Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Page 12

Norðurslóð - 15.12.1993, Page 12
12 — NORÐURSLÓÐ Grösin í dalnum Höfundur neðanskráðra minningabrota er Elín Pétursdóttir frá Hánefsstöðum. Hún er fædd 6. mars 1928 í Kaupmannahöfn en býr nú í Hafnarfirði. Elín er kona hámennt- uð í hjúkrunarfræðum og hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum á því sviði bæði hérlendis og erlendis. Norðurslóð telur sér heiður að mega birta þessi hugljúfu minningabrot konu, sem hefur varðveitt í hug og hjarta töfra æskustöðvanna um meir en hálfrar aldar skeið. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Ritstj. Elín Eggerz Stefánsson Pétur Eggerz Stefánsson á leið í veiðiför með skoskum vini sínum. Sigríður Stef- ánsdóttir (Thorlacius) og Karl Magnús- son (uppeldissonur) sitt hvoru megin við prestshjóinin. Sigurveig Þorgilsdótt- ir reynir að temja óstýrilæti yngri dóttur sinnar sem sjaldnast tolldi hrein stundinni lengur. - Svo margir eru dýrgripir minninganna, sem tengdir eru menningu hinnar svarfdælsku sveitar, að stundum flæða þeir úr hirslum hugans án þess að auðvelt sé að hemja þá. - Aftari röð frá vinstri: Unnur frænka Jakobsdóttir, Elín Halldórsdóttir, Brekku, og Ingibjörg - Bolla - frænka. Fremri röö: Elín Pétursdóttir, Elín Sigurðardóttir, Lambhaga, og Sólveig Pétursdóttir. Myndin er tekin að Völlum. Þegar böm þessa lands elds og ísa dveljast á fjarlægum slóðum um lengri eða skemmri tíma, líkt og far- fuglar, hvarflar hugurinn löngum heim til íslenskra dala, þar sem ilm- ur grasanna leikur í blænum og mýkt gróðurs á lækjarbakkanum er unaðslegri en orð fá lýst, er hinn göngulúni leggst niður til að svala þorsta sínum í silfurtærri lindinni. Þessi grænu grös, sem koma undan fönnum vetrarins jirungin lífsþrótti, teygja sig mót vorsólinni - en vissulega næða líka um þau stormar og frostnóttin getur stundum skilið eftir sig kalin strá löngu áður en sumri tekur að halla. Ef rótin lifir grænkar á ný og af nýjum fræjum koma ný grös, sem hlýða á lokkandi hjal lækjarins á leið hans til úthafs-strandar. Þótt útþráin sé sterk er heimþráin langlífari og rótarsproti sálarinnar í mold íslenskrar sveitar er meiri aflgjafi en margan grunar í stórviðrum nútíma heimsmenningar, sem streymir og byltist yfir okkur allt um kring. Þessi rótarsproti m.infiar eigin sálar liggur djúpt í svarfdælskri mold. Móðir mín, Sigur- veig Guðlaug Þorgilsdóttir, fæddist að Sökku í Svarfaðardal 9. mars 1898, yngsta bam Elínar Sigurbjargar Ámadóttur og Þorgilsar Þorgils- sonar. Faðir minn, Pétur Eggerz Stefánsson fæddist 10. ágúst árið 1900 á Akureyri, en ólst upp að Völlum í Svarfaðardal frá því hann var um það bil ársgamall. Hann var frumburður prestshjónanna Solveigar Eggerz Pétursdóttur og Stefáns Baldvins Kristinssonar. Uppfræðsla ungmenna á fyrstu áratugum þessarar aldar var vissulega með öðrum hætti en nú tíðkast og bömin á Sökku, Völlum og Hofi kynntust m.a. all náið þá fáu mánuði (eða vikur) ársins sem farkennslu naut. En auk þess var nábýlið hvetjandi til tíðra funda og vináttu- tengsla, sem aldrei rofnuðu meðan líf entist. Þess má geta að fermingarsystkin voru þau Gunnlaugur Gíslason Hofi og Sigurveig á Sökku og sömuleiðis voru Jón Gíslason á Hofi og Pétur á Völlum fermingarbræður. Þrenn hjónabönd urðu meðal þessa unga fólks, þ.e. milli þeirra Rósu á Sökku og Gunnlaugs á Hofi, Halldóru á Hofi og Ara á Sökku og Sig- urveigar á Sökku og Péturs á Völlum. Þannig urðu foreldrar mínir vissulega æskuvinir, en hjúskap sinn stofnuðu þau á Akureyri 17. janúar 1924. Eftir nokkurra ára búsetu til skiptis á erlendri grundu og Reykjavík, snéru þau aftur heim í dalinn og árið 1931 fengu þau keypta kirkju- jörðina Hánefsstaði miðja vegu milli Sökku og Valla. Gamli Hánefsstaðatorfbærinn var víst varla íbúðarhæfur um þær mundir, svo ungu hjónin bjuggu hjá ættingjunum á Völlum meðan nýtt steinhús reis á Hánefsstöðum. Trú- lega hefur það þótt allglæsilegt þá, ekki síst vegna rafvirkjunar bæjarlækjarins, sem lýsti upp og hitaði allar vistarverur. Árið 1930 kom fyrsta rafstöð sveitarinnar upp á Brimnesi og 1932 voru reistar vatnsvirkjanir bæði á Karlsá og Hánefsstöðum. Þessar þrjár stöðvar urðu þannig upphaf rafvirkjunar í Svarfaðardal, þótt raunar sé aðeins getið um tvær þeirra í þriðja bindi Sögu Dalvíkur frá 1984, (sjá kafla X. Vérði Ijós). Við upphaf búskapar Sigurveigar og Péturs á Hánefsstöðum vorum við systur, Sólveig og Elín (þá 7 og 4 ára), áhugasamir þátttakendur og haustið 1932 bættist Pétur bróðir okkar í hópinn. Næstu sjö árin nutum við systkinin alls þess besta, sem hin rómaða bændamenn- ing þjóðarinnar gat þá boðið bömum sínum. Vel var setinn Svarfaðardalur í þessa tíð og mannfagnaður milli góðbúanna - ekki síst um jól og áramót - ógleymanlegar gleðistundir. Naumast var nema nokkurra mínútna gangur út í Sökku, upp í Ölduhrygg, suður í Velli og Hof eða yfir að Tjöm. Þórarinn Eldjám á Tjöm, sá glaðværi gáfumaður, var bamakenn- ari sveitarinnar og Sigrún kona hans fáguð og höfðingleg húsfreyja, (dótturdóttir hennar og nafna Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur sækir talsvert í nafnið, held ég). Vitsmunir og vinnu- semi réðu ríkjum að Sökku hjá þeim hjónum Gunnlaugi og Rósu að ógleymdri hlýjunni, sem einstakri geðprýði fylgir. Systkini Rósu, þau Ári, Baldvin og Jóna settu og sitt mót á heimilið, sem og fjöldi hjúa auk bamanna fimm, sem voru á líku reki og við Hánefsstaðakrakkamir og því allt í senn, leikfélagar okkar, vinir og frændur. Afi og amma Elín amma á Sökku dó sumarið 1933 sjötug að aldri og syrgðum við hana mjög. En afi og amma á Völlum, ásamt ættlegg þeirra öllum, voru okkur afar náin alla tíð með örlátri gest- risni sinni, andlegri menningu og glaðværð, sem dró að sér fólk úr öllum stéttum fjær og nær, hvort heldur væri á messudögum eða virkum dögum. Suðið í símavírunum við gluggann á kontómum hans afa var notalegt, þar sem lítil snót með stutta sokka hossaðist á hné gamla mannsins með grásprengda skeggið og glettnu augun. Ósjaldan gældi hann við kött á öxl sinni og venjulega lumaði hann á brjóst- sykri í vasanum. Góður fræðimaður á grísku og latínu þótti hann og bókmenntum öllum unni hann, en sennilega stóðu börn og mál- leysingjar næst hjarta hans. Hlýju hendumar hennar ömmu ræktuðu blóm sunnan við hús, hlúðu að rósum á leið- um, bökuðu bestu pönnukökur í heimi og héldu utan um mann á kirkjubekknum af þeirri unaðslegu ástúð, sem öll lítil böm þrá umfram allt annað. Heill dagur með henni á berjamó var toppurinn á tilverunni. Frænkumar Unna, Bolla og Sigga dekmðu óneitanlega við okkur og þegar Unnur trúlofaðist Jakob frá Hvarfi í Séra Stefán Baldvin Kristinsson meö nafna sín- um og dóttursvni, Stefáni Hólm í Hrísey. ágúst 1935 varð ég ákaflega afbrýðisöm, því mér fannst ég eiga Unni. Kalli (Karl Magnús- son) og Villi (Vilhelm Þórarinsson) voru unglingar heima á Völlum (uppeldissynir afa og ömmu) en Kristinn og Sæmundur voru næstum famir að heiman. Tryggvi afabróðir, pabbi Unnar, starfaði sem kennari og organisti á Siglufirði, en hann sendi okkur oft gjafir, enda mikið ljúfmenni. Heimilisfólkið á Hofi var sveitinni til mikils sóma meðal annars í frábærri verk- menningu. Strákamir þar, þeir Gísli og Pálmi þóttu okkur virkilega skemmtilegir, en ómögulega gat ég botnað í hvemig hann Gísli gat lært allt kvæðið um hann Gutta bara eftir að hafa hlustað á það einu sinni í útvarpinu. Ég hélt að svoleiðis væri kallað ofnæmi. Þessi upptalning er vissulega ekki tæmandi, nábúamir allir voru gott fólk, sem aldrei vék nema vinarorðum að okkur þá fundum bar saman. Þrátt fyrir fátækt á smærri býlum man ég eftir fágætu sætabrauði, sem manni var rétt ef erindað var milli bæja og fegin varð maður að fá fúsa hjálp við óþekka rollu eða mann- ýgan nautgrip þegar hjartað sló niður í rassi. Ekki gleymist heldur volg mjólkin hjá Brautarhólshjónum, sem bömum var borin á leið þeirra um hlaðið með stórhríð í fangið og kafandi fönn upp í klof á heimleið úr barna- skólanum í gamla þinghúsinu á vesturkjálk-

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.