Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 10
10 - - NORÐURSLÓÐ
Gömul mynd af Laugaskóla í Reykjadal
í jólaleyfí
árið 1928
Klukkan var á tíunda tím-
anum að kveldi þess 22.
desember árið 1928.
Tunglið óð í skýjum,
snævi þakin Fljótsheiðin og Selja-
dalurinn blöstu við í suðrinu.
Glampandi silfurlitir blettir sáust
hér og þar um heiðina, þar sem
tunglið náði að skína gegnum
heiðu blettina. A milli voru dökkir
skuggar er hreyfðust ört frameftir
heiðinni. Þar voru skuggar af skýj-
um er báru fyrir tunglið. í norðri
var dimmur og úfinn skýjabakki
sem þeytti illskulega úr sér skýja-
bólstrum þeim er stöðugt rak fyrir
tunglið.
Við vorum fjórir skólabræður
frá Alþýðuskólanum á Laugum á
ferð þetta umrædda kvöld upp
Fljótsheiðina á leið heim í jólafrí-
inu. Við vorum þrír Svarfdælingar:
Halldór Jónsson á Gili við Akur-
eyri, þá til heimilis að Völlum, Jón
M. Amason, Þverá, síðar verk-
smiðjustjóri í Krossanesi, og und-
irritaður. Sá fjórði var Skagfirð-
ingur, Svavar Pétursson frá Vind-
heimum.
Lagt upp frá Laugum
Nokkru áður höfðum við rætt um
það að fara heim um jólin. Fannst
okkur það reyndar nokkuð tvísýnt
fyrirtæki- á þessum árstíma. í ferð-
imar fram og til baka hlutu að fara
fjórir dagar af allt of stuttu jólafríi.
Þótt maður sleppi nú alveg áhætt-
unni vegna veðurs. Ýmislegt gat
þó gerst á þeim vettvangi, sem sett
gat strik í reikninginn. Þá var nú
ekki eins auðhlaupið á milli staða
eins nú er. Þá var ekki um annað
að gera en nota fætuma og fara
gangandi. Slíkt var nú reyndar
ekki til afreka talið á þeim árum,
að bregða sér smáspöl fótgang-
andi, jafnvel þó um hávetur væri.
Því óx okkur þetta ferðalag ekki
svo mjög í augum. Við Jón Ama-
son höfðum þennan sama morgun
frétt, gegnum síma, að bátur frá
Dalvík mundi verða staddur á Ak-
ureyri þann 23. og væri áætlað að
hann færi til Dalvíkur um hádegi
þann dag. Var nú ákvörðun tekin
að við legðum af stað um kveldið,
gengjum til Akureyrar um nóttina,
næðum þar í bátinn til Dalvíkur og
kæmumst þannig heim að kveldi
þess 23. des. Ferðin heirn tæki
þannig ekki nema sólarhring.
Svo var farið til skólastjóra,
sem var Amór Sigurjónsson, og
beðið um leyfi til fararinnar.
Fékkst það orðalaust, sem mig
furðar þó mjög á, til að leggja af
stað undir nóttina í svartasta
skammdeginu í tvísýnu veðri. En
við hugsuðum nú ekki út í slíkt þá.
Svo var hafinn undirbúningur
undir ferðina, sem í raun og veru
var þó enginn undirbúningur, því
föt og annað er til ferðalags þurfti
var áreiðanlega mjög af skomum
skammti. Skjólklæði ekki góð og
skótau heldur bágborið. En heim-
þráin rak á eftir og við vorum líka
á þeim aldri er mörgum finnst þeir
færir í flestan sjó. Við höfðum líka
gengið þessa leið austur er við
komum í skólann um haustið og
ekki fundist neitt þrekvirki.
Hríðarbakki í
Ljósavatnsskarði
Við vorum því léttir í lund þetta
desemberkvöld, er við skálmuðum
upp Fljótsheiðina. Færi var sæmi-
legt. Hjamblettir hér og þar og
lausamjöll ofan á hjaminu á milli,
sem óð ofurlítið í og tafði það för
okkar upp heiðina. Þegar upp á
heiðina kom var bjart að sjá yfir
Bárðardalinn vestur í Ljósavatns-
skarðið, en vestur í Skarðinu var
dökkur hríðarbakki, sem byrgði
alla útsýn lengra vestur. Því þó
dimmt væri af nótt var birta af
tungli svo mikil að fjallasýn var
góð.
Nú héldum við sem leið lá og
allt hvað af tók vestur eftir heið-
inni og léttist gangan mjög er halla
fór undan fæti vestur af heiðinni.
En nú fór færið heldur að þyngjast.
Þó var það ekki að ráði til fyrir-
stöðu. Beggja vegna Skjálfanda-
fljóts var harðfenni mikið. Flug-
háll svellbunki niður á brúna aust-
an til. Myrkt var að sjá niður í
gljúfrið og ekki árennilegt að kom-
ast þar niður. Þó komumst við nið-
ur á brúna slysalaust. Þegar við
komum vestur í Ljósavatnsskarð-
ið, gengum við beint inn í hríðar-
bakkann. Kafaldshríð og stinn-
ingsgola beint á móti og sáum við
mjög takmarkað frá okkur. Ekki
fannst okkur þetta beinlínis álitlegt
en ekki varð aftur snúið úr því sem
komið var. Reyndum við að átta
okkur á stefnunni og vindáttinni og
svo var haldið áfram. Gengum við
í halarófu og reyndum að átta
okkur á því ef sá fremsti breytti
stefnunni. Stöku sinnum rofaði til
og sást til fjalla. Mun það hafa
orðið okkur helst til bjargar þar
sem við vorum allir ókunnugir á
þessum slóðum.
Upp í Vaðlaheiði
Góðum áfanga töldum við okkur
hafa náð er við komum að Hálsi í
Fnjóskadal. Tókum við nú stefnu,
eftir því sem við álitum réttast á
brúna á Fnjóská og gengum nú
sem fastast. Var nú komið þæf-
ingsfæri og tafði það för okkar
nokkuð. En undirengum kringum-
stæðum máttum við missa af bátn-
um frá Akureyri og rak það fast á
eftir okkur. Gengum við alllengi
að okkur fannst, en ekki bólaði á
brúnni eða ánni. Vorum við nú
orðnir vissir um að við færum eitt-
hvað villir vegar og vissum við
ekki í hvaða átt skyldi halda. Loks
komum við þó að girðingu sem lá
nokkuð þvert á leiðina sem við
fórum. Ekki vissum við hvaða
girðing þetta var, en af halla lands-
ins sáum við að hún lá á brekkuna
og ályktuðum því að hún myndi
liggja frá ánni til fjalls. Lögðum
við því af stað undan brekkunni
með girðingunni og eftir nokkuð
langan tíma komum við að ánni og
brúnni, sem við höfðum tekið
stefnu á en farið allt of ofarlega.
Nú var þreytan farin að segja til
sín. Minnist ég þess, að ég var orð-
inn mjög lúinn, þar sem ég var
þreklítill og hafði ekki úthald á við
hina. Við brúarendann austanmeg-
in lögðum við okkur útaf í snjóinn
Sigvaldi Gunnlaugsson frá Hofsár-
koti.
og höfðum við þá ekki tyllt okkur
niður síðan við fórum frá Laugum
um kvöldið, en nú var langt liðið á
nótt. Dimmt var og blindhríð og er
mér enn í minni hvað mér þótti
gott að leggjast í dúnmjúkan snjó-
inn. Enda fór svo að ég var fyrr en
varði sofnaður og svifinn inní lönd
draumanna. En sem betur fór sofn-
uðum við ekki allir og var nú ýtt
við mér heldur harkalega. Stóð þá
hríðarkófið beint í andlit mér og
var mér að verða hrollkalt. Hafði
nú heldur stytt upp hríðina í bili og
mótaði fyrir brekkum ofan við
Skóga. Var nú lagt af stað vestur
yfir ána og upp brekkuna til Vaðla-
heiðarinnar, sem var hulin dimm-
um hríðarmekki. Við höfðum tekið
með okkur birkirenglur og notuð-
um fyrir göngustafi. Færið var orð-
ið slæmt og gekk ferðin seint upp
brekkumar. Það var komið undir
morgun er við komum upp í heið-
ina. Fylgdum við símanum. Stór-
hríðin var svo ntikil á heiðinni að
ekki sá neitt nálægt því á milli
staura. Gengum við því þannig að
við fómm hver á eftir öðrum og
áður en sá síðasti var búinn að
missa sjónar af staufnum aftan við
sig var sá fremsti búinn að koma
auga á næsta staur. Þannig mjak-
aðist ferðin vestur eftir heiðinni.
Þegar við komum á vestari brún
heiðarinnar birti skyndilega upp
og var albjart að sjá yfir Eyjafjörð-
inn og til Akureyrar, enda farið að
birta af degi.
„Þú ferð á undan“
Sýndist okkur nú allbratt niður af
heiðinni þar sem við vorum stadd-
ir. Það virtist lfka sem harðfenni
mikið væri vestan í heiðinni og
ógreitt þama niður. Þótti okkur illt
að fara að taka á okkur krók norður
í heiðina þangað sem brattinn var
minni. Akváðum við því að fara
beint niður þar sem við vorum
staddir. Komum við okkur saman
um að fara ekki allir í hóp niður.
Einn skyldi fara á undan og ef svo
mætti segja kanna leiðina. Voru
félagar mínir sammála um að ég
skyldi fara á undan. „Þú ert svo
léttur að þú skoppar eins dúnpoki
og verður ekki meint af þótt þú
lendir á ójöfnu,“ sögðu þeir.
Eg tók þessu eins og sjálfsögð-
um hlut og ákvað að hlíta þeim
dómi að fara á undan. Eg skorðaði
birkilurkinn milli fóta mér og lagði
af stað. Skilaði mér nú mjög
áleiðis og gekk allt slysalaust ofan
fyrir bröttustu brekkumar. Félagar
mínir komu síðan strax á eftir.
Nú var eftir að ganga inn fjörð-
inn, eða inná leirumar á Eyjafjarð-
ará. Gengum við nú rösklega því
færið var stómm betra, veður
sæmilegt og orðið bjart af degi.
Segir ekki af ferð okkar fyrr en við
komum til Akureyrar.
Fórum við nú sem leið lá fram á
Torfunesbryggju til að hyggja að
bátnum frá Dalvík sem þar átti að
vera. Við fengum fljótlega þær
fréttir að hann væri farinn til Dal-
víkur fyrir alllöngu.
Stóðum við nú þama uppi heldur
óhressir. Strandaglópar og ferða-
áætlun okkar runnin út í sandinn.
Var það æði kvíðvænleg tilhugsun
að fara að bæta við um 60 km.
göngu til að komast heim.
Svangir vomm við, því ekkert
höfðum við bragðað frá því kvöld-
ið áður að við fórum af stað frá
Laugum. Fórum við nú uppá hótel
Gullfoss og fengum leyfi til að
vera þar á einu herbergi. Fór Jón
Amason út í bæ til matarkaupa.
Kom hann von bráðar aftur með
mjólk á flöskum og vínarbrauð.
Þetta var dásamleg máltíð. Vínar-
brauðin þykk nteð sérkennilegu
ljúffengu bragði. Olík þeim skorp-
um sem hægt er að fá nú og kallast
vínarbrauð. Fórum við nú að leiða
hugann að því að verið gæti að
annar bátur frá Dalvík kæmi til
Akureyrar þennan dag. Vissum við
að slíkt gat skeð því Svarfdælingar
og Dalvíkingar áttu margir erindi
til Akureyrar svona rétt fyrir jólin.
Því var einn okkar alltaf á vakt til
að fylgjast með bátsferðum. Var
nú liðið allmjög á daginn og við að
verða vonlitlir um sjóferð heim.
Vorum við famir að hugsa til þess
að leggja af stað gangandi þegar
Halldór birtist og tilkynnti að kom-
inn væri bátur frá Dalvík og færi
hann aftur til baka eftir klukku-
stund. Brugðum við nú skjótt við
og fórum fram á bryggju, hittum
bátsfonnanninn og tryggðum okk-
ur far með bátnum og fluttum okk-
ur um borð.
A tilsettum tíma lagði báturinn
af stað til Dalvíkur. Nokkur alda
var og úfinn sjór er út á fjörðinn
kom. Hjó báturinn fyrst í öldumar
og gaf allmikið á. En við fengum
að vera niðri í „lúgar“ þótt lítið
væri plássið. En þar var hlýtt og
notalegt, og hálf sváfum við, og
vorum víst ekkert sérlega
skemmtilegir ferðafélagar. Ferðin
til Dalvíkur tók um þrjá tíma.
Og fyrr en varði vorum við
kontnir þar að bryggju. Var nú
engin viðdvöl höfð á Dalvík. Oð-
ara lagt af stað er við höfðum fast
land undir fótum - hver til síns
heima. Halldór fram í Velli, Jón og
Svavar fram í Þverá sem er vestan-
vert í dalnum. En ég heim til mín í
Hofsárkot sem er austan megin, og
áttum við mjög álíka langt heim í
Þverá og Hofsárkot, um tveggja
tíma gangur eða um 10 km. Kom
ég heim um svipað leyti og við
höfðum lagt af stað frá Laugum
kvöldið áður. Og gaman var að
koma heim og geta nú haldið jólin
heima, þótt ekki væru húsakynni
háreist eða ytri búnaður jólanna
umfangsmikill. En best var þó eins
og á stóð að geta farið að hvíla sig
og sofa úr sér þreytuna.
Aftur af stað
Og jólin liðu alltof fljótt að mér
fannst. Við félagamir frá Laugum
höfðum haft samband hver við
annan, og var ákveðið að leggja af
stað austur aftur daginn fyrir gaml-
ársdag. Það hafði snjóað milli jóla
og nýárs og var komið heldur vont
færi. Nú var ekki um annað að gera
en fara gangandi alla leið austur,
og lausfóta urðum við að fara, þótt
vont væri færið, því ekki voru til
skíði til að hafa með sér.
Lögðum við því af stað
snemma dags daginn fyrir gaml-
ársdag og köfuðum snjóinn allt
hvað af tók niður Svarfaðardalinn
og inn yfir Hámundastaðaháls, og
áfram inn Arskógsströnd. Var
snjórinn víða í mjóalegg og sums-
staðar dýpri. Gekk því ferðin seint.
Og ekki var nú ferðalagið álitlegt
ef færið yrði svona alla leið til Ak-
ureyrar. En þegar við komum inn-
fyrir Stærri Árskóg batnaði færið
snögglega og var sæmilegt úr því.
Settum við okkur því niður á mel-
hól og fengum okkur matarbita -
því nú höfðum við með okkur
nesti. Vorum við hressir og kátir er
við stóðum upp og héldum ferð-
inni áfram. Skilaði okkur öllu bet-
ur er færið hafði batnað. Lögðum
við nú hvem kílómetrann að baki
án teljandi áreynslu. Þó var mjög
áliðið dags er við komum til Akur-
eyrar.
Nú höfðum við ráðgert að vera
nóttina á Akureyri og halda síðan
áfram daginn eftir austur að Laug-
um. Var ráðagerð með okkur -
þrátt fyrir litla vasapeninga - að
reyna að fá bíl austur í Vaðlaheið-
ina, það sem komist yrði, og fara
ekki síðar en kl. 7 um morguninn
frá Akureyri. Því ákváðum við að
fá herbergi á Hótel Gullfossi og
vera þar allir um nóttina. Til þess
að ekki skyldi nú standa á neinum
er leggja skyldi af stað morguninn
eftir tók Jón Ámason að sér að
útvega bílinn og herbergið og