurtaka sig í hverri nýrri kynslóð. Sjá taktana endurtaka sig í nýrri kynslóð. í raun og vem er gaman að horfa á það í svona litlu samfélagi þar sem maður þekkti alla og kannaðist við hvemig verklag menn höfðu, að sjá það síðan í hnotskum hjá böm- unum í skólanum. Auðvitað býr hver kynslóð við sínar aðstæður og þess vegna brýst þetta misjafnlega fram. Þegar ég var ungur þá gerð- um við prakkarastrik sem ég segi svosem ekki frá hér, en þá vom t.d. engin útiljós svo myrkrið hjálpaði okkur með að prakkarastrikin kæmust ekki upp. Svo em aðstæð- umar breyttar. Ég man eftir því að það þótti ekkert tiltökumál þó ríg- fullorðnir menn rykju hverjir á aðra þegar beitubáturinn kom hér að bryggju. Þá var hnefarétturinn látinn ráða og á þetta horfðu ung- lingamir og í þeirra augum var þetta hluti af lífsbaráttunni. Einn ágætur maður sagði það við mig að hann byrjaði alltaf að skjálfa þegar hann sæi beitubátinn koma fyrir Hálshomið, ekki af æsingi heldur af hræðslu. Upp- lagið er svipað en aðstæðumar gjörbreyttar. Seldi málverk erlendis Hér áður fyrr málaðirðu talsvert afmyndum, eru þœr til víða? - Það er rétt ég málaði þónokkuð en það er ekki mikið til af þessum myndum. Mér er ekki fyllilega ljóst hversu víða. Þannig var að í fyrra skiptið sem ég er úti í Danmörku þá fór ég um sumarið og Kristinn Pét- ursson myndhöggvari til Borgund- arhólms þar sem við bjuggum sam- an í tjaldi. Við máluðum þama og seldum ferðamönnum afraksturinn og gekk þetta bara vel. Eins málaði ég heima á herbergi í Kaupmanna- höfn og seldi, svo kannski eru til myndir sem sænskir eða þýskir ferðamenn hafa keypt eða þá að myndir fyrirfinnast á dönskum heimilum, um það fæst líklega seint vitneskja. En hér eru ekki til margar myndir. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri list sem menn hafa fest á léreft en ég vil þó benda samferða- fólki mínu hér um slóðir á þau lista- verk sem myndast í náttúrunni hér hvert vor þegar snjóa er að leysa og hlíðar dalsins skarta hinum dásam- legustu myndum sem taka fram öllu því sem sýnt er innanhúss. Þannig vísar á vissan hátt lista- maðurinn Steingrímur Þorsteins- son til sjálfs sín sem náttúruskoð- anda og minnir okkur á hve víða heima viðmœlandi okkar er og að viðtal við hann getur verið án endis. En einhvers staðar verður að setja punkt og látum hann koma þar sem Steingrímur hefur rœtt um listaverk náttúrunnar. JA

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.